Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 76
Helgarblað 6.–9. júní 201420 HM 2014 B úast má við því að Portúgalir verði studdir dyggilega af heimamönnum á pöllunum í Brasilíu í sumar. Þeir þurfa á góðum stuðningi að halda enda drógust þeir í riðil með sterkum andstæðingum. Portúgal komst í undanúrslit á síðasta stórmóti, EM 2012, og enginn skyldi afskrifa liðið. Portúgalska liðið lenti í örlitlum vandræðum í undankeppninni. Þeir lentu í 2. sæti síns riðils, enduðu stigi á eftir Rússum, en komust á HM eftir sigur á Svíum í umspili. Hópurinn er nokkuð reynslumikill og þá skemmir ekki fyrir að besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, mætir til leiks í fínu formi þrátt fyrir smávægileg meiðsli í lok tímabils. Tíu leikmenn í tuttugu og þriggja manna hópi hafa leikið 40 landsleiki eða meira og því verður reynsluleysi ekki kennt um ef illa fer. Cristiano Ronaldo er ekki eina stórstjarnan í hópnum þótt hann sé óumdeilanlega sá besti. Leikmenn eins og Pepe, Fabio Coentrao og Joao Moutinho hafa allt til brunns að bera og þá verður spennandi að sjá hinn unga en kraftmikla William Carvalho spreyta sig á miðjunni. Ef setja má spurningarmerki við eitthvað í portúgalska liðinu er það framlína liðsins. Allir vita hvað Ronaldo getur en liðið skortir augljóslega leikmann sem getur hangið í aftasta varnarmanni og potað boltanum í netið. Helder Postiga og Hugo Almeida munu væntanlega skipta þessu hlutverki á milli sín en hvorugur þeirra er í heimsklassa. Þ jóðverjar eru líklegir til afreka á mótinu í ár eins og raunar alltaf. Þjóðverjar eru alltaf sterkir og margir telja að nú sé tími þýska stálsins kominn. Þjóðverjar komust í lokakeppnina með því að rúlla upp sínum riðli í undankeppninni. Liðið vann 9 af 10 leikjum sínum og gerði aðeins eitt jafntefli, 4-4 gegn Svíþjóð á heimavelli. Það er í raun afar fáa veikleika að finna á þýska liðinu. Liðið fékk þó á sig 10 mörk í 10 leikjum í undankeppninni, eða mark í leik að meðaltali, og það er eitthvað sem Joachim Löw þarf að bæta áður en keppnin hefst. Einbeitingarleysi hefur kostað liðið nokkur mörk undanfarin misseri og ekkert lið má við því þegar komið er í svo sterka keppni eins og HM. Góðu fréttirnar eru þær að Þjóðverjar hafa aldrei átt í erfiðleikum með að skora mörk. Þegar litið er á G-riðilinn ætti þýska liðið ekki að eiga í neinum vandræðum með að enda á toppnum. Heimamenn búast líka við því að fara auðveldlega áfram. Í könnun sem Kicker-tímaritið gerði meðal lesenda sinna sögðust 86 prósent aðspurðra telja að Þjóðverjar kæmust að lágmarki í undanúrslit. Hópurinn sem Joachim Löw er með í höndunum er öflugur og gott jafnvægi milli reyndra leikmanna og ungra leikmanna. Eini höfuðverkur Löw er sá hvaða ellefu leikmenn hann á að velja í byrjunarliðið úr þessum stóra og hæfileika ríka hópi. B andaríkjamenn eru nánast orðnir fastagestir í lokakeppni HM og þó að undankeppnin hafi reynst erfiðari en þeir gerðu ráð fyrir komust þeir að lokum til Brasilíu. Bandaríski hópurinn hefur tekið þó nokkrum breytingum frá síðustu lokakeppni. Þannig verður enginn Landon Donovan í hópnum og þá komst varnartröllið Oguchi Onyewyu ekki í hópinn að þessu sinni. Að öðru leyti eru reynsluboltar eins og Clint Dempsey og