Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 2
Helgarblað 30. maí –2. júní 20142 Fréttir
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yr daginn í vinnunni og ængar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
jótari að ná sér eftir ængar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt ölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kve og ensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir og Fríhöfnin.
F
leiri íbúar við Goðatún í Garða-
bæ kanna nú rétt sinn vegna
skemmda á eignum sínum eftir
að dómur féll sem gerði bæjar-
yfirvöldum að greiða konu á níræðis-
aldri bætur vegna framkvæmda bæj-
arins sem skemmdu hús í hverfinu.
Formleg og óformleg skoðun á hús-
um eru nú í gangi og hyggjast íbúar
leita réttar síns. Sævar Þór Jónsson,
lögmaður konunnar og fleiri íbúa,
segir að málið sé að vinda upp á sig,
enda mikið hagsmunamál fyrir íbúa
og bæjaryfirvöld.
Um er að ræða framkvæmdir við
Silfurtún í Garðabæ frá árinu 2008, en
Goðatún og Silfurtún liggja að hvort
öðru. Við framkvæmdirnar var grafinn
þriggja metra djúpur skurður í mýr-
lendi rétt við hús konunnar. Hús kon-
unnar var reist á steyptri botnplötu og
sökklum, enda byggt á svæði sem er
þekkt mýrarsvæði. Framkvæmdirnar
í Silfurtúni höfðu áhrif á grunnvatns-
stöðu og húsið tók því að síga með til-
heyrandi skemmdum. Konan er flutt
úr húsinu enda var það óíbúðarhæft.
Héraðsdómur komst að þeirri niður-
stöðu að Garðabær hefði ekki kannað
ástand svæðisins með nægilega góð-
um hætti áður en framkvæmdirnar
hófust og ekki tekið tillit til sérstöðu
svæðisins.
Dómur féll í desember en þá höfðu
málaferlin staðið frá árinu 2010. Fleiri
aðilar í hverfinu skoða nú stöðu sína
og eru þrír umbjóðendur Sævars að
vinna að rannsóknum á híbýlum sín-
um og fleiri íbúar eru í óformlegu ferli.
Slíkar rannsóknir taka langan tíma
og eru kostnaðarsamar. „Hverfið er
undirlagt, það má nánast segja það,“
segir Sævar. Garðabær áfrýjaði mál-
inu og verður það tekið fyrir í Hæsta-
rétti í haust.
Augljóst er að málið varðar hags-
muni margra. „Það er ekki boðlegt að
búa í íbúðum sem eru svona á hreyf-
ingu, það getur opnast niður í jarðveg.
Og það er annar húseigandi sem hefur
flutt úr sínu húsi. Hún treystir sér ekki
vegna heilsufars að búa þar áfram.“ n
astasigrun@dv.is
„Hverfið er undirlagt“
Fleiri íbúar skoða stöðu sína eftir framkvæmdir í Garðabæ
„Mjög ölvaðir
unglingar“
Mikið var um tilkynningar um
hávaða frá veitingahúsum og
heimilum aðfaranótt fimmtudags
og nokkuð var um ölvun að sögn
lögreglu. Tveir ökumenn voru
stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu
fyrir ölvunarakstur og tveir voru
teknir við fíkniefnaakstur.
Þá hafði lögreglan afskipti af
skóladansleik á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem mikið var um
„mjög ölvaða unglinga“ að sögn
lögreglu, og þurftu nokkrir aðstoð
við að komast heim.
Tafðist vegna
farbanns
Ríkissaksóknari segir að ástæða
þess að dráttur varð á málsmeð-
ferðartíma í máli ákæruvaldsins
gegn Einari Erni Adolfssyni og
Finni Snæ Guðjónssyni sé ekki
vegna anna hjá embættinu.
Ákæra hafi verið gefin út í málinu
þann 21. maí í fyrra, en lögreglan
hafi vísað málinu til saksóknara í
október 2012.
Einar og Finnur voru ákærðir
ásamt þriðja aðila fyrir að smygla
rúmlega 30 þúsund e-töflum til
landsins.
„Við þingfestingu málsins
11. júní 2013 upplýsti verjandi
eins sakborninganna að hann
væri erlendis en væntanlegur til
landsins í ágúst-september. Var
aðalmeðferð í málinu ákveðin
11. október 2013. Í milliþing-
haldi í málinu 4. september 2013
upplýsti verjandi sakbornings-
ins sem hafði verið erlendis við
þingfestinguna að hann sætti far-
banni í Ástralíu,“ segir í tilkynn-
ingu frá ríkissaksóknara. Málinu
var þá frestað fram í nóvember en
þá kom í ljós að málsmeðferðin
í Ástralíu gat tekið upp undir eitt
ár. Var þá ákveðið að aðskilja
ákærurnar og þátt sakborninga
til að unnt væri að ljúka málinu.
