Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 6.–9. júní 201440 Lífsstíll
Tíræðir deyja
síður úr krabba
Tírætt fólk er öðruvísi en við hin.
Samkvæmt breskri rannsókn deyja
þeir elstu af þeim elstu ekki af
sömu sjúkdómum og þeim sem
draga okkur hin til dauða heldur
frekar vegna sýkinga og beinbrota.
Þetta kemur fram í Live Science
og Time. Af þeim 36 þúsund
Englendingum sem náðu að lifa í
meira en öld milli 2001 og 2010 lét-
ust aðeins 8,6% af völdum hjarta-
sjúkdóma og 4,4% úr krabbameini.
Á meðal þeirra sem létust á aldr-
inum 80–85 ára dóu 19% úr hjarta-
sjúkdómum og 24% úr krabba-
meini. Í rannsókninni kom einnig
fram að 88% þeirra sem höfðu lifað
lengur en í 100 ár létust á elliheim-
ili eða á sjúkrahúsi. Talið er að
tírætt fólk verði rúmar þrjár millj-
ónir á heimsvísu árið 2050.
Fætur eru
að stækka
og breikka
Fætur Breta hafa stækkað um tvö
skónúmer frá 1970. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn Podiatry-
háskólans þar sem kemur fram
að meðalkarlmaður sé í stærð 10
(44,5) en fyrir 40 árum hafi hann
verið í stærð 8 (42). Meðalkonan
sé hins vegar í stærð 6 (39,5) en
hafi verið í 4 (37). Vísindamenn
segja líkama okkar bæði stærri og
þyngri en áður og það sama eigi
við um fæturna. Í könnun á 2.000
einstaklingum sagðist fjórðungur
og 41 prósent kvenna fætur sína
hafa stækkað á síðustu árum.
Einn af fimm sagðist eiga í vand-
ræðum með að finna nógu breiða
skó. Margir viðurkenndu að
kaupa of litla skó – oftast óvart en
stundum til að tolla í tísku. Þriðj-
ungur kvennanna og fimmtungur
karla sagðist finna til í fótum dag-
lega vegna skónna.
Mengun
eykur líkur á
blóðtappa
Loftmengun eykur líkur á óreglu-
legum hjartslætti og blóðtappa í
lungum. Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn rannsóknarteymis við
London School of Hygiene &
Tropical Medicine sem skoðuðu
gögn frá Englandi og Wales frá
árunum 2003 til 2009 og fjallað
er um hjá BBC. Vísindamennirn-
ir segja áhrif loftmengunar hvað
varðar auknar líkur á hjartaáfalli
og heilablóðfalli mikil og sérstak-
lega á meðal þeirra sem eldri eru,
en að frekari rannsókna sé þörf.
Nostalgía hefur hlutverki að gegna
Ljúsár söknuður eftir liðnum tíma er sálfræðilegt verkfæri
F
ortíðarþrá eða nostalgía er
ljúfsár söknuður eftir liðn-
um tíma. Hugtakið „nostalgia“
var fundið upp af svissnesk-
um lækni í kringum 1600 sem notaði
það til lýsa sérstakri tegund af heim-
þrá meðal hermanna. Í dag þýðir
hugtakið mun meira en heimþrá og
getur auðveldlega orðið væmið, að
margra mati, ef kafað er of djúpt.
Vísindamenn, með sálfræðinginn
Constantine Sedikides í fararbroddi,
hafa komist að því að þessi tilfinn-
ing gæti haft einhverju hlutverki að
gegna. Sedikides telur að við notum
nostalgíu sem viskubrunn sem við
byggjum á til að tengjast öðru fólki
og viðburðum svo við getum haldið
áfram án ótta og með æðri tilgang.
Sedikides fjallar um „ Terror
Management Theory eða TMT,
kenningu sem gengur út frá sálfræði-
legri þörf okkar til að takast á við og
sætta okkur við óumflýjanlegan
dauða okkar.
Í TMT rannsókn frá 2008 voru
þátttakendur fengnir til að hugsa um
eigin dauða með spurningum á borð
við Lýstu tilfinningunum sem fylgja
hugleiðingum um eiginn dauða.
Viðmiðunarhópur var látinn hugsa
um sársauka í tannlæknastólnum
(eitthvað sem hefur ekki áhrif á til-
vist okkar).
Samkvæmt TMT-kenningunni
er algengt að þeir sem hugsa um
eigin dauða haldi fast í hugmynd-
ir um að lífið hafi æðri tilgang og
merkingu. Vísindamennirnir fundu
út að með því að minna þátttak-
endur á eigin dauða jókst magn til-
finninga tengdum tilgangsleysi en
aðeins á meðal þeirra sem sjaldan
upplifa nostalgíu. Hugsanir um eig-
in dauða vöktu ekki upp tilfinningar
um tilgangsleysi lífsins hjá þeim
sem þekktu vel til nostalgíu. n
indiana@dv.is
Ljúfsárar minningar
um horfna tíma
Samkvæmt rannsókn-
um er nostalgía góð
fyrir sálartetrið.
