Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 6.–9. júní 201444 Menning Svín Gough Sumarsýning Listasafnsins á Akur eyri ber heitið Íslensk sam­ tíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Sýningin verður opnuð laugardaginn 7. júní klukkan 15.00 en á sýningunni eru verk eftir, meðal annarra, Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugs­ dóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteins­ dóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal. Í fréttatilkynningu frá safninu segir: „Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina.“ Á meðfylgj­ andi mynd má sjá verkið Svín Gough eftir Karl Jóhann Jónsson. Saga Surtseyjar Bókin Surtsey í sjónmáli ­ þró­ unarsaga í máli og myndum er komin út. Höfundar eru Erling­ ur Ólafsson og Lovísa Ásbjörns­ dóttir en Edda gefur út. Í bókinni er fjallað um Surtsey út frá sögu, jarðfræði, gróðri, fuglalífi og sam­ félagi smádýra svo eitthvað sé nefnt. Því er um að ræða heild­ stætt verk um eyna frægu sem telst náttúruperla á heimsvísu. Erlingur er líffræðingur og Lovísa jarðfræðingur en bæði hafa þau starfað hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Bókin telur 224 blaðsíður er ríkulega myndskreytt og kemur út bæði á íslensku og ensku. Hún fæst nú í öllum helstu bókaversl­ unum landsins. Leikhúsgjörningar á Listahátíð Um Wide Slumber í Tjarnarbíói og Der Klang der Offenbarung des Göttlichen í Borgarleikhúsinu L eikhúspakkinn á Listahá­ tíð er allsérstakur að þessu sinni. Það er ekki boðið upp á hefðbundnar leiksýningar þar sem áhorfandinn get­ ur gengið að því vísu hvað hann fær að sjá og heyra. Það eru engin leikrit á ferðinni í hefðbundinni merkingu þess orðs. Sagan, orðið eða textinn er ekki í fyrir rúmi, þótt texti og tungumál sé vissulega mik­ ilvæg uppspretta og inneign sem listamennirnir geta sótt í, forðabúr hugmynda og sköpunar. Þetta á við jafn ólíkar sýningar og Wide Slum­ ber sem VaVaVoom og Bedroom Community sýndu í Tjarnarbíói og eins sýningu Ragnars Kjartans­ sonar og Kjartans Sveinssonar Der Klang der Offenbarung des Gött­ lichen í Borgarleikhúsinu. Og það sem meira er, að hinn lifandi leikari er líka víðs fjarri að minnsta kosti í sýningu þeirra Ragnars og Kjartans, þar sem leiktjöldin og tónlistin leika aðalhlutverk. Lífshringur fiðrilda Báðar sýningarnar eru fyrst og fremst mjög öflugt og lifandi sam­ starf margra listamanna sem allir leggja sína sjálfstæðu listsköpun í púkkið við túlkun á þeim hugmynd­ um og efni sem lagt er upp með. Þar með verður til annars konar texti á leiksviðinu, margslunginn vefnaður sem reynir mest á skynjun áhorfandans og sver sig meira í ætt við konseptlist og gjörninga en þó með vel úthugsuðu myndmunstri. Þannig var sýningin á Wide Slum­ ber hreint ótrúleg úrvinnsla og út­ færsla á ljóðaflokki eftir kanadísku skáldkonuna E. Rawlings, ljóðum sem urðu til á löngu tímabili m.a. undir áhrifum frá Björk og eru nán­ ast rannsókn á ýmsum svefnstigum mannsins og draumförum, sett í samhengi við fjögur lífsstig fiðrilda, allt frá eggi til lirfu, púpu og full­ mótaðs fiðrildis. Lífshringur þessa vængjaða skordýrs er settur í sam­ hengi við svefnhring mannsins og útkoman er kynngimagnaður leik­ húsgjörningur. Eðli alls sem er Sara Martí er leikstjóri og kall­ ar verkið tónleikhús enda eru ljóðin flutt af þremur söngvur­ um við tónlist Valgeirs Sigurðs­ sonar, tónlist sem lokkar og seiðir með afbyggingu og endurtekningu einstakra tóna og hljóða. Á móti tónlistinni sem flutt er af hljóm­ sveit undir stjórn Valgeirs á leik­ sviðinu og er einn mikilvægasti vef­ ur verksins, leggst annar vefur yfir leiksviðið í formi myndbands sem varpað er á leikmyndina af miklu hugviti, frjórri hugsun og einstakri fegurð. Samspili þessara tveggja þátta sem eru aðaluppistaða sýn­ ingarinnar tókst að skapa áhrif sem færðu skynjun áhorfandans inn í furðuheima þess smæsta og stærsta í heiminum. Hugurinn fór á flug og reikaði ekki aðeins um eðli svefns og vöku, heldur eðli alls sem er, upphaf og endi alls, kenningar í eðlisfræði um strengi og skammta, þróun lífs á jörðu, hvernig líffræði fiðrildis endurspeglar í raun sköp­ unarferli í margvíslegum skilningi jafnt í vöku sem draumi, listum og vísindum. Leikstjórn og kóreógrafía er hófstillt, fullstatísk, en bauð svo sem ekki upp á mikla hreyfing sem fólst í tónlistinni og ekki síst mynd­ vinnslu og lýsingu. Vandaður vefnaður Miðlægur í leikmyndinni er vef­ stóllinn sjálfur, fullkomin tákn­ mynd ferlisins sem við verðum vitni að og inni í honum er svefngeng­ illinn, sá sem dreymir þessa and­ vökunótt sem ljóðið spannar. Aðr­ ar persónur