Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 6.–9. júní 20148 HM 2014 G rikkir eru líklega einhver óútreiknanlegasta knattspyrnuþjóð heims. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra hjá þeim. Skoruðu ekki mark árið 1994, urðu Evrópumeistarar 2004 og unnu einn leik á HM 2010. Grikkir eru þekktir fyrir ótrúlega vinnusemi og agaðan varnarleik – þeir eru ekki með þekktustu leikmennina innan sinna raða en enginn skyldi þó vanmeta þá. Grikkir fengu á sig 4 mörk í 10 leikjum í undanriðlunum en skoruðu aðeins 12 mörk sem þykir ansi lítið. Þeir enduðu með jafn mörg stig og Bosníumenn, nema lakara markahlutfall. 2. sætið í riðlinum skilaði þeim umspilssæti og komust þeir í lokakeppnina eftir sigur gegn Rúmeníu. Liðið mætir Kólumbíu í sínum fyrsta leik hinn 14. júní sem gæti reynst lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum. „Þetta er mjög opinn riðill,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Fernando Santos, við World Soccer á dögunum. „Í þessum riðli getur allt gerst. Mögulega er Kólumbía sterkasta liðið og líklegast til að enda á toppi riðilsins,“ bætti hann við. Líklega hárrétt mat hjá Santos sem er reynslumikill stjóri með langa ferilskrá. Hann hefur stýrt AEK og Panathinaikos í Grikklandi auk þess sem hann gerði Porto að meisturum í Portúgal 1999. Grikkir munu sakna Kyriakos Papadopoulos, varnarmannsins sterka hjá Scalke, en hann verður ekki með á HM í sumar vegna meiðsla. K ólumbíumenn áttu ágætu gengi að fagna í undankeppninni og urðu þegar upp var staðið í 2. sæti Suður-Ameríkuriðilsins, tveimur stigum á eftir Argentínu. Góður og skipulagður varnar- leikur var lykillinn að árangri liðsins. Ekki má heldur gleyma framlagi Radamels Falcao sem skoraði þriðjung marka Kólumbíumanna í undankeppninni, 9 af 27. Nú eru blikur á lofti. Falcao, einn besti framherji heims, er ekki í leikmannahópi Kólumbíumanna í loka- keppninni. Þessi magnaði framherji meiddist illa á hné í janúarmánuði en um tíma var jafnvel reiknað með því að hann yrði orðinn leikfær í tæka tíð. Því miður þá gekk endurhæfingin hægt og í byrjun vikunnar var til- kynnt að hann yrði ekki með. Mjög slæmar fréttir fyrir Kólumbíumenn sem hafa ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum. Varnarleikurinn, sem var svo góður í undankeppninni, hefur verið slakur að undanförnu eins og sást í 1-1 jafnteflinu gegn Túnis í vináttuleik í mars og í 2-2 jafntefli gegn Senegal á dögunum. Þrátt fyrir erfiðleika að undanförnu hafa Kól- umbíumenn tilefni til að vera bjartsýnir. Liðið dróst í tiltölulega þægilegan riðil, þeir þurfa ekki að ferðast langt í leiki og þá er keppnin haldin í Suður-Ameríku sem mun væntanlega bara koma liðinu til góða. Margir efast um getu Kólumbíumanna til að ná langt þar sem Falcao verður fjarverandi. Liðið býr þó yfir nógu góðum mannskap til að komast í 16 liða úrslit, ef ekki lengra. José Pékerman er auk þess reyndur stjóri en hann stýrði Argentínumönnum á HM 2006 og gerði U-20 ára lið Argentínu að heimsmeisturum í þrígang. J apanir eru alltaf til alls líklegir en þurfa á öllu sínu besta að halda til að komast í 16 liða úrslit. Liðið komst nokkuð sannfærandi á HM með sigri í sínum riðli í undankeppninni. Liðið vann góða sigra í lok síðasta árs á Hollendingum og Belgum í vináttuleikjum og lagði