Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 23
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Fréttir Erlent 23 ÍSLAND EISTLAND Miðvikudaginn 4. júní Klukkan 19:15 málum. Slóvakía, Tékkland, Slóvenía og Króatía eru á meðal þeirra landa þar sem mestur munur mælist á kjörsókn til Evrópuþings annars vegar og landsþings hins vegar. Í þingkosningum í Tékklandi í fyrra var kjörsókn 59 prósent en aðeins 19,5 prósent í Evrópukosningunum núna, því munar um 40 prósentu- stigum. Kjörsókn í Póllandi hefur jafnan verið slæm og var aðeins 48 prósent í kosningum til landsþings- ins árið 2011. Latir kjósendur sektaðir Þrátt fyrir einstaka undantekn- ingar eins og Danmörku, Svíþjóð og Bretland þar sem kjörsókn hef- ur sumpart aukist virðist minnk- andi kjörsókn í Evrópukosningum almennt vera staðreynd. Kjörsókn- in er að jafnaði best í þeim ríkjum sem starfrækja skyldukosningar og hefur staðið í stað í Belgíu, Lúxem- borg og Möltu. Í Belgíu er leyfilegt að sekta ríkisborgara sem sýna ekki fram á löglega afsökun fyrir því að taka ekki þátt. Sú sekt getur numið allt að eitt þúsund evrum, jafnvirði um 150 þúsunda króna, en lögun- um hefur þó ekki verið framfylgt frá árinu 2003. Þessi lagaheimild er jafnframt til staðar á Kýpur og í Grikklandi, en er þó að sama skapi ekki framfylgt og er kjörsókn þar nú yfir 20 pró- sentum minni en þegar þau gengu í ESB. Engin lagaskylda er þó um kosningarnar á Ítalíu þar sem kjör- sókn hefur almennt verið góð, eða um 60 prósent í ár. Gríðarlegur munur á málefnum og fjölda atkvæða í landskosningum annars vegar og í Evrópukosning- um hins vegar skapar mikla ringul- reið í þessu nýja valdakerfi ESB sem tók gildi með Lissabon-sáttmálan- um árið 2009, þar sem Evrópuþing- ið endurspeglar ekki afstöðu að- ildarríkjanna sjálfra og hefur þar af leiðandi mun veikara umboð. Rík- isstjórnir og landsþing aðildarríkja ESB hafa nefnilega stuðning allt að fjórfalt fleiri kjósenda, eins og í til- viki Tékka og Slóvaka. En í öðrum ríkjum, eins og Belgíu og Lúxem- borg, er enginn munur þar á. Breyttar áherslur Þjóðernissinnar og Evrópuand- stæðingar höfðu stórsigur í Frakk- landi, Bretlandi og Danmörku en hefðbundnir stjórnmálaflokkar eru áfram stærstir í öðrum aðildar- ríkjum ESB. Þótt líta megi á þessar kosningar sem vantraust á ríkjandi stjórnvöld þar í Evrópumálum, hafa hefðbundnir stjórnmálaflokkar áfram nokkuð tryggan meirihluta. Kristilegir demókratar (EPP) og evrópskir jafnaðarmenn (S&D) fengu einir saman 405 þingmenn af 751 sem þrýstir verulega á þá um að starfa saman. Þó er víst að Evrópu- andstæðingar hafa aldrei verið fleiri á Evrópuþinginu. Francois Hollande, Frakklands- forseti og leiðtogi jafnaðarmanna sem fengu aðeins 14 prósent at- kvæða þar, lýsti vonbrigðum sín- um í sjónvarpsávarpi degi eftir að niðurstöðurnar voru ljósar. Hann talaði fyrir breyttum áherslum á fundi með leiðtogum ESB í vikunni. „Evrópa er orðin illlæsileg, fjarlæg og svo gott sem óskiljanleg, jafnvel í augum ríkisstjórna. Þetta geng- ur ekki … Ég er Evrópubúi og mér ber skylda til að endurskipuleggja Frakkland og beina ESB á rétt mið,“ sagði hann og velti fyrir sér hvort hægt væri að takmarka afskipti ESB þar sem sambandsins er ekki þörf. Einangrun Frakka Yves Bertoncini, framkvæmdastjóri hugveitunnar Notre Europe – Jacques Delors Institute og fyrr- verandi stjórnarerindreki í Frakklandi, greinir niðurstöð- ur kosninganna í þrennt. Í fyrsta lagi hafi dregið verulega úr vægi mið-hægri flokka og vægi mið- vinstri aukist. Í öðru lagi hafi for- ysta Evrópuandstæðinga einangrað þessi lönd í samstarfi ESB, á með- an völd Þýskalands, Ítalíu og Spán- ar aukast. Í þriðja lagi muni kristi- legir demókratar, jafnaðarmenn og íhaldsmenn áfram vera ráðandi öfl í ákvarðanatöku Evrópuþingsins. Til að mynda stjórnmálafylkingu á Evrópuþinginu þarf 25 