Vonar að mamma
fylgist með af himnum
Katrín Mist, dóttir Helgu Alice heitinnar, opnar Leik- og dansstúdíó Alice
Þ
essi hugmynd hefur alltaf
verið til en ég var bara að gera
aðra hluti,“ segir Katrín Mist
Haraldsdóttir, 25 ára Akur-
eyringur, sem hefur stofnað
Leik- og dansstúdíó Alice. Katrín Mist
er dóttir Helgu Alice Jóhanns sem rak
frægt dansstúdíó á Akureyri á níunda
áratugnum en Alice lést árið 1992 eft-
ir baráttu við briskrabbamein. Katrín
Mist er útskrifuð sem leikkona úr
Circle in the Square Theatre School í
New York. „Ég kom heim núna í des-
ember og fór að kenna aftur hjá Point
Dansstúdíói. Svo kom í ljós að það á
að loka þeim dansskóla og þá ákvað
ég að slá til. Þetta er bara eitthvað
sem mér finnst ég verða að gera, fyrst
þessar dyr opnuðust.“
Tveggja ára í tútú
Katrín Mist segir viðbrögðin hafi ver-
ið frábær. „Sérstaklega hjá því fólki
sem var að læra dans hjá mömmu,“
segir hún og bætir við að hún sé að
leita eftir myndum frá því tímabili.
„Ég á mikið af ljósmyndum og vídeó-
upptökum af gömlum sýningum. Ég
ætla að reyna að koma því á tölvutækt
form svo fólk geti fundið sig á þess-
um myndum. Mig langar að fá enn
fleiri myndir enda er örugglega nóg
af börnunum sem hefðu gaman af
því að sjá foreldra sína í næntís-gall-
anum.“ Katrín ætlaði upphaflega að
snúa aftur til New York og láta reyna á
leiklistardraumana. „Kærastinn minn
er ennþá úti í sínu námi og planið var
að snúa aftur og halda áfram að dansa
og elta leiklistina,“ segir hún og bætir
við að hún hafi alltaf stefnt í þessa átt.
„Amma mín spurði mig þegar ég var
þriggja ára hvað ég ætlaði að verða og
þá var ég með það á hreinu að ég ætl-
aði að verða leikkona. Ég hafði setið
og fylgst með æfingum hjá mömmu
síðan ég fæddist og var komin í bleik-
an tútú og með allar balletthreyfingar
á hreinu aðeins tveggja ára.“
Missti móður þriggja ára
Katrín var aðeins þriggja ára þegar
mamma hennar lést. Hún man því
aðeins lítillega frá henni. „Ég man
svona brot og brot en á ekki mikið
af heilum minningum. Fólk er samt
duglegt að segja mér frá henni og ég
hef fengið að heyra upptökur af göml-
um útvarpsviðtölum. Svo var hún líka
dugleg að skrifa dagbækur og ég hef
fengið að kynnast henni í gegnum
þær. Ég er sögð mjög lík henni sem er
ótrúlegt því í uppeldinu var lögð mik-
il áhersla á að ég fengi að fullorðn-
ast og þroskast sem ég sjálf. Þegar ég
varð 18 ára fékk ég dótið hennar, ljóð
og annað og fékk svo dagbækurn-
ar hennar nýlega. Í þeim sé ég að ég
hef ósjálfrátt mótast í áttina að henni.
Áhugamál okkar eru þau sömu, við
erum báðar listrænar og líka ótrú-
lega líkar í útliti. Ég er lítil eftirlíking
af henni,“ segir hún brosandi.
Akureyri ólík New York
Hún segist vona að mamma hennar
fylgist með af himnum. „Ég vona að
hún sé ánægð með þetta. Að mínu
mati kom ekkert annað nafn til greina
og ekki heldur annað lógó en hennar.
Mamma kom með dansinn til Akur-
eyrar og það er frábært að geta haldið
áfram þessari frábæru starfsemi og
gefið börnunum hér það sem hún
byrjaði á. Það er auðvitað tvennt ólíkt
að búa hér á Akureyri eða í New York
en mér líkar þetta betur en ég þorði
að vona. Það eru líka svo mikil for-
réttindi að fá að vinna við það sem
maður elskar og um leið geta haft
fólkið manns í kring. Þetta þýðir ekki
að ég þurfi sjálf að hætta að leika,
dansa og syngja. Ég verð bara dugleg
að heimsækja New York til að ná mér
í nýja þekkingu og koma með hingað
heim.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Katrín Mist Katrín
Mist útskrifaðist
nýlega sem leikkona
úr skóla í New York.
MYNd BALdvIN ÞeYr
Mæðgur Alice lést árið
1992 þegar Katrín Mist
var aðeins þriggja ára.
„Svo var hún
líka dugleg
að skrifa dagbækur
og ég hef fengið að
kynnast henni
í gegnum þær