Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fullorðinn á einni viku Á n þess að gera boð á undan sér varð síðasta vikan í maímánuði óvenju við- burðarík. Ég eignaðist þrjá veraldlega hluti sem hver um sig eru vísbending um að dagar æsku minnar séu á enda runn- ir. Ég tek fram að ég er ekki einn þeirra sem hræðist öldrun. Mér mun örugglega leiðast að deyja, og ég viðurkenni að stundum fæ ég hnút í magann þegar það rennur upp fyrir mér að ég hef þegar lifað þriðjung ævi minnar, en alla jafna hlakka ég til næsta dags, og þess að eldast. Í vetur gerðist sá eðlilegi atburð- ur í lífi pars, sem ekki gerir sérstakar ráðstafanir, að það fékk þær fregnir að það ætti von á barni. Þær frétt- ir voru gleðilegar þótt meðgangan sé langt því frá tóm hamingja. Ann- að barn var velkomið í heiminn. Allt var með kyrrum kjörum fram- an af, og óléttan hafði ekki teljandi áhrif á aðra þætti en þá sem snúa að heilsu konunnar. Í maí rann það upp fyrir okkur að bíllinn okkar, sem þjónað hef- ur okkur frá árinu 2007, myndi illa rúma tvo bílstóla og hafurtask það sem fylgir tveimur börnum. Við ætluðum að skoða málið í róleg- heitum í sumar, enda kemur barnið ekki fyrr en í október. Áður en hendi var veifað sátum við í spánnýjum og rúmgóðum fjölskyldubíl og velt- um því á heimleiðinni fyrir okkur hvað hefði gerst. Blekið var ekki þornað á samn- ingnum þegar okkur bauðst að kaupa aftanívagn á reiðhjól. Við notum reiðhjól býsna mikið og höfðum áður rætt að sniðugt væri að geta dregið börnin á eftir okk- ur. Það væri líka svolítið fullorðins. Þannig gætum við farið öll saman í Nauthólsvík án þess að gangsetja bíl. Þennan tveggja barna vagn fengum við á innan við hálfvirði og fjölskyldustuðullinn tók stökk upp á við. Ég var ekki búinn að leysa það hvernig ég ætti að geyma aftaní- vagninn þegar mér, af fullkomlega ófyrirséðum aðstæðum annarr- ar fjölskyldu, bauðst að eignast trampólín fyrir lítið sem ekkert. Ég gat ekki sagt nei við því og trampólínið, uppsett í garðinum á mettíma, var kornið sem fyllti mæli sjálfsmyndar minnar sem ráð- setts fjölskylduföður. Þetta er vikan þegar ég varð fullorðinn. Nú eigum við allt – nema hund. n „ Í maí rann það upp fyrir okkur að bíllinn okkar myndi illa rúma tvo bílstóla og hafurtask það sem fylgir tveimur börnum. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Helgarpistill Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport F yrir fáeinum árum sagði Em- ily Blunt að hún myndi frekar vinna í leikhúsi á lúsarlaun- um en taka að sér aukahlut- verk í Tom Cruise-mynd,“ svona hófst viðtal sem Helena de Berto- dano tók við leikkonuna Emily Blunt fyrir The Telegraph. „Ég sagði þetta aldrei!“ svaraði leik- konan um hæl en hún leikur að- alhlutverkið á móti Tom Cruise í myndinni Edge of Tomorrow sem er ein vinsælasta mynd heims um þessar mundir. „En hræðilegur hlutur til að segja,“ hélt Emily áfram áður en blaðamaðurinn dró upp blaða- úrklippu sem innihélt ummælin. Emily sprakk þá úr hlátri: „Þetta er of fyndið! Jæja, að minnsta kosti er ég ekki í aukahlutverki.“ Nokkuð rjóð í kinnum bar Emily fyrir sig hendina og jós sam- starfsfélaga sinn lofi. „Tom er frá- bær. Hann tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega og er satt að segja mjög ósérhlífinn. Honum gæti ekki ver- ið meira sama hvað fólki finnst um hann sem er frekar hressandi.