Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 33
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Fólk Viðtal 33 „Enginn veit hvort hann fær annan dag“ norður slóðir væru athyglisvert svæði og líklegt til mikilla breytinga og um- brota. Hann skrifaði litla grein á þeim tíma um Ísland, Færeyjar og Græn- land. Hann þótti líka óhefðbundinn seinna þegar hann var kjörinn á þing 1978 og tók höndum saman við stjórnarandstöðuna í deilu Íslendinga við Norðmenn um Jan Mayen-svæð- ið og loðnuveiðar á þeim slóðum. „Ásamt ýmsum góðum mönnum, meðal annarra Eyjólfi Konráði Jóns- syni, gerði ég mér grein fyrir því að sú deila ætti að snúast um meira en loðnu. Norðmenn væru greinilega ekki síður að huga að auðlindum á hafsbotni, jafnvel frekar en fiskistofn- unum sem syntu á þessu svæði. Þótt ég væri stjórnarþingmaður á þessum árum tók ég höndum saman við ýmsa í stjórnarandstöðunni til að koma í veg fyrir tilraunir sem voru gerðar til þess að gera samninga á forsendum Norðmanna. Þessari lotu lauk svo með Jan Mayen-samningnum sem nýtist okkur í dag.“ Óvanalegt nýársávarp Þegar Ólafur Ragnar var kosinn for- seti árið 1996 fór hann á ný að leiða hugann að norðurslóðum. „Áratugina á undan fólust annir mínir í innanríkis- og efnahagsmál- um á vettvangi stjórnmálanna. Þegar ég var kosinn forseti fór ég að huga meira að framtíðarstöðu Íslands, hvaða breytingar það væru sem við þyrftum helst að búa okkur und- ir þegar horft væri til næstu áratuga. Þá staðnæmdist ég annars vegar við loftslagsbreytingar, sem þá voru ekki ofarlega á baugi, og við líklega þróun norðurslóða. Á öðru ári mínu í embætti lagði ég töluverða áherslu á þetta hvort tveggja. Í nýársávarpinu 1. janúar 1998 fjallað ég um lofts- lagsbreytingarnar, eink- um þær hættur sem gætu verið samfara breytingum á Golfstraumnum.“ Gerir sitt besta á hverri stundu Þetta sama ár varð Ólafur Ragnar fyrir miklu áfalli í einkalífi sínu þegar eigin kona hans, Guðrún Katrín, lést úr hvítblæði. Þegar blaðamaður spyr hann hvort hann muni halda áfram vinnu við málefni norðurslóða þegar hann lætur af embætti segist hann ekki hugsa á þann máta um framtíðina. Það hafi hann ekki gert síðan Guðrún Katrín lést. „Eitt af því sem veikindi Guðrúnar Katrínar kenndu mér á sínum tíma var að það er fánýtt að gera plön langt fram í tímann. Við getum allt í einu á laugar- dagsmorgni fengið tilkynningu um veik- indi eða erfiðleika sem öllu breyta. Þessi reynsla hafði djúp- stæð áhrif á mig. Áður hafði ég, eins og flest- ir, oft verið með áætlanir og fram- tíðarplön. Þessi lífsreynsla kenndi mér það sem indverskur vinur minn sagði mér síðar að væri gömul ind- versk speki: Að gera sitt besta á hverri stundu í krafti þess að hver dagur sé dýrmætur. Enginn veit hvort hann fær annan dag. Þess vegna reyni ég að gera mitt besta á hverjum degi meðan mér endist tími og heilsa. Málefni norðurslóða eru verk- efni sem ég get sinnt hvort sem ég gegni embætti forseta eða ekki,“ svar- ar hann aðspurður. „Það er í sjálfu sér ekkert að því. Ég hef átt svo margvís- lega aðkomu að þessum málum þó að það hafi hjálpað að gegna þessu embætti. Það er ekki