Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 6.–9. júní 2014 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ BOZZ sturtuklefi 80x80cm 43.900 11.990 AGI-167 hitastýrð blöndunar tæki fyrir sturtu fáanleg með upp stút. Rósetturog hjámiðjur fylgja. Fást einnig í 90x90cm á kr. 45.900. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 45.900 Sturtustöng og -brúsa fylgja. GÆÐAVARA Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290 Friðrik svarar Ólafi Friðrik Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ, er ósáttur við orð sem bloggarinn og rit- höfundurinn Ólafur Arnarson lét falla í viðtali við DV í maí undir fyrirsögninni „Þetta er ein leið til þöggunar“. Friðrik sendi DV tölvu- póst þar sem hann svarar Ólafi og fylgir hluti hans hér á eftir. „Í viðtalinu fer Ólafur enn og aftur með rangt mál þegar hann gefur í skyn að LÍÚ hafi kostað rekstur netmiðilsins AMX. LÍÚ hefur ekki greitt eina krónu til reksturs AMX. Ólafur getur þess ekki í við- talinu að hann var dæmdur í meiðyrðamáli sem ég höfðaði gegn honum fyrir að saka mig um að hafa ráðstafað fjár- munum LÍÚ með ólögmæt- um hætti. Eftirfarandi ummæli Ólafs voru dæmd ómerk enda talin meiðandi og til þess fallin að sverta mann- orð mitt og æru: „Mér er kunnugt um, að einhverjir stjórnarmenn LÍÚ viti ekki af stuðningnum við fugladritið á AMX enda munu greiðslurnar vera vel dulbúnar í reikningum samtakanna. Því hef- ur verið haldið fram við mig að mögulega viti enginn í stjórn LÍÚ um milljóna stuðning samtak- anna við nafnlaus níðskrif á AMX – að framkvæmdastjórinn hafi einn ákveðið að nota fjármuni samtakanna með þessum hætti“. Ekki veit ég af hvaða hvötum Ólafur Arnarson kýs ata þau góðu samtök útvegsmanna sem ég vann fyrir um árabil auri. Því síð- ur er mér ljóst hvað rekur hann til að reyna að níða mannorðið af mér. Höfuðið bítur hann síð- an af skömminni með því reyna að gera sig að píslarvætti og kalla það þöggun þegar brugðist er við rætnum ásökunum hans.“ Ólafur Arnarsson Auglýsingin gerð í umtalaðri íbúð Kaldhæðnislegt samhengi á bak við auglýsingu ríkisstjórnarinnar um „leiðréttinguna“ S jónvarpsauglýsing um skuldaniðurfellingar ríkis- stjórnarinnar var tekin upp í íbúð manns í Bústaðahverf- inu sem átt hefur í deilum við Dróma vegna skulda sem hvíldu á íbúðinni. Auglýsingin er ennþá sýnd í sjónvarpinu en hún var gerð í aðdraganda þess að frumvörp ríkis- stjórnarinnar um skuldaleiðréttingar voru samþykkt á Alþingi í síðasta mánuði. Deilt á Dróma Maðurinn, Björn Steinbekk Krist- jánsson, hefur komið fram opin- berlega í nokkur skipti á liðnum árum og tjáð sig um viðskipti sín við Dróma, meðal annars í fyrrahaust þegar til stóð að bera hann út úr íbúðinni. „Er virkilega betra að bera fjögurra manna fjölskyldu út úr hús- inu sínu þegar greiðsluvilji og geta er til staðar og boð um bætur liggur á borðinu? Fyrir hvern er slitastjórn Dróma hf. að vinna? Af flestu að dæma er það fyrir sjálfa sig með 40.000 kr. á tímann,“ sagði hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu sem vakti mikla athygli enda hefur Drómi sannarlega verið á milli tannanna á mörgum á Íslandi á liðnum árum. Í samtali við DV biðst Björn und- an því að tjá sig um auglýsinguna. Hending ein Björn steig svo meðal annars fram í aðdraganda þingkosninganna í fyrra og lýsti því yfir á Facebook að hann ætlaði sér að kjósa Framsóknar- flokkinn. Þau skrif munu hafa verið í kaldhæðni og tók hann færsluna út af síðu sinni eftir að hún hafði vak- ið athygli í fjölmiðlum, líkt og DV.is greindi meðal annars frá. Þrátt fyrir þessar tvær tengingar hans við umræðuna um skuldir og skuldsett heimili í kjölfar hruns- ins, hann hefur deilt við Dróma um árabil, og þrátt fyrir skrif á Facebook um Framsóknarflokkinn þá var það hending að íbúð þessa manns varð fyrir valinu sem tökustaður fyrir aug- lýsinguna; hending sem þó vissulega verður að teljast vera nokkuð kald- hæðnisleg í ljósi þess hvernig liggur í málinu. Tvö stórmál Segja má að þessi tvö mál, aðgangs- harka Dróma og annarra fjármála- fyrirtækja gagnvart viðskiptavinum sínum í kjölfar hrunsins, og loforð Framsóknarflokksins um skulda- niðurfellingar gagnvart íslenskum heimilum séu skyld mál. Kosningaloforð Framsóknar- flokksins um skuldaniðurfærslur árið 2013 skilaði flokknum að öllum líkindum þeim völdum sem hann nú hefur í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum. Loforðið kom beint inn í áralanga umræðu, sem oft og tíðum og eðlilega