Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 38
38 Neytendur Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Skaðlausir PIP-púðar Konur með óskemmda púða þurfa ekki að láta fjarlægja þá segir ný rannsókn ESB E ngar læknisfræðilegar né eitur efnafræðilegar sannanir eru fyrir því að fjarlægja þurfi óskemmda PIP- silíkon- púða úr brjóstum kvenna. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefnd- ar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Niðurstöður nefndarinnar eru sambærilegar niðurstöðum breskra sérfræðinga sem árið 2012 komust að þeirri niðurstöðu að púðarnir umdeildu væru ekki krabbameinsvaldandi. Þeir eru hins vegar miklu líklegri til að springa en hefðbundnir silí- konpúðar. PIP-skandallinn komst í há- mæli fyrir nokkrum misserum þegar í ljós kom að franska fyrir- tækið Poly Implant Prothese hefði vísvitandi fyllt silíkonbrjóstapúða sína með iðnaðarsilíkoni. Fyrir vikið var meiri hætta á að púðarn- ir rofnuðu og þá minnkaði reiðin ekki við yfir lýsingar þess efn- is að iðnaðarsilíkonið væri hugs- anlegur krabbameinsvaldur. 440 íslenskar konur reyndust vera með PIP-brjóstapúða og gripu ís- lensk stjórnvöld inn í og boðuðu konurnar í ókeypis skoðun til að kanna ástanda púðanna. Tók rík- ið þátt í að greiða fyrir aðgerðir ef fjarlægja þurfti púðana. Yfirmað- ur og stofnandi PIP, Jean-Claude Mas, var í lok síðasta árs dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín í heimalandinu. En nú liggur lokaniðurstaða rannsóknar framkvæmdastjórnar ESB fyrir í málinu. Engar handbær- ar sannanir eru fyrir því að PIP- brjóstapúðar séu hættulegri heilsu fólks þegar þeir rifna samanborið við aðra silíkonbrjóstapúða. Sem fyrr segir höfðu á fimmta hundrað íslenskar konur fengið PIP-púða grædda í sig. Sá sem tók tók skell- inn af hneykslinu sem fylgdi í kjöl- far þess að upp komst um málið var lýtalæknirinn Jens Kjartansson en hann var sá eini sem flutti inn og notaði púðana. Konurnar hugð- ust leita réttar síns og var hóp- málsókn á hendur íslenska ríkinu og Jens boðuð. Ekkert varð þó úr þeirri hópmálsókn. Eitt einkamál var höfðað gegn Jens, dreifingar- aðilum og Tryggingarmiðstöðinni en því var vísað frá héraðsdómi vegna ágalla. Franskur dómstóll komst í nóvember síðastliðnum að því að þýskt vottunarfyrirtæki bæri ábyrgð á því að PIP-púðarnir fóru í umferð. Sú niðurstaða var ákveðin uppreisn æru fyrir Jens sem hélt því ávallt fram að eftirlitskerfið hefði brugðist en ekki hann. Lýsti hann því í fjölmiðlum þá að mál- ið hefði reynst honum afar þung- bært persónulega frá því að það kom upp. n mikael@dv.is Ekki skaðlegri en aðrir PIP-hneykslið skók lýtalækninga- bransann í Evrópu þegar það kom upp. Iðnaðarsi- líkonið sem notað var er þó ekki hættulegra en annað silíkon þegar púðar rofna. Mynd: REutERs iPhone ögn betri en galaxy n iPhone 5S rétt marði Samsung Galaxy S5 í einvígi snjallsímarisanna n Sérfræðingarnir kveða upp dóm n Þetta er það sem máli skiptir við val á nýjum síma M argir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar kemur að því að velja sér nýjan farsíma og eiga erfitt með að gera upp á milli og velja sér einn umfram annan. Það minnkar held- ur ekki flækjustigið að það er heil- mikil fjárfesting fyrir hinn hefð- bundna neytanda að kaupa sér nýjan og flottan snjallsíma. Þeir eru dýrir og fæstir geta því leyft sér að gera mistök þegar kemur að valinu. Mikilvægt er að vanda sig. Þegar litið er til vinsælda og markaðshlutdeildar þá er þó ljóst að