Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 8
Helgarblað 30. maí –2. júní 20148 Fréttir Prestur vildi sitja einn að dúntekju n Græðir á túnum sem hann gerir ekkert fyrir n Hefur eina verðmætustu ána Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is T il að standa straum af hærri fasteignagjöldum ákvað presturinn á Melstað, sr. Guðni Þór Ólafsson, að hann myndi einn njóta góðs af dúntekju í Hrútey, sem er í eigu prestsetursins á Melstað. Þetta herma heimildir DV, en hefð var fyrir því að bændur í Eyjanesi, sem er skammt frá Hrútey, nýttu helm- ing dúntekjunnar. Aðspurður um ástæðu þess að svo sé ekki lengur segir Guðni Þór að fyrir því séu „einkaástæður.“ Samkvæmt fasteignamati er æðar- varp á landinu metið á tæpa 1,4 milljónir króna. Kastljós fjallaði um hlunnindi prestsetra í síðustu viku en þar kom meðal annars fram að í landi Mel- staðar sé ein verðmætasta áin á landinu, sem tilheyrir prestsetri. Þar kom einnig fram að leiga sem prestar greiða getur aldrei verið hærri en 83.000 krónur. Deildu um leigu túna Auk dúntekjunnar þá leigir Guðni Þór út tún sem tilheyra prestsetr- inu. Túnin voru áður móar sem bændur á svæðinu hreinsuðu og þurrkuðu upp. Þeir girtu túnin einnig af og greiddu hóflega leigu fyrir notkun á þeim, samkvæmt heimildum DV. Þegar gengi krón- unnar var fellt á níunda áratugn- um lækkaði leigan verulega og það var svo ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að Guðni vildi hækka hana aftur. Gaf hann engar skýringar á því, en bændum þótti eðlilegt að greiða sanngjarnt gjald fyrir nýt- ingu túnanna. Guðni Þór vildi hins vegar taka mun hærra gjald en það sem bændurnir höfðu í huga og urðu þeir frekar ósáttir, samkvæmt heimildum DV. Þeir leggja sjálf- ir mikla vinnu í ræktun túnanna, viðhald á girðingum og fleira sem til fellur. Spruttu upp deilur á milli þeirra og Guðna, og leituðu bænd- urnir til lögfræðings. Á endan- um náðist sátt á milli aðilanna og úr varð að bændurnir greiða lægri leigu en Guðni vildi upphaflega. Vildi uppfæra til markaðsverðs „Við náðum að lokum samkomu- lagi. Samkvæmt þeim samningi sem er í gildi þá var ákveðin leiga föst krónutala en upp úr aldamót- um var endurskoðunarákvæði virkt. Það hafði ekkert verið gert fyrr en ég fór af stað fyrir 2–3 árum í samstarfi við lögfræðing Bisk- upsstofu. Þá var óskað eftir því að leigugjaldið yrði endurskoðað og uppfært til markaðsverðs. Bænd- urnir voru tregir til, enda bar nokk- uð mikið á milli,“ segir Guðni Þór í samtali við DV. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um hlunnindi prest- setra og hvort það sé sanngjarnt að prestar njóti hlunninda í fjársvelt- um sóknum, líkt og spurt var um í umfjöllun Kastljóss. Sérstakur ráð- gjafahópur mun taka þessi mál til skoðunar. „Þetta er í skoðun og maður bara hlítir því sem kemur út úr því,“ segir Guðni Þór. Miðfjarðará metin á 8 milljónir Í umfjöllun Kastljóss í síðustu viku um hlunnindi kirkjujarða sem prestar nýta kom fram að prestar fá tugi milljóna króna árlega í arð af þeim. Meðal annars voru verð- mæti veiðiáa talin upp samkvæmt því sem fram kemur í fasteigna- mati. Miðfjarðará tilheyrir Melstað og áin þar er metin á tæpar 8 millj- ónir króna. Það er ein verðmætasta áin sem tilheyrir prestsetri og því ljóst að Guðni Þór nýtur mjög góðs af jörðinni. Í þættinum var rætt við Agn- esi M. Sigurðardóttur, biskup Ís- lands, sem segir fyrirkomulagið ekki sanngjarnt. Hún hefur skip- að sérstakan ráðgjafahóp, sem á að fjalla um hlunnindi kirkjujarða og prestsetra. Í hópnum, sem vinnur launalaust, eru Óskar Magnús- son útgefandi og í sóknarnefnd