Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 30. maí –2. júní 201414 Fréttir Fátæktin verður alvarlegri n Staða þeirra sem hafa búið við fátækt í lengri tími fer versnandi n Síhækkandi leiguverð að sliga marga S taða þeirra sem búa við fátækt á Íslandi er mun alvarlegri í dag en hún var á árunum fyrir hrun. Fátæktin er dýpri og fleiri dæmi eru um að fólk eigi ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félags- ráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar, í samtali við DV. „Laun hafa ekki haldið í við hækkanir á húsaleigu og matar- kostnaði. Það er miklu meira um það að fólk eigi engan afgang þegar búið er að greiða af reikningum,“ segir Vil- borg. Samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands hefur fjölgað í hópi þeirra sem voru undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2013 tilheyrðu rúmlega 42 þúsund einstaklingar þessum hópi eða 13,7 prósent landsmanna. Ásgerður Jóna Flosadóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Ís- lands, tekur í sama streng og Vilborg. „Þeir sem voru efnalitlir fyrir hrun eru enn fátækari í dag. Fátæktin virðist verða sífellt dýpri og dýpri,“ segir Ás- gerður og bætir við að stærstur hluti skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinn- ar sé í leiguhúsnæði. Þar sem leigan hefur hækkað mjög mikið þá hefur ráðstöfunarfé þessa fólks minnkað. Fátæktin eigi sér ýmsar myndir, sem dæmi megi nefna að fjölmargir for- eldrar barna sem voru að fermast í vor hafi ekki haft efni á að gefa börnunum Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Þeir sem voru efna- litlir fyrir hrun eru enn fátækari í dag sínum gjafir. „Það var mjög algengt að fólk hafði hreinlega ekki efni á að gefa barninu sínu fermingargjöf.“ Kata er 38 ára einstæð, sex barna móðir sem vill ekki koma fram undir fullu nafni vegna þeirrar skammar sem hún segir fylgja því að lifa við fá- tækt. Hún starfaði áður sem atvinnu- bílstjóri en í kringum hrunið veikt- ist hún af vefjagigt og hefur verið óvinnufær síðan. Hún segir örorku- bæturnar vart duga fyrir lífsnauðsynj- um fyrir hana og börnin hennar fimm. „Húsaleigan, maturinn, síminn og rafmagnið, allt hefur þetta hækk- að umfram bæturnar.“ Hún segir fjöl- skylduna á stundum hafa lifað við afar bágan kost. „Stundum eru bara núðlur í öll mál, eitthvað ódýrt eins og súrmjólk og brauð, það er enginn alvöru matur á borðum.“ Kata segist ekki verða vör við að stjórnvöld séu að reyna að koma til móts við fólk í hennar stöðu. „Hreinasta martröð“ Kata segir árin fyrir hrun hafa verið þolanleg. Hún hafi verið í vinnu, náð endum saman og getað séð börnun- um sínum fyrir nauðþurftum. „Ég er með tvö langveik börn þannig að það voru mikil útgjöld á þessum tíma en mér tókst alltaf að brúa bilið, með- al annars með því að fá yfirdrátt hjá bankanum, þannig að það var ekk- ert mál.“ Lífið hafi hins vegar um- turnast þegar hún veiktist og þurfti á öryggisneti velferðarkerfisins að halda. „Þetta er búin að vera hrein- asta martröð síðan,“ segir Kata sem hefur átt í erfiðleikum með afborg- anir enda minnkuðu tekjumöguleik- ar hennar snarlega í kjölfar veikind- anna. Kata býr við þröngan kost með börnum sínum sex í þriggja her- bergja félagslegri íbúð. Hún segir mikla vanlíðan fylgja því að búa við fátækt. Hún þurfi oftar en ekki að neita börnum sínum um það sem flestum þyki sjálfsagt. „Ef krakkana langar í snakk eða nammi á laugar- degi þá þarf maður að vega og meta hvort maður eigi að sleppa kjöt- farsinu eða hakkinu til þess að leyfa þeim að fá snakkpoka eða gos. Við förum ekki í ferðalög, hvað þá bíó, það er svolítið sport fyrir börnin að fara í bíó en maður getur það aldrei.“ Hún segist hafa þurft að reiða sig á aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd, Fjöl- skylduhjálpinni, Hjálparstarfi kirkj- unnar og fleiri hjálparsamtökum. „Ég hef náð að bjarga mér með því að leita mér hjálpar og kyngja stoltinu,“ segir Kata sem hefur stundum þurft að sækja matargjafir til hjálparsam- taka oftar en einu sinni í mánuði. Hún segir skrefin oftar en ekki þung, það sé erfitt að vera sífellt upp á hjálparsamtök komin. Leiga að sliga fólk Árið 2013 voru lágtekjumörk 170.600 krónur á mánuði fyrir heimili þar sem einn einstaklingur bjó. Samsvar- andi fjárhæð fyrir heimili þar sem bjuggu tveir fullorðnir og tvö börn yngri en fjórtán ára var 358.400 krón- ur á mánuði. Í Hagtíðindum kemur fram að einstæðir foreldrar séu lík- legasti hópurinn í íslensku samfélagi til þess að vera fyrir neðan lágtekju- mörk. Þá hefur staða á vinnumarkaði mikil áhrif auk þess sem leigjendur eru mun líklegri til þess að tilheyra þessum hópi en húseigendur. Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir um sex til sjö þúsund manns leita til samtakanna árlega eða um tvö prósent landsmanna. Um sé að ræða einstaklinga í sárri neyð sem sjái sér ekki annað fært en að leita á náðir hjálparsamtaka vegna þeirrar stöðu sem þeir eru komnir í. Hún segir allan gang á því hvaða fólk það sé sem leiti til samtakanna. „Hingað er til dæmis að koma fólk sem er at- vinnulaust þrátt fyrir að það sé með mjög góða menntun, eða vinnandi fólk sem getur ekki lifað af launun- um sínum.“ Ungir karlar í hættu Í skýrslu Rauða krossins kemur fram að sá hópur sem nú veldur mestum áhyggjum í félagsþjónustunni um landið sé ungt fólk, einkum karlar, sem virðast hafa misst fótanna í lífsbaráttunni áður en hún hefst. „Fjölmennasti hópurinn sem nýtur framfærslustyrks í stærstu sveitarfélögum landsins er ungt fólk. Af þeim 7.736 sem fengu fjárhags- aðstoð sveitarfélaganna árið 2012 voru flestir á aldrinum 25–39 ára, eða rúmlega 3.300. Víða eru það yngstu hóparnir, fólk á aldrinum 18–24 ára, sem fá mestan stuðning. Þessi hópur er jafnframt sá sem glímir við mesta atvinnu- leysið, skv. tölum Hagstofunnar, eða 7,7% á meðan meðaltals atvinnuleysi á landinu er 4,5%. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna lægra hlutfall þessa hóps á fjórða ársfjórðungi,“ segir í skýringum Hagstofunnar með atvinnuleysistölum í upphafi árs.“ Fjölmennasti hópurinn sem nýtur framfærslustyrks er ungt fólk Lifandi martröð Hækkandi leiga og matvælaverð er að sliga marga. Einn viðmælandi blaðsins lýsir stöðu sinni sem lifandi martröð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.