Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 30. maí –2. júní 201432 Fólk Viðtal „Enginn veit hvort hann fær annan dag“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir frá ævintýrum sínum um heimsbyggðina, um málefni norðurslóða, framtíðina sem við eigum í vændum og lærdóminn sem hann sjálfur hefur dregið af uppgötvunum sínum um heiminn og hófst í hans eigin sál þegar eiginkona hans, Guðrún Katrín, lést úr hvítblæði eftir harða en skammvinna baráttu. „Enginn veit hvort hann fær annan dag,“ segir hann um þann lærdóm. H eimsmyndin breytist hratt með óafturkræfum áhrifum loftslagsbreytinga. Áhrifin munu breyta lífi manna á jörðinni svo mikið að sumum reynist erfitt að meðtaka staðreynd­ ir málsins, vilja afneita gangi verald­ ar, hugga sig við gamla heimsmynd. Aðrir vilja vera forsjálir og leggja sitt af mörkum til þess að líf okkar verði eftir sem áður gott. Forseti Íslands er einn þeirra. Hvernig svo sem fólk kann við Ólaf Ragnar Grímsson og umdeild afskipti hans af málefnum þjóðar, þá hefur brennandi áhugi hans á málefnum norðurslóða leitt hann í fleiri ævintýri en Íslendinga grunar. Hann hefur heimsótt ættbálka frumbyggja víða um norðurslóðir til þess að fræðast um tilveru þeirra, fundið vin í óvanalegum róttæklingi og fyrrverandi innanríkisráðherra í ríkisstjórn Nixons, átt merkilega fundi með Hillary Clinton og John Kerry. Og síðast en ekki síst; rökrætt við Pútín sem taldi fyrir mörgum árum norður­ slóðir vera fyrst og fremst jaðarmál. Allt annað er uppi á teningnum nú. „Leiðtogar heimsins vilja nú eiga gott samstarf við Íslendinga í málefn­ um norðurslóða og fyrir því eru veiga­ miklar ástæður,“ segir Ólafur Ragnar og greinir frá þessu starfi. Erfitt að meðtaka nýja heims- mynd Sú heimsmynd sem Ólafur Ragnar ólst upp við á Vestfjörðum á fimmta áratug síðustu aldar var að við Íslendingar byggjum á jaðri hins byggilega heims. „Gömul landakort þess tíma sýna glögg merki þessa viðhorfs. Ísland var tiltölulega lítið á landakortinu og norðurslóðir og Suðurskautslandið mjóar rendur efst og neðst. Óbyggileg og nánast óþekkt svæði. Þessi gömlu landakort eru enn kirfilega greypt í huga margra og því erfitt að meðtaka nýja heimsmynd,“ segir Ólafur Ragn­ ar og segist oft leiða hugann að því hver sé raunveruleg ástæða þess að það tekst ekki að setja þá ógn sem loftslagsbreytingar eru efst á dagskrá þótt allar vísindastofnanir heims séu sammála um hana. Tunglið og Mars en ekki jörðin „Ég hef stundum nefnt á undanförn­ um árum að það er þversögn í því að þegar Geimferðastofnun Banda­ ríkjanna flytur okkur tíðindi af tungl­ inu eða Mars þá trúum við þeim. En þegar sama stofnun flytur okkur fréttir af þeim hættum sem eru framundan vegna bráðnunar jökla og íss á Græn­ landi og Suðurskautslandinu þá er fjöldi fólks sem vill ekki taka mark á þeim. Við trúum rannsóknum á tungl­ inu og Mars en ekki á okkar eigin jörð. Djúpstæðar ástæður fyrir afneitun Þetta hefur leitað á mig í vaxandi mæli. Ég held að ástæðurnar séu djúpstæð­ ar og eigi sér rætur í kennsluaðferð­ um, uppeldi og menningu. Í gömlu heimsmyndinni, sem við vorum alin upp við, voru jöklar og ís jaðarfyrir­ bæri sem snertu íbúa jarðarinnar ekki mjög mikið. Kannski var það eðlilegt, því það er ekki langt síðan Evrópu­ menn fóru að halda á norðurslóðir. Þegar faðir minn var ungur dreng­ ur voru landkönnuðir eins og Frid­ tjof Nansen og Vilhjálmur Stefánsson að fara í sínar frægu ferðir. Svo lokuð­ ust norðurslóðir aftur í kalda stríðinu. Þetta hefur breyst á síðustu tuttugu árum. Nú er kominn tími til að horfa á heiminn eins og hann er í raun.“ Óhefðbundinn og framsýnn Ólafur Ragnar gerði sér fljótlega grein fyrir því þegar hann hóf að kenna við Háskóla Íslands upp úr 1970 að Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Við trúum rann- sóknum á tunglinu og Mars en ekki á okkar eigin jörð. Lærdómur af frumbyggjum Ólafur Ragnar segist hafa lært mikið síðustu ár á vegferð sinni vegna norðurslóða, ekki síst af frumbyggjum svæðisins. Hér held- ur hann um náhvalstönn, gjöf frá Grænlendingum í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna. MynD siGTryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.