Breiðabólstaðarsóknar, Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og varaformaður sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar, og Steinunn Valdís Óskars dóttir, fyrrverandi borgarstjóri og í sóknarnefnd Laugarnessóknar. Þjóðkirkjan stefndi landeiganda Fyrir stuttu greindi DV frá máli Kára H. Jónssonar, sem á í deilum við Þjóðkirkjuna vegna dúntekju. Kirkjan telur sig eiga heimtingu á dúntekjuhlunnindum á grundvelli ítaks í hólma á jörð Kára og að hefð hafi myndast fyrir því að sóknar- presturinn á Staðarstað á Snæfells- nesi njóti góðs af. Málið er nú kom- ið fyrir dóm, en Kára var stefnt í Héraðsdómi Vesturlands og verður málið tekið fyrir þann 3. júní næst- komandi. „Ég bauð þeim að við myndum semja um þetta frekar en að gera úr þessu dómsmál og ég var þá tilbúinn að greiða þeim eitthvað ákveðið til að „settla“ málin. En því var aldrei svarað öðruvísi en með stefnu,“ sagði Kári í samtali við DV fyrr í þessum mánuði. Í stefnunni segir að „um aldir“ hafi verið talið að æðarvarp í Gamlahólma tilheyri kirkjujörðinni við Staðarstað. Hlunnindin hafi alla tíð verið nýtt af sitjandi presti á Staðarstað og því hafi verið litið á æðarvarpið sem kirkjuítak. Þannig hafi sóknarpresturinn á Staðarstað getað tínt æðardún í hólmanum, selt hann sjálfur og stungið ágóð- anum í eigin vasa. n „Bændurnir voru tregir til, enda bar nokkuð mikið á milli. JÖFNUÐUR ER RÉTTLÆTI H V E R N I G V I LT Þ Ú F O RG A N G S R A Ð A ? RAUNHÆF ÁÆTLUN TIL FJÖGURRA ÁRA: Borgin greiðir nú þegar 32 milljarða á ári (90%) en foreldrar 3 milljarða (10%) – stígum skrefið til fulls Hækkum framlög til skóla- og frístundasviðs um 750 m.kr á ári (0,9% af heildartekjum borgarsjóðs) Lækkum gjaldskrár um 25% á ári Upprætum fátækt og misskiptingu í samfélaginu. Aukum ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna. Kynntu þér málið á www.gjaldfrelsi.is Finndu okkur á Facebook (Vinstri græn borg) GJALDFRJÁLS LEIKSKÓLI, GRUNNSKÓLI OG FRÍSTUNDAHEIMILI Mun færri gjaldþrot Gjaldþrot fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá maí 2013 til apríl 2014, hafa dregist saman um sautján prósent samanborið við tólf mánuði þar á undan. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á miðvikudag. Alls voru 879 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð, eða 167 talsins. Þá hefur nýskráningum einka- hlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá maí 2013 til apríl 2014, fjölgað um sjö prósent samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 1.956 nýskráð félög á tímabilinu. Flestar nýskráningar voru í fjár- mála- og vátryggingastarfsemi, eða 322 talsins. Haukur til LÍÚ Haukur Þór Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, LÍÚ. Í tilkynningu frá sam- bandinu kemur fram að Haukur Þór hafi um árabil starfað hjá þrotabúi Kaupþings og þar áður fyrir Kaupþing banka. Hann er með Cand.oceon-próf frá Háskóla Íslands. Hann er einnig löggiltur verðbréfamiðlari og hefur lokið hinu alþjóðlega ACI-miðlunar- prófi. Í tilkynningunni býður Kol- beinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, fyrir hönd samtakanna, Hauk velkominn til starfa. Nýtur hlunninda „Þetta er í skoðun og maður bara hlítir því sem kemur út úr því,“ segir Guðni Þór. Frá Melstað Prestsetrinu á Melstað fylgja þó nokkur hlunnindi. Meðal annars dúntekja í Hrútey, en þar nýtti bóndi á nálægum sveitar- bæ helming á móti prestinum í langan tíma. Því var hins vegar breytt fyrir nokkrum árum því presturinn þurfti að standa straum af hærri fasteignagjöldum tengdum prestsetrinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.