Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 54
Helgarblað 30. maí –2. júní 201454 Menning Ekki hægt án hjartans E f hjartað re ekki með í för, þá gengur það ekki upp,“ segir Sveinn Allan Morthens upp- eldisfræðingur sem ræðir um reynslu sína af meðferðarstarfi í tilefni frumsýningar bandarísku kvik- myndarinnar, Short Term 12, í Bíó Paradís í kvöld. Sveinn Allan er uppeldisfræðing- ur frá Uppsala Universitet 1980, vann við Unglingaheimili ríkisins með hlé- um/samhliða námi 1972–1983, vann á geðdeildum í Svíþjóð 1978 og 1979 sem og rak síðan skólaheimilið Egilsá 1983–1988 og var viðloðandi með- ferðarrekstur á vegum barnaverndar- stofu 1993–1998. Þá stofnaði hann og rak meðferðarheimilið Háholt 1999– 2008, þar sem börn og unglingar með erfiða sögu fengu hjálp. Sár saga unglinga Kvikmyndin Short Term 12 hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Hún var frumsýnd á South by Sout- hwest-hátíðinni (SXSW) 2013, þar sem hún vann bæði Grand Jury- verðlaunin og áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. Þá hefur hún hlotið lof gagnrýnenda og er til að mynda með 99% lof á kvikmyndarýnisíðunni vin- sælu rottentomatoes.com. Myndin er sögð frá sjónarhorni Grace, tvítugrar stúlku sem vinnur á fósturheimili fyrir unglinga og glím- ir sjálf við erfiða fortíð sem rifjast upp þegar unglingsstúlka með svip- aða fortíð er færð inn á heimilið. Í myndinni er fjallað um mjög tilfinn- ingaþrungin mál, sem á kómískan hátt eru opinberuð. Myndin fjallar um þann sannleika sem unglingarnir sem búa á fósturheimilinu eru stöð- ugt að glíma við, og ekki síður þeir sem þar vinna. Vinnan fer fram með hjartanu „Myndin fjallar um ungt fólk og starfsmenn meðferðarheimilis,“ seg- ir Sveinn Allan. „Og að þegar við erum að vinna fyrir börn og unglinga þá eigi sú vinna að fara fram á þeim stað sem þau eru á í lífinu og á þeirra forsendum. Í myndinni er sögð saga krakka sem eru í miklum erfiðleikum, hafa orðið fyrir misnotkun og ýmsu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Glíma þeirra er í miðdepli. Á fósturheimil- inu eru svo starfsmenn sem gegna því hlutverki að allt fari fram með góðum hætti. Einn þeirra er Grace sem sekkur sér mjög djúpt í þeirra mál. Hún nær tilfinningalegu sambandi sem skilar sér í því að þeirra saga, þeirra upplifun kemur fram. Reynsla Grace er oft reynsla þeirra sem vinna með börn. Fagmennskan og greiningin eru nauðsynleg tæki en vinnan fer alltaf fram með hjartanu. Ef það er ekki með í för þá finna krakk- arnir það. Þeir finna hvort að þú ert ekta. Því öll leita þau að viðurkenn- ingu og hlýju. Finni þau hana ekki, þá gefast þau upp, fara í andstöðu og gera ekki neitt.“ Hann segir fagfólki sem vinnur með börnum, hvort sem það er statt hér á landi eða annars staðar hætta til að líta á meðferð á börnum sem fræði. Einblína á greininguna í stað þess að kynna sér sögu þeirra. „Við erum full- trúar kerfisins og það hefur tilhneig- ingu til að verja sig. En staðreyndin er svo að ef að fólk ætlar að ná tengingu við börnin þá verður það að gefa af sér. Allir krakkar sem ég hef kynnst í meðferð eru í grunninn venjulegir krakkar sem eiga sér einhverja sögu. Það er sagan sem ýtir þeim áfram. Og ef það er ekki hægt að mæta þeim þannig – ef maður ætlar að líta á þau sem greiningu og einhver málsnúmer – þá er baráttan erfiðari.“ Fín lína En það er margt að varast eins og myndin greinir frá. Hún er fín línan á milli þess að sýna hluttekningu og verða meðvirkur í starfi með börn- um. „Hættan í þessu er líka fólgin í því að menn fara að verða mjög meðvirkir. Grace verður meðvirk og tekur beinan þátt í sársaukan- um. Hún tengir við sína eigin sögu og verður meðvirk. Það gengur heldur ekki. Þetta er gríðarlega fín lína og erfið vinna,“ segir Sveinn Allan og minnist meðferðarstarfs á Íslandi á sjöunda og áttunda áratugnum. „Þá var mikið af hugsjónafólki sem gaf kost á sér og vann með hjartanu. En auðvitað urðu mis- tök því það verður að vera einhver millivegur. Í dag reynum við að finna þennan milliveg og það er vandasamt. Ef maður horfir á mynd Guðnýjar Halldórsdóttur á svipuð- um nótum, Veðramót, sem fjallar um meðferðarheimili 1973–1974 á þessum sama tíma. Þá er þetta ofboðslega áþekkt. Það eru sömu hlutirnir sem eiga sér stað nema að á þeim tíma þá skynjuðu menn ekki hugtök eins og misnotkun. Maður hugsaði ekki einu sinni út í það. Það er ekki fyrr en 1983–1984 að starfsmenn fóru að verða verulega meðvitaðir um kynferðislega mis- notkun og hversu algengt það er að börn í neyslu verði fyrir henni.