Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 6.–9. júní 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 P áll Eiríksson, lögfræðingur sem situr í slitastjórn Glitnis, segir að leiða megi „líkur að því“ að bankinn hafi gert samkomulag við Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfesti um að heimila veðsetningu á húsi sem hann átti á Laufásvegi í Reykja- vík. Glitnir kyrrsetti húsið árið 2010 vegna skaðabótamáls sem bankinn hafði þá höfðað gegn honum í New York. Fyrir liggur að Glitnir mun höfða skaðabótamál gegn Jóni Ás- geiri hér á landi vegna Aurum-máls- ins svokallaða en dómur féll í því á fimmtudaginn og voru sakborn- ingarnir fjórir, meðal annars Jón Ás- geir, sýknaðir. Hagsmunir beggja aðila Páll vill ekki tjá sig sérstaklega um tiltekin mál en segir að almennt séð þá gildi að hægt sé að semja um kyrrsettar eignir í slíkum málum og að eigendur þeira geti þá lagt fram tryggingu til þess aðila sem kyrrsetti eignina. „Menn geta þá samið um það að leggja fram tryggingu í stað- inn fyrir að kyrrsetja eignir. Ef sala á sér stað á kyrrsettri eign þá er sölu- andvirðið yfirleitt lagt inn á reikn- ing.“ Páll segir að yfirleitt sé betra fyrir báða aðila að komast að samkomu- lagi en að eignir séu kyrrsettar. „Við verðum að passa okkur á því að stilla mönnum ekki þannig upp við vegg að eignaverð rýrni þannig að ef menn geta selt eign á því markaðsverði sem er í gangi á hverjum tíma þá er hags- munum beggja betur borgið, að því gefnu að menn fái þá sambærilega tryggingu í staðinn.“ Móðir Jóns Ásgeirs átti húsið DV greindi á þriðjudaginn frá sölunni á húsinu á Laufásvegi til fé- lagsins Hverfiseigna ehf. en það fé- lag er í eigu Apogee ehf., sem aftur er í eigu Moon Capital í Lúxemborg sem er einn af hluthöfum fjölmiðla- fyrirtækisins 365. Jón Ásgeir sagði þá í samtali við blaðið að í des- ember í fyrra hefði eignarhaldið á Hverfiseignum færst frá 365 og yfir til Apogee. Þessar upplýsingar höfðu hins vegar ekki verið uppfærðar hjá ríkisskattstjóra. Viðskiptin gengu þannig fyrir sig að verðbréfafyrirtækið Virðing lán- aði Hverfiseignum 97,5 milljónir króna sem lagðar voru inn á vörslu- reikning lögmannsstofu sem unnið hefur fyrir slitastjórn Glitnis. Glitnir aflétti þá kyrrsetningu sem var á öðr- um veðrétti hússins en ekki er hægt að ráðstafa eignum sem kyrrsettar hafa verið nema með leyfi þess sem kyrrsetti. Hverfiseignir munu í kjöl- farið greiða af skuldabréfi Virðingar sem nú hvílir á húsinu. Fer eftir lyktum máls Peningarnir sem eru á vörslureikn- ingi lögmannsstofunnar munu vera þar þar til niðurstaða fæst í málaferl- um Glitnis gegn Jóni Ásgeiri. Páll seg- ir að skaðabótamál bankans gegn Jóni Ásgeiri sé í biðstöðu nú á meðan dómstólar kveða upp dóm í Aurum- málinu. Glitnir höfðaði sem kunnugt er skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri, og nokkrum öðrum einstaklingum, í New York og krafðist hárra bóta. Skaðabótamálinu var hins vegar vís- að frá í New York en verður þess í stað höfðað hér á landi. „Þetta fer allt eftir því hver niður- staðan verður í dómsmálinu. Nú erum við bara að bíða eftir dómi í Aurum-málinu. Einkamál frestast alltaf ef það er opinbert mál í gangi sem snýst um sömu efnisatriði.