Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Helgarblað 6.–9. júní 2014 Ég kem af fjöllum Ég er búin að gráta á hverjum degi Nú er heilinn á mér byrjaður að pæla eitthvað Börn Ragnheiðar Örnu Arnardóttur voru tekin af henni – Akureyri Vikublað Jón Gnarr kvaddi borgarstjórn – DV.is A ð sveitarstjórnarkosningum loknum er ekki annað hægt en að dást að hárinu á Degi B. Eggertssyni, sem virð­ ist mun vinsælli en flokkur hans. Og skyldi engan undra, hárlaus maður hefur aldrei setið í embætti borgarstjóra nema þá hann hafi hul­ ið lýti sitt vel. Sá sem kemst næst því er Gunnar Thoroddsen og hátt enni hans, en þá þarf að leita rúma hálfa öld aftur í tímann. Sömu sögu er að segja af lands­ málunum. Nánast er útilokað að skalli rísi hærra en að verða fjármálaráð­ herra, og þá aðeins á miklum um­ rótstíma. Það fyrirgefst að vera þéttur í holdum, en þar eru mörkin dregin. Framsóknarmennirnir Halldór Ás­ grímsson og Ólafur Jóhannesson voru reyndar alveg á mörkunum hárlega séð, enda tókst hvorugum að sitja í heilt kjörtímabil. Ólafur var þó, ólíkt Halldóri, kosinn til starfans, en það var á 8. áratugnum, líklega síðasta áratugnum þar sem sköllóttir menn áttu erindi í æðstu embætti. Þetta á einnig við þegar forsetar eru skoðaðir. Kristján Eldjárn var með landsföður­ legt enni en núverandi forseti er með myndarlegan sveip. Því hlýtur mað­ ur að spyrja sig hvernig stjórnmála­ þróunin hefði verið ef Steingrímur J. væri með krullurnar hans Davíðs og Davíð með skallann hans Steingríms. Níðingsverk Kennedys Þetta er þó engan veginn séríslenskt fyrirbæri. Síðasti skallinn til að vera kosinn í embætti forseta Bandaríkj­ anna var Eisenhower á 6. áratugnum, á þeim tímum þegar karlmenn gengu um með höfuðföt við flest tækifæri. En árið 1960 framdi hinn hárprúði Kenn­ edy hið mikla níðingsverk að taka ofan og flagga höfuðprýði sinni við hvert tækifæri, og karlmenn hafa al­ mennt ekki gengið um með hatt síð­ an. Kollvikunum hans Nixons tókst reyndar tvisvar að vera kosin í emb­ ætti en festi þá skoðun endanlega í sessi að háu enni fylgdi illt innræti. Eftirmaður hans Ford var ekki kosinn hvorki þá né síðar og allir eftirmenn hans hver öðrum fríðari. Líklega var það Tony Blair sem kom með kynþokkann í bresk stjórn­ mál og fékk þjóðina þar með til að gleyma lærdómi seinni heimsstyrj­ aldar, að hinn sköllótti Churchill sigraðist á hinum hærða Hitler. Bla­ ir þótti hafa mikinn æskuþokka og íhaldsmenn reyndu á skáka honum með hinum átta árum yngri William Hague, en gættu ekki að því að Hague var nauðasköllóttur. Tilraunir hans til að höfða til yngri kjósenda með því að ganga um með derhúfu þóttu í besta falli kjánalegar, enda galt hann afhroð gegn Blair þrátt fyrir hækkandi kollvik hins síðarnefnda. Berlusconi og hárígræðslan Í Noregi voru allir forsætisráðherr­ ar sköllóttir fram að Gro Harlem, en síðan hafa þeir verið hærðir og fríðir, svo mjög að var gjarnan var talað um „pikenes Jens.“ Hvort sem um er að kenna áhrifum sjónvarps og sjón­ rænna miðla eða auknum kven­ réttindum er það svo að skallarnir hafa átt auðveldar uppdráttar í lönd­ um Suður­Evrópu, þar sem feðra­ veldið er almennt sterkara á velli. Að Sarkozy einum undanskildum hafa allir forsetar fimmta franska lýðveldis­ ins verið afar ennisháir og jafnvel al­ veg sköllóttir, eins og Mitterand, með hjákonur sínar í eftirdragi og allt. Í landinu sem femínisminn gleymdi, Ítalíu, hefur hárleysið al­ mennt ekki háð mönnum, en jafnvel Berlusconi þótti þó öruggara að láta bæta aðeins í á stjórnmálaferli sín­ um. Líklega urðu þá einhvers konar vatnaskil, því hinn ungi og myndar­ legi Matteo Renzi er ekki aðeins vel hærður, heldur líka fyrsti forsætis­ ráðherrann til að skipa konur í stjórn ríkis fyrirtækja. Hinir hárprúðu leiðtogar Vestur­ landa takast nú á við Pútín, sem er að missa sitt og verður ekki síður lík­ ur Bond­skúrki fyrir vikið. Gengur þá aftur minni sem ef til vill má rekja aft­ ur til Kennedys gegn Krútsjoff, Súper­ mann gegn Lex Lútor eða jafnvel alla leið aftur til Íslendingasagnanna, þar sem hetjur voru oftast kynntar með þeim orðum að þær væru vel hærð­ ar. Eina undantekningin er Egill nokk­ ur og hans slekti, sem reyndar teljast frekar andhetjur en eru ekki síður áhugaverðir fyrir vikið. n Hárið á Degi og stjórnmálasagan„Tilraunir hans til að höfða til yngri kjós- enda með því að ganga um með derhúfu þóttu í besta falli kjánalegar. Valur Gunnarsson skrifar Kjallari Heilabrot allra hinna Þ að var í útlöndum, þar sem