Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 6.–9. júní 20146 HM 2014 L ærisveinar nýja stjórans hjá Manchester Untied, Luis Van Gaal, byrja keppnina á svipuðum nótum og þeir luku þeirri síðustu; í mikilli prófraun gegn ógnarsterkum Spánverj- um. Þessi fyrsti leikur mun ef til vill segja nokkuð um framhaldið hjá Hollendingum. Hafa þeir á að skipa nógu sterku liði til að komast í úrslitaleikinn? Líklega eiga fæstir von á því. Ef þeir vinna veikari andstæðinga, og tapa fyrir Spáni, mæta þeir líklega heimamönnum í Brasilíu í 16 liða úrslitum.Van Gaal hefur látið hafa eftir sér að allavega tíu lið séu betur skipuð. „Líkurnar á að komast í undanúrslit eru svona 20 prósent,“ segir hann. Van Gaal veit hvað hann syngur. Nokkur endurnýjun hefur átt sér stað í liðinu og reynslulitlir leikmenn eru aftarlega á vellinum; leikmenn sem spila í hollensku deildinni. Á miðjunni gæti fjarvera Kevin Strootman orðið Hollendingum erfið. Þegar horft er framar á völlinn er spurning hvort meiðslapésarnir Robin Van Persie og Arjen Robben hafi orkuna sem til þarf, eftir langt og strangt tímabil. En ef einhver getur stýrt liðinu til góðra verka er það hinn reynslumikli Van Gaal. Liðið vann jú níu af tíu leikjum undir hans stjórn í undankeppninni. Fáir hafa náð viðlíka árangri, og njóta meiri virðingar, en einmitt Van Gaal. Það væri sannarlega afrek ef honum tækist að koma liðinu í undanúrslit. Hollenskir stuðningsmenn eru uggandi og það er ljóst að brugðið getur til beggja vona hjá þeim appelsínugulklæddu á HM í Brasilíu. Kannski verður spurningunum svarað strax í fyrsta leik. A ldrei þessu vant unnu heims- og tvöfaldir Evrópumeistarar, Spánverjar, ekki alla leikina í undankeppninni. Fyrir síðustu tvö stórmót, HM 2010 og EM 2012, höfðu þeir spilað 18 leiki og unnið þá alla. Að þessu sinni var leiðin torfærari. Um tíma var ekki útséð með að þeir myndu vinna riðilinn. Þeim tókst þó að leggja Frakkland í lokaleik riðilsins og sleppa þannig við útsláttinn. Spánverjar mæta, sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar, sigurstranglegir til Brasilíu. Það verður þeim þó síður en svo auðvelt að vinna tvö heimsmeistaramót í röð; einhvern tímann tekur sigurgangan enda. Fyrsti leikurinn verður krefjandi prófraun; leikur gegn Hollendingum, sem þeir unnu í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum. Þeir mæta einnig Chile og Ástralíu. Leikurinn gegn Hollandi gæti ráðið úrslitum um það hvor þjóðin mætir gestgjöfum Brasilíu í 16 liða úrslitum. Svo er það spurning um leikformið. Hinn magnaði Xavi er orðinn 34 ára og hefur ekki vegnað vel með Barcelona á tímabilinu. Fyrirliðinn í markinu, Iker Casillas, hefur ekki spilað einn einasta deildarleik í vetur þótt hann hafi spilað vel í bikarnum og Meistaradeildinni. Minnt skal á að Victor Valdes er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Hægri bakvarðarstaðan er einnig spurningarmerki, því Alvaro Arbeloa er meiddur. Þá er annar varnar- maður, Gerard Pique, nýstiginn upp úr meiðslum. Framar á vellinum munu Spánverjar binda vonir við að hinn magnaði Deigo Costa verði á skotskónum. Á stralíumenn eru ekki sérstaklega bjartsýnir fyrir HM, enda eru þeir í sérstaklega erfiðum riðli. Væntingar standa til þess að frammi- staðan verði góð – frekar en að gerð sé krafa um að liðið nái miklum árangri. Mikil kynslóðaskipti hafa átt sér stað í liðinu að undanförnu, eftir að sætið á HM var tryggt. Gömlu stjörnurnar, „gullkyn- slóðin“, voru orðnar of gamlar og of hægar. Nýju blóði hefur verið hleypt að og Postecoglou hefur leitt þau umskipti. Ný lið eru dæmd til að gera mistök, eins og gerðist þegar liðið mætti Ekvador í mars. Liðið leiddi 3-0 í hálfleik en tapaði leiknum 4-3. Það verður þó seint sagt að Ástralíumenn séu slakir. Leik- menn eins og Tom Rogic hjá Celtic og Mathew Leckie eru afar spennandi ungir leikmenn og liðið getur orðið mjög gott þegar fram líða stundir. Í dag vinnur það með þeim að pressan er engin. Enginn væntir þess að liðið nái í stig, heldur búi sig undir framtíðina. Veikleikar liðsins eru einfaldlega þeir að þeir hafa ekki leikmönnum á að skipa sem geta staðist leik- mönnum hinna liðanna í riðlinum snúning. Gæðin eru ekki til staðar og þá er ekki gæfulegt að mæta Chile, Spánverjum og Hollendingum. C hile er lið sem spilar ótrúlega góða knattspyrnu,“ sagði Joachim Löw, landsliðs- þjálfari Þýskalands, eftir nauman sigur gegn Suður-