Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 67
Helgarblað 6.–9. júní 2014 11HM 2014 n Flestir spá Brasilíu og Spánverjum velgengni n En hvað mun koma mest á óvart og hver verður markakóngur? n Hver veldur vonbrigðum? Spekingar spá í spilin Brassar heimsmeistarar eða vonbrigði Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona n Með hverjum heldur þú? „Ég hef alltaf haldið með Spánverjum en verið með blæti fyrir Hollendingum líka. Til að krydda þetta aðeins meira er ég lúmskt heit fyrir Belgum líka í ár.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Brasilía.“ n Hver verður markakóngur? „Óskabarn þjóðarinnar, Neymar.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Þetta verður annað- hvort eða hjá Brössum. Ef þeir verða ekki heimsmeistarar verða þeir von- brigði mótsins. Annars Frakkar, þeir eru meistarar í að valda vonbrigðum og verða pirraðir og fúlir.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Belgía.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Diego Costa.“ Dyggur aðdáandi Þýskalands Katrín Júlíusdóttir þingkona n Með hverjum heldur þú? „Þýskalandi, eins og alltaf.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Nú er komið að Þjóðverjum. Þeir eru alltaf næstbestir eða alveg við það að ná þessu. Mér finnst þeir eiga skilið að vinna núna.“ n Hver verður markakóngur? „Ronaldo. Þetta er orðinn ótrúlega flottur og þroskaður leikmaður sem hefur taugar í svona keppni. Hann er náttúrlega algjör markavél.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „England. Eins og svo oft áður.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Portúgal gæti komið á óvart.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ég held það verði Ronaldo. Ég ætla líka að segja að Neuer, markmaðurinn hjá Þýskalandi, eigi eftir að vera skemmtilegur.“ Hefur mikla trú á Messi Baldvin Z leikstjóri Vonarstrætis n Með hverjum heldur þú? „Ég er mikill Argentínumaður frá fornu fari.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Ég held að Argentína verði meistari í ár. Lionel Messi verður að vinna ef hann ætlar að komast á sama stall og Maradona.“ n Hver verður markakóngur? „Ég held að þetta verði árið hans Messi.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Það verður Brasilía.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Englendingar koma mest á óvart, þeir eru með ágætis lið.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ekki erfitt val, hver annar kemur til greina en Messi.“ Belgar flengdir Björg Magnúsdóttir rithöfundur n Með hverjum heldur þú? „Hjartað slær með argentínska landsliðinu.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Brassarnir taka þetta heima hjá sér og það verður stórkostlegt að fylgjast með því.“ n Hver verður markakóngur? „Fyrst Luis Suarez er dálítið heilsuveill þá má vonast til þess að Lionel Messi blómstri loksins með landsliðinu og verði kóngurinn.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Ég skýt á að spútniklið Belga valdi mestum vonbrigðum. Það er búið að tala um þetta lið stans- laust en ég held að þeir verði flengdir í 16 liða úrslitum. Væntingastjórnun, gott fólk. Hún er mikilvæg.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Ég ætla að tippa á Bosníumenn og hreinlega gerast svo djörf að spá þeim í átta liða úrslit í þeirra fyrstu heimsmeistarakeppni.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Fyrirliði Brasilíu, varnarmaðurinn Thiago Silva. Hann breytist í baneitraðan múr og Brassarnir fá ekki meira en eitt mark á sig í keppninni.“ Bandaríkin munu koma mest á óvart Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir laganemi n Með hverjum heldur þú? „Englandi.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Frakkland.“ Hver verður marka- kóngur? „Lionel Messi.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Króatía stendur ekki undir væntingum.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Ég held það verði Bandaríkin.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Englendingurinn Paul Lambert.“ Belgar koma mest á óvart Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari: n Með hverjum heldur þú? „Spánverjum.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Ég vona að það verði Spánverjar.“ n Hver verður markakóngur? „Diego Costa og Neymar munu deila þessu með sér.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Ég held það verði Englendingar eins og svo oft áður.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Belgía. Þeir eru með marga snillinga innan sinna raða.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ætli það verði ekki bara einhver Belgi? Eden Hazard mögulega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.