“ Framtíðartryllirinn Edge of Tomorrow hefur nokkuð óvænt fengið þokkalega dóma en það er alls ekki sjálfgefið að mynd af þessu tagi falli í kramið hjá gagn- rýnendum. n Emily Blunt varð vandræðaleg þegar hún var minnt á gömul ummæli Ætlaði aldrei að leika með Cruise Sunnudagur 8. júní Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (17:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (33:52) 07.14 Tillý og vinir (44:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.34 Hopp og hí Sessamí 07.58 Sara og önd (35:40) 08.06 Kioka (12:52) 08.13 Kúlugúbbarnir (6:18) 08.36 Tré-Fú Tom (6:26) 08.58 Disneystundin (22:52) 09.01 Finnbogi og Felix (21:26) 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Nýi skólinn keisarans 09.53 Hrúturinn Hreinn (12:20) 10.00 Chaplin (46:52) 10.07 Vasaljós (4:10) e 10.30 Í garðinum með Gurrý II (5:6) (Gróðursetning skrautplantna) e 11.00 Gracie tekur stjórnina e 12.30 Páll Óskar og Sinfó. e 14.05 Inndjúpið (3:4) e 14.40 Leyndardómar Suður- Ameríku – Fegurðar- drottningar í Venesúela e 15.35 Villta Brasilía (3:3) e 16.30 Leiðin á HM í Brasilíu e 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Hrúturinn Hreinn 17.20 Stella og Steinn (5:42) 17.32 Friðþjófur forvitni (6:10) 17.56 Skrípin (15:52) 18.00 Stundin okkar e 18.25 Camilla Plum - kruð og krydd (5:10) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Sinfóníutónleikar - Hljómsveitin kynnir sig Upptaka frá nýstárlegum fjölskyldutónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands þar sem trúðurinn Barbara kynnir einstök hljóðfæri innan sveitarinnar. 20.30 Ferðastiklur - fyrr og nú 21.05 Inndjúpið (4:4) Fjögurra þátta röð um þá sem enn stunda hefðbundinn búskap við innanvert Ísa- fjarðardjúp. Saga búskapar er rakin og spáð í framtíðina á einlægan og raunsæjan hátt. Tónlistina samdi Mugi- son en Þóra Arnórsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir önnuðust dagskrárgerð. 888 21.40 Flugið 7,3 (Flight) Marg- verðlaunuð og átakanleg mynd um flugstjóra sem bjargar farþegaþotu frá stórslysi og er fagnað sem hetju. Við rannsókn málsins kemur hins vegar ýmislegt í ljós sem reynt hafði verið að hylma yfir. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Nadine Velazquez og Don Cheadle. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 23.55 Gainsburg (Gainsburg) Frönsk bíómynd frá 2010 um ævi franska tónlistarmanns- ins Serge Gainsbourg sem ólst upp í hernámi nasista í París, varð vinsæll söngvari og lagasmiður á sjöunda áratugnum og lést árið 1991, 62 ára. Leikstjóri er Joann Sfar og meðal leikenda eru Eric Elmosnino, Lucy Gordon og Laetitia Casta. e 02.05 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 08:20 R. Madrid - A.Madrid 11:00 NBA 2013/2014 - Final Game (San Antonio - Miami) 12:50 Meistarad. í handbolta - (Flensburg - Kiel) 14:30 Bosnía - Ísland 15:50 Austurríki - Ísland 17:30 Formula 1 2014 (Kanada-júní 2014) B 20:30 Moto GP (Ítalía) 21:30 UFC Live Events 23:30 NBA 2013/2014 - Final Game (San Antonio - Miami) B 07:00 England - Hondúras 12:00 Premier League Legends 12:30 Newcastle - Sheffield, 1993 13:00 HM 2002 (Senegal - Tyrkland) 14:40 England - Hondúras 16:20 Destination Brazil 16:50 HM 2010 (Holland - Brasilía) 18:30 Premier League World 19:00 1001 Goals 19:55 HM 2006 (Ítalía - Úkraína) 21:35 Chelsea - Sunderland 