Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 53
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 FJÓRAR VINKONUR, FJÖR, FOKK OG VESEN „... GÓÐUR HÚMOR.“ Fannar Sveins son hraðfrétta maður www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Menning 53 Steinkúlan Egill hefur vakið mikla eftirtekt fyrir verk sitt sem nýtur sín best eftir myrkur. Steinkúla Egils í Berlín Magnað verk eftir myrkur Í Berlín fyrir framan Robert Koch- stofnunina má líta nýtt ansi magnað verk eftir listamann- inn Egil Sæbjörnsson. Verkið; Steinkúlan 2014, er innsetning, vídeó verk sem varpað er á 6,5 metra háan steypuvegg. Myndefnið er steinkúla sem snýst um sjálfa sig með þrívíddaráhrifum og er best að berja verkið augum eftir að myrkur er skollið á í borginni. Verkið er nú sýnt eftir að hafa unnið í lokaðri samkeppni um list í almannarými. Robert Koch-stofn- unin er ein af meginheilbrigðis- stofnunum Þýskalands og þjón- ustar heilbrigðisráðuneytið hvað varðar rannsóknir í líftæknifræði, en meginmarkmið stofnunarinnar er að verja landsbúa fyrir farsóttum og ógnum í lýðheilsu. Egill Sæbjörnsson, fæddur 1973, lærði í Listaháskóla Íslands og við Parísarháskóla 8 St. Denis á árun- um 1993–1997 og hefur verið bú- settur og starfað við myndlist í Berlín og Reykjavík frá 1999. Verk- efni hans í Berlín er í samstarfi við gallerí I8 í Reykjavík. Stutt myndbrot er að finna á DV. is af verkinu fyrir áhugasama. n kristjana@dv.is Frank Myndin Frank fjallar um tónlistarmann með pappahöfuð sem leikinn er af hinum fjall- myndarlega Michael Fassbender. X-Men: Days of Future Past Einn aðalsmellurinn í sumar fær stórgóða dóma. Stórmyndir SumarSinS Frumleikinn Frumleikinn er þó ekki alveg fjarver- andi í Hollywood og sumar af fróð- legri myndum sumarsins byggja á tónlist. Jersey Boys eftir Clint Eastwood fjallar um kvartettinn The Four Seasons og skartar Christopher Walken, en síðast þegar Clintarinn gerði tónlistarmynd var það hin frá- bæra Bird, svo von er á góðu. Enn áhugaverðari er mynd sem nefnist Frank og fjallar um tónlistarmann með pappahöfuð sem leikinn er af hinum fjallmyndarlega Michael Fassbender – án þess að við fáum að sjá framan í hann. Vonandi verður hún tekin til sýninga hér. Hvað sem öðru líður þá hefur bíósumarið byrjað mun betur en hið skelfilega og sólarlausa sumar 2013. Vonum að spáin verði áfram góð. n Edge of Tomorrow Tom Cruise er treyst til að halda uppi rándýrum brellumyndum. Í fyrra var það Oblivion í ár er það Edge of Tomorrow. Jupiter Ascending Wachowski-syst- kinin takast á við nýjan ævintýraheim sem sagður er í ætt við Matrix. Töfralandið Oz Endurgerð klassískrar myndar frá 1939. Endurgerð á vinsælli mynd How to Tame Your Dragon fær framhald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.