“ Átök og agi Sveinn Allan rak í áratug með- ferðarstofnunina Háholt í Skaga- firði. „Þangað komu krakkar sem voru þvingaðir í úrræði. Þau áttu engan kost, voru bara flutt í Há- holt með góðu eða illu. Oftast með illu. Þar reyndum við að ná sam- bandi við krakkana og tengja við sögu þeirra jafnt og við reyndum að finna þeim virk úrræði til að leysa úr vandanum. Oft og iðulega kom til átaka og þegar ég horfði á myndina tengdi ég við margt í þeim efnum. Þó er aginn greinilega meiri í Bandaríkjunum en hér, því þegar starfsmenn fósturheimilisins báðu krakkana um að setjast þegar einn úr hópnum stofnaði til átaka þá gerðu þau það. Það hefði aldrei gerst hér á landi,“ segir Sveinn Allan og hlær og segir aga í öðrum farvegi hér á landi. n n reynsla grace er oft reynsla þeirra sem vinna með börn Glíma Í myndinni er fjallað um þann sannleika sem unglingarnir sem búa á fósturheimilinu eru stöð- ugt að glíma við, og ekki síður þeir sem þar vinna. Erfið fortíð Myndin er sögð frá sjónarhorni Grace, tvítugrar stúlku sem vinnur á fóstur- heimili fyrir unglinga og glímir sjálf við erfiða fortíð sem rifjast upp þegar unglingsstúlka með svipaða fortíð er færð inn á heimilið. „Ef maður ætlar að líta á þau sem greiningu og ein- hver málsnúmer þá er baráttan erfiðari. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Vegabréf Sigmundar Stundum á lífsleiðinni verður á vegi manns fólk sem situr svo þéttingsfast í minni að þaðan er því ekki hnikað. Ekki fyrir nokkra muni. Þannig var um Benny og Clyde á ströndinni sunnan Söntu Monicu. Þarna lágu þeir fagurlega limaðir á okkurgulum hand- klæðunum sínum – og þótt þeir væru báðir komnir undir sjö- tugt var yfir þeim einhver ung- gæðingslegur neisti sem gæddi ásjónu þeirra lífi og ljóma. Lík- lega heitir það einu nafni ham- ingja, ellegar lífsfylling; þessi staðfesta þegar hugsun manns og löngun er í heimahöfn og bundin þar festum. Ég laumaði mínum flötu beinum í sandinn næst við hliðina á þeim, ásamt ástmey minni og förunaut, en hún hafði breitt undir okkur náhvít baðklæðin af hótelinu uppi á bakka svo ekkert væri okkur að vanbúnaði að velgja skrokk- inn í kalífornískri sól. Ég hélt ég myndi sofna, en gat ekki slitið augun af þéttu handabandi félaganna við hlið mér. Það var eins og fingur þeirra væru prjónar í mjúku lesi sem struku hverjir aðra í einhverjum dá- samlegum tóskap. En svo litu þeir á mig. Sem snöggvast. Og brostu blíðlega. Segir ekki frekari sögum af sandinum, því þeir buðu okkur í strandhúsið sitt undir hádegi – og þar nutum við einhvers eftir- minnilegasta málsverðar sem lífið hefur fært okkur; nýfengins humars í hvítlauksbaði með þurrkuðum chillí sem stráð var yfir ósköpin. Aldrei hefur Chardonnay úr Napadalnum bragðast jafn undursamlega á einum og sama deginum og við endilanga matborðið á ver- öndinni í Önnu Mae, en svo nefndu þeir félagarnir stórhýsi sitt við bestu strönd Bandaríkj- anna. Þeir áttu það skuldlaust eins og öll önnur hús sín á báð- um ströndum Bandaríkjanna, vellauðugir af hönnun sinni á búsáhöldum á býsna drjúgri starfsævi. Þeir gátu ekki um annað rætt en að við færum með þeim rúntinn um Mulholland á spegil fægðum blæjubílnum sem í samræmi við annan lúxus dagsins var af Lamborg- hini-ættinni. Uppi á hæð- unum ofan þorps hinnar helgu meyjar og drottningar englanna við Porziúncúla-ána – eins og Los Angeles heitir raunar fullu nafni – var okkur Íslendingunum litið hvorum á annan, því það var sami ef- inn í flóttalegum augum okk- ar: Í hvaða bíómynd höfðum við óafvitandi ratað eins og ekkisens kjánar? En auðvitað keyrðu þeir okkur aftur heim í Önnu Mae, húsið sitt á ströndinni sem þeir vinirnir höfðu nefnt eftir fæðingarheiti helsta átrúnað- argoðsins í lífi þeirra beggja, Tinu Turner. Og því var nátt- úrlega við hæfi að hafa helsta ópus hennar hátignar í bassa- drjúgum botni á leiðinni heim á hlað; Whats Love Got To Do With It. Ástin í lífi Bennys og Clydes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.