Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 32
32 Neytendur Helgarblað 6.–9. júní 2014 n Einföld röð af seldum dósum á ári næði 16,5 km. upp í loftið n Sparar 100.000 á ári ef þú hættir tóbaksdósaturninn Þetta er íslenski E f þú tækir seldar neftóbaks- dósir á Íslandi í fyrra og staflaðir þeim upp, einni ofan á aðra, myndi tóbaks- dósaturninn ná rúma 16,5 kílómetra upp í himininn. Sprenging hefur orðið í neyslu á ís- lenska neftóbakinu undanfarin ár en í dag notar meirihluti neytenda það í vör. ÁTVR selur hátt í þrjá- tíu tonn af neftóbaki á ári en sam- kvæmt síðustu mælingum taka 15 prósent karla á aldrinum 18–24 ára í vörina daglega og 13 prósent karla á aldrinum 25–-34 ára. Spara má hátt í hundrað þúsund krónur á ári með því að hætta. Dýr ávani Verð á hverri tóbaksdós hefur hækkað mikið á liðnum árum samhliða vinsældum tóbaksins en margir sáu það sem ódýrari val- kost en reyktóbak þegar verð tók að hækka verulega með aukinni neyslustýringu stjórnvalda. Í dag er algengt verð á tóbaksdós í versl- unum í kringum 1.900 krónur. Samkvæmt grófum útreikning- um DV notar sá sem tekur dug- lega í vörina á hverjum degi um eina 50 gramma dós á viku. Sum- ir nota meira aðrir minna. Maður sem notar eina dós á viku notar 2,6 kíló af tóbaki á ári og hefur á því tímabili sóað 98.800 krónum til að svala nikótínfíkn sinni. 16 kílómetra hár dósaturn Samkvæmt tölum frá ÁTVR voru 27,6 tonn af íslensku neftóbaki seld á síðasta ári. Það samsvar- ar 552 þúsund 50 gramma dós- um. Blaðamaður ákvað að setja það magn í samhengi og leika sér aðeins með tölurnar svo lesendur gætu glöggvað sig á þessu ótrú- lega magni. Tekin voru mál á 50 gramma tóbaksdós og reyndist hún vera 3 sentímetrar á hæð og 7,5 sentímetrar í þvermál. Sé seldum dósum síðasta árs staflað upp myndi sá tóbaksturn gnæfa rúmlega 16,5 kílómetra yfir jörðu. Það jafnast á við rúm- lega 220 Hallgrímskirkjuturna. Hæsta bygging í heimi er hinn 830 metra hái skýjakljúfur Burj Khalifa í Dúbaí. Það þyrfti því tæplega 20 slíka til að skáka íslenska tóbaks- dósaturninum. Næði langleiðina til Keflavíkur Sé hverri seldri dós raðað upp hlið við hlið myndi sá tóbaksdósa- stígur teygja sig 41,4 kílómetra vegalengd. Til að setja þá vegalengd í sam- hengi fyrir einhverja þá myndi þessi stígur dekka þá 38 kíló- metra vegalengd sem er frá Akra- nesi til Borgarness og næstum því duga þá 46 kílómetra sem eru frá Reykjavík til Keflavíkur samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Annað dæmi sem hægt er að nefna er að ef lögð yrði röð af sam- hliða tóbaksdósum frá Gróttu á Seltjarnarnesi að gatnamótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík, miðað við beina loft- línu, væri hægt að fara fjórar ferðir fram og til baka. Sala dregist saman Ef rýnt er í sölutölur á neftóbaki frá ÁTVR þá virðist notkunin vera að leita í jafnvægi eftir stanslausa aukningu frá árinu 2004 til 2011. Á því tímabili nam aukningin 238 prósentum út frá seldum tonn- um. Árið 2004 voru 12,7 tonn seld en metárið 2011 voru 30,2 tonn seld. Það dró síðan heldur úr sölu árið 2012 (28,8 tonn) og enn árið 2013 (27,6 tonn) sem fyrr segir. ÁTVR er með tóbak í heildsölu þar sem sölueining er 20 stykki af 50 gramma dósum. 1. janúar 2007 var heildsöluverð á einingunni 6.860 krónur. Þann 1. janúar 2014 var verðið búið að hækka upp í 29.243 krónur, eða um 326 prósent. Þetta ætti að gefa ykkur hugmynd um hversu mikil hækkunin hefur þá verið hjá smásöluaðilum sem þurft hafa að bregðast við þessum hækkunum. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Hallgrímskirkja í Reykjavík Burj Khalifa Turninn í Dúbaí er sá hæsti í heimi Mount Everest hæsti tindur heims Tóbaksdósaturninn 16.500 metrar*8.848 metrar*830 metrar74 metrar *frá sjávarmáli að hæsta tindi. Neysla kostar 100.000 á ári Þetta gætir þú keypt þér n Nokia Lumia 1020 farsími = 97.995 kr. n 2x Apple iPad mini 16 GB(WiFi) = 97.990 kr. n Flug fyrir 2 til London með WOW Air 5.–8. júní með sköttum = 99.671 kr. n 10 x áfylling á 40 lítra bensíntank = 98.600 kr. n 2 x árskort í Reebook Fitness = 93.600 kr. n Borgarnes n Akranes n Reykjavík n Reykjanesbær 25 30 35 35 Tonn 20 15 10 5 0 2004 2007 20102005 2008 20112006 2009 2012 2013 12,7 13,9 14,4 16,9 19,9 23,6 25,5 30,2 28,8 27,6 Heildarsala neftóbaks Seldar tóbaksdósir á ári næðu 41,4 kílómetra ef þær yrðu lagðar hlið við hlið. n Vegalengdin frá Akranesi til Borgarness er 38 kílómetrar. n Frá Reykjavík til Keflavíkur eru 46 kílómetrar. Dós á viku Sá sem tekur hressilega í vörina fer með um dós á viku. Nikotínfíknin kostar hann tæpar hundrað þúsund krónur á ári. 46 km 38 km Risavaxinn í samanburði Það þyrfti ríflega 220 Hallgrímskirkju- turna til að jafna íslenska tóbaks- dósaturninn. Heildsöluverð á neftóbaki n Árið 2007 kostuðu 20 stk. af 50 gramma dósum 6.860 krónur. n Árið 2010 kostuðu 20 stk. af 50 gramma dósum 11.713 krónur. n Árið 2014 kostuðu 20 stk. af 50 gramma dósum 29.243 krónur. Heildsöluverð miðað við 1. janúar. *miðað við einfalda röð dósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.