Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 71
Helgarblað 6.–9. júní 2014 15HM 2014 Þ að er alltaf gaman að sjá nýjar þátttöku- þjóðir á HM. Bosníumenn tryggðu sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni á haustmánuðum 2012. Liðið átti frábæra undankeppni þar sem aðeins einn leikur tapaðist af tíu. Liðið lék frábæran sóknarleik, skoraði 30 mörk, og ekki síðri varnarleik þar sem liðið fékk aðeins á sig sex mörk. Blússandi sóknarleikur Bosníumanna skilaði sér í því að liðið fór beint í lokakeppnina, en Grikkir, sem enduðu með jafn mörg stig í riðlinum, þurftu að fara í umspil. Þó að fáir búist við því að Bosníumenn muni gera rósir í lokakeppninni eru þeir það lið sem verður einna mest spennandi að fylgjast með. Mikill uppgangur hefur verið í knattspyrnunni í Bosníu undanfarin ár og til marks um það var liðið nálægt því að tryggja sig inn á HM 2010. Þá missti liðið naumlega af sæti á Evrópumótinu 2012. Þrátt fyrir frábæra undankeppni er bosníska liðið brothætt. Liðið tapaði vináttuleik gegn Egyptum, 2-0, fyrr á þessu ári og var liðið gagnrýnt harkalega vegna frammistöðu sinnar. Leikmenn gagnrýndu meðal annars leikaðferð Susic í leiknum og allt virtist vera að fara í bál og brand. Það er ljóst að Bosníu- menn þurfa að læra að höndla pressuna sem fylgir því að spila í lokakeppni HM. Nái liðið að spila jafn vel og það gerði í undankeppninni ættu Bosníumenn að eiga góða möguleika á sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Þ að eru brátt liðin tuttugu ár síðan Argent- ínumenn urðu síðast heimsmeistarar og margir orðnir óþreyjufullir eftir velgengni á mótinu. Krafan heima fyrir er að liðið nái sæti í undanúrslitum, að minnsta kosti. Lionel Messi hefur oft verið líkt við Diego Maradona en sá síðarnefndi var einmitt í liðinu sem varð heimsmeistari árið 1986. Þá var Maradona 26 ára, eða jafn gamall og Lionel Messi er nú. Argent- ínska liðið er fastagestur í lokakeppni HM og var ekki í miklum vandræðum með að tryggja sæti sitt til Brasilíu í undankeppninni. Liðið vann 9 af 16 leikjum sínum og tapaði aðeins tveimur. Gonzalo Higuain og Lionel Messi skoruðu tíu mörk hvor en alls skoraði liðið 35 mörk í 16 leikjum. Argentínska liðið ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af markaþurrð á mótinu í sumar. Búast má við því að Lionel Messi, Gonzalo Higuain og Sergio Aguero verði allir í byrjunarliðinu og þá mun Angel Di Maria væntanlega mata samherja sína með baneitruðum fyrirgjöfum. Það er kannski helst varnarleikurinn sem stjórinn, Alejandro Sabella, þarf að slípa saman. Ekki það að einhverjir aukvisar séu í varnarlínunni, þvert á móti eru þar reynslumiklir leikmenn sem spila með mörgum af stærstu liðum heims; Pablo Zabaleta, Martin Demichelis og Ezequi- el Garay sem dæmi. Þá getur Javier Mascherano leyst miðvarðarstöðuna vel eins og hann hefur sýnt hjá Barcelona. Argentínumenn hefðu auðveldlega getað lent í erfiðari riðli en E-riðlinum og ættu ekki að verða í miklum vandræðum með að enda á toppi hans. G engi Nígeríumanna hefur verið upp og niður á undanförnum árum, en heimamenn eru nokk- uð bjartsýnir á gott gengi í sumar. Nígeríumenn komu flestum að óvörum í Afríkukeppninni á síðasta ári þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar. Þeir tóku svo þátt í Álfukeppninni síðasta sumar þar sem liðið olli miklum