Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 66
Helgarblað 6.–9. júní 201410 HM 2014 n Flestir spá Brasilíu og Spánverjum velgengni n En hvað mun koma mest á óvart og hver verður markakóngur? n Hver veldur vonbrigðum? Spekingar spá í spilin Hollendingar sitja eftir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í Pepsi-deild karla: n Með hverjum heldur þú? „Ítalíu.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Brasilía. Þeir klára þetta á heimavelli.“ n Hver verður markakóngur? „Lionel Messi.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Holland. Þeir sitja eftir í sínum riðli.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Japan. Þeir fara í 8-liða úrslit.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Það verður einhver úr sigurliðinu. Ég tippa á Thiago Silva.“ Bikarinn fer til Suður-Ameríku Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net: n Með hverjum heldur þú? „Ég styð Spánverja eins og alltaf. Tek fram að ég er ekki „glory hunter“ sem hoppaði á lestina eftir að þeir fóru að vinna stórmót. Þeir hafa verið mínir menn frá því að ég var níu ára.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Því miður mun sigurgöngu Spán- verja ljúka í sumar. Bikarinn verður eftir í Suður-Ameríku. Lionel Messi klárar þetta með Argentínumönnum.“ n Hver verður markakóngur? „Messi á eftir að bæta upp fyrir „lélegt“ tímabil á sinn mælikvarða hjá Barcelona. Leiðir Argentínu til sigurs og stimplar sig inn sem sá besti í sögunni.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „England er klassískt svar, er ekki viss um að þeir fari upp úr riðlinum. Held samt að Hollendingarnir verði í basli og valdi mestum vonbrigðum.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Margir tala um Belgana hér en ég held að för þeirra endi í 16 liða úrslitunum. Ég ætla að tippa á að Bosnía- Hersegóvína komi skemmtilega á óvart með Edin Dzeko í broddi fylkingar. Fara áfram í 8 liða úrslit á fyrsta heimsmeistaramóti sínu.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Messi tekur þann titil. Þetta er sumarið hans.“ Kólumbía spútnik Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fjölmiðla- og leikkona: n Með hverjum heldur þú? „Síðari ár hef ég haldið með Spáni og það hefur auðvitað ekkert að gera með það hve fagrir leikmennirnir eru.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Spánn #biluð- plata.“ n Hver verður markakóngur? „Týpíska svarið er Ronaldo. En út af því að hann er óbærilegur með öllu ætla ég að halda því fram að þetta verði árið hans meistara Messi.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Hollendingar valda mér alltaf persónulega mjög miklum vonbrigðum, sem og England. Býst ekki við að það breytist í bráð.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Spútnik-liðið Kólumbía landar bronsinu. Mark my words.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Sergio Ramos. Sagðirðu ekki annars fallegasti?“ Belgar munu bregðast Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður: n Með hverjum heldur þú? „Ég held alltaf með Englendingum. Ég geri mér grein fyrir því að það er sjúklega plebbalegt en þannig er ég bara. Til vara: Hollendingar.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Brasilía eða Argentína. Heimavöllurinn, þannig séð, mun skipta máli.“ n Hver verður markakóngur? „Thomas Muller.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Belgar. Af því að það búast allir við svo rosalega miklu. Og svo munu Frakkar gera upp á bak eins og svo oft áður.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Vinir mínir í Kólumbíu. Til vara lið frá Afríku, Gana eða Nígería.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ronaldo. Af því að hann er bestur í fótbolta. Í heimi.“ Neymar verður í sambastuði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is: n Með hverjum heldur þú? „Það eru alltaf þrjú ljón á skyrtunni hjá minni þegar að stórmót í fótbolta fer af stað. England fer ekki langt en ég myndi segja að ég væri ansi harður stuðningsmaður Englands.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Ef ég væri spilafíkill þá myndi ég hólka seðlunum mínum á Þýskaland. Ótrúlegur leikmannahópur sem hefur ekki staðið undir væntingum á síðustu stórmótum. Þýska stálið tekur þetta í ár.“ n Hver verður markakóngur? „Neymar tekur þetta, mun bera upp Brasilíu á heimavelli og verður í sambastuði. Ég þoli hann ekki sem leikmann en það er erfitt að neita því að hann hefur gæðin.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Ég ætla að tippa á að Ítalía fari ekki upp úr riðlinum sínum. England og Úrúgvæ fara áfram úr þeim riðli og sykursætu strákarnir frá Ítalíu fara heim með sárt ennið. Ekki ólíklegt að Balotelli verði til vandræða.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Nú ætla ég ekki að láta skynsemina ráða og ætla að tippa á að England komi á óvart, mikið magn af ungum og efnilegum piltum þar. Þeir gætu alveg farið langt því pressan á þá ensku hefur sjaldan verið minni.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ég tel að Þýskaland vinni og þá hlýtur sá besti að koma úr þeirra röðum, atkvæði mitt fyrir mót fær Thomas Muller. Virkar eins og hann geti ekkert í fótbolta en seiglan í honum er ótrúleg.“ Vonbrigði Englendinga Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals í Pepsi-deild kvenna: n Með hverjum heldur þú? Ég hef alltaf haldið með Englandi en Spánn hefur líka verið mitt lið að undanförnu.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Ég held það verði Brasilía.“ n Hver verður markakóngur? „Ég held að það verði einhver Brassi, líklega Neymar.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Ég hugsa að það gæti orðið England – svona eins og vanalega.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Það er dálítið erfitt að segja. Ég held að Portúgal muni samt fara langt.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Það verður einhver úr brasilíska liðinu. Segjum bara Neymar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.