lengur aðalatriðið. Mikilvægast er að þjóðin samein- ist um verkefnin á norðurslóðum, byggi framgöngu okkar á einingu Ís- lendinga, bæði nú og um ókomna framtíð. Þar er einróma ályktun Al- þingis fyrir þremur árum mikilvægur grundvöllur,“ segir hann og við grípum niður í atburðarásina árið 1998 þegar hann fylgdi eftir nýársræðu sinni með því að leggja til samvinnu fræðasamfé- lagsins um málefni norðurslóða. Ákall um samvinnu „Mér var boðið í september 1998 að flytja hátíðarfyrirlestur á 20 ára af- mæli Háskóla Lapplands í Rovaniemi í Finnlandi. Ég lagði töluverða vinnu í þennan fyrirlestur og varð meginefni hans að hvetja fræðasamfélag, vís- indamenn, háskóla á norðurslóðum, sérstaklega á Norðurlöndum, til að sinna þessum málum meira og efla samvinnu sína á þessu sviði. Ég byggði þessar hugmyndir á reynslu minni sem ungur stjórn- málafræðingur meira en 20 árum áður þegar ég tók þátt í evrópskri samvinnu stjórnmálafræðinga sem bar heitið European Consortium of Political Research. Tillagan var að mynda hliðstæðan vettvang varðandi norðurslóð- ir, og þeir í Rovaniemi tóku þess- um hugmyndum vel. Það leiddi til þess að Rannsóknarþing norðursins var stofnað og hélt sitt fyrsta þing á Akur eyri og Bessastöðum árið 2000. Það þróaðist svo í laustengt banda- lag fræðimanna, vísindamanna og forystumanna í svæðisstjórnum á norður slóðum, með sérstakri áherslu á þátttöku ungra vísindamanna og nemenda við háskóla sem vilja sér- hæfa sig í málefnum norðurslóða.“ Fyrrverandi ráðherra Nixons bankar upp á Ólafur Ragnar segir að þessi sam- vinna hafi skapað margvísleg tengsl og rifjar upp í því sambandi kynni sín af merkum forystumanni í Alaska og fyrrverandi innanríkisráðherra í ríkis- stjórn Nixons, Walter Hickel, sem oftast var kallaður Wally. Hann var orðinn rúmlega áttræður þegar kynni tókust með honum og Ólafi Ragnari. Þá birtist Wally á Bessastöðum einn daginn og vildi fá að hitta þennan forseta sem hafði áhuga á málefnum norðurslóða. Óvenjulegt tvíeyki á ferð „Hann bauð mér að koma til Alaska á ráðstefnur og málþing um norð- urslóðir og það leiddi til náinn- ar samvinnu okkar á næstu árum. Í krafti tengsla Wallys fórum við með- al annars saman til Washington til að ræða við ýmsa þingmenn og áhrifamenn um norðurslóðir. Átt- um til dæmis mjög skemmtilegan fund með Hillary Clinton þegar hún var öldungadeildarþingmaður. Við vorum kannski óvenjulegt tvíeyki, forseti Íslands og fyrrverandi innan- ríkisráðherra úr ríkisstjórn Nixons og ríkis stjóri Alaska. En Wally var auðvitað einstakur maður með óvenjulegar hugsjónir af repúblikana að vera, gagntek- inn af þeirri grundvallarhug- mynd að mikill meirihluti jarð- ar væri í sameign þjóða og mannkyns, aðeins lítill hluti væri í einkaeign,“ segir Ólafur Ragnar kankvís. „Hann skrifaði merkilega bók um þessa sýn, The Global Commons, eða Al- menningar jarðarbúa.