Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 70
Helgarblað 6.–9. júní 201414 HM 2014 E itthvað þarf að ganga á svo Frakkland og Sviss komist ekki í 16 liða úrslitin í E-riðli. Þótt knattspyrna í Ekvador hafi tekið stórstígum framförum á undanförnum þrjátíu árum eiga þeir nokkuð í land til að komast í fremstu röð. Þjálfarinn er þó hvergi banginn. „Það eru sjö leikir í boði á HM og ég vil taka þátt í þeim sjöunda.“ Ekvador tekur nú þátt í HM í þriðja sinn og mætir til leiks með ágætt lið. Nokkur reynsla er komin í liðið, sem er líkamlega sterkt og býr yfir hraða og leikni á köntunum. Þeir skoruðu aðeins 20 mörk í 16 leikjum í undankeppninni. Liðið skapar sér færi en skortir tilfinnanlega góðan markaskorara. Aðal framherj- inn, Felipe Caicedo, sem lék með Manchester City á árunum 2008 til 2011 en leikur nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er bestur fram á við. Hann skoraði sjö mörk í undankeppninni, þar af þrjú af vítapunktinum. Fjögur mörk úr opnu spili í 16 leikjum er ekki gott veganesti fyrir markaskorara sem er að fara að spila á HM. Í vörninni nýtur Ivans Hurtado ekki lengur við, en hann var límið í vörninni í 15 ár. Öflugasti varnar- maðurinn, Jayro Campos, hefur glímt við meiðsli og Fricson Erazo hefur átt afleitt tímabil hjá Flamengo – og kemur sjaldan við sögu. Rueda hefur viður- kennt í viðtölum að varnarleikurinn sé brothættur. Þrjú mörk í andlitið í fyrri hálfleik gegn Ástralíu á dögunum undirstrikaði þá veikleika – þótt liðið hafi að lokum haft 4-3 sigur. S viss er á HM þriðja skiptið í röð. Árið 2006 urðu þeir fyrsta liðið til að falla úr leik án þess að fá á sig mark. Liðið skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og komst í 16 liða úrslit þar sem þeir töpuðu í leik gegn Úkraínu, sem fór markalaus í vítaspyrnukeppni. Í síðustu keppni skoruðu þeir eitt mark og féllu úr leik við fyrstu hindrun. Lærisveinar Ottmar Hitzfeld stefna nú hærra, enda í riðli sem ætti að gera þeim það kleift. Svisslendingar, sem eru Íslendingum að góðu kunnir, unnu riðilinn og komust á HM nokkuð örugglega. Þeir eru með ungt og sóknarsinnað lið, þótt fæstir lykilleikmennirnir séu reyndar af sviss- neskum ættum. Um er að ræða kjarnann úr liðinu sem varð heimsmeistari U-17 ára 2009 og komst í úrslit Evrópumótsins U-21 árs 2011, þar sem íslenska gullkynslóðin okkar var á meðal þátttökuþjóða. Vandamálið í Brasilíu verður ef til vill varnarleikurinn. Þar eru menn eins og Philippe Senderos, Johan Djourou og Steve Von Bergen, sem allir hafa átt erfið tímabil hjá félagsliðum sínum. Liðið getur unnið alla á góðum degi (unnu t.d. Brasilíu í Basel í fyrra) en misst niður unna leiki, eins og á móti Íslendingum í riðlakeppninni, þar sem 4-1 forysta nægði liðinu ekki til sigurs. Liðinu stýrir afar reyndur þjálfari, Ottmar Hitzfeld, sem gæti náð því besta út úr sínum mönnum. Þ egar dregið var í riðla í undankeppninni bjóst enginn við því að Honduras myndi komast á HM. Burðarásar í liðinu voru hættir og gæðin virtust ekki vera til staðar. En þegar leið á keppnina varð ljóst að Hondúras gat, eins og Ísland, komið á óvart. Liðinu tókst með sterkri liðsheild og miklum baráttuanda í