“ Niðurstaða í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Ásgeiri getur því styrkt mála- tilbúnað slitastjórnarinnar í skaða- bótamáli gegn honum, eða öfugt fari svo að Jón Ásgeir verði sýknaður í Aur- um-málinu fyrir Hæstarétti, ef sér- stakur sakóknari áfrýjar. Hvort Glitnir fær umrædda fjármuni sem greiddir voru fyrir húsið eða ekki liggur því ekki fyrir nú. Jón Ásgeir vildi á mánudag ekki tjá sig um málið, umfram áður- nefnd ummæli um eignarhaldið á Hverfiseignum. n Glitnir mun geyma peningana fyrir húsinu Salan á húsi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hluti af áralöngum málaferlum við Glitni Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Peningarnir bíða Féð sem greitt var fyrir húsið bíður á vörslureikningi þar til niðurstaða fæst í áralöngum deilum Glitnis og Jóns Ásgeirs Jóhannes sonar. Mynd SIgtryggur ArI glitnir veitti leyfi Glitnir veitti leyfi fyrir veðsetningu hússins á Laufásvegi og varðveitir nú fjármunina á vörslureikningi þar til niðurstaða fæst í dómsmálum sem tengjast Jóni Ásgeiri. Mynd róbert reynISSon „Þetta fer allt eftir því hver niðurstað- an verður í dómsmálinu. Gefast ekki upp Alþýðufylkingin fékk 219 atkvæði í borgarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag og náði ekki manni inn. Alþýðufylkingin bauð einnig fram í síðustu þing- kosningum og fékk ekki heldur brautargengi þá. Þrátt fyrir að Alþýðufylkingin virðist ekki fá mikinn hljómgrunn hjá kjósendum ætla félagsmenn flokksins að halda ótrauðir áfram að koma málstað félagsvæðingar á framfæri. Segjast þau vera eini sósíalíski flokkurinn á Íslandi og ætla að halda áfram að byggja hann upp með því að bjóða fleir- um til liðs við sig fyrir næstu kosningar. „Látið ekki ykkar eftir liggja, sósíalisminn byggist ekki upp af sjálfu sér heldur aðeins í gegn um vinnu og baráttu, og nóg er af því framundan,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá flokknum. Hætta að rukka við Dettifoss Félag landeigenda Reykjahlíðar hefur fallið frá gjaldtöku við Dettifoss í sumar, en fyrirhugað var að innheimta gjald af ferða- mönnum við fossinn frá og með 1. júní sl. Landeigendur og Vatnajök- ulsþjóðgarður hafa komist að samkomulagi um samstarf við fossinn næstu mánuði, en það felur í sér að fresta gjaldtökunni um eitt ár. Á sama tíma fer þjóð- garðurinn í framkvæmdir við Dettifoss. Þá á að ganga frá göngustígum, fjölga salernum og byggja 100 fermetra útsýnispall. Tuttugu stiga hiti um helgina „Um helgina ætti sumarið að hefjast“ segir veðurfræðingur Þ að er sjaldan sem að ferða- helgi hittir svona vel á gott veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veður- stofu Íslands, í samtali við DV. Útlit er fyrir blíðviðri þessa hvítasunnuhelgi. Á föstudag, laugardag og sunnudag verður yfirleitt hægur vindur og víða bjart á landinu. Sömuleiðis er spáð mikilli hlýju. Það eina sem gæti spillt því, sem lítur út fyrir að ætla að verða sann- kallað sumarveður, eru þokubakkar úti á sjó sem geta læðst að ströndinni. Mestar líkur á því eru um norður- og austurströndina. Best er spáin innar á landinu en þar ætti veðrið að vera bjartast og þar verður einnig hlýjast. Teitur segir að það gæti gerst einhvern tímann á þessum þrem- ur dögum að hitinn næði upp undir tuttugu og tvær gráður. Ef svo verður, mun það gerast einhvers staðar inn til landsins og eru líkurnar svipað- ar fyrir alla landshluta. „Það verður fróðlegt að sjá hvar það verður,“ segir Teitur. Löng helgi er framundan vegna hvítasunnu en á mánudag, annan í hvítasunnu, verður mesta blíðan búin. Útlit er fyrir vætu víðast hvar um land á mánudag þótt vindur- inn virðist ekki ætla að ná sér á strik. „Það er nú ekkert svo slæmt. Kæla menn aðeins niður með dálítilli vætu eftir hitann um helgina.“ Mestalla helgina ætti því hitinn að leika við landsmenn. „Það er út- lit fyrir fyrstu tuttugu stig sumarsins. Um helgina ætti sumarið að hefjast,“ segir Teitur. n salka@dv.is Sumarveður um allt land Það er varla hægt að biðja um betra ferðaveður. Mynd RóbeRt Reynisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.