var mjög persónu- og tilfinningaleg, um skuldsett heimili á Íslandi og virð- ist hafa verið það svar sem margir kjósendur leituðu eftir og uppskar flokkurinn eftir því. Sjónvarpsauglýsingin um skuldaniðurfærsluna er svo ákveðin staðfesting á því að loforð Framsóknarflokksins hafi orðið að veruleika þó vissulega séu efnd- ir flokksins ansi langt frá því sem lofað var þegar talað var um 300 milljarða eignaupptöku í þrotabú- um fallinna banka á Íslandi. Aug- lýsingin var tekin upp í aðdraganda þess að frumvörpin um skulda- niðurfellingarnar urðu að veruleika og hefði hún ekki verið sýnd nema af því að frumvörpin voru samþykkt á Alþingi. Segja má að auglýsingin hafi því ekki getað verið tekin upp á meira lýsandi stað. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Fyrir hvern er slitastjórn Dróma hf. að vinna? Rætt opinberlega um íbúðina Auglýsingin um skuldaniðurfærslu ríkis- stjórnarinnar var tekin upp í íbúð sem nokkrum sinn- um hefur verið fjallað um opinberlega vegna deilna eigandans við Dróma. Hér sést Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynna leiðréttinguna í fyrra. MynD SIgTRygguR ARI S kýrsla Sveins Óskars Sigurðs- sonar, viðskiptafræðings og fyrrverandi formanns Sjálf- stæðisfélags Mosfellsbæjar, um framsal eignaréttinda á lóðum bæjarins, var tekin fyrir á bæjarráðs- fundi á miðvikudaginn. Líkt og DV fjallaði um á dögunum er greint frá því í skýrslunni hvernig bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson og móðir hans fengu óeðlilegt forskot þegar gefnir voru út lóðaleigusamningar til þeirra án umræðu í bæjarráði og bæjar- stjórn skömmu áður en deiliskipulag tók gildi árið 2005. Á þeim tíma sat Haraldur í skipulagsnefnd og var formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar. Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúa- hreyfingarinnar í Mosfellsbæ, lagði fram tillögu á fundinum um að skýrslan yrði send sérstökum sak- sóknara og óskað eftir athugun á því hvort lög hefðu verið brotin. Vék bæjar stjóri af fundi en tillaga tillaga Jóns var felld og lögðu bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins fram bókun um að ekkert nýtt hefði komið fram í skýrslunni frá því að málið var yfir farið af bæjarráði árið 2009. Það ár bókaði bæjarráð að ekki hefði verið rétt stað- ið að málum við uppskiptingu lands samkvæmt deiliskipulagi á viðkom- andi svæði, en ekki yrði séð að máls- aðilar hefðu haft af því ávinning né Mosfellsbær orðið fyrir tjóni. Í skýr- slu Sveins Óskars eru færð rök fyrir hinu gagnstæða og vísað í fjölda gagna því til stuðnings. Að sögn Jóns Jósefs hyggst hann sjálfur leggja fram kæru til sérstaks saksóknara vegna málsins. Í umræddri skýrslu kemur fram að skömmu eftir útgáfu lóðarleigu- samninganna árið 2005 hafi ein lóð- anna verið framseld til þriðja aðila án þess að það væri tilkynnt Mosfellsbæ líkt og kveðið var á um í lóðarleigu- samningnum sjálfum. Fyrir vikið hafi mæðginin komist inn á fasteigna- markaðinn fyrr en aðrir er lutu sama deiliskipulagsferli og ekki þurft að gangast undir sömu kvaðir og aðrir lóðarleiguhafar, svo sem með tilliti til byggingarréttar- og gatnagerðar- gjalda. n Saksóknara ekki send skýrslan Sjálfstæðismenn felldu tillöguna Vék af fundi Haraldur Sverrisson bæjar- stjóri brá sér frá meðan bæjarráð ræddi um mál tengd fjárhag hans. Spurning DV: Hvernig var íbúð sem notuð er í auglýsingum í sjónvarpi valin? Svar: Ráðuneytið tók ekki þátt í að velja íbúð sem notuð var í efni til þess að kynna framkvæmd höfuðstólslækkunar fasteignalána. Þessi atriði voru í höndum kynningarfyrirtækis og auglýsingastofu. Spurning DV: Hvar er auglýsingin sýnd? Svar: Sjónvarpsauglýsingar eru sýndar á RÚV og Stöð 2. Fyrri hluta kynningar á aðgerðum til lækkunar höfuðstóls hús- næðislána er að ljúka, en hann miðar að því að kynna fólki réttindi þess og hvernig eigi að sækja um. Seinni hluti kynningar hefst í ágúst, en þar verður markmiðið að minna fólk á að umsóknarfrestur um höfuðstólslækkun rennur út 1. september. Spurning DV: Hver er kostnaður við auglýsingarnar? Svar: Verkefnastjórn var falið að kynna réttindi fyrir fólki í tengslum við höfuð- stólslækkun fasteignalána. Heildarkostn- aður vegna gerðar og birtingar kynningar- efnis er áætlaður um 12 milljónir króna. Kostnaður kynningarefnis 12 milljónir Spurningar DV um kynningarefni vegna frumvarpa um skuldaleið- réttingar og svör fjármálaráðuneytisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.