vonbrigðum. Nígeríumenn hefðu, eins og önnur lið í riðlinum, get- að verið óheppnari með drátt. Þeir munu væntanlega eygja 2. sæti riðilsins og það er alls ekki óraunhæft markmið þótt baráttan við Bosníu og Íran verði vænt- anlega hörð. „Þetta er góður riðill. Argentínumenn eru sterkastir en það má ekki vanmeta Bosníu eða Íran. Við munum virða andstæðinga okkar og taka einn leik í einu,“ sagði Daniel Amokachi, aðstoðarþjálfari Nígeríu, við World Soccer á dögunum. Þó að Nígeríumenn hafi ekki stórstjörnur eins og Didier Drogba eða Yaya Toure innan sinna raða er liðið stútfullt af hröðum og tæknilega góðum leikmönnum. Þeirra þekktasti maður er án efa John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, en hann missti af HM 2010 vegna meiðsla. Þá mun stjórinn, Stephen Keshi, væntanlega reiða sig á reynslumikla leikmenn eins og Peter Odemwingie og Shola Ameobi sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Markmaðurinn Vincent Enyema spilar með Lille í Frakklandi þar sem hann hefur verið einn besti markvörður frönsku úrvalsdeildarinnar. Hann er mikill leiðtogi innan vallar sem utan enda fyrirliðinn í liðinu. Nígeríumenn hafa átt það til að brotna við mót- læti og þess vegna verður það þeim lífsnauðsynlegt að fyrsta leik sinn í riðlinum gegn Írönum. Þ egar flautað verður til leiks gegn Nígeríu í fyrsta leik Írana verður ár liðið síðan það tryggði sér sæti í lokakeppninni. Þá lagði liðið Suður-Kóreu í mögnuðum leik. Efnahagsþvinganir gegn Íran vegna kjarnorkuá- ætlunar landsins gerði það þó að verkum að undir- búningur fyrir HM var ekki eins og best var á kosið. Liðið fékk ekki vináttuleiki gegn stórum þjóðum og æfingaferð til Austurríkis var blásin af. Í 119 daga, eftir að HM-sæti var tryggt, spiluðu Íranar ekki einn einasta leik. Í slíkum aðstæðum er gott að hafa reynslumikinn mann í brúnni. Portúgalinn Carlos Queiros, sem meðal annars var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og stjóri Real Madrid um stutta stund, er þjálfari íranska landsliðsins. Hann sannfærði knattspyrnusambandið í Íran um að ljúka deildarkeppninni þar í landi fyrr en til stóð til að tryggja að undirbúningurinn fyrir HM yrði góður. Þó að enginn búist við miklu af Írönum hafa þeir sýnt í gegnum tíðina að liðsheildin er ávallt sterk – það er enginn að fara að vaða yfir íranska landsliðið. Engar stórstjörnur eru í hópnum og er Ashgan Dejagah, leikmaður Fulham, líklega sá þekktasti í hópnum. Liðið skortir alvöru leikstjórnanda á miðj- una og þá hafa Íranar þurft að reiða sig of mikið á mörk frá Reza Ghoochannejhad, leikmanni Charlton. Ætli Íranar sér upp úr riðlinum verður fyrsti leikur þeirra gegn Nígeríu að vinnast. Bosnía og Hersegóvína Argentína NígeríaÍran Þjálfari: Safet Susic Aldur: 59 Þjálfari: Stephen Keshi Aldur: 52 Þjálfari: Alejandro Sabella Aldur: 59 Þjálfari: Carlos Queiros Aldur: 61 Riðill F Nýliðarnir mæta tvöföldum heimsmeisturum > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með> Fylgstu með > Lykilmaður Lionel Messi > Lykilmaður Edin Dzeko > Lykilmaður John Obi Mikel> Lykilmaður Javad Nekounam 10 Miklar væntingar Messi hefur fundið sig vel með landsliðinu að undanförnu og skorað 18 mörk í 16 síð- ustu landsleikjum. Hvort hann nái að feta í fótspor Maradona og lyfta heimsmeistaratitlinum skal þó ósagt látið. Aldur: 26 Staða: Framherji Landsleikir: 83 Mörk: 