Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 17
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Fréttir 17 O P I Ð fyrir umsóknir Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki. Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsóknar- og vinnustofum og kennarar eru reyndir sérfræðingar á sínu sviði. Háskólanám erlendis í hönnun, listum, miðlun, stjórnun, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Háskólanám erlendis ENGLAND • SKOTLAND • ÍTALÍA • SPÁNN • ÞÝSKALAND á sviði skapandi greina „Þá ertu bara laminn“ n Leyniupptökur af innheimtu Hilmars og Davíð Smára n Hilmar vildi ekki hlusta á „kjaftæði“ „Finnst öryggi okkar hafa bara gleymst“ Lögreglan verst allra svara Þegar DV leitaði eftir svörum hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að lögreglan gæti ekki tjáð sig um, af eða á, hvort mál væru í rannsókn eða á hvaða stigi þau væru. Samkvæmt heimildum DV hefur málið þó verið tilkynnt til lögreglu. Í búar á Sunnuhlíðarsvæðinu í Kópavogi eru ósáttir við bæjar­ yfirvöld vegna breytinga á að­ komu og vegum í kringum íbúða­ svæðið. Þeir segja breytingu á aðkomu að íbúðum skapa mikla slysahættu og því verði að breyta. Málið snýr að breytingum á að­ komu að Sunnuhlíðarsvæðinu sem saman stendur af hjúkrunarheimili og íbúðablokkum fyrir aldraða. Áður var hægt að fara Kópavogs­ brautina og aðrein sem einnig renn­ ur að Reykjanesbraut að Sunnuhlíð. Nú verður því breytt og aðkoman breytist að hluta að hjúkrunarheim­ ilinu og Kópavogbraut 1b og verður beint í gegnum Kópavogstún, nýja byggð sem er að rísa í grenndinni. Með þessari breytingu þurfa nú íbú­ ar, starfsfólk og gestir að fara keyr­ andi þvert yfir göngustíg sem heimil­ isfólk notar til að komast úr íbúðum við Sunnuhlíð, yfir á dagvistun, mat­ sal og þjónustusvæði. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum sem segja þetta vera öryggisatriði fyrir íbúa og segja að nýja skipulagið valdi mikilli slysahættu. Slysahætta „Fólkið sem hér býr er aldrað og því eru sumir að glíma við skerðingu á heyrn, sjón og aðra öldrunarsjúk­ dóma. Það notar þessa leið til þess að liðka sig og komast hérna á milli húsa. Það má segja að þetta hafi verið lífæð hérna. Með þessum breyting­ um óttumst við mjög slysahættu á svæðinu,“ segir einn þeirra. „Okkur finnst þetta bara alveg skelfilegt,“ segir annar íbúi. „Það er eins og við og öryggi okkar hafi bara gleymst og bæjaryfirvöld hafa eigin­ lega viðurkennt það.“ Fólkið á Sunnuhlíðarsvæðinu segir bæinn ekki hafi ekki kynnt þeim þessar breytingar. Var þeim því talsvert brugðið þegar þær hófust skyndilega. „Þetta tekur á okkur öll hérna og okkur finnst þetta sárt,“ segir einn íbúi. Ekki fór fram grenndarkynn­ ing á sínum tíma og málið var sam­ þykkt árið 2007 án aðkomu íbúa á Sunnuhlíðarsvæðinu. „Það mættu bara þangað vinnutæki og byrjuðu á verkinu fyrir skemmstu. Íbúum er mjög brugðið,“ segir einn aðstand­ andi íbúa. Fleiri breytingar átti að gera á að­ komunni að Sunnuhlíð. Í fyrstu átti að vera umferð sem hefði farið mjög nærri aðalinngangi hjúkrunarheim­ ilisins þar sem aðkoma er fyrir sjúkrabíla og neyðarþjónustu. Því hefur nú verið breytt. Nú verður um­ ferðinni beint fyrir göngustíginn yfir bílastæði sem er á móti bílskúrum íbúanna. Aðkoman er mjög þröng og ekki er hægt að opna bílskúrsdyr og halda þeim opnum ef umferðin fer þar fram hjá. Stoppar framkvæmdir „Þegar við fórum að skoða þetta vild­ um við fá upplýsingar um það hver ætti að hafa eftirlit með örygginu. Það er Kópavogsbær. Það þýðir að ef við viljum kæra þetta þurfum við að kæra Kópavogsbæ fyrir Kópavogs­ bæ,“ segir einn íbúanna. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segist vilja leysa málið og skoða það með óháðum aðila. Þang­ að til slíkri skoðun verði lokið mun umferð ekki fara um nýju aðkomuna. „Ég er að skrifa þeim bréf sem verð­ ur sent til þeirra út af málinu en við höfum ítrekað það að þessu verður ekki framhaldið nema eftir þessa út­ tekt,“ segir Ármann. Ákvörðunin var ekki tekin í bæjarstjóratíð hans held­ ur árið 2007 og staðfest í fyrra. Ekki náðist í sviðsstjóra umhverfissviðs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ætla má að það verði því nýrra bæjaryfirvalda að leysa málið á næsta kjörtímabili. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Kom á bílasöluna Upptökur af samtali Hilmars má lesa hér til hliðar. Mynd Sigtryggur ari „Það er eins og við og öryggi okkar hafi bara gleymst og bæjar yfirvöld hafa eigin- lega viðurkennt það. Erfitt Íbúar og aðstandendur segja málið valda þeim miklum áhyggjum. Aldraðir íbúar á Sunnuhlíðarsvæðinu eru æfir út í bæjaryfirvöld í Kópavogi Þröng aðkoma Hér sést hversu þröng aðkoman er fyrir nýju bílana. Hér fara íbúar gjarnan um og nota svæðið til að liðka sig. Myndir Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.