Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 74
Helgarblað 6.–9. júní 201418 HM 2014 Óbilandi sjálfstraust en hæfilega kærulaus n Aron á leið á HM með Bandaríkjunum n Ekki sjálfgefið að hann yrði atvinnumaður S ama dag og opnunarleikur HM 2010 fór fram var Aron Jóhannsson í eldlínunni í 1. deildinni á Íslandi með Fjölnismönnum í 4–0 sigri á ÍR. Nú, fjórum árum síðar, er þessi 23 ára leikmaður á leiðinni á sjálft heimsmeistaramótið með banda- ríska landsliðinu. Það er ljóst að mik- ið vatn hefur runnið til sjávar á þess- um fjórum árum sem liðin eru. DV ræddi við nokkra aðila sem þekkja vel til Arons. Honum er lýst sem hógvær- um og rólegum strák sem lagði mikið á sig til að verða atvinnumaður. Alinn upp hjá Fjölni Aron er alinn upp hjá Fjölni og spil- aði með liðinu nánast allan sinn yngri flokka feril. Hann lék þó eitt sumar, árið 2005, þegar hann var fimmtán ára, með Breiðabliki en skipti strax aftur yfir í Fjölni um haustið. Það er samdóma álit þeirra sem DV ræddi við að Aron hafi búið yfir hæfileikum til að ná langt, en það hafi langt í frá sjálfgefið að hann yrði atvinnumaður í knattspyrnu. Hann hafi lagt hart að sér og uppskorið eins og hann sáði. Sló í gegn 2010 Aron lék sína fyrstu meistara- flokksleiki með Fjölni í Landsbanka- deildinni sálugu sumarið 2008. Þá var Aron aðeins 17 ára og kom hann við sögu í þremur leikjum það tímabil. Sumarið 2009 féll Fjölnir úr efstu deild en það sumar tókst Aroni að skora 1 mark í 16 leikjum. Í 1. deildinni sumarið 2010 fór Aron fyrst að vekja athygli á sér fyrir alvöru. Hann varð markakóngur deildarinn- ar, skoraði 12 mörk í 18 leikjum, og vakti árangur hans athygli útsendara erlendra liða. Svo fór að danska 1. deildarfélagið AGF klófesti Aron síð- sumars 2010. Danska liðið tryggði sér í kjölfarið sæti í úrvalsdeildinni þar sem Aron fór á kostum. Fyrsta tímabil sitt skoraði Aron sjö mörk en tímabilið 2012/2013 var hann óstöðvandi og skoraði 14 mörk í 18 leikjum. Í janúar 2013 var Aron svo seldur til AZ Alkmaar þar sem hann hefur haldið uppteknum hætti, skor- að mörk, spilað vel og vakið athygli enn stærri félaga. Sjaldséð yfirvegun „Ég hafði á orði við félaga mína utan Fjölnis að þessi strákur væri efni- legasti leikmaður sem ég hefði æft með. Ég held að menn hafi trúað því mátulega því hann virkaði ekk- ert miklu hæfileikaríkari en margir aðrir í fyrstu,“ segir Viðar Guðjóns- son sem spilaði með Aroni sumarið 2010 hjá Fjölni. Viðar og Aron skor- uðu einmitt tvö mörk hvor í leikn- um gegn ÍR sem vísað er til í upphafi greinarinnar. Viðar bætir við að hann beri mjög gott skynbragð á leikinn og hafi afskaplega næmt auga fyrir því að gera réttu hlutina framarlega á vellinum. „Yfirvegun sem er sjald- séð á Íslandi,“ segir hann. Fæðist enginn með þessa hæfileika Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, tekur undir með Viðari, en hann þekkir vel til Arons. „Hann hafði alla möguleika á að ná langt en það var ekkert sjálf- gefið á sínum tíma að hann ætti eft- ir að verða atvinnumaður.“ Kristján segir að Aron hafi þó alltaf lagt gríðar- lega hart að sér og það hafi skilað sér. „Þeir sem ná svona langt leggja meira á sig en aðrir. Það fæðist enginn með þessa hæfileika.