Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 58
Helgarblað 6.–9. júní 20142 HM 2014 Allir leikirnir á HM í Brasilíu H eimsmeistaramótið í fótbolta er handan við hornið og er óhætt að segja að spennan fari stigvaxandi dag frá degi. 32 sterkustu þjóðir og margir af bestu knattspyrnumönnum heims mæta til Brasilíu. Í þessu veglega aukablaði DV tileinkuðu HM í Bras- ilíu er farið um víðan völl og fjallað ít- arlega um öll lið mótsins; lykilmenn, leikmenn sem vert er að fylgjast með, líkleg byrjunarlið og uppstillingu liða. Þá er rætt við sérfræðinga og með- al annars reynt að varpa ljósi á bestu HM-þjóðir sögunnar í sérstakri um- fjöllun. Þetta er þinn leiðarvísir fyr- ir þessa stærstu knattspyrnukeppni heims. Keppnin í ár er ekki bara spennandi fyrir þær sakir að þarna eru bestu fótboltaþjóðir heims að mætast og bestu leikmennirnir. Íslendingar eiga nefnilega fulltrúa í keppninni, Aron Jóhannsson sem leikur fyrir bandaríska landsliðið. Aron er ágætt dæmi um að í fótbolta er allt hægt. Á sama tíma og opnunarleikur HM 2010 var í gangi fór fram leikur í 1. deildinni á Fjölnisvellinum. Þar var Aron, sem þá var næsta óþekkt nafn í íslenskri knattspyrnu, í eldlínunni með Fjölni gegn ÍR. Nú fjórum árum síðar er Aron á leið á HM. Í blaðinu er rætt við fólk sem þekkti Aron vel á þessum tíma og er það samdóma álit þess að alls ekki hafi verið sjálfgefið að þessi efnilegi leikmaður myndi verða at- vinnumaður. Hann hafi þó lagt gríðar- lega hart að sér, uppskorið eftir því og ekki litið um öxl síðan hann fór í at- vinnumennsku, fyrst til Dan merkur og svo til Hollands. Sú ákvörðun Arons að velja bandaríska landsliðið frekar en það íslenska olli talsverðu fjaðrafoki síðasta sumar. KSÍ tók þá ótrúlegu ákvörðun að senda út yfir- lýsingu þar sem beinlínis var ætlast til þess að Aron hætti við og gæfi kost á sér í íslenska landsliðið í staðinn. Aron stóð fastur á sínu og lét frekju og yfirgang KSÍ sem vind um eyru þjóta. Þó að kraftar hans hefðu getað nýst íslenska landsliðinu hljóta all- ir sannir knattspyrnuáhugamenn að samgleðjast leikmanninum nú þegar draumur hans er við það að rætast. Þó að KSÍ hafi átt erfitt uppdráttar í ýmsum málum undanfarin misseri verður að gefa sambandinu það að gott starf hefur verið unnið þar með landsliðin, bæði karla og kvenna, á undanförnum árum. Íslenska kvennalandsliðið hefur farið á hvert stórmótið á fætur öðru á meðan upp- gangurinn hjá körlunum hefur ver- ið lyginni líkastur. Íslenska liðið var í raun hársbreidd frá því að komast í lokakeppni HM en Króatar komu í veg fyrir að sá draumur rættist og fá í verðlaun opnunarleik gegn Brasilíu á mótinu. Það að Ísland kæmist á HM var alltaf álitinn fjarlægur draumur, en hann er ekki svo fjarlægur lengur og bera margir eflaust þær væntingar í brjósti að Ísland verði meðal þátt- tökuþjóða á HM í Rússlandi 2018. Þangað til sá draumur rætist fylgjumst við með mótinu úr fjarlægð. DV óskar lesendum gleðilegs HM-sumars. n Nú má veislan byrja„Aron stóð fastur á sínu og lét frekju og yfirgang KSÍ sem vind um eyru þjóta. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Leiðari 12. júní Fimmtudagur A-riðill Brasilía – Króatía 20.00 13. júní Föstudagur A-riðill Mexíkó – Kamerún 16.00 B-riðill Spánn – Holland 19.00 B-riðill Chile – Ástralía 21.00 14. júní Laugardagur C-riðill Kólumbía – Grikkland 16.00 D-riðill Úrúgvæ – Kostaríka 19.00 D-riðill England – Ítalía 21.00 C-riðill Fílabeinsströndin – Japan 01.00 15. júní Sunnudagur E-riðill Sviss – Ekvador 16.00 E-riðill Frakkland – Hondúras 19.00 F-riðill Argentína – Bosnía og Herseg. 22.00 16. júní Mánudagur G-riðill Þýskaland – Portúgal 16.00 F-riðill Íran – Nígería 19.00 G-riðill Gana – Bandaríkin 22.00 17. júní Þriðjudagur H-riðill Belgía – Alsír 16.00 A-riðill Brasilía – Mexíkó 19.00 H-riðill Rússland – Suður-Kórea 21.00 18. júní Miðvikudagur B-riðill Ástralía – Holland 16.00 B-riðill Spánn – Chile 19.00 A-riðill Kamerún – Króatía 21.00 19. júní Fimmtudagur C-riðill Kólumbía – Fílabeinsströndin 16.00 D-riðill Úrúgvæ – England 19.00 C-riðill Japan – Grikkland 22.00 20. júní Föstudagur D-riðill Ítalía – Kostaríka 16.00 E-riðill Sviss – Frakkland 19.00 E-riðill Hondúras – Ekvador 21.00 21. júní Laugardagur F-riðill Argentína – Íran 16.00 G-riðill Þýskaland – Gana 19.00 F-riðill Nígería – Bosnía og Hersegóvína 21.00 22. júní Sunnudagur H-riðill Belgía – Rússland 16.00 H-riðill Suður-Kórea – Alsír 19.00 G-riðill Bandaríkin – Portúgal 21.00 23. júní Mánudagur B-riðill Holland – Chile 16.00 B-riðill Ástralía – Spánn 16.00 A-riðill Kamerún – Brasilía 20.00 A-riðill Króatía – Mexíkó 20.00 24. júní Þriðjudagur D-riðill Ítalía – Úrúgvæ 16.00 D-riðill Kostaríka – England 16.00 C-riðill Japan – Kólumbía 19.00 C-riðill Grikkland – Fílabeinsströndin 20.00 25. júní Miðvikudagur F-riðill Nígería – Argentína 16.00 F-riðill Bosnía og Hersegóvína – Íran 16.00 E-riðill Hondúras – Sviss 19.00 E-riðill Ekvador – Frakkland 20.00 26. júní Fimmtudagur G-riðill Portúgal – Gana 16.00 G-riðill Bandaríkin – Þýskaland 16.00 H-riðill Suður-Kórea – Belgía 20.00 H-riðill Alsír – Rússland 20.00 Leiðin að heimsmeistaratitlinum Heimsmeistararnir verða krýndir 13. júlí 16 liða 1A 1B 2B 2A 1C 1D 2D 2C 1E 1F 2F 2E 1G 1H 2H 2G 16 liða8 liða 8 liðaUndanúrslit UndanúrslitÚrslit 29. júní 5. júlí 9. júlí 9. júlí 5. júlí 29. júní 13. júlí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.