23:10 Southampton - Man. Utd. 08:50 Dear John 10:35 Margin Call 12:20 The Clique 13:45 Bowfinger 15:20 Dear John 17:05 Margin Call 18:50 The Clique 20:20 Bowfinger 22:00 The Campaign 23:25 Rec 02:25 The Campaign 16:10 Top 20 Funniest (2:18) 16:55 Take the Money and Run 17:40 Time of Our Lives (2:13) 18:35 Bleep My Dad Says (7:18) 19:00 Bob's Burgers (18:23) 19:20 American Dad (3:19) 19:45 The Cleveland Show 20:05 Neighbours from Hell 20:30 Brickleberry (11:13) 20:50 Bored to Death (4:8) 21:20 The League (2:13) 21:40 Rubicon (2:13) 22:25 Bob's Burgers (18:23) 22:45 Glee 5 (18:20) 23:25 The Vampire Diaries 00:05 American Dad (3:19) 00:30 The Cleveland Show 00:50 Neighbours from Hell 01:15 Brickleberry (11:13) 01:35 Bored to Death (4:8) 17:25 Strákarnir 17:55 Friends (16:25) 18:20 Seinfeld (16:21) 18:45 Modern Family 19:10 Two and a Half Men (5:22) 19:35 Viltu vinna milljón? 20:15 Nikolaj og Julie (9:22) 21:00 The Killing (4:12) 21:45 Hostages (7:15) 22:30 Sisters (2:22) 23:15 The Newsroom (5:10) 00:10 Viltu vinna milljón? 14:00 Frumkvöðlar 14:30 Heilsa og hollustu 15:00 Íslensk fyrirtækjaflóra 15:30 Öryggislína borgaranna 16:00 Hrafnaþing 17:00 433 17:30 Gönguleiðir 18:00 Björn Bjarnason 18:30 Perlur Páls Steingrímssonar 19:00 Í návígi 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Suðurnesjamagasín 22:00 Kling klang 23:00 Rölt um Reykjavík 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 07:55 Algjör Sveppi 09:30 Villingarnir 09:55 Ben 10 10:15 Tommi og Jenni 10:45 Lukku láki 11:10 iCarly (1:25) 11:35 Victourious 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Mr Selfridge (6:10) 14:30 Breathless (4:6) 15:20 Lífsstíll 15:40 Ástríður (4:10) 16:05 Höfðingjar heim að sækja 16:25 60 mínútur (35:52) 17:30 Eyjan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (41:50) 19:10 The Crazy Ones (16:22) 19:30 Britain's Got Talent (6:18) 20:30 Mad Men (2:13) Sjöunda þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapé- sans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Madison Avenue í New York. 21:20 24: Live Another Day 9,2 (6:12) Kiefer Sutherland snýr aftur í hlutverki Jack Bauer sem núna er búinn að vera í felum í nokkur ár. Þegar hann kemst að því að hryðjuverkamenn ætla að láta til skarar skríða í London grípur hann til sinna ráða. 22:05 Shameless (11:12) Bráð- skemmtileg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjöl- skyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 23:00 60 mínútur (36:52) 23:45 Nashville (14:22) Önnur þáttaröð þessara frábæru þátta þar sem tónlistin spilar stórt hlutverk og fjallar um kántrí-söngkon- una Rayna og ungstirnið Juliette Barnes. Í síðustu þáttaröð reyndu þær fyrir sér í samstarfi til að lífga uppá ferlil þeirra beggja. Eins hefur mikið gengið á bæði í starfi og einkalífi þeirra beggja. Með aðal- hlutverk fara Connie Britton úr American Horror Story og Heyden Panettiere. 00:30 Game Of Thrones (8:10) 01:25 The Americans (13:13) 02:10 Vice (8:12) 02:40 The Imaginarium of Doctor Parnassus 04:40 Mad Men (2:13) 05:30 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:50 Dr. Phil 13:30 Dr. Phil 14:10 Dr. Phil 14:50 7th Heaven (22:22) 15:30 Once Upon a Time (22:22) 16:15 90210 (21:22) 17:00 Design Star (7:9) 17:45 The Good Wife (17:22) 18:30 Rookie Blue (1:13) 19:15 Læknirinn í eldhúsinu (8:8) Læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson hefur lengi haldið úti dagbók um matargerð á netinu og síðustu jól gaf hann út sína fyrstu matreiðslubók sem bar heitir Læknirinn í eld- húsinu. Nú er læknirinn með ljúffengu réttina mættur á SkjáEinn þar sem hann mun elda, baka og brasa allskonar góðgæti. 