“ Ásmundur Arnars- son, þjálfari Fylkis, þjálfaði Aron þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki með félaginu. Ásmundur segir að það hafi snemma orðið ljóst að Aron hefði möguleika á að ná langt en það hafi verið hans að vinna úr þeim möguleikum. „Hann tók rétta stefnu veturinn 2009/2010 og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann hefur tekið miklum framförum síðan hann fór í atvinnumennsku og haldið áfram að taka framförum. Það var ekkert endilega augljóst að hann myndi slá í gegn í Danmörku því hann átti eftir heilmikla vinnu.“ „Sjálfsöruggur strákur“ Aroni er lýst sem hógværum dreng sem auðvelt sé að eiga samskipti við. Hann hafi þó tröllatrú á hæfileikum sínum án þess þó að vera hrokafull- ur „Hann er sjálfsöruggur strákur sem hefur trú á því að hann sé betri í fótbolta en aðrir. Hann hefur náð að láta það vinna með sér og tekist á við þær áskoranir sem falla honum í skaut með réttu hugarfari. Hann er fínn í hópi og alltaf stutt í brosið hjá honum,“ segir Viðar. Kristján tekur undir þetta. „Hann er hógvær strák- ur og það er mjög gott að eiga sam- skipti við hann.“ Ásmundur segir að Aron sé mikill húmoristi og alltaf líf og fjör í kringum hann. „Svo hefur hann óbilandi sjálfstraust og er hæfi- lega kærulaus sem er ágætis blanda.“ Ótrúlegar kröfur KSÍ Sú ákvörðun Arons að spila fyrir bandaríska landsliðiðið vakti mikla athygli á sínum tíma. Aron fæddist í bænum Mobile í Alabama í Banda- ríkjunum þann 10. nóvember 1990 og hafði af þeim sökum möguleika á að spila með bandaríska liðinu. Mikið fjaðrafok varð sumarið 2013 þegar Aron ákvað að gefa kost á sér í bandaríska liðið frekar en það ís- lenska. Knattspyrnusamband Ís- lands sá ástæðu til að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að Aron ætti að leika fyrir Ísland, hann hafi hlotið „knattspyrnulegt uppeldi innan vé- banda KSÍ“ og leikið með U21 árs landsliði Íslands. Aron lét kröfur KSÍ sem vind um eyru þjóta og stóð fastur á sinni ákvörðun. Hann sér væntanlega ekki eftir því enda á leið á heimsmeistaramótið í knattspyrnu, fyrstur Íslendinga. Væntanlega á bekknum Aron hefur nú þegar leikið átta lands- leiki fyrir Bandaríkin og skorað tvö mörk. Hann hefur ekki verið í byrj- unarliðinu í síðustu vináttuleikjum Bandaríkjanna fyrir mótið og má því búast við því að hann byrji mótið á varamannabekknum. „Aron mun mjög líklega spila á mótinu. Að öllum líkindum mun hann ekki byrja fyrsta leikinn. En hann er sá sem Bandaríkja- menn munu leita til ef hressa þarf upp á sóknarleikinn,“ segir Viðar. Kristján segist vona að Aron fái tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Það er bara þannig með þessa íslensku stráka að þegar kemur ný áskorun þá stíga þeir upp. Ég vona að hann fái einhverjar mín- útur, skori tvö til þrjú mörk og verð svo seldur fyrir fúlgur fjár,“ segir Kristján að lokum og hlær. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Þeir sem ná svona langt leggja meira á sig en aðrir. Það fæðist enginn með þessa hæfileika. Vann vel úr sínu Ásmundur Arnarsson segir að Aron hafi haldið rétt á spilunum og haldið áfram að taka framförum. Það var samt ekki augljóst að hann myndi slá í gegn erlendis. Marki fagnað Aron fagnar hér sínu öðru landsliðsmarki með Bandaríkjunum. Þegar HM 2010 fór fram spilaði hann í 1. deildinni á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.