þingmenn frá sjö þjóðríkjum. Þessir þjóðernis- sinnuðu flokkar eru margir hverjir óflokksbundnir, en hafa nú þegar frekar sýnt því áhuga að starfa með íhaldsmönnum en flokkum þjóð- ernissinna og Evrópuandstæðinga á Evrópuþinginu. Þar á meðal eru Nýja flæmska bandalagið (N-VA), sem vann fjóra þingmenn, og Danski fólksflokkurinn (DF), sem einnig fékk fjóra menn kjörna. Því má búast við því að hagur íhaldsmanna vænkist þótt þeir hafi goldið afhroð í kosningunum á Bretlandi á kostnað Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Það mun líklega skýrast á næstu vik- um hvaða óháðu flokkar sameinast stærri stjórnmála fylkingum. n Stjórnmálahópar á Evrópuþinginu Norrænir vinstri græn- ir, GUE-NGL (Vinstri) Græningjar (Miðju umhverfisflokkur) Jafn- aðar- menn, S&D (Mið- vinstri) ALDE (Frjálslyndir) Kristilegir demókratar, EPP (Mið-hægri) Íhalds- menn, ECR (Mið- hægri) Frelsisflokk- urinn, EFD (Hægri) Frjálsir og óháðir flokkar (Öfga hægri) Aðrir óháðir flokkar 45 52 191 64 214 46 38 41 60 Up p t il h óp a E vr óp u- an ds tæ ðin ga r „ Í Belgíu er leyfi­ legt að sekta ríkis­ borgara sem sýna ekki fram á löglega afsökun fyrir því að taka ekki þátt. B andarísk stjórnvöld starf- rækja þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi sérsveitarmenn í fjórum ríkjum í Norður- og Vestur-Afríku. Með þessu verða Bandaríkjamenn betur í stakk búnir til að takast á við ógn uppreisn- arhópa á borð við Boko Haram og al- Kaída. Bandaríska blaðið New York Times greindi frá þessu í vikunni, en um er að ræða háleynilegt verkefni bandarískra stjórnvalda. Barist gegn hryðjuverkamönnum Þjálfunarbúðirnar eru starfræktar í Líbíu, Níger, Máritaníu og Malí og eru tilvonandi sérsveitarmenn valdir sérstaklega og koma auk þess frá við- komandi ríkjum. Fyrstu búðirnar voru opnaðar í fyrra og er markmiðið, að sögn New York Times, að innan fárra ára verði stöndugar deildir í Afríku, á vegum bandaríska hersins, sem allar verða í stakk búnar til að berjast gegn hryðjuverkamönnum á þessum slóð- um. Bandaríkjamenn eru þegar orðnir þátttakendur í baráttunni gegn níger- ísku hryðjuverkasamtökunum Boko Haram, en Barack Obama Bandaríkja- forseti sendi hóp hermanna til Níger- íu eftir að samtökin rændu hátt í 300 skólastúlkum í síðasta mánuði. Stefnubreyting „Að þjálfa innfædda menn til að elt- ast við aðsteðjandi ógnir á sínum heimaslóðum er það sem við þurf- um að gera,“ sagði Michael A. Sheeh- an hjá bandaríska varnarmála- ráðuneytinu á síðasta ári, áður en tilvist þjálfunarbúðanna varð opin- ber. Búðirnar þykja vera til marks um nokkurs konar stefnubreytingu Bandaríkjamanna í utanríkismál- um. Í stað þess að senda þúsund- ir bandarískra hermanna út fyrir landsteinana, eins og til Afganistans og Íraks, verður áherslan frekar lögð á að sérþjálfa innfædda til að taka á aðsteðjandi vanda strax. Verk- efni sem þetta er ekki ókeypis og hafa Bandaríkjamenn eyrnamerkt 70 milljónir Bandaríkjadala, átta milljarða króna, í verkefnið á næstu misserum. Vandkvæðum bundið New York Times greinir einnig frá því að það geti verið vandkvæðum bundið að koma upp þjálfunarbúð- um í þessum ríkjum. Þannig gerðist það í ágúst í fyrra að hópur vopnaðra uppreisnarmanna rændi vopnum, ökutækjum og ýmsu lauslegu í Líbíu þar sem Bandaríkjamenn voru að koma sér fyrir. Líbískir öryggisverð- ir sem áttu að gæta vopnanna voru yfirbugaðir auðveldlega. Þetta varð til þess að Bandaríkjamenn neydd- ust til að finna nýjan og öruggari stað fyrir þjálfunarbúðirnar. n Sérsveitarmenn þjálfaðir í Afríku Bandaríkjamenn þjálfa innfædda til að berjast gegn hryðjuverkum Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Þjálfun Sérsveitarmennirnir munu fá alla nauðsynlega þjálfun til að takast á við hryðju- verkamenn. Hér sjást hermenn frá Malí við æfingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.