37 Félagslið: Barcelona 11 Markahrókur Dzeko var næstmarkahæstur í undankeppni HM í Evrópu með 10 mörk, einu marki minna en Robin van Persie. Frábær leikmaður og einn sá besti í heiminum þegar kemur að því að klára færin. Aldur: 28 Staða: Framherji Landsleikir: 60 Mörk: 33 Félagslið: Manchester City 10 Mikilvægur John Obi Mikel er mikilvægur hlekkur á miðjunni hjá Nígeríu. Spilar oft framar á vellinum með landsliðinu en hann gerir hjá Chelsea þar sem hæfileikar hans nýtast ágætlega. Aldur: 27 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 51 Mörk: 4 Félagslið: Chelsea 6 Öflugur Hér er um að ræða öflugan varnar sinnaðan miðjumann. Nekounam er fyrirliði liðsins og sá reynslumesti í hópnum. Aldur: 33 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 136 Mörk: 37 Félagslið: Kuwait SC Ezequiel Garay Frábær varnarmaður sem átti magnað tímabil. Lykilmaður í varnarleik Argentínu og leikmaður sem gæti farið til enn stærra félags en Benfica eftir sumarið. Miralem Pjanic Skapandi miðjumaður sem átti frábæra leiktíð með Roma á Ítalíu í vetur. Algjör aukaspyrn- usérfræðingur sem er einnig sérfræðingur í að leggja upp mörk. Emmanuel E. Kraftmikill fram- herji sem mun leiða sóknarlínuna. Mikill markaskorari, bæði með landsliði og félagsliði sínu, Fenerbache í Tyrklandi. Ashgan Dejagah Skemmtilegur vængmaður sem býr yfir hraða og góðri boltatækni. Lykilmaður í sóknarleik Írana. Byrjunarlið 4-3-3 Á bekknum Markmenn: Agustín Orión, Mariano Andújar Varnarmenn: Hugo Campagnaro, Federico Fernandez, José María Basanta Miðju- menn: Lucas Biglia, Enzo Perez, Maxi Rodriguez, Augusto Fernández, Ricardo Álvarez Sóknarmenn: Rodrigo Palacio, Ezequiel Lavezzi 1 20 14 2 15 Marcos Rojo 7 Angel di Maria 4 Pablo Zabaleta 14 Javier Mascherano Sergio Romero Martin Demichelis 5 Fernando Gago 9 Gonzalo HiguainSergio Aguero 10 Lionel Messi Ezequiel Garay Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Jasmin Fejzic, Asmir Avdukic Varnarmenn: Avdija Vrsajevic, Ermin Bicakcic, Sead Kolasinac, Ognjen Vranjes, Mensur Mujdza, Tony Sunjic Miðjumenn: Tino Susic, Senijad Ibricic, Haris Medunjanin, Anel Hadzic, Sejad Salihovic Sóknarmenn: Vedad Ibisevic, Edin Visca 1 16 23 4 15 Sejad Salihovic 8 Miralem Pjanic 13 Mensur Mujdza 7 Muhamed Besic Asmir Begovic Tony Sunjic 20 Iset Hajrovic 10 Zvjezdan MisimovicSenad Lulic 9 Edin Dzeko Emir Spahic Byrjunarlið 4-4-2 Á bekknum Markmenn: Rahman Ahmadi, Alireza Haghighi Varnarmenn: Jalal Hosseini, Khosro Heydari, Pejman Montezeri, Mehrdad Pooladi, Hashem Beikzadeh, Amir Hossein Sedeghi, Miðjumenn: Andranik Teymourian, Masoud Shojaei Sóknarmenn: Alireza Jahanbakhsh 1 21 14 13 17 Steven Beitashour 3 Ehsan Hajsafi 24 Ahmed Alenemeh 5 Ghasem Hadadifar Daniel Davari Mohamed Khanzedeh 6 Javad Nekhounam 8 Sardar Azmoun Ashgan Dejagah 10 Karim Ansarifard Hossain Mahini Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Austin Ejide, Chigozie Agbin Varnarmenn: Elderson Echiéjilé, Azubuike Egwuekwe, Kenneth Omeruo, Juwon Oshaniwa, Kunle Odunlami Miðjumenn: Rueben Gabriel, Ramon Azeez Sóknarmenn: Shola Ameobi, Ahmed Musa 1 10 14 2 5 Godfrey Oboabona 10 John Obi Mikel 3 Uwe Echiejile 17 Ogenyi Onazi Vincent Enyeama Efe Ambrose 11 Victor Moses 22 Kenneth OmeruoPeter Odemwingie 9 Emmanuel Emenike Joseph Yobo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.