flestir líta til turnanna tveggja þegar kemur að því að velja sér nýjan síma; iPhone frá Apple og Galaxy S-símana frá Samsung. Samkvæmt könnun MMR í fyrra á snjallsímaeign þjóðarinnar þá voru 36,7 prósent með Samsung- síma en 32,3 prósent með iPhone frá Apple. Vegna fjölda fyrirspurna og áskorana ákvað DV því að leita til sérfræðinganna og fá þá til að aðstoða lesendur við að fá úr því skorið, hvor síminn er betri iPhone 5S eða Samsung Galaxy S5. Vandasamt verk Þegar kemur að því að bera saman þau atriði sem skipta sköpum þá eru álitsgjafar DV fljótir að benda á að fyrirfram sé ekkert „best“ í þessum málum, heldur frem- ur mismunandi lausnir fyrir mis- munandi hópa. Sumt er einnig á pappírunum betra í öðrum síman- um umfram hinn en það eru jafn- an hlutir sem hinn hefðbundni notandi tekur kannski aldrei eftir. Hið tæknilega segir nefnilega ekki alltaf allt og getur það farið eftir notkun og notanda. Það var því vandasamt verk sem beið álits- gjafa DV. Leitað var álits hjá annars vegar sérfræðingum hjá stóru fjarskipta- fyrirtækjunum og hins vegar hjá óháðum sérfræðingum. Guð- mundur Jóhannsson markaðs- sérfræðingur var fulltrúi Sím- ans en Sindri Már Björnsson og Kristján Finnsson voru fulltrúar Vodafone. Fulltrúar hinna óháðu tæknibloggara voru þeir Jón Ólafsson, umsjónarmaður vefsíð- unnar Lappari.com, og Gunnlaug- ur Reynir Sverrisson, umsjónar- maður vefsíðunnar Simon.is. Báðar þessar tæknibloggsíður eru með mikla og ítarlega umfjöllun og úttektir á margvíslegum sím- um, græjum og tæknimálum. Ítarleg úttekt Ferlið var einfalt. DV sendi lista með tíu atriðum sem skipta máli og fór þess á leit að sérfræðingarn- ir gerðu upp á milli símanna, ef þeir mögulega gætu. Þá voru þeir beðnir að gefa örstutta umsögn um kosti og galla hvors síma og loks að gefa þeim einkunn. Allir álitsgjafar fóru ítarlega í saumana á símunum og lögðu augljóslega mikinn metnað og vinnu í dóma sína. Fyrir vikið er úttektin betri, marktækari og ætti því að hjálpa þér að gera upp hug þinn út frá þeim þáttum sem skipta þig máli. En líkt og sérfræðingar eru flest- ir sammála um þá fer þetta eftir smekk hvers og eins þegar upp er staðið. Ekki er því mælt með að fólk kaupi sér símana í blindni, mætið í verslanirnar, fáið leiðsögn frá starfsfólki og fáið að prófa. Það er sjálfsagður réttur þegar fólk er að eyða á annað hundrað þúsund krónum í farsíma. Fimm krónu verðmunur Þegar verð á ódýrustu útgáfum símanna tveggja er skoðað þá þarf að hafa í huga að Galaxy S5- símarnir eru nýrri á markaði og því heldur dýrari. Þannig munar rúmlega 9.000 krónum á ódýrasta iPhone 5S og ódýrasta Galaxy S5- símanum, eins og sjá má í með- fylgjandi töflu. Athygli vekur að aðeins munar fimm krónum á ódýrasta og dýrasta iPhone 5S- símanum sem DV fann í óform- legri verðathugun sinni í sex versl- unum. Á sama tíma munar 995 krónum á ódýrasta og dýrasta Galaxy 5S-símanum milli verslana. iPhone fær betri einkunn Eins og sjá má í samanburðar- töflunni hér á síðunni þá má vart á milli sjá í uppgjöri á eiginleik- um símanna. Símarnir vinna þrjá sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Þetta kosta þeir Verslun iPhone 5s (16GB) samsung Galaxy s5 (16GB) síminn 109.900 kr. 119.900 kr. Vodafone 109.990 kr. 119.990 kr. nova 109.990 kr. 119.990 kr. Elko 109.985 118.995 Epli.is 109.985 X samsung-setrið X 119.900 Miðast við 16 GB-útgáfuna af hvorum síma. Verð af heimasíðum fyrirtækja 27. maí 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.