Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 65
U m s j ó n : Á s g e i r J ó n s s o n / a s g e i r @ d v . i s Til hamingju með daginn sjómenn! Baldursgötu 14 | sími: 552 3939 | www.3frakkar.com T ónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, hefur stundað strandveiðar í nokk­ ur ár á trillunni sinni, Æðru­ leysinu. Blaðamaður DV sló á þráðinn til KK og spurði hann út í áhugann á sjómennskunni, sem reyndar fær að sitja á hakanum um þessar mundir á meðan að ný plata fæðist. „Ég fór nokkrar ferðir á togara í gamla daga. Svo hef ég átt trillu í rúm­ lega tíu ár og stundað strandveiðar nokkur sumur,“ segir KK aðspurð­ ur um áhuga sinn á sjómennsku og bætir við að það sé erfitt fyrir Ís­ lendinga að vera ekki í snertingu við hafið á einhvern hátt. „Þegar þú býrð svona á eyju úti á hafi þá fangar sjór­ inn athygli þína. Þú kemst ekkert hjá því. Hafið bláa hafið hugann dregur.“ KK gaf í fyrra út plötuna Úti á sjó ásamt Magnúsi Eiríkssyni, sem þeir tileinkuðu íslenskum sjómönnum. KK segir starf sjómannsins virðingar­ vert og í raun vanmetið. „Ég man alltaf eftir því hvað ég varð fyrir mikl­ um vonbrigðum þegar það átti að velja mann aldarinnar um síðustu aldamót. Að það skuli ekki hafa verið sjómaðurinn,“ segir KK glettnislega og bætir við að sjómenn eigi lof skilið fyrir störf sín. „Ef þú ferð hundrað eða þúsund ár aftur í tímann, frá því að Ingólfur Arnarson kom hingað og land byggðist, þá hefur engin stétt manna fórnað meiru fyrir þessa þjóð heldur en sjómenn.“ KK segir þó að sem betur fer hafi starf sjómannsins orðið auðveldara og öruggara með framförum í tækni. „Staðsetningarbúnaður og veður­ athuganir eru orðnar miklu ná­ kvæmari í dag en þær voru fyrir bara nokkrum árum. Ég man það bara sem krakki og unglingur þegar togar­ ar voru að farast á hverjum vetri, ýmist íslenskir eða erlendir togarar. Það var bara árlegur viðburður. En það er orðið miklu sjaldséðara, sem betur fer. En þegar maður er úti á sjó þá veistu aldrei hvað getur skeð, þú getur fengið á þig brotsjó og ýmislegt getur farið úrskeiðis,“ segir KK. Það er kannski ekki furða að sjó­ mennskan sé svona rótgróin í ís­ lenska menningu að sögn KK. „Ísland er náttúrulega bara ein alls­ herjar sjávarbyggð, þetta eru bara firðir og hafnir hérna allan hringinn. Það eru einstaka staðir sem hafa ekki hafnir, kannski helst Egilsstaðir og Kirkjubæjarklaustur,“ segir hann og hlær. n jonsteinar@dv.is Engin stétt fórnað meiru fyrir þjóðina en sjómenn Tónlistarmaðurinn KK segir starf þeirra virðingarvert og oft vanmetið 30. maí 2014 Sjómannadagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.