„Þetta formsatriði breytir því ekki
að málið var afgreitt hjá ríkissak-
sóknara og höfðað með útgáfu
ákæru 21. maí 2013.“
Misnotuðu mynd sem
tekin var í leyfisleysi
„Ég hef ekki talað við einn né neinn um leyfi fyrir einu né neinu“
F
ramsókn og flugvallarvinir
notuðu tölvugerða mynd frá
arkitektastofu í leyfisleysi
í heilsíðuauglýsingu sem
birtist í Reykjavík Vikublaði
um síðustu helgi. Í auglýsingunni
er fullyrt að myndin sýni „fyrir-
hugaðar byggingar á hafnarbakka
Reykjavíkur“ en ljóst er að mynd-
irnar sýna einungis mögulega út-
færslu á byggingunum. Hugmyndin
hefur ekki verið kynnt umhverfis- og
skipulagsráði né öðrum nefndum
borgarinnar.
Í samtali við DV fullyrðir Svanur
Guðmundsson, kosningastjóri
Framsóknar og flugvallarvina, að
myndirnar í auglýsingunni séu
„úr skipulagi eða á vef borgarinn-
ar“. Björn Axels son, skipulagsstjóri
Reykjavíkurborgar, staðfestir hins
vegar að svo sé ekki. „Þessar myndir
fylgdu ekki deiliskipulaginu og hafa
aldrei verið auglýstar sem slíkar. Í
sjálfu sér hafa þær ekkert með borg-
aryfirvöld að gera,“ segir hann.
Voru réttar myndirnar
Þegar DV spyr kosningastjórann
hvort óskað hafi verið eftir leyfi til
að birta myndirnar segir hann: „Ég
hef ekki talað við einn né neinn um
leyfi fyrir einu né neinu. Þetta eru
bara myndir sem mér voru réttar. Ég
var ekkert að rannsaka hvaðan þær
komu, en ég er búinn að vera að tala
við þá aðila sem eiga myndina eða
hafa búið hana til og það er allt í
góðu lagi á milli okkar.“
Umrædd mynd var útbúin hjá
PK arkitektum. Að sögn þeirra veittu
þeir Framsókn og flugvallarvinum
ekki leyfi fyrir notkun hennar og
ekki er útilokað að arkitektastofan
bregðist við vegna málsins.
„Allt í góðu ferli“
Kosningastjóri Framsóknar segist
hafa verið í sambandi við eigendur
lóðarinnar og það sé „allt í góðu
ferli“. Þegar honum er bent á að
þeir eigi ekki teikningarnar, heldur
arkitektastofan, spyr Svanur: „Fyrir
hvern teiknar arkitektinn?“
Hann segist þó ætla að rann-
saka hvaðan myndirnar séu komn-
ar. „Ég hélt að þetta væru opinberar
myndir. Hvernig þær bárust ná-
kvæmlega til mín hef ég ekki upp-
lýsingar um enda hef ég ekki haft
tækifæri til að skoða það, en þetta er
gert með leyfi eigenda þessa reits.“
Þegar blaðamaður bendir á að
myndirnar séu frá arkitektastofunni
segir Svanur: „Óskaplega ertu tregur
vinur, ertu ekki að heyra það sem ég
var að segja? Ég fékk ekki myndina
frá þeim. Þú vilt að ég segi eitthvað
annað heldur en ég veit.“
Skiptir ekki máli hvernig
þau líta út
Svanur segist ekki hafa talað í hr-
ingi í samtalinu, enda sé umrædda
mynd að finna inni á Reginn.is.
„Mér var send hún. Hún var send
hingað á stofuna,
hvernig það ferli
var, það veit ég ekki.
En hún er á netinu,“
bætir hann við.
Svanur hafn-
ar því að Fram-
sókn og flug-
vallarvinir séu að
villa um fyrir kjós-
endum með því
að birta myndina
með þeim hætti
sem gert er. „Við
erum að tala um
hæð bygginga og
hvernig á að breyta
hafnarbakkan-
um. Hvernig end-
anleg hús koma til
með að líta út, það er ekki spurn-
ingin í þessu máli,“ segir hann.
Þegar DV bendir kosningastjóran-
um á að í auglýsingunni standi orð-
rétt: „Myndirnar sýna fyrirhugaðar
byggingar á hafnarbakka Reykjavík-
ur“ sagðist hann verða að ljúka sam-
talinu. n
„Óskaplega
ertu tregur
vinur
Jón Bjarki Magnússon
Jóhann Páll Jóhannsson
jonbjarki@dv.is/johannp@dv.is
Villandi framsetning Mynd í auglýsingu Framsóknar
og flugvallarvina fylgdi ekki deiliskipulagi og sýnir einungis
mögulega útfærslu á byggingu sem ekki hefur verið borin
undir nefndir og ráð Reykjavíkurborgar. Mynd FAceBook