Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11 Húsnæðismál Velferðar- og heilbrigðismál Samgöngur Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Leiðarvísir um Loforðin í reykjavík Reykjavíkurborg bjóði sveigjanleg starfslok. Fólk geti minnkað við sig eftir 62 ára aldur en þurfi ekki að hætta alfarið fyrr en við 74 ára aldur þar sem því verður við komið. Söfn borgarinnar bjóði ókeypis menningar- dagskrá að degi til og frístundastarf verði fjölbreyttara. Mannréttindi fatlaðs fólks verði tryggð. Heimaþjónusta og heimahjúkrun í öllum hverfum borgarinnar verði samþætt, boðið upp á víðtækari stuðning og fólki gert kleift að búa heima hjá sér ef það svo kýs. Tekið verði upp frístunda- og lýðheilsukort fyrir eldri borgara og valkostum fjölgað með uppbyggingu þjónustuíbúða í eigu borgarinnar. B-listi Framsóknar og flugvallarvina Þ-listi Pírata S-listi Samfylkingar D-listi Sjálfstæðisflokksins V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Málefni innflytjenda Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, er formaður Landssambands framsóknarkvenna o Sveinbjörg er héraðsdómslögmaður að mennt og löggiltur fasteignasali. Hún gegndi starfi verkefnastjóra á fasteignafjár- festingarsviði hjá Askar Capital í Lúxemborg og starfaði hjá Ernst & Young og Investum. Íbúðum verði fjölgað í Reykjavík og aðgang- ur tryggður að mismunandi búsetuformi. Félagsbústaðir verði efldir og ólöglegt húsnæði upprætt. Unnið verði að lækkun leiguverðs og stuðningi við úthverfi. Komið verði í veg fyrir meint skipulagsslys sem Framsókn telur að starfandi borgar- stjórnarmeirihluti stefni að. Að öðru leyti er stefna Framsóknar og flugvallarvina í skipulagsmálum óskýr. Umhverfisstefna engin. Ekki fengust svör við beiðni DV um að Framsókn og flugvallarvinir útveguðu blaðinu útlistun á stefnu sinni í heilbrigðis- og velferðarmálum. Frístundakort verði samnýtt fyrir systkini, hleypt verði af stað lestrarátaki í grunnskól- um og framlög til leik- og grunnskóla aukin. Byggð verði knattspyrnuhöll í Reykjavík. Staðið verði vörð um flugvöllinn á þeim grundvelli að hann sé nauðsynlegur öryggi þjóðarinnar. Allar samgöngur verði efldar og staðið verði vörð um einkabílinn og valfrelsi fólks um hvernig það vill ferðast. Stutt verði við virðisaukandi þjónustu fyrir flugtengda starfsemi. Haldnar verði íbúakosningar um lóðaúthlut- anir til trúfélaga. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, er tölvunarfræðingur að mennt og vinnur við forritun hjá Hagstofu Íslands. Hann tók þátt í kosningabaráttu Pírata fyrir síðustu þing- kosningar. Halldór er zen-búddisti og hefur tekið virkan þátt í að móta stefnu Pírata eftir að flokkurinn var stofnaður. Aðferðafræði og form aðalskipulags verði endurskoðað í því skyni að auka lýðræði og gegnsæi. Miðbæjarkjarnar í hverfum verði efldir til að skapa bæjarstemmingu. Ekki verði lagðar sérstakar kvaðir á þá sem þiggja framfærslu frá Reykjavíkurborg. Embætti umboðsmanns borgarbúa verði styrkt, innheimta skulda einstaklinga við Reykjavíkurborg verði mannúðlegri. Stutt verði við mismunandi áherslur og rekstrarform skóla og aukið frelsi nemenda, foreldra og kennara. Boðið verði upp á sérskólaúrræði. Komið verði betur til móts við tekjulága við gjaldtöku í skólum. Frístundakortið verði framfærslutengt. Í forvörnum verði lögð áhersla á fræðslu en ekki hræðslu. Almenningssamgöngur verði efldar í samvinnu við íbúa borgarinnar. Leitað verði annarra leiða en hraðahindrana til að draga úr umferðarhraða. Áhersla verði lögð á þéttingu byggðar svo lengi sem hún sé ekki á kostnað útivistarsvæða. Framtíðarstað- setning flugvallarins verði ákveðin í sátt milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Lögð verði áhersla á þátttökufjárlagagerð með aðkomu borgarbúa og félagasamtaka. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylk- ingarinnar, var kosinn í borgarstjórn fyrir Reykjavíkurlistann árið 2002, er formaður borgarráðs og var borgarstjóri um stutt skeið árin 2007 og 2008. Dagur er læknir að mennt og jafnframt með meistarapróf í mannréttindum og alþjóðalögum frá Háskólanum í Lundi. Leigu- og búsetaíbúðum verði fjölgað um 2.500 til 3.000 og staðsetning nýrra íbúða verði skipulögð í takt við búsetuóskir Reykvíkinga. Tryggt verði að íbúðirnar henti barnafjölskyldum í herbergjafjölda og stærð. Húsnæðisstuðningur verði tengdur persónulegum aðstæðum fólks, óháð því hver á eða rekur íbúðina. Græni trefillinn umhverfis höfuðborgar- svæðið og strandlengjuna verði verndaður. Sköpuð verði falleg torg, líflegir leikvellir og almenningsgarðar bæði stóri og smáir. Tryggt verði að skipulagsákvarðanir gildi ekki til eilífðar í krafti úreltra skaðabóta- ákvæða. Íbúar hafi aðgang að óröskuðum náttúrusvæðum. Börn verði tekin yngri inn í leikskólana í áföngum með það að markmiði að þau hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þrýst verði á ríkisvaldið að standa við fyrirheit um lengingu fæðingar- orlofsins og að barnafjölskyldur upplifi ekki óvissu þegar fæðingarorlofi lýkur. Almenningssamgöngur verði efldar, meðal annars með forgangsakreinum svo strætó- farþegar þurfi aldrei að sitja fastir í umferðinni. Þarfir hjólandi, gangandi og hreyfihamlaðra verði settar í forgang við endurhönnun gatna. Hjólastígakerfi verði bætt, sem og göngu- og hjólaleiðir í kringum skólana. Flugvöllurinn fari með tíð og tíma úr Vatnsmýrinni. Faglegir fulltrúar verði áfram kosnir í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Ábyrg fjármálastjórn borgarinnar verði tryggð og að rafræn gagnagátt um fjármál og rekstur borgar- innar verði opnuð. Borgin skapi hagkvæm skilyrði fyrir atvinnulífið með traustum en einföldum leiðum, góðri þjónustu og hvötum fyrir stór og lítil fyrirtæki. Hugað verði að eldra fólki af erlendum upp- runa sem hefur skertan bótarétt. Stuðlað verði að framþróun í baráttu transfólks og vakin verði athygli á málstað þess og sjálfsákvörðunarrétti. Barist verði gegn kyn- bundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og hugað að þörfum barna í þeim aðstæðum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, starfaði sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í tólf ár og tók svo við stöðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór útskrifaðist með MBA í viðskiptafræði og MS í mannauðsstjórnun og er löggiltur fasteigna- og skipasali og sjúkraflutningamaður. Áhersla á valfrelsi og að mæta þjónustuþörf hratt. Heimaþjónusta verði boðin út og val í matarsendingum til aldraðra aukið. Í málefnum fatlaðra á fé að fylgja þörfum. Stutt verði áfram við tilraunaverkefni NPA, sem verði áfram verkefni borgarinnar í samkomulagi við ríkið. Lóðaframboð verði aukið og leyfis- og umsóknarferlið við byggingaframkvæmdir einfaldað. Byggingaraðilar verði hvattir til að byggja smáar íbúðir og gjaldskrá taki mið af íbúðastærð. Samningar verði gerðir við byggingaraðila um að þeir borgi niður lóðaverðið á 25 árum sem festir leiguverð hverrar íbúðar á sama tíma. Gras verði slegið oftar og betur, gömul jólatré sótt og snjómokstri sinnt alls staðar í borginni. Byggð verði þétt um alla borg, dregið úr notkun nagladekkja og umhverfis- vottun fáist fyrir Reykjavíkurborg Fólki