hið ómögulega getur alltaf gerst. Þar bjó þessi undar­ legi maður. Hann hafði þann háttinn á, að hann fór alltaf í buxurnar á röngunni, og ekki nóg með það, heldur sneri buxnaklaufin aftur. Hann var ein­ hvern veginn kolöfugur í buxum á röngunni. Það fór þannig, að til að byrja með, mætti maður þessi ekki beinum fordómum, heldur ákvað fólk að pískra og hvísla. Baktalið heyrði hann ekki og allar vanga­ veltur fólksins fóru framhjá mann­ inum sem klæddi sig á annan hátt en aðrir menn. Umtalið ágerð­ ist. Og ef buxnamaðurinn, einsog hann var kallaður, hefði reynt að bera sig eftir upplýsingum um eigið ágæti, hefði hann eflaust fundið eitt og annað bitastætt. Hann hefði kannski mátt renna augum yfir álit fólksins á netinu. Hann hefði t.d. getað farið á einhverja tískusíðuna og þar hefði hann e.t.v. rekið aug­ un í orðræðu þeirra sem ráðast af yndislegu vægðarleysi og með kjafti og klóm gegn þeim sem ekki kunna að klæða sig. En okkar mað­ ur var ekki fróður um kommenta­ kerfi netmenningar vorra daga. Hann lét orðagjálfrið framhjá sér fara og storminn í vatnsglösum orðhákanna lét hann sem vind um eyru þjóta. Alltaf ágerðist umtalið og það fór svo rækilega úr böndun­ um að ein af þessum konum sem teljast hve mestir smartfræðingar samtímans, safnaði tískufrömuð­ um til málþings. Umræðuefnið var klæðnaður mannsins sem hafði fengið uppnefnið buxnamaðurinn. Nú var svo komið að umtalið fór ekki framhjá neinum lifandi manni nema sjálfum buxnamanninum. Hann einn var laus við vitneskj­ una um ágæti þess að vera klæddur samkvæmt hinni svokölluðu tísku. Hann vakti það sem hann sjálf­ ur hefði væntanlega kallað óverð­ skuldaða athygli. Netheimar log­ uðu af óhróðri, rætni og ömurlegu umtali í garð buxnamannsins. Og svo gerðist hið óvænta; spjótum var beint að forstjóra fyrirtækisins sem buxnamaðurinn starfaði hjá. Sá ágæti yfirmaður sá þann kost vænstan, að kalla okkar mann á teppið. ­Vegna þess að þú hefur um langa hríð verið öfugur í buxum á röngunni, höfum við í stjórn fyrir­ tækisins ákveðið að láta þig fara, sagði forstjórinn. Okkar maður stamaði uppúr sér nokkrum van­ hugsuðum setningum en sagði svo: ­Ekki gat ég ímyndað mér að einungis mætti klæðast buxum með einum tilteknum hætti. n Vegferð okkar vart er greið og víst er frelsið glatað þegar aðeins eina leið allir geta ratað. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Myndin Í dómsal Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru allir sýknaðir í Aurum-málinu svokallaða á fimmtu-dagsmorgun. Hér má sjá Guðjón St. Marteinsson, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, bíða þess að þinghald hefjist. MyNd SiGtRyGGuR ARi 1 Fann falleg skilaboð frá dóttur sinni eftir andlát hennar. Dean Orchard, faðir Athenu Orchard, tólf ára breskrar stúlku sem lést úr krabbameini síðastliðinn miðvikudag, var orðlaus þegar hann fann einlæg og ítarleg skrif dóttur sinnar falin á bak við spegil í herbergi hennar. „Ást snýst ekki um það hverjum þú sérð fyrir þér að eyða ævinni með, heldur snýst ást um það hverjum þú getur ekki séð fyrir þér að eyða lífinu án,“ skrifaði Athena. Lesið: 16.990 2 Börnin tekin af Ragn-heiði: „Ég er búin að gráta á hverjum degi“ Guð minn góður hvað ég er búin að gráta mikið,“ segir Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, móðir tveggja barna sem barna- verndaryfirvöld á Akureyri úrskurðuðu í 12 mánaða fóstur 9. maí síðastliðinn. Börnin voru tekin af henni þvert gegn vilja yfirgeðlæknis á Akureyri. Lesið: 15.803 3 Hús Stracta voru mygluð Myglu var að finna í gistiálmum Stracta-hótelsins á Hellu þegar verið var að vinna í þeim í vetur. Húseiningunum hafði verið breytt þannig að hægt væri að nota þær í hótelrekstur. Lesið: 8.365 4 Bjarni svarar Jóhönnu með því að hnýta flugu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, birti mynd á Facebook- síðu sinni af nýhnýttri flugu. Augljóst þótti að Bjarni var að líkja flugunni við Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem gagnrýndi Bjarna og Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir að þekkjast boð í laxveiði. Lesið: 7.186 5 Makker Rooneys í trekanti ætlar að deila kynlífssögum af honum í sjónvarpi Fyrrverandi vændiskon- an Helen Wood verður þátttakandi í raunveruleikaþættinum Big Brother þar sem hún ætlar að deila sögum af Wayne Rooney í bólinu. Lesið: 5.570 Mest lesið á DV.is Gunnar Þorsteinsson vissi ekki að honum hefði verið vikið úr Krossinum – DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.