frækilegum sigri á Mexíkó, að krækja í þriðja sætið, á eftir Kosta Ríka og Bandaríkj- unum. Hondúras var öllum að óvörum komið á HM í annað skiptið í röð. Segja má að þjóðhátíðarstemn- ing hafi brotist út í landinu þegar úrslitin urðu ljós. Þrátt fyrir að liðinu hafi tekist hið ómögulega er þar ekki nema hálf sagan sögð. Liðið virkaði á köflum mjög brothætt í undankeppninni og sú hefur einnig verið raunin síðan. Suarez þjálfari er líklega með einhvern lakasta leikmannahópinn í keppninni. Þrátt fyrir að vera í auðveldasta riðlinum, E-riðli, liggur við að kraftaverk þurfi til að liðið komist í 16 liða úrslit. Maynor Figueroa, leikmaður Hull, og Wilson Palacios, leikmaður Stoke City, bera enn höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í liðinu. Þó má í hópnum finna efnilega leikmenn á borð við Roger Espinoza og Juan Carlos Garcia, leikmenn Wigan, sem hafa enn ekki tekið þeim framförum sem til þarf til að verða frábærir leikmenn. Reyndar er ferill bakvarðarins Emilio Izaguirre hjá Celtic á uppleið og hann gæti orðið góður. En Hondúras-liðið kemur reglulega á óvart. Þeir þurfa á því að halda í Brasilíu. F rakkar sluppu með naumindum inn á HM eftir að hafa tapað fyrri umspilsleiknum gegn Úkraínu 2-0. Þeir unnu seinni leikinn 3-2. Það er augljóst á leikmannahópnum að liðið hefur burði til að fara langt í keppninni, eins og svo oft áður. Stundum leika Frakkar á als oddi en þess eru dæmi að liðið verði sér til skammar með frammistöðu sinni – eins og gerðist 2010 þegar þeir skoruðu eitt mark og unnu ekki leik. Það er erfitt að veðja á Frakka fyrirfram. Liðið er fullt af bráðefnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum sem gætu sprungið út. Hugo Lloris er frábær í markinu, Raphael Varane er fæddur leiðtogi í vörninni, Paul Pogba er ógnarsterkur miðjumaður og Evrópumeist- arinn Karim Benzema er á hátindi ferils síns. Þá eru Franck Ribery, einn sá besti í heimi, Oliver Giroud hjá Arsenal, Yohan Cabaye hjá PSG og reynsluboltinn Patrice Evra ónefndir. Ef plan A gengur ekki upp er spurning hverju Deschamps bryddar upp á. Moussa Sissoki og Dmitri Payet eru kannski ekki mest spennandi varamenn í heimi. Spurningin er hvernig liðið mætir stemmt til leiks og hvort lykilmenn verði heilir. Frakkar eru fyrirfram taldir í auðveldasta riðli mótsins og það yrði annar skandall ef þeir kæmust ekki í 16 liða úrslitin. Í ljósi þess hversu tæpt það stóð að Frakkar kæmust á HM má ljóst vera að Deschamps þjálfari má hafa sig allan við til að koma liðinu í HM-gírinn. EkvadorSviss HondúrasFrakkland Þjálfari: Reinaldo Rueda Aldur: 57 Þjálfari: Luis Fernando Suarez Aldur: 54 Þjálfari: Ottmar Hitzfeld Aldur: 65 Þjálfari: Didier Deschamps Aldur: 45 Riðill E Gera Frakkar aftur upp á bak? > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með> Fylgstu með > Lykilmaður Xherdan Shaqiri > Lykilmaður Antonio Valencia > Lykilmaður Carlo Costly> Lykilmaður Karim Benzema 23 Orkubolti Þessi frábæri sóknarmaður, eða væng-maður, gæti sprungið út á mótinu. Ótrúlega leikinn og fljótur. Pep Guardiola hefur sagt hann vera mikilvægasta varnarmann Bayern München-liðsins. Aldur: 23 Staða: Sóknarmaður Landsleikir: 30 Mörk: 8 