Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 66
Helgarblað 30. maí –2. júní 20142 Sjómannadagur Óhefðbundinn meðafli Dragnótabáturinn Geir ÞH fékk óvenjulegan meðafla á dögun- um. Frá þessu er greint í sjó- mannadagsblaði Fiskifrétta. Geir ÞH var við veiðar í Lóna- firði út af Þorshöfn á Langanesi þegar selkópur kom um borð með dragnótinni. Sigurður Ragn- ar Kristinsson skipstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir að líklega hefði kópurinn laumað sér í pok- ann þegar verið var að hífa um borð. Þeim litla heilsaðist vel og eftir myndatöku og stutt spjall var honum gefið frelsið á ný. Björgunar- sveit fær viðurkenningu Björgunarsveitin Ernir í Bol- ungarvík þykir gegna mikilvægu starfi í samfélagi sem treystir mikið á sjósókn. Frá þessu grein- ir fréttavefur BB. Því mun sveitin hljóta heiðursviðurkenningu sjó- mannadagsins í Bolungarvík og 200 þúsund króna styrk að auki, til kaupa á fjarskiptabúnaði. Það er Verkalýðs- og sjómannafélag- ið í Bolungarvík og menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkur sem standa að viðurkenningunni og styrkveitingunni. Á sjómanna- deginum fyrir ári var sveitin kölluð út til leitar en hún er mikilvægur hlekkur í hátíðar- höldum á sjómannadeginum í Bolungarvík. Þrátt fyrir útkallið tókust hátíðarhöldin vel , en ung- liðar hlupu í störf þeirra eldri og sinntu gæslu á hátíðinni. Söl í staðinn fyrir beikon Þ að sem er best við þetta er að í þessu fæði er mikið af snefilefnum og steinefnum sem eyðast úr líkamanum,“ segir Eyjólfur Friðgeirsson líffræðingur sem stofnaði árið 2005 félagið Íslenska hollustu til að þróa og framleiða hollustufæðu. Eyjólfur hefur sett á markað hátt í tvo tugi vara og framleiðir allt mögulegt úr þara, sölum, fjallagrös- um og öðru úr íslenskri náttúru. Hann hefur hlotið fjölda viður- kenninga og selur söl og fleiri vör- ur til þekktra veitingastaða víða um heim. Meðal annars til Noma, sem á dögunum hlaut viðurkenningu sem besti veitingastaður heims. „Ég sel meðal annars til Noma veitingahússins, sem er eitt fínasta veitingahús í heimi. Þeir steikja sölin upp úr smjöri og steikja svo grænmetið upp úr þessu bragð- bætta smjöri. Ég sel mikið af sölum til veitingastaða, sjálfur borða ég oftast sölin sem snakk. En stund- um steiki ég söl. Ef þú ert til dæmis grænmetisæta getur þú skipt út beikoni fyrir söl, egg og söl í stað- inn fyrir egg og beikon.“ Var áður fátækrafæði Hann fer oft ótroðnar slóðir, safnar hráefninu hérlendis og vill endur- vekja þjóðlega matargerð. Ís- lendingar nýttu þara og söl í mat- argerð fyrr á öldum og bættu sér þannig upp næringar- og efnis- skort. Hér á landi var að sjálfsögðu lítil sem engin kornrækt og því var hægt að nota grös og söl í brauð- bakstur og fleira. Eyjólfur segir slíka sjálfsbjörg aukast en um 12 tegund- ir af þara og sölum við strendur Ís- lands eru nýtanlegar til matargerð- ar. „Það er að aukast, það var notað mikið í gamla daga. Fólk er að byrja að nota þetta aftur. Þetta var fá- tækrafæði en næringarríkt. En sölin voru alltaf borðuð af öllum hópum. Íslendingar sóttu sérstaklega í sölin í brauðbakstur því það vant- aði alltaf kornmeti hér á landi. Því notuðu Íslendingar mikið fjallagrös. Það er jafnmikið af kol- vetni í fjallagrösum og í hveiti, en mun heilsusamlegra.