“ Fyrir þá sem ekki þekkja til Wallys eða Walters Josephs Hickel, sem lést árið 2010, þá var hann annar og átt- undi ríkisstjóri Alaska. Í fyrri ríkisstjóratíð sinni lét hann af embætti til þess að gegna stöðu inn- anríkisráðherra í ríkis- stjórn Nixons. Hickel er sagður hafa neitað til- nefningunni í fyrstu en samþykkt hana að lok- um. Í ráðherratíð sinni lagði hann áherslu á umhverfismál og laga- setningu sem skikkaði olíufyrirtæki til að gæta betur að ábyrgð gagn- vart umhverfinu. Hröð atburðarás Forseti Íslands og Wally áttu það sam- eiginlegt að hafa áhuga á málefnum norðurslóða. Ólafur Ragnar segir þá félaga samt ekki hafa getað séð fyrir hve hröð þróunin myndi verða. „Fyrir fimmtán árum töldu menn að sú atburðarás, sem á sér stað í dag, yrði kannski á dagskrá um miðja 21. öldina. Ef einhver hefði sagt okkur Wally, þegar við hittumst fyrst, að árið 2013 myndi forstjóri stærsta skipa- félags Kína og reyndar heimsins alls gera sér sérstaka ferð til Íslands til þess að lýsa reynslunni af fyrstu ferð gámaskips frá Kína til Rotterdam, hefðum við ekki trúað því. Og ef einhver hefði sagt mér, jafn- vel fyrir stuttu síðan, að nýr sendi- herra Suður-Kóreu gagnvart Íslandi, sem afhenti trúnaðarbréf sitt hér á Bessastöðum fyrir tveimur vikum, myndi lýsa því að Kórea hefði í desem- ber samþykkt sérstaka aðgerðaáætlun vegna norðurslóða og að norðurslóðir væru meðal 20 helstu stefnumála hins nýja forseta Suður-Kóreu, hefðu slík tíðindi komið á óvart.“ Ísland í miðri hringrásinni Ólafur Ragnar áréttar að mikilvægt sé að Íslendingar átti sig á hve hröð þróun mála er á norðurslóðum og hvernig framtíð norðurslóða sé nú orðið mikilvægt dagskrárefni helstu forysturíkja heims. „Með ákvörðun Norðurskautsráðsins í fyrra hafa orðið afgerandi og söguleg þáttaskil. Meira en helmingur G20-ríkjanna svokölluðu á nú aðild að stefnumót- un og framtíðarþróun norðursins. G20-ríkin er samheiti yfir helstu efnahagsríki veraldar, þar á meðal öll forysturíki Evrópu og Asíu. Ísland er nú komið í miðju þessara breytinga, í landfræðilega lykilstöðu hvað efnahagslega og stjórnmála- lega þróun svæðisins varðar. Þessi breyting hefur gerst mun hraðar en helstu kunnáttumenn hefðu get- að spáð fyrir um í upphafi þessarar aldar.“ Snjódrekinn á ferð Hann nefnir að það séu svipaðar ástæður fyrir því hvers vegna Suður- Kórea, Singapúr, Japan og Kína hafi áhuga á norðurslóðum. „Þessar þjóðir í Asíu eru í for- ystu siglinga og flutninga í veröldinni og meðal helstu áhrifaaðila í efna- hagskerfi heimsins. Þær gera sér grein fyrir því að bráðnun íssins á norðurslóðum mun hafa í för með sér miklar breytingar á flutningaleiðum, jafnvel þótt norður- leiðin verði bara opin þrjá til fjóra mánuði á ári. Hún tekur 10 dög- um skemmri tíma og sparar í elds- neyti, olíu og kostnaði. Þessar þjóðir leggja líka mikla áherslu á rannsókn- ir á norðurslóðum með uppbyggingu vísindastofnana. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós að hröð bráðnun íss á norð- urslóðum hefur afgerandi áhrif á veður far í Asíu,“ segir hann og minn- ist á merkilega ferð Snjódrekans til Ís- lands. Ofsaveður í Asíu og bráðnun á norðurslóðum „Þetta var í fyrsta sinn sem rann- sóknarskip frá Heimskautastofn- un Kína sigldi til Íslands og um borð voru 60 vísindamenn. Það var merki- legt að kynnast þessari sveit ungra vísindamanna og hlusta á lýsingar á rannsóknum þeirra. Meginverkefnið