Félagslið: Bayern Munchen 16 Snar í snúningum Hefur verið algjör lykilmaður í liðinu á undanförnum árum. Ótrúlega fljótur leik- maður sem getur verið frábær á góðum degi. Aldur: 28 Staða: Vængmaður Landsleikir: 69 Mörk: 8 Félagslið: Manchester United 13 Skæður Costly leikur með Real España í heima-landinu og er skæður og fjölhæfur framherji sem getur skorað úr þröngum færum. Aldur: 31 Staða: Framherji Landsleikir: 68 Mörk: 30 Félagslið: Real España 10 Í toppformi Myndar eina bestu þrenningu heims með Ronaldo og Gareth Bale hjá Real Madrid. Er í toppformi og fullur sjálfstrausts. Aldur: 26 Staða: Framherji Landsleikir: 65 Mörk: 19 Félagslið: Real Madrid Josip Drmic Hefur skotist inn í liðið eftir frábært tímabil fyr- ir Nurnberg í Þýskalandi, þar sem hann skoraði 17 mörk. Getur leikið hvar sem er framarlega á vellinum. Jefferson Montero Leikur í Mexíkó en hefur leikið fyrir Betis og Levante á Spáni. Ógnarfljótur leik- maður, sem leikur á vinstri kanti og getur með hraða sínum splundrað upp vörn andstæðinganna. Jerry Bengtson Spennandi framherji sem spilar í MLS- deildinni. Getur skotið með báðum fótum og er sterkur í loftinu. Paul Pogba Þessi 21 árs gamli leikmaður Juventus er að verða heimsklassa miðjumaður. Allt í senn kraftmikill, leikinn og skapandi leikmaður. Byrjunarlið 4-5-1 Á bekknum Markmenn: Yann Sommer, Roman Burki Varnarmenn: Reto Ziegler, Philppe Senderos, Michael Lang, Johan Djourou Miðjumenn: Tranquillo Barnetta, Blerim Dzemaili, Gelson Fernandes Sóknarmenn: Haris Seferovic, Mario Gavranovic, Admir Mehmedi 1 14 13 5 22 Ricardo Rodriguez 8 Gökhan Inler 2 Stephan Lichtsteiner 10 Granit Xhaka Diego Benaglio Fabian Schar 11 Valon Behrami 23 Xherdan Shaqiri Valentin Stocker 19 >Josip Drmic Steve von Bergen Byrjunarlið 4-5-1 Á bekknum Markmenn: Stephane Ruffier, Mickael Landreau Varnarmenn: Mathieu Debuchy, Raphael Varane, Eliaquim Mangala, Lucas Digne Miðjumenn: Antoine Griezmann, Rio Mavuba, Moussa Sissoko, Clément Grenier Sóknarmenn: Loic Remy 1 10 14 13 15 Patrice Evra 18 Blaise Matuidi 15 Bacary Sagna 5 Yohan Cabaye Hugo Lloris Laurent Koscielny 16 Paul Pogba 7 Mathieu Valbuena Franck Ribery 9 Karim Benzema Mahmadou Sakho Byrjunarlið 4-2-2-2 Á bekknum Markmenn: Adrián Bone, Alexander Domínguez Varnarmenn: Óscar Bagui, Gabriel Achilier Miðjumenn: Renato Ibarra, Christian Noboa, Joao Rojas, Michael Arroyo, Luis Saritama, Fidel Martínez, Carlos Gruezo Sóknar- menn: Enner Valencia 1 10 10 3 2 Walter Ayoví 18 Edison Mendez 4 Juan Paredes 14 Segundo Castillo Maximo Banguera Jorge Guagua 16 Antonio Valencia 11 Felipe Caicedo Jefferson Montero 17 Jaime Ayoví Fricson Erazo Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Luis López, Donis Escober Varnarmenn: Osman Chavez, Juan Montes, Juan Garcia, Brayan Beckeles Miðjumenn: Mario Martinez, Edder Delgado, Óscar Garcia, Luis Garrido, Jorge Claros, Marvin Chavez Sóknarmenn: Rony Martinez, Jerry Palacios 1 10 7 3 15 Emilio Izaguirre 8 Wilson Palacios 21 Bryan Beckeles 20 Jorge Claros Noel Valladares Victor Bernandez 17 Andy Najar 11 Jerry BengtsonRoger Espinoza 9 Carlo Costly Maynor Figueroa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.