svo Nýja-Sjáland, 4-2, í mars síðastliðnum. Liðið skorar yfirleitt fullt af mörkum en höfuðverkurinn er varnarleikurinn þar sem Zaccheroni þarf að stoppa í göt. Japanska þjóðin er hóflega bjartsýn, að sögn World Soccer, og veit ekki alveg við hverju á að búast í sumar. Margir í japanska hópnum spila í Japan að undanskildum helstu stjörnum liðsins. Liðið ætti að eiga ágæta möguleika á að komast upp úr riðlinum. Japanir hafa þó átt í basli gegn þjóðum frá Suður-Ameríku að undanförnu – þeir hafa tapað illa gegn Brasilíu og Úrúgvæ á síðustu tólf mánuðum. Árangurinn gegn Afríkuþjóðum er þó öllu betri. Eins og sannaðist gegn Belgum og Hollendingum virðist það henta Japönum ágætlega að spila gegn Evrópuþjóðum. Zaccheroni er reynslubolti sem komið hefur víða við. Hann þekkir japanska liðið vel enda hefur hann verið við stjórn- völinn frá 2010. Þá hefur hann stýrt 13 liðum á Ítalíu og vann ítölsku deildina með Milan árið 1999. Það er ljóst að brugðið getur til beggja vona hjá Japan. Liðið mun þó væntanlega vonast til að jafna árangur sinn frá HM 2010 þegar liðið komst í 16 liða úrslit. F ílabeinsstrendingar verða með á HM í þriðja skiptið í röð. Í síðustu tveimur keppnum hafa þeir dregist í erfiða riðla en nú er annað upp á teningnum. Liðið á fína möguleika á að kom- ast í 16 liða úrslit. Fílabeinsströndin komst á HM með því að leggja Senegal að velli í umspili, 4-2 saman- lagt. Lykilmenn liðsins eru reynsluboltar og má þar helst nefna Didier Drogba, Kolo Toure og Yaya Toure. Þessir leikmenn munu þurfa að bera liðið á herðum sér enda hefur endurnýjunin í leikmannahópi liðsins ekki verið sérstaklega mikil á undanförnum árum. Gullkynslóðin er að verða eldri og yngri leikmenn virðast ekki í stakk búnir til að taka við keflinu, ekki strax alla vega. Það má því í raun segja að núna sé kærkomið tækifæri fyrir Fílabeinsströndina að ná góðum árangri á HM. Þeir leikmenn sem væntanlega munu skipa byrjunarliðið þekkja hver annan vel og hafa margir náð góðum árangri með félagslið- um sínum. Landsliðsþjálfarinn er Frakkinn Sabri Lamouchi sem er tiltölulega reynslulítill þjálfari. Hann átti þó góðan feril sem leikmaður og varð til að mynda franskur bikarmeistari með Auxerre og Frakk- landsmeistari með Monaco. Það er ljóst að allt getur gerst hjá liðinu á HM í sumar. Liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá Afríkukeppninni undanfarin ár og virðist hiksta þegar mikið liggur við. Nái liðið að stilla saman strengi sína og láta pressuna ekki ná taki á sér gæti Fílabeinsströndin gert fína hluti á mótinu. GrikklandKólumbía JapanFílabeins- ströndin Þjálfari: Fernando Santos Aldur: 59 Þjálfari: Alberto Zaccheroni Aldur: 61 Þjálfari: José Pékerman Aldur: 64 Þjálfari: Sabri Lamouchi Aldur: 42 Riðill C Hvað gera Kólumbíumenn án Falcao? > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með> Fylgstu með > Lykilmaður Jackson Martinez > Lykilmaður Kostas Mitroglou > Lykilmaður Keisuke Honda> Lykilmaður Yaya Toure 21 Stórt skarð að fylla Það mun væntanlega koma í hlut Jackson Martinez að fylla í skarð Falcao. Martinez er stór og stæðilegur framherji sem hefur skorað 60 mörk í 91 leik með Porto. Aldur: 27 Staða: Framherji Landsleikir: 26 Mörk: 8 Félagslið: Porto 9 Markahrókur Kostas Mitroglou átti í basli hjá Ful-ham eftir áramót og