var að kanna samhengið á milli ofsa- veðra og vetrarhörku á stórum svæð- um í Kína og bráðnunar íssins á norð- urslóðum. Bráðnun íssins árið 2007 hafði mikil áhrif í Kína og svo kom í ljós veturinn eftir að þeir höfðu verið hér að vetrarhörkur og ofsaveður leiddu á ný til gríðarlegs tjóns í Kína. Þó að vestrænir fjölmiðlar fjölluðu ekki mikið um þessar hamfarir, þá var tjónið í Kína að líkindum meira en af fellibylnum Sandy sem herjaði á New York, New Jersey og austurströnd Bandaríkjanna. Asíuþjóðirnar hafa séð samhengið á milli ofsaveðra á þeirra heima- slóðum og breytinga á ísnum í okkar heimshluta.“ Gjörbreytt staða Ólafur Ragnar nefnir að það sé mikil- vægt fyrir Íslendinga að gera sér grein fyrir því að þróun á norðurslóðum geti haft í för með sér breytingar á samvinnu okkar við aðrar þjóðir. „Í fyrsta lagi skapar hún nýjan og traustan grundvöll fyrir frekar þróun samvinnu Íslands, Grænlands og Færeyja. Grænland er á stærð við hálfa Vestur-Evrópu og nágrennið við Ísland gerir það hagkvæmt fyrir Grænlendinga að sinna ýmsum verk- efnum í samstarfi við okkur. Í öðru lagi breytir hið aukna vægi Íslands í málefnum norðurslóða og vaxandi samvinna okkar á því sviði við for- ysturíki í Evrópu og Asíu stöðu okkar í norrænni samvinnu, gerir hana sterk- ari og margþættari en áður. Í þriðja lagi breytir þetta líka stöðu okkar gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki lengur tómarúm Hann segir marga hafa bent rétti- lega á að á tímum kalda stríðsins hafi hin landfræðilega lega Íslands skap- að ákveðna stöðu, herstöðin tengdist vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna. „Þegar herstöðinni var svo lokað voru ýmsir sem héldu því fram að þá hefði skapast tómarúm; Bandaríkja- menn hefðu ekki lengur áhuga á Ís- landi. Hin hraða þróun á norðurslóð- um hefur gjörbreytt þessari stöðu. Við sjáum ýmis merki þess. Ég hef átt fjölmarga fundi með áhrifamönnum í Bandaríkjunum, ráðherrum, þingmönnum, vísinda- mönnum og forystumönnum í at- vinnulífi um þessi mál bæði á síðustu mánuðum og árum. Þær samræður allar sýna að þróunin á norðurslóð- um hefur skapað nýjan grundvöll fyrir raunhæfri samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Áhugi forystuþjóða eðlilegur En hvað skyldi okkur bera að varast? „Það er margt sem ber að varast. En mikilvægast er að greina þessa stöðu á raunhæfan hátt, gera sér grein fyr- ir því að það eru eðlilegar ástæður fyrir því að forysturíki í efnahagskerfi heimsins leita eftir þátttöku í málefn- um norðurslóða, forystuþjóðir í sigl- ingum og flutningum vilji gæta hags- muna sinna. Það er líka eðlilegt að Rússar hafi áhuga á norðurslóðum enda stór „Við vorum kannski óvenjulegt tvíeyki, forseti Íslands og fyrr­ verandi innanríkisráð­ herra úr ríkisstjórn Nixons. Á gúmmíbát með Al Gore Forsetinn ásamt Al Gore í skoðunarleiðangri um Suður- skautslandið árið 2012. Í Síberíu Forsetahjónin við hreindýratjald frum byggja í Síberíu árið 2003. Trumbusláttur með frumbyggjum Trumbusláttur með mönn-um af ættbálki frumbyggja á norðvestursvæðum Kanada árið 2004.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.