Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 6.–9. júní 201438 Lífsstíll Æfingar eru eina meðalið n Baráttan við appelsínuhúð n Krem og dýrar meðferðir gagnslausar Á vefsíðunni justformetoday. com birtist nýlega grein um appelsínuhúð þar sem segir að engin krem virki á þetta heimsþekkta fyrir- bæri. Engar töfralausnir sé að finna á appelsínuhúðinni sem flestar konur fyrirlíta og margar borga háar fjárhæðir til að losna við. Það er sjúkraþjálfarinn og æfingasér- fræðingurinn Joey Atlas sem rit- ar greinina en niðurlag hennar er í takt við rannsóknir Molly Wanner við Harvard-háskólann í Banda- ríkjunum sem komst að því árið 2008 að engin raunveruleg lækn- ing væri til við appelsínuhúð. Fleiri rannsóknir, svo sem þær sem gerð- ar voru við David Geffen School of Medicine sem er hluti Kaliforníu- háskóla skiluðu sömu niðurstöð- um. Gefum Atlas orðið: 1 Ekkert krem virkar „Ekk-ert krem, gel eða skrúbb getur læknað appelsínuhúð. Sama hversu dýrt það er. Þrátt fyrir að úrvalið sé mikið er engin möguleg leið að eitthvað af því geti losað fólk við appelsínuhúð. Vanda- málið tengist ekki húðinni. Það er tilkomið vegna líkams- og vöðva- byggingar. Það er aðeins hægt að laga með því að styrkja vöðvana undir viðkomandi svæði.“ 2 Dýrar meðferðir peninga-eyðsla „Áhættusamar og dýrar meðferðir á förðunarstofum skila engu nema holu í veskinu. Jafnvel hefur verið fjallað um slíkar meðferðir sem hafa endað illa. Hitameðferðir, plastvafningar og annað í þeim dúr á ekki við nein vísindaleg rök að styðjast.“ 3 Appelsínuhúð erfist ekki „Appelsínuhúð er ekki eitthvað sem gengur í erfðir og þú ert ekki föst með hana til æviloka. Að trúa þessu mun aðeins hindra þig í að gera það sem þarf til að losna við appelsínuhúð. Það að sjá mæðgur með appelsínuhúð er ekki endanleg sönnun þess efnis. Það þýðir bara að þær hafa ekki fundið réttu leiðina til að losna við hana.“ 4 Hægt er að losna við app-elsínuhúð óháð aldri „Þar sem appelsínuhúð er vandamál sem er vöðvafræðilegs eðlis er hægt að draga úr henni með einföldum æfingum. Allar konur óháð aldri geta framkvæmt þessar æfingar. Þessar æfingar gera það að verkum að vöðvar þrýsta húðinni út og draga úr appelsínuhúðinni. Skiptir ekki hversu lengi app- elsínuhúðin hefur verið til staðar.“ 5 Æfingar eina lausnin „Eina leiðin sem sannað hef- ur verið að dregið geti úr appelsínuhúð er hreyfing og sérstakar æfingar sem styrkja svæðið þar sem hún myndast. Með auknum vöðvamassa eykst fitubrennsla og auka fita minnkar enn frekar. Ekki þessar hefðbundnu líkamsræktar- æfingar með lóðum heldur marg- þátta æfingar (e. multidimensional exercises) sem virkja fleiri vöðva en aðeins þá stærstu.“ n Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Margþátta æfingar Er eina raun- verulega leiðin til að draga úr appelsínuhúð er að styrkja viðkomandi svæði. Kremin virka ekki Engar eða mjög takmarkaðar sannanir eru til um að krem virki á appelsínuhúð. „Áhættusamar og dýrar meðferðir á förðunarstofum skila engu nema holu í veskinu Telja kannabis hafa áhrif á frjósemi Vísbendingar um tengsl milli neyslu slíkra efna og frjósemi karlmanna N ý rannsókn sem gerð var við háskólann í Sheffield í Englandi bendir til þess að neysla kannabisefna geti haft slæm áhrif á heilbrigði sæðis- fruma og geti breytt stærð og lög- un þeirra, nokkuð sem hefur áhrif á hvort þær geti frjóvgað eggfrumur. Höfundur