spilaði lítið. Hann hefur æft vel að undanförnu og þarf að vera í sínu besta formi á HM í sumar. Aldur: 26 Staða: Framherji Landsleikir: 28 Mörk: 8 Félagslið: Fulham 4 Spilar á Ítalíu Honda er alltaf upp á sitt besta með Japönum. Samvinna hans, Shinji Kagawa og Shinji Okazaki er jafnan frábær. Aldur: 27 Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður Landsleikir: 53 Mörk: 20 Félagslið: AC Milan 19 Skorar og skorar Toure var frábær fyrir Man-chester City í vetur og skoraði 24 mörk í það heila. Hann verður algjör lykilmaður hjá Fílabeinsströndinni í sumar. Aldur: 31 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 82 Mörk: 16 Félagslið: Manchester City James Rodriguez Skruggufljótur væng- maður sem var seldur til Monaco fyrir stórfé síð- asta sumar. Leikmaður sem mikið mun mæða á í sóknarleik Kólumbíu- manna í sumar. Sokratis P. Ógnarsterkur miðvörður sem spilar með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Ótrúlega útsjónarsamur og baráttuglaður leik- maður sem mun pottþétt byrja alla leiki Grikkja. Yoichiro Kakitani Þessi 24 ára framherji hefur átt góðu gengi að fagna á stuttum lands- liðsferli sínum. Skorað 4 mörk í 9 landsleikjum og gæti byrjað fremstur á vellinum í sumar. Serge Aurier Ungur varnarmaður sem átti frábært tímabil með Toulouse í vetur. Góður varnarmaður en ekki síðri þegar hann keyrir upp kantinn til að taka þátt í sókninni. Byrjunarlið 4-3-3 Á bekknum Markmenn: Camilo Vargas, Faryd Mondragón Varnarmenn: Cristián Zapata, Santiago Arias, Carlos Valdez, Éder Balanta Miðjumenn: Juan Cuadrado, Aldo Ramirez, Victor Ibarbo, Alexander Mejía Sóknarmenn: Teófilo Gutierrez, Adrian Ramos 1 17 7 3 23 Pablo Armero 15 Fredy Guarín 18 Camilo Zuniga 5 Carlos Sanchez David Ospina Carlos Valdez 10 James Rodriguez 7 Abel Aguilar Carlos Bacca 21 Jackson Martinez Mario Yepes Byrjunarlið 4-3-2-1 Á bekknum Markmenn: Panagiotis Glykos, Stefanos Kapino Varnarmenn: Giannis Maniatis, Giorgos Tzavellas, Vangelis Moras, Loukas Vyntra Miðjumenn: Panagiotis Kone, Giorgos Karagounis, Giannis Fetfatzidis, Andreas Samaris, Panagiotis Tachtsidis Sóknarmenn: Theofanis Gekas 1 7 20 19 4 Jose Holebas 21 Kostas Katsouranis 17 Vassilis Torosidis 6 Alexandros Tziolis Orestis Karneziz Kostas Manolas 2 Giorgos Karagounis 14 Dmitris Salpangidis Georgios Samaras 9 Kostas Mitroglou Sokratis Byrjunarlið 4-4-2 Á bekknum Markmenn: Sylvain Gbohouo, Saouba Mandé Varnarmenn: Didier Zokora, Arthur Boka, Ousmane Viera, Constant Djakpa, Jean Akpa-Akpro Miðjumenn: Didier Ya Konan, Serey Die, Mathis Bolly, Ismael Diomande Sóknarmenn: Wilfried Bony, Giovanni Sio 1 10 14 19 15 Ismael Diomande 19 Yaya Toure 20 Serge Aurier 5 Cheick Tiote Boubacar Barry Souleymane Bama 16 Max Gradel 8 Salomon Kalou Gervinho 11 Didier Drogba Kolo Toure Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Shusaku Nishikawa, Shuichi Gonda Varnarmenn: Gotoku Sakai, Yuto Nagatomo, Masahiko Inoha, Hiroki Sakai Miðjumenn: Yasuhito Endo, Makoto Hasebe Sóknarmenn: Hiroshi Kiyotake, Yoshito Ökubo, Yuya Ösako, Manabu Saito 1 10 15 6 22 Yasuyuki Konno 16 Hotaru Yamaguchi 2 Atsuto Uchida 14 Toshihiro Aoyama Eiji Kawashima Maya Yoshida 9 Shinji Okazaki 7 Keisuke HondaShinji Kagawa 11 Yoichiro Kakitani Masato Morishige
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.