Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 10
10 Fréttir Húsnæðismál Velferðar- og heilbrigðismál Samgöngur Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Leiðarvísir um Loforðin í reykjavík Þorvaldur Þorvaldsson, oddviti Alþýðufylk- ingarinnar, er trésmiður og byggingaiðn- fræðingur. Hann hefur komið að ýmiss konar félags- og stjórnmálastarfi í gegnum tíðina og er meðal annars stofnfélagi í Vinstri grænum og Hagsmunasamtökum heimil- anna. Hann stofnaði Alþýðufylkinguna og bauð fram til þingkosninga árið 2013. R-listi Alþýðufylkingarinnar Æ-listi Bjartrar framtíðar T-listi Dögunar í Reykjavík Málefni aldraðra og fatlaðra Umhverfis- og skipulagsmál Mennta- og fjölskyldumál Efnahagsmál Málefni innflytjenda Félagslegur rekstur verði efldur á kostnað markaðsvæðingar. Borgin taki aftur til sín rekstur sem hefur verið einkavæddur undanfarna áratugi svo sem snjómokstur, malbikun, sorphirðu og fleira. Borgin útvegi sem flestum húsnæði á kostn- aðarverði. Félagslegt húsnæði sé réttur allra, en þeir mæti forgangi sem mest þurfa á því að halda. Fjárfestum í leiguhúsnæði sé ekki ívilnað með eftirgjöf lóðagjalda, en borgin sjái sjálf um byggingaframkvæmdir og félagslegt eignarhald. Farið verði af mikilli varúð í breytingar og niðurrif. Auðmenn fái ekki skipulagsvald í krafti lóðaeigna. Orkuveitan og aðrir innviðir verði ekki seldir einkaaðilum. Útþensla í nýtingu háhitasvæða í nágrenni Reykja- víkur verði stöðvuð. Matvælaframleiðsla í þéttbýlinu verði aukin. Framfærslustyrkur verði hækkaður og fram- færsla verði alltaf full en ekki hálf. Skilyrði um að hafa búið í sveitarfélagi í ákveðinn tíma til að eiga rétt á félagslegu húsnæði eða velferðarstuðningi verði felld niður. Kjör kennara verði bætt, tekið verði á einelti í skólum og samstaða efld. Börn og foreldrar fái val um hvort börn skuli send í skóla án aðgreiningar eða sérskóla sem sniðinn er fyrir þarfir þeirra. Rafknúið lestarkerfi á teinum verði sett á fót, ýmist ofan- eða neðanjarðar eftir landslagi og þéttleika byggðar. Almenn- ingssamgöngur verði efldar og notkun þeirra gerð aðgengilegri. Flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni um fyrirsjáanlega framtíð þar til betri lausn finnst. Borgarstjóraefni Sigurður Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, var aðstoðarmaður Jóns Gnarr á kjörtímabilinu sem nú er á enda og vara- borgarfulltrúi. Hann gerði garðinn frægan með hljómsveitinni HAM á níunda og tíunda áratugnum, lagði stund á fjármál fyrir stjórnendur í Háskóla Íslands. Gamalt fólk verði ekki drepið úr leiðindum. Félagsstarf eldri borgara verði eflt og þá sérstaklega meðal karla, sem hafa orðið útundan. Leiga verði raunhæfur valkostur en ekki þrautalending. Leigjendum verði hjálpað til að þeir búi við meira öryggi og að Reykjavíkurborg hafi beina aðkomu að uppbyggingu leigumarkaðar. Það verði gert með því að þróa áfram hugmyndina um Reykjavíkurhúsin. Þétting byggðar og jafnræði milli hverfa borgarinnar. Ekki verði talað um úthverfi heldur sjálfsögð hverfi, þar sem þjónusta verði sjálfsögð og græn svæði aðgengileg. Menning verði efld í öllum hverfum og fordómum fyrir póstnúmerum útrýmt. Opnað verði á fjölbreyttari leiðir í velferðar- málum. Heilsugæslan og aðstoð vegna neyslutengdra vandamála verði efld, hvort sem um ræðir mat, áfengi, vímuefni eða annað. Dagvistunarvandi ungbarna heyri sögunni til. Börn verði vernduð og girt fyrir „göt“ í kerfinu. Samstarf