Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 50
Helgarblað 30. maí –2. júní 201450 Sport Leitin að síðasta púsLinu n Stöður sem öll liðin í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur þurfa að styrkja n Hundruð milljónum punda verður eytt í sumar n Hvað gera United, Chelsea, Arsenal, Liverpool og City? n Arsenal Sæti í deild: 4 sæti Þarf að kaupa: Varnarsinnaðan miðjumann Æsispennandi úrslitaleikur við Hull City á dögunum skilaði Arsenal fyrsta titlinum í ansi mörg ár. Í deildinni hafnaði liðið í fjórða sæti, enn eitt árið. Það er ekki hægt að segja að vörnin hafi brugðist. Per Mertesacker og Laurent Koscielny voru frábærir saman í hjarta varnarinnar. Mesut Özil, Santi Cazorla, Alex Oxlde-Chamberlain og Oliver Giroud eru allt frábærir leikmenn á hinum enda vallarins. Fjarvera Aarons Ramsey og Theos Walcott gerði Arsenal erfitt fyrir að tímabilinu. Liðið þarf á því að halda að styrkja sig á miðri miðjunni. Ansi mörg lið stríddu þeim með því að sækja upp miðja miðjuna. Þar vantar heimsklassa miðjumann, til að halda jafnvægi í annars sókndjarfri miðju. Arsenal mun að líkindum kaupa leikmenn í vörnina og sóknina í sumar en gætu horft fram á annað slakt tímabil ef þeir fylla ekki í skarðið á miðju vallarins. n Aston Villa Sæti í deild: 15. sæti Þarf að kaupa: Sóknarmann Christian Benteke var ekki eins góður á nýyfirstöðnu tímabili og því síðasta. Hann skoraði, þrátt fyrir meiðslin, tíu deildarmörk. Villa leið kannski fyrir það á tímabilinu að helstu keppinautar styrktu sig allnokkuð fyrir tímabilið. Þegar Benteke meiddist var engum sem tókst að fylla skarðið. Andreas Weimann og Gabriel Agbonlahor (sem var reyndar töluvert meiddur) eru báðir fljótir leikmenn og duglegir en eftir að Benteke meiddist var fátt um fína drætti í framlínu liðsins. Ef til vill eru nýir tímar í vændum á Villa Park og sala liðsins til nýs auðjöfurs, sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarna daga, gæti orðið til þess að stórlega verði bætt úr þessu. Villa kemst ekki upp með að fara inn í annað tímabil með bara einn „alvöru“ framherja. Endurkoma Darrens Bent, sem átti afleitt lánstímabil hjá Fulham, hrekkur skammt. n Burnley Sæti í deild: 2. sæti í Championship Þarf að kaupa: Miðjumann Burnley kemur upp í úrvalsdeildina með einhvern ódýrasta og þynnsta hóp sem sést hefur í áraraðir. Hjá liðinu er liðsheildin allsráðandi og þeir hafa náð að gera nokkuð vel úr sínu. Liðið skoraði 72 mörk á nýafstöðnu tímabili og fékk aðeins á sig 37 – fæst allra í Championship-deildinni. Liðið skortir áþreifanlega reynslu úr efstu deild og það er auðvelt að spá liðinu slæmu gengi á komandi vetri. Miðjan, sem fyrir var ekkert sérstök, er þegar orðin veikari með brotthvarfi Michaels Kightly, sem var á láni frá Stoke. Sean Dyche þarf að styrkja liðið duglega í sumar enda er skrefið upp í úrvalsdeild stórt. Því hafa nýliðar oft og iðulega fengið að finna fyrir. Ef þeir bæta ekki við sig miðjumanni – eða mönnum – gæti farið illa. Ljóst er að liðið muni fara langt á baráttunni en liðið mun ekki vinna marga leiki á baráttunni einni. n Chelsea Sæti í deild: 3. sæti Þarf að kaupa: Sóknarmann Jose Mourinho hefur á að skipa einum öflugasta leikmannahópi heims. Enda náði liðið góðum árangri á nýafstöðnu tímabili; annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og undanúrslit í Meistaradeildinni er árangur sem flestir væru ánægðir með. Það sem ef til vill hefur vantað í liðið er framherji sem getur leitt liðið. Fernando Torres hefur ekki blómstrað hjá liðinu og Demba Ba átti erfitt uppdráttar. Þá fær Samuel Eto‘o ekki nýjan samning. Leitin að framherja er þegar hafin. Mario Mandzukic og Diego Costa hafa báðir verið orðaðir við Lundúnaliðið og ljóst má vera að engin skiptimynt dugir til að kaupa leikmenn af því kaliberi. Svo má reyndar minna á að Didier Drogba er með lausan samning. Eftir brotthvarf hans hefur enginn af framherjum Chelsea slegið í gegn. Ef liðið fær alvöru 20-30 marka mann verða liðinu allir vegir færir. n Crystal Palace Sæti í deild: 11. sæti Þarf að kaupa: Sóknarmann Það er ekki hægt að segja að Marouane Chamakh hafi farið á kostum á Selhurst Park á tímabilinu en þegar félagið tilkynnti að hann fengi ekki nýjan samning varð end- anlega ljóst að Tony Pulis þarf að kaupa framherja í sumar. Dwight Gayle sýndi á lokametrunum að hann hefur burði til að spila knattspyrnu í ensku úrvalsdeildinni – en hann mun ekki bera sóknarleik liðsins uppi heilt keppnistímabil. Pulis þarf að reiða fram veskið í sumar, ef liðið ætlar ekki að vera í fallbaráttu á næsta tímabili eins