Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Qupperneq 62
Helgarblað 30. maí –2. júní 201462 Fólk Með umráðarétt yfir fallegu húsi á Hofsósi Sveitarómantík í Skagafirði hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur V ið sjóinn í hinum fallega bæ Hofsósi í Skagafirði stend- ur bárujárnsklætt timbur- hús sem heitir Nöf. Húsið er steinsnar frá Vesturfara- setrinu svokallaða, fallegu safnahúsi sem hefur að geyma sýningar um ferðir Íslendinga til Vesturheims í um miðbik nítjándu aldar og fram að byrjun þeirrar tuttugustu. Nöf stend- ur upp á dálítilli hæð við ómerkta götu sem Vesturfarasetrið stend- ur einnig við. Húsið var áður í eigu Vesturfarasetursins ses., samlagsfé- lagi sem heldur utan um eignarhald og rekstur Vesturfarasetursins. Spurningar um húsið Íbúar í Skagafirði hafa sumir hverjir spurt sig að því – og fiskisagan flýg- ur sannarlega í litlum plássum á landsbyggðinni – hvort það geti ver- ið að Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra og eiginkona hans, fjárfestirinn Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eigi þetta fallega hús. Fjöl- miðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hef- ur fjallað um það á fréttasíðu sinni að þau hjónin venji komur sínar í hús- ið með reglulegu millibili. Notkunin á húsinu er þó ekki mikil samkvæmt einum íbúa á Hofsósi sem DV ræddi við. Tveir íbúar í Skagafirðinum sem DV ræddi við sögðu að slíkar sögur hefðu sannarlega gengið og ákvað DV því að grafast fyrir um eignarhald hússins. Enginn gat hins vegar svar- að því með fullri vissu hver ætti þetta hús sem sker sig nokkuð út vegna legu sinnar við sjóinn á besta stað í bænum – betra bæjarstæði er sjálf- sagt vandfundið, að minnsta þegar litið er til útsýnar til hafs. Faðirinn eigandi – Anna með umráðarétt Samkvæmt opinberum upplýsingum er faðir eiginkonu Sigmundar Dav- íðs, Páll Samúelsson, eigandi hússins en hann keypti það af Vesturfara- setrinu í lok árs 2005 fyrir tíu millj- ónir króna. Húsið virðist af myndum vera gamalt en er það ekki því það var byggt árið 2004 af Vesturfarasetr- inu og selt næsta ár til Páls. Húsið er tæpir 154 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess rétt um 9,4 millj- ónir króna en brunabótamatið 42 milljónir. Í upplýsingum um eignarhald hússins kemur hins vegar fram að Anna Sigurlaug Pálsdóttir sé um- ráðandi hússins þó hún eigi það ekki. Faðir hennar er skráður sem 100 prósent eigandi. Engar upplýs- ingar finnast í opinberum gagna- grunnum eins og hjá ríkisskatt- stjóra um af hverju og hvenær Anna Sigur laug varð umráðamaður hússins. Þar segir bara að Anna Sigur laug sé umráðamaður þess og er hún því skráð sem einn af eigendum hússins. Arfur Ástæður auðlegðar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Önnur Sigurlaugar Pálsdóttur, hafa aldrei komið fyllilega fram. Fyrir liggur að þau er skráð fyrir eignum upp á á meira en 1.200 milljónir króna og er Sigmundur Davíð langefnað- asti þingmaður þjóðarinnar. Páll Samúelsson er fyrrverandi eigandi Toyota-umboðsins sem hann seldi fyrir metfé, um sjö milljarða króna, til eignarhaldsfélags í eigu Magnúsar Kristinssonar árið 2005. Frá því hef- ur verið greint í DV að ástæða ríki- dæmis Sigmundar Davíðs og Önn- ur Sigur laugar sé að öllum líkindum fyrirframgreiddur arfur. Hugsanlegt er að umráðarétturinn laglega yfir húsinu á Hofsósi sé hluti af þeim eignaskiptum sem áttu sér stað við þessi snemmbúnu arfskipti. DV hafði samband við Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sig- mundar Davíðs, til að spyrjast fyrir um húsið en náði ekki tali af honum. n „Samkvæmt opin- berum upplýs- ingum er faðir eiginkonu Sigmundar Davíðs, Páll Samúelsson, eigandi hússins. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nöf Húsið á Hofsósi stendur á besta stað ofan við fjöruna steinsnar frá Vesturfarasetrinu. Hjónin Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug hafa umráðarétt yfir húsi á Hofsósi sem áður var í eigu Vesturfarasetursins en var selt til föður Önnur Sigurlaugar árið 2005. MyND róbert reyNISSoN Selja fötin sín Skötuhjúin María Birta og Elli Egilsson halda fatamarkað á sunnudaginn á Kex Hostel. Þau eru stödd á Íslandi núna en eru búsett í Los Angeles. Elli og María hafa búið til sérstaka fatamarkaðs síðu á Instagram þar sem þau setja inn myndir frá markaðnum. María Birta setti inn mynd af skarti og segir að hún harmi að þurfa selja þetta allt þar sem þetta sé svo fallegt en hún geti ekki tekið allt með sér til Los Angeles. Markaðurinn verður frá klukkan 12–17. Trúlofaður hlaupakóngur Hlauparinn Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eru trúlofuð. Séð og heyrt segir frá því í nýjasta tölublaði sínu að Kári Steinn hafi farið á skeljarnar og beðið um hönd sinnar heittelskuðu á Nesjavöllum. Aldís hafði boðið Kára á ION hótel í tilefni afmæl- is hans og hlauparinn toppaði kvöldið með því að biðja Aldísar. Þau Aldís og Kári hafa verið saman í þrjú ár. Tóku lagið saman Björt framtíð stóð fyrir karókíkvöldi í kosningamiðstöð sinni við Austurstræti á miðviku- dag. Dóri DNA steikti kjúkling ofan í gesti sem skiptust á að taka lagið í karókí. Unnusta, Dóra, Magnea Guðmundsdóttir arki- tekt, er einmitt í framboði fyrir Bjarta framtíð og skipar þar 6. sæti listans í Reykjavík. Meðal þeirra sem tóku lagið voru fram- bjóðendurnir S. Björn Blöndal, Elsa Yeoman og Ilmur Kristjáns- dóttir. Færir sig yfir Edda mun verða einn af þáttastjórn- endum í Íslandi í dag. MyND SIGtryGGur ArI Edda Sif í Íslandi í dag „Örugglega verið erfiðara fyrir mig að vinna þarna heldur en marga aðra.“ É g er mjög spennt fyrir því að vinna í þættinum,“ segir Edda Sif Pálsdóttir í viðtali í nýjasta tölu- blaði Séð og heyrt. DV sagði frá því fyrir nokkru að Edda Sif væri að færa sig af RÚV yfir á Stöð 2. Í við- talinu segir hún frá því að hún komi til með að starfa í lífsstílsþættinum Íslandi í dag. Edda Sif er dóttir Páls Magnús- sonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, og hefur staðið sig vel sem íþrótta- fréttamaður á RÚV og í þættinum Skólahreysti. Í viðtalinu segir hún einnig frá því að hún hafi verið að klára meistararit- gerð í blaða- og fréttamennsku frá HÍ en þar fjallar hún um það hvers vegna fólk hættir í blaða- og fréttamennsku og fer að gera eitthvað annað. Hún er líka spurð út í hvernig það hafi verið að vinna þar sem fað- ir hennar var hæstráðandi. „Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því að það hafi örugglega verið erfiðara fyrir mig að vinna þarna heldur en marga aðra. Maður var alltaf með þetta á bak við eyrað, hvort sem það var meðvitað eða ekki, og þurfti svolítið að passa sig. Ég var ekkert að biðja um launa- hækkun eða trana mér fram og þurfti þeim mun meira að hugsa um að vinna vinnuna mína vel.“ Aðspurð hvað föður hennar hafi fundist um umræðuna segir hún: „Ég held að hann hefði gjarnan viljað vera laus við að ég væri að vinna þarna. Okk- ur var enginn greiði gerður með því. Hann hefur samt starfað í þessu svo lengi þannig ég held hann hafi ekki velt sér upp úr því. Við unnum bara okkur störf.“ n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.