verði eflt milli sveitar- félaga í barnaverndarmálum. Skólakerfið verði hannað utan um meira en PISA-kann- anir og að lögð verði áhersla á að finna það sem hver og einn nemandi sé góður í og rækta það, fremur en að einblína á veikleika. Settar verði skýrar og strangar reglur um hjólreiðar í borginni. Hugmyndir um borgarbíla verði skoðaðar og almennings- samgöngur verði sjálfsögð og góð þjónusta. Gerðar verði tilraunir með gönguforgangs- götu.Flugvöllurinn fari með tíð og tíma úr Vatnsmýrinni. Áfram verði þróaðar aðferðir við gerð fjár- hagsáætlana með beinni þátttöku borgar- búa eins gert hafi verið með Betri hverfum. Rökræðukannanir verði áfram þróaðar með það að markmiði að ákvarðanataka verði betri og í sátt við íbúa. Varðstaða um skynsamlegan rekstur og faglega stjórn Orkuveitunnar. Tvítyngd börn fái aukna kennslu í móður- málinu. Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar, átti sæti í borgarstjórn frá 2007 til 2010 fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, en hann var varaborgarfulltrúi þar á undan og á liðnu kjörtímabili. Hann er dúklagn- ingarmeistari að mennt, en á síðasta kjörtímabili átti hann meðal annars sæti í framkvæmdaráði og forsætisnefnd. Komið verði á fót áhrifamiklu öldungaráði fyrir 60 ára og eldri. Að Félagsbústöðum hf. verði þegar eftir kosningar falið að byggja upp 300–400 bráðabirgðaíbúðir fyrir þá sem eru verst settir á húsnæðismarkaðnum. Einnig að fyrirtækinu verði falin stjórn stórfelldrar uppbyggingar leiguhúsnæðis á vegum borgarinnar. Garðyrkja verði aukin í borgarlandinu. Umhirða á götum, gangstéttum og opnum svæðum verði bætt. Flokkun úrgangs á heimilum verði auðvelduð. Reykjavíkurborg taki hlutverk sitt sem náttúruverndarráð alvarlega og fjalli reglulega um málaflokk- inn. Borgin framfleyti þeim sem geta það ekki sjálfir. Fjárhagsaðstoð verði jafn há atvinnu- leysisbótum og án skilyrðinga. Félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun verði efld. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með borgarreknum ungbarnaleik- skólum, brugðist verði við versnandi læsi drengja og stutt við uppeldishlutverk for- eldra. Framlög til skóla verði aukin, fækkað í bekkjum og verk- og listgreinar efldar. Flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík og almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík. Uppbygging borgar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan. Gjaldskrá borgarinnar verði tekjutengd þannig að lágtekju- og millitekjuhópar borgi minna. Borgin eignist aftur bíla, tæki og búnað, og að Vélamiðstöð og Trésmiðja borgarinnar verði endurreist. Reykjavíkur- borg setji á fót sitt eigið útgerðarfyrirtæki og stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Alþjóðahús verði endurreist til að efla fræðslu um mismunandi menningu meðal borgarbúa. Borgin virði réttindi hinsegin fólks og vinni gegn fordómum vegna kyn- hneigðar Öll börn fái móðurmálskennslu og íslenskukennsla fyrir innflytjendur aukin. Á laugardaginn verður gengið til sveitarstjórnar­ kosninga um allt land. Úr ýmsum framboðum og frambjóðendum er að moða og eflaust fjöldi kjósenda með talsverðan valkvíða. Hér gefst kjósendum í Reykjavík kostur á að bera saman loforð þeirra framboða sem standa til boða. Leiðarvísirinn er unninn upp úr stefnuskrám flokkanna, en eins og vænta má eru áherslurnar eins mismunandi og þær eru margar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.