verði hjálpað til sjálfshjálpar. Þiggjendur aðstoðar verði virkjaðir til samfélagsverkefna á vegum borgarinnar og boðið verði upp á millibilsúrræði. Losnað verði við biðlista með því að gefa fólki kost á sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og öðru hjá einkaaðilum. Frístundastyrkurinn verði hækkaður upp í 40.000 krónur með hverju barni. Þjónusta í sundlaugum verði bætt. Fjárframlag fylgi nemendum og valfrelsi sé tryggt. Skóli án aðgreiningar endurskoðaður. Öllum börnum standi dagvistun til boða og daggjöld fylgi barni. Mælikvarðar á árangur skóla verði gerðir aðgengilegir. Sundabraut verði sett á dagskrá. Aukið flæði í umferðinni til að koma í veg fyrir umferðarhnúta. Bætt verði við göngubrúm, hringtorgum og vistgötum. Strætóskýli verði betrumbætt og þjónustutími strætó lengdur. Innanlandsflug verði ekki flutt til Keflavíkur. Borgarbúar komi að endanlegri ákvarðanatöku um Reykjavíkurflugvöll. Álögur á fjölskyldur verði minnkaðar og skattar lækkaðir. Áhersla verði lögð á að- hald í rekstri og skuldir borgarinnar greiddar niður. Hlúð verði að nýsköpunarfyrirtækjum. Jafnframt verði einkaaðilum gefinn kostur á fyrirtækjarekstri á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar í samkeppni við hið opinbera. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, hefur starfað sem borgarfulltrúi frá árinu 2009 og var varaborgarfulltrúi þrjú ár þar á undan. Hún útskrifaðist með BA- próf í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands árið 1998 og hefur starfað sem deildarstýra, framkvæmdastýra, rann- sóknastjóri, stundakennari og fleira. Búsetukostir séu fjölbreyttir, stuðningur sveitarfélags vegna húsnæðis sé sanngjarn og tillit tekið til félagslegra aðstæðna. Byggðar verði 2.500 leigu- og búsetu- réttaríbúðir á kjörtímabilinu og unnin verði raunhæf áætlun um útrýmingu biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Stuðlað verði að aukinni endurnýtingu og endurvinnslu. Varðstaða um neysluvatn og loftgæði. Lögð verði áhersla á sjálfbæra þróun, skynsamlega landnýtingu, þéttingu byggðar, góðar og ódýrar almenningssam- göngur og ábyrga umgengni. Hjóla-, reið- og göngustígar verði efldir og Reykjavík verði lýst plastpokafrítt svæði. Velferðarþjónusta verði byggð upp í samráði við hagsmunafélög notenda. Fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga verði samræmd og lágmarksframfærsla tryggð. Fólki verði hjálpað að hjálpa sér sjálft, með tilboðum en ekki þvingunum. Fjárhagsaðstoð borgar- innar verði hækkuð og ekki skilyrt. Félagsleg ráðgjöf og stoðþjónusta verði efld. Gjaldheimta fyrir leikskóla, skólamáltíðir og frístundastarf verði afnumin. Framlög til skóla- og frístundasviðs verði hækkuð í þessu skyni. Markaðsvæðingu skólastarfs sé hafnað og jöfn tækifæri tryggð. Stuðlað verði að jafnréttisfræðslu í öllu skóla- og uppeldisstarfi og unnið gegn áhrifum staðalmynda og klámvæðingar. Almenningssamgöngur verði efldar og áhersla lögð á vistvæna samgönguhætti. Stuðlað verði að fækkun bílferða með þéttingu byggðar og skynsamlegri land- nýtingu. Flugvöllurinn fari með tíð og tíma úr Vatnsmýrinni. Varðstaða um eignarhald borgarinnar á Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum hennar. Kynjuð og græn starfs- og fjárhags- áætlunargerð, aukið samráð og gegnsæi við rekstur borgarinnar. Stutt verði við aukna þátttöku innflytjenda og fatlaðs fólks í Reykjavík. Kynbundinn launamunur verði upprættur. Unnið verði gegn kynbundnu ofbeldi með markvissum aðgerðum í samstarfi við lögreglu, heil- brigðis- og menntakerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.