Tim Howard í hópnum auk annarra kunnuglegra andlita. Það verður spennandi að fylgj- ast með bandaríska liðinu í lokakeppninni í sumar, ekki síst fyrir þá staðreynd að Aron Jóhannsson er í leikmannahópnum. Fæstir búast þó við því að Aron verði í byrjunarliðinu í keppninni, líklegra sé að hann verði í því hlutverki að koma inn á af varamanna- bekknum og reyna að hrista upp í hlutunum ef illa gengur. Flestir knattspyrnuáhugamenn þekkja landsliðs- þjálfarann vel, Þjóðverjann Jürgen Klinsmann. Hann lék 108 landsleiki fyrir Þjóðverja og skoraði 47 mörk og varð heimsmeistari árið 1990. Hann hefur stýrt bandaríska liðinu í tæplega fimmtíu leikjum, þar af hafa um 60 prósent unnist. Fyrsti leikur Banda- ríkjamanna í riðlinum verður gegn Gana þar sem sigur verður að vinnast ætli liðið sér í 16 liða úrslit. Takist það gæti liðinu dugað stig gegn annaðhvort Portúgal eða Þýskalandi til að komast áfram. Bandaríkjamenn eru vel mannaðir í fremstu stöðum en spurningarmerki hafa verið sett við varnarlínuna sem þykir ekki jöfn að gæðum og fremstu stöðurnar. V estur-Afríkuríkið Gana hefur náð góðum árangri á HM þó svo að þjóðin hafi ekki oft tekið þátt þar. Þjóðin tók fyrst þátt á HM árið 2006 og komst í 16 liða úrslit. Fjórum árum síðar var Gana eitt af spútnik-liðum keppninnar og fór alla leið í 8 liða úrslit. Þetta var einn eftirminni- legasti leikur keppninnar en Gana féll úr keppni eftir leik gegn Úrúgvæ þar sem Luis Suarez varði með höndum á línu. Verkefnið nú, að komast upp úr riðlinum, verður ærið enda sterkar þjóðir eins og Þýskaland og Portúgal meðal andstæðinga. Flestir lykilmanna liðsins frá HM 2010 verða með í Brasilíu í sumar og það eitt og sér gefur fyrirheit um að liðið geti náð jafn langt og þá. Hinn aldni höfðingi, Michael Essien, verður í hópnum en hann missti sem kunnugt er af HM 2010 vegna meiðsla. Frá þessari eftirminnilegu keppni hafa Ganverjar tekið þátt í tveimur Afríkukeppnum en ekki náð á verðlaunapall, lentu í fjórða sæti í bæði skiptin. Þeir hafa sýnt að þeir séu meðal bestu þjóða Afríku en aldrei náð jafn langt og væntingar stóðu til. Liðið fór nokkuð örugg- lega upp úr sínum riðli í undankeppninni og mætti sterkum Egyptum í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á HM. Það er skemmst frá því að segja að Gana rúllaði yfir Egypta en fyrri leikurinn vannst 6-1. Nái Gana upp góðri stemningu í leikmannahópn- um eru liðinu allir vegir færir. Lykilmenn liðsins hafa allir tekið þátt áður á HM og eru hoknir af reynslu, nægir þar að nefna Asamoah Gyan, Sulley Muntari, Andre Ayew og Kevin Prince Boateng. PortúgalÞýskaland BandaríkinGana Þjálfari: Paulo Bento Aldur: 44 Þjálfari: Jürgen Klinsmann Aldur: 49 Þjálfari: Joachim Löw Aldur: 54 Þjálfari: Kwasi Appiah Aldur: 53 Riðill G Hvað gerir Aron Jó gegn Þjóðverjum? > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með> Fylgstu með > Lykilmaður Mesut Özil > Lykilmaður Cristiano Ronaldo > Lykilmaður Clint Dempsey> Lykilmaður Kwadwo Asamoah 8 Frábær Özil er potturinn og pannan í sóknarleik Þjóðverja. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu hans hjá Arsenal í vetur en allt snýst um hann í sóknarleik Þjóðverja. Aldur: 25 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 53 Mörk: 17 Félagslið: Arsenal 7 Sá besti Það er engum blöðum um það að fletta að Cristiano Ronaldo er besti knattspyrnumaður heims í dag og algjör lykilmaður hjá Portúgal. Aldur: 29 Staða: Framherji/vængmaður Landsleikir: 110 Mörk: 49 Félagslið: Real Madrid 8 Reynslubolti Dempsey er fyrirliði bandaríska liðsins og þeirra mikilvægasti leikmaður. Getur spilað sem fremsti maður en líka í holunni svokölluðu. Hann mun nýta alla sína reynslu í sumar. Aldur: 31 Staða: Sóknarmaður Landsleikir: 105 Mörk: 37 Félagslið: Seattle Sounders 10 Öflugur HKojo, eins og hann er kallaður, spilar með Juventus og getur leyst nánast allar stöður á vellinum. Gríðarlega sterkur og fljótur leikmaður og einn besti miðjumaður Afríku. Aldur: 25 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 59 Mörk: 4 Félagslið: Juventus Marco Reus Magnaður leikmaður sem lagði upp 15 mörk og skoraði 21 með Dort- mund í vetur. Útsjónar- samur vængmaður sem gæti orðið einn sá besti í heimi. William Carvalho Nautsterkur varnarsinn- aður miðjumaður sem spilar með Sporting í Portúgal. Hefur verið orðaður við öll sterkustu félagslið heims undan- farna mánuði. Aron Jóhannsson Það verður spennandi að sjá fyrsta Ís- lendinginn til að taka þátt í lokakeppni HM. Frábær leikmaður sem átti gott tímabil í Hollandi í vetur. Majeed Waris Waris lék sem lánsmað- ur með Valenciennes í Frakklandi eftir áramót og skoraði 9 mörk í 15 leikjum. 22 ára leikmað- ur sem sló fyrst í gegn með Hacken í Svíþjóð. Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Ron Zieler, Roman Weidenfeller Varnarmenn: Kevin Grosskreutz, Benedikt Höwedes, Erik Durm Miðjumenn: Matthias Ginter, André Schurrle, Lukas Podolski, Julian Draxler, Christoph Kramer Sóknarmenn: Miroslav Klose 1 21 20 17 5 Jerome Boateng 7 Bastian Schweinsteiger 16 Phillip Lahm 18 Toni Kroos Manuel Neuer Mats Hummels 19 Mario Götze 8 Mesut ÖzilMarco Reus 13 Thomas Muller Per Mertesacker Byrjunarlið 4-3-3 Á bekknum Markmenn: Rui Patricio, Beto Varnarmenn: Ricardo Costa, Luís Neto, André Almeida Miðjumenn: Vieirinha, Rafa Silva, Raul Meireles, Rúben AmorimSóknarmenn: Hugo Almeida, Éder, Hélder Postiga 1 18 14 2 3 Fabio Coentrao 18 Joao Moutinho 21 Joao Pereira 5 William Carvalho Eduardo Pepe 17 Nani 4 Miguel Veloso Sylvestre Varela 7 Cristiano Ronaldo Bruno Alves Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Fatau Dauda, Steven Adams Varnarmenn: John Boye, Rashid Sumaila Miðjumenn: Emmanuel Badu, Christian Atsu, Wakaso Mubarak, Mohammed Rabiu, Albert Adomah, Afriye Acquah Sóknarmenn: Majeed Waris, Jordan Ayew 1 10 14 13 15 Daniel Opare 18 Mikael Essien 20 Samuel Inkoom 5 Sulley Muntari Adam Kwarasey John Mensah 16 André Ayew 7 Kevin P. BoatengKwadwo Asamoah 9 Asamoah Gyan Harrison Afful Byrjunarlið 4-3-1-2 Á bekknum Markmenn: Brad Guzan, Nick Rimando Varnarmenn: DeAndre Yedlin, Omar Gonzales, John Brooks, DaMArcus Beasley Miðjumenn: Mikkel Diskerud, Alejandro Bedoya, Kyle Beckerman, Julian Green Sóknarmenn: Aron Jóhannsson, Chris Wondolowski 1 10 21 5 20 Timothy Chandler 18 Michael Bradley 20 Fabian Johnson 13 Jermain Jones Tim Howard Geoff Cameron 16 Graham Zusi 8 Clint Dempsey Brad Davis 17 Jozy Altidore Matt Besler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.