rannsóknarinnar, dr. Allan Pacey, sagði gögnin benda til þess að ráðlegt sé fyrir neytendur kannabisefna að hætta eða minnka notkun þeirra ef þeir hyggja á barneignir. Aðferðin sem rann- sóknarteymið notaði var að leggja spurningalista fyrir 2.000 sæðis- gjafa og rannsaka hvort fylgni væri milli frjósemi þeirra og lífsstíls. Í ljós kom að 318 þátttakend- ur voru með það sem taldist vera léleg sæðisframleiðsla og upplýs- ingar um þá voru bornar saman við restina af úrtakinu. Í ljós kom að lítil fylgni var milli frjósemi og tóbaks- eða áfengisnotkunar en hins vegar var sæðisframleiðsla þeirra sem reykt höfðu kannabis síðastliðna þrjá mánuði verri en annarra þátt- takenda. Höfundar rannsóknarinnar bentu einnig á að þó að tengslin væru til staðar væri erfitt að úti- loka aðra þætti sem gætu haft áhrif á frjósemi, til dæmis erfðir. Niður- stöður rannsóknarinnar birtust í júnítölublaði vísindaritsins Human Reproduction. n Skaðleg áhrif? Rannsóknin fann tengsl milli kannabisreyk- inga og frjósemi karlmanna. Æfing á tíu mínútum Það hafa ekki allir tíma til þess að fara í ræktina. En margt smátt getur gert eitt stórt. Á „frídög- um“ er hægt að gera einfalda og árangursríka æfingarútínu þess vegna á skrifstofunni til að halda sér við. Excercise.about.com býð- ur lesendum sínum upp á þessar æfingar. Gert er ráð fyrir 3–5 mín- útna upphitun. 1. mínúta – Hnébeygja og hopp Fyrst tvær hnébeygjur og síðan tvö hnébeygjuhopp. Djúpar hnébeygjur og sprengja síðan í hátt hopp. Lenda síðan aftur beint í hnébeygjustöðu. Gera þetta í 45–50 sekúndur, hvíla í 10 og byrja á næstu. 2. mínúta – Framstig og hopp Tekur framstig með hægri og vinstri fæti til skiptis í 25 sekúndur. Síðan framstig og hopp upp úr framstiginu og skiptir um fót. 25 sekúndur af framstigshopp- um. Um 45–50 sekúndur. 3. mínúta – Bjarnarganga og armbeygjur 25 sekúndur af hálfri bjarnargöngu. Fætur á sínum stað en gengur á höndum fram og aftur niður í armbeygjustöðu. Seinni 25 eru gerðar armbeygjur. 4. mínúta – Réttstaða á hægri fæti Í 50 sekúndur er gerð réttstaða á hægri fæti. Vinstri fótur helst beinn á meðan þú teygir þig fram með hendur í átt að jörðu. Passa að halda bakinu stöðugu. 5. mínúta – Réttstaða á vinstri fæti Sama endur tekið fyrir vinstri fót. Rétt- staða fram. Engin lóð þarf en í góðu lagi að hafa eitthvað létt í höndum. 6. mínúta – Rússneskur stóll Situr við vegg með hné í um 90 gráðum. Síðan lyftir þú varlega öðrum fæti í einu stutt frá gólfi. Ef það er of erfitt lætur þú stólinn duga til að byrja með. 7. mínúta –Dýfur Hér þarftu að finna þér eitthvað stöðugt til að gera dýfur á. Passa að það sé stöðugt! Fætur á jörðu og hreyfingin í gegnum olnboga. 8. mínútur – Burpees Þessi er alltaf jafn vinsæl, eða hvað? Stekkur upp og klappar saman höndum og þaðan beint niður í armbeygjustöðu. Stekkur með fætur að líkama og beint í upphoppið aftur. 9. mínúta – Hliðarplanki Hliðarplanki í 30 sekúndur á hvorri hlið. Engin ástæða til að hvíla hér. Tekur 30 og 30 og síðan beint í þá síðustu. Hægt að þyngja æfinguna með því að gera armbeygjur og fara upp í hliðarplanka- stöðu á milli. 10. mínúta –Brú og rasslyfta Hægt er að gera brú með rass upp í loft og brjóstbak í gólf. Passa að fetta mjóbakið ekki of mikið. Einnig hægt að setja annan fót upp í loft og teygja hann til himins. 30 sekúndur á hvorn fót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.