“ Gott í matseldina Í austurlenskri matargerð er sjávar- gróðurinn nýttur vel. Það finnst Eyjólfi gott að gera með íslenskan sjávargróður. „Ég hef tekið söl og marínerað upp úr eplaediki, mjög gott með sushi. Eins með grilluðum fiski. Ég er líka að selja beltisþara sem er ræktaður í Stykkishólmi. Hann er þunnur og góður að borða eins og snakk, út á fiskrétti eða í salöt. Svo hef ég líka verið með stórþara. Hann er harður en ákaflega góður í matseld. Hann er til dæmis góður í pottrétti. Hann bindur vatnið vel og það er hægt að nota hann til að þurrka upp pottrétti í stað þess að jafna út með hveiti.“ Hér að neðan fylgir uppskrift sem er bæði ljúffeng og afar holl. n Spínat og söl n 250 gr spínat n 1 lítill kúrbítur, skorinn í sneiðar n 1–2 hvítlauksgeirar, skornir í litla teninga n ólífuolía n ¼–½ bolli söl n basilíka, kúmen, kóríander, sítróna. Aðferð: n Gufusjóðið spínat og kúrbít. n Mýkið hvítlaukinn í olíu, kryddið. n Bætið sölunum í og látið mýkjast í 1–2 mínútur. Takið af hellunni og setjið safa úr ¼–½ sítrónu saman við. n Hellið yfir spínatið og kúrbítinn. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Beltisþari Eyjólfur á þaraveiðum. Fenginn selur hann hér heima og víða um heim, jafnvel á fræga veitingastaði sem kunna gott að meta. Mikið vöruúrval Eyjólfur er óþreytandi í nýsköpun og hefur vörulína hans með íslenskum sjávargróðri og fjallagrösum vaxið ár frá ári. „Ef þú ert til dæmis græn- metisæta getur þú skipt út beikoni fyrir söl, egg og söl í staðinn fyrir egg og beikon. Armband sem eykur öryggi Þróa hugmyndina en vantar fjármagn V ið erum að þróa öryggis- armband fyrir sjómenn. Það virkar þannig að þetta er lítið og nett armband sem sjómenn eru alltaf með á sér og taka varla eftir. Ef sjómaður dettur frá borði þá virkjast arm- bandið um leið og sendir frá sér neyðarboð þannig að það verður hægt að staðsetja manninn um leið og hann dettur útbyrðis,“ segir Halldór Guðni Traustason. Hann og fimm samnemendur hans í Háskólanum í Reykjavík; Haukur Sigurgeirsson, Hákon Garðar Þorvalds son, Röskva Vigfúsdóttir, Svanhildur Kamilla Sigurðardóttir og Mikael Ingason, unnu að stofn- un fyrirtækis í kringum hugmynd sem þau fengu í þriggja vikna áfanga í HR. Fyrirtæki þeirra ber nafnið Navitech og hugmyndin er sú að þróa armband fyrir sjómenn til þess að tryggja öryggi þeirra. Að sögn Halldórs er hugmyndin sú að armbandið yrði tengt við þau kerfi sem eru staðalbúnaður í öll- um bátum í dag. Ef sjómaður fellur frá borði þá verður hægt að stað- setja hann um leið og því meiri lík- ur á að bjarga honum. Hugmyndin er enn á tilrauna- stigi en hópurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur við henni að sögn Halldórs. Þau leita nú leiða til þess að geta þróað armbandið en til þess vantar fjármagn. „Við höf- um fengið gríðarlega góðar mót- tökur en okkur vantar fjármagn,“ segir hann. n viktoria@dv.is Auka öryggi Armbandinu er ætlað að auka öryggi sjómanna. Mynd SiGtryGGur Ari Frækin björgunarverk Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá fræknum björgunar- afrekunum verður vígður minnis varði í Vöðlavík norðan við Reyðarfjörð laugardaginn 31. maí. Vígslan er partur af sjó- mannadagsfögnuði Eskfirðinga. 18. desember 1993 var allri áhöfn Bergvíkur VE-105 bjarg- að í land með fluglínutækjum björgunarsveitanna og þann 10. janúar 1994 var sex af sjö manna áhöfn björg un ar- og drátt ar- skips ins Goðans bjargað við afar erfiðar aðstæður. Í tilefni vígslunnar verður einnig framkvæmd björgunar- æfing í Vöðlavík klukkan 14.00 á föstudag. n Ljúffengur sjávargróður n Frægur veitingastaður kaupir söl Armbandið Hugmyndin er að armbandið verði lítið og nett og sjómenn beri það alltaf þegar þeir eru á sjó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.