19:40 Judging Amy (19:23) 20:25 Top Gear USA (3:16) Bandarísk útgáfa Top Gear þáttanna hefur notið mik- illa vinsælda beggja vegna Atlantshafsins þar sem þeir félagar Adam Ferrara, Tanner Foust og Rutledge Wood leggja land undir fót. 21:15 Law & Order (17:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og sak- sóknara í New York borg. Sjónvarpsfréttamaður er myrtur en hann var hluti af ástarþríhyrningi sem gæti haft eitthvað með málið að gera. 22:00 Leverage (6:15) Þetta er fimmta þáttaröðin af Leverage, æsispennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt og ríkidæmi og níðast á minnimáttar. Nate biður hópinn um að hjálpa dauðvona föður sínum og ljúka gömlu rannsóknar- máli sem er enn óleyst. Flugræninginn D.B.Cooper hefur verið týndur í yfir 40 ár og ætlar hópurinn að finna hann. 22:45 Málið (9:13) Hárbeittir fréttaskýringarþættir frá Sölva Tryggvasyni þar sem hann brýtur viðfangsefnin til mergjar. Sölvi ræðir við mann sem varð fyrir barðinu á dómstólum götunnar þegar honum var gefið að sök að hafa misnotað son sinn kynferð- islega, Maðurinn kveðst algjörlega saklaus af þeim ásökunum. 23:15 Elementary (22:24) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. 00:00 Agents of S.H.I.E.L.D. 00:45 Scandal (20:22) 01:30 Beauty and the Beast 02:15 Leverage (6:15) 03:00 The Tonight Show 03:45 Pepsi MAX tónlist Blunt og Cruise Ég sagði þetta aldrei … eða þú veist, kannski. F regnir herma að leikstjórinn Oliver Stone hyggist fram- leiða og leikstýra kvikmynd sem byggir á uppljóstraran- um Edward Snowden, sem eins og margir vita ljóstraði upp um umfangsmiklar njósnir Þjóðar- öryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA. Leikstjórinn hyggst að sögn heimildarmanna úr Hollywood gera stórmynd um Snowden sem byggð er á bókinni The Snowden Files. Sú bók er eftir blaðamann The Guardian að nafni Luke Harding, sem mun starfa náið með Stone sem ráðgjafi við fram- leiðslu myndarinnar. Í tilkynningu var haft eftir Stone að verkefnið væri mjög krefjandi. „Þetta er ein magn- aðasta saga okkar tíma,“ sagði Stone og bætti við að hann væri ánægður að fá liðsinni blaða- manna The Guardian, en blað- ið var það fyrsta sem fjallaði um njósnir NSA. Blaðið vann í kjöl- farið til Pulitzer-verðlauna fyrir umfjöllun sína. Stone er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að fjalla um pólitík í myndum sínum. Hann á að baki margar stórmyndir sem fjalla um pólitísk ágreiningsmál sem komu upp á þessari og síð- ustu öld. Til dæmis má nefna Platoon, sem fjallaði um Víetna- mstríðið, Nixon, sem fjallaði um Watergate-málið og mynd- irnar JFK og W., sem fjölluðu um Bandaríkjaforsetana John F. Kennedy og George Bush yngri. n jonsteinar@dv.is Kvikmyndar sögu Edwards Snowden Oliver Stone hefur tryggt sér réttinn Edward Snowden og Oliver Stone Leikstjórinn segir sögu Snowdens eina mögnuðustu sögu samtímans en Snowden gæti átt von á áratuga fangelsi. Röð tilviljana í lífi ungs fjölskylduföður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.