sem koma við sögu eru svefnvísindamaður og fiðrilda­ fræðingur og svo vefarinn sjálf­ ur sem heldur í alla þræði eins og brúðustjórnandi. Wide Slumber má helst líkja við litla óperu þar sem ólíkar raddir skipta með sér verkum við að koma innihaldinu til skila. Og þessi litla ópera kom heldur betur á óvart, raddir söngvaranna ólíkar í lit og stíl, raddstigið mismunandi líkt og lífsstig fiðrildisins eða manns­ ins. Og öllum tókst söngvurunum að skapa sérstæð og eftirminni­ leg hlutverk í allsherjar afbyggingu orða og tóna. Hugmyndaríkir bún­ ingar og gervi ýttu undir áhrifin og alla skynjun og undirstrikuðu þátt tímans í öllu verkinu, tíma manns­ ins mældum í æviskeiði hans sem og sögu hans í sköpunarverk­ Wide Slumber og Der Klang der Offenbarung des Göttlichen Wide Slumber Tónlist: Valgeir Sigurðsson Leikgerð: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Sara Martí. Leikstjórn: Sara Martí Söngvarar: Alexi Murdoch, Sasha Siem, Ásgerður Júníusdóttir Hljóðfæraleikarar: James McVinnie, Liam Byrne, Ólafur Björn Ólafsson Leikmyndahönnun: Eva Signý Berger Búningahönnun: Harpa Einarsdóttir Leikmuna- og brúðuhönnun: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Marie Keller Ljósa- og vídjóhönnun: Ingi Bekk Myndbandsverk: Pierre-Alain Giraud Der Klan Der Offenbarung des Göttlichen Leikstjóri: Ragnar Kjartansson Tónlist: Kjartan Sveinsson Hljómsveitarstjórn: Davíð Þór Jónsson Hljómsveit: Deutsches Filmorchester Babelsberg Kór: Schola cantorum Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur Wide Slumber Sameig- inlegt verk VaVaVoom og Bedroom Community. „Báðar sýn- ingarnar eru fyrst og fremst mjög öflugt og lifandi samstarf margra listamanna Sumarjazz á Jómfrúnni Árlega tónleikaröðin Sumarjazz hefst á Jómfrúnni á laugardaginn. Þetta er nítjánda árið í röð sem Jakob Jakobsson, veitingamað­ ur á Jómfrúnni, býður gestum á ókeypis tónleika. Það er Sigurður Flosason sem kynnir dagskrána en tónleikar verða haldnir alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Á fyrstu tónleikunum kemur fram tríóið Flatey sem er skipað þeim Agli B. Hreinssyni á píanó, Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa og Kjartani Guðnasyni á trommur. Tveir gestir koma fram á tónleik­ unum. Saxófónleikarinn Jóel Páls­ son og Högni Egilsson söngvari úr Hjaltalín og GusGus. T ilnefningar til Grímunnar 2014 voru kynntar á stóra sviði Borgarleikhússins á fimmtu­ dag. Uppsetning Þjóðleik­ hússins á Eldrauninni eftir Arthur Miller hlaut flestar tilnefningar ásamt frumsömdu íslensku óperunni Ragnheiði. Bæði verk hlutu ellefu tilnefningar alls. Af öðrum verkum má til dæmis nefna að Gullna hliðið hlaut sjö tilnefningar og Jeppi á Fjalli fimm. Sem leikarar ársins eru tilnefndir Hilmir Snær Guðnason (Eldfærin), Ingvar E. Sigurðsson (Jeppi á Fjalli), Ólafur Darri Ólafsson (Hamlett), Stefán Hallur Stefánsson (Lúkas) og Þorvaldur Davíð Krist­ jánsson (Furðulegt háttalag hunds um nótt). Í flokki leikkvenna ársins eru tilnefndar Edda Björg Eyjólfs­ dóttir (Lúkas), Kristín Þóra Haralds­ dóttir (Óskasteinar), María Pálsdóttir (Gullna hliðið), Margrét Vilhjálms­ dóttir (Eldraunin) og Selma Björns­ dóttir (Spamalot). Verðlaunaflokk­ arnir eru alls 18 að þessu sinni og eru yfirleitt fimm tilnefningar í hverjum flokki. Tæplega 70 verk voru skráð til leiks í ár þar af sjö útvarpsverk, tíu barnaleikhúsverk, 18 dansverk og 40 sviðsverk. Grímuhátíðin sjálf verður verður haldin þann 16. júní í Borg­ arleikhúsinu og sýnd í beinni út­ sendingu á RÚV. Sýning ársins 2014: n Eldraunin eftir Arthur Miller í sviðsetningu Þjóðleikhússins. n Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Simon Stephens í sviðsetningu Borgarleikhússins. n Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns­ son í sviðsetningu Leikfélags Akur­ eyrar. n Ragnheiður eftir Gunnar Þórðar­ son og Friðrik Erlingsson í sviðsetn­ ingu Íslensku óperunnar. n Stóru börnin eftir Lilju Sigurðar­ dóttur í sviðsetningu Lab Loka. Leikrit ársins 2014: n Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson í sviðsetningu Borgarleikhússins. n Harmsaga eftir Mikael Torfason í sviðsetningu Þjóðleikhússins. n Ragnheiður eftir Friðrik Erlings­ son Í sviðsetningu Íslensku óper­ unnar. n Stóru börnin eftir Lilju Sigurðar­ dóttur í sviðsetningu Lab Loka. n Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafsdóttur í sviðsetningu Þjóðleik­ hússins. Eldfærin og Ragnheiður með flestar Tilnefningar til Grímunnar fyrir leikárið 2013/2014 Ragnheiður Verkið hlaut 11 tilnefningar til Grímuverð- launna líkt og Eldraunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.