og það var framan af síðustu leiktíð. Þá þarf einnig að styrkja liðið á miðsvæð- inu en þar hefur Ástralinn Mile Jedinak ráðið ferðinni að undanförnu. Hann þarf tilfinnan lega aðstoð. Það vantar ekki mikið upp á að liðið taki enn stærra skref fram á við, einn til tveir öflugir leikmenn gætu komið liðinu enn lengra en í fyrra. n Manchester United Sæti í deild: 7. sæti Þarf að kaupa: Miðvörð United þarf raunar að styrkja fleiri stöður á vellinum en stöðu miðvarðar. United þarf betri miðjumenn og jafnvel betri bakverði og kantmenn líka. Þó má ætla að Louis van Gaal komi til með að byrja á vörninni enda eru máttarstólpar liðsins undanfarin ár, Rio Ferdinand og Nemanja Vidic, farnir frá fé- laginu. Chris Smalling, Jonny Evans og Phil Jones geta leyst þessa stöðu en ætli United sér að vera í titilbaráttu næsta vetur þarf liðið sterkari miðverði. Án sterkrar varnar gæti United lent í svipuðum vandræðum og í vetur þar sem liðið fékk á sig allt of mörg mörk. Sama hversu góður knattspyrnustjóri er á hliðarlínunni, þú vinnur ekki titla án þess að hafa góða vörn. United hefur verið orðað við öfluga miðverði að undanförnu. Má þar nefna Mats Hummels, Miranda og Eliaquim Mangala hjá Porto. n Newcastle United Sæti í deild: 10. sæti Þarf að kaupa: Framherja Af þeim 43 mörkum sem Newcastle skoraði í úrvalsdeildinni í vetur komu 14 frá lánsmanninum Loic Remy og sjö frá Yohan Cabaye sem er farinn frá félaginu. Þetta er næstum helmingur marka liðsins. Það er morgunljóst að Newcastle þarf að kaupa góðan framherja fyrir átök næsta vetrar. Papiss Cisse hefur lítið getað undanfarið eitt og hálft ár og samningur Shola Ameobi er runninn út. Þá gerði lánsmaðurinn Luuk de Jong ekkert í vetur, lék 12 leiki og skoraði ekki eitt einasta mark. Þó að brotalamir séu í vörninni og á miðjunni verður aðaláherslan í sumar lögð á að styrkja sóknina. Og það er eins gott að þeir finni alvörumann því annars gæti farið illa hjá Alan Pardew og félögum næsta vetur. Liðið þyrfti helst að finna nýjan Alan Shearer, eða til vara nýjan Demba Ba. n QPR Sæti í deild: 4. sæti í Championship Þarf að kaupa: Miðverði QPR er komið aftur í deild þeirra bestu eftir nauman sigur á Derby í umspili á dögunum. í liðinu er ógrynni leikmanna sem hefur reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni, en gæðin innan hópsins eru vissulega misjöfn. Ætli liðið sér að halda sæti sínu í deildinni þarf Harry Redknapp að byrja á því að styrkja vörnina. Richard Dunne og Clint Hill voru miðvarðaparið undir lok leiktíðar og þó að þeir séu reynslumiklir munu þeir aldrei ráða við hraða framherja úrvalsdeildarinnar. Þeir þurfa á miðverði, eða miðvörðum að halda. Rio Ferdinand hefur verið orðaður við félagið og þó að hann komi með gæði í liðið er hann ekki sá fljótasti í bransanum. Harry Redknapp þarf að finna unga og spræka varnarmenn sem geta ráðið við leikmenn eins og Sergio Aguero og Luis Suarez. n Southampton Sæti í deild: 8. sæti Þarf að kaupa: Framherja Það dáðust margir að leikstíl Southampton í vetur enda lék liðið afar skemmtilegan fótbolta. Búast má því að leikmenn eins og Adam Lallana, Luke Shaw og Jay Rodriguez verði eftirsóttir af öðrum liðum í sumar en enn sem komið er er ekkert á hreinu í þeim efnum. Að því gefnu að Southampton haldi öllum sínum bestu leikmönnum er nokkuð ljóst að liðið mun leitast eftir því að styrkja sóknarlínu enn frekar fyrir komandi átök. Rickie Lambert er farinn að eldast og eftir að Jay Rodriguez meiddist undir lok leiktíðar var eins og allur slagkraftur færi úr sóknarleik liðsins. Daniel Osvaldo floppaði auk þess gjörsamlega. Southampton þarf góðan framherja ætli liðið sér að halda áfram á sömu braut og á síðustu leiktíð og nýr stjóri þarf að finna slíkan leikmann. n Stoke City Sæti í deild: 9. sæti Þarf að kaupa: Framherja Markaskorun Stoke dreifðist vel á síðasta tímabili og skoruðu sex leikmenn fjögur mörk eða fleiri. Liðið sigldi lygnan sjó í vetur og náði 9. sætinu að lokum, en marka- hæstur í liðinu var Peter Crouch með átta mörk. Stoke-liðið er vel mannað í flestum stöðum, marki, vörn og miðju, en það vantar tilfinnanlega alvöru markaskorara. Svo virðist vera sem Mark Hughes sé þegar farinn að leita að slíkum leikmanni en Mame Biram Diouf, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi leikmaður Hannover í Þýskalandi, er talinn vera efstur á óskalistanum. Þessi stóri og stæðilegi Senegali hefur staðið sig vel í Þýskalandi og gæti hentað leikstíl Stoke-liðsins afar vel. Hvort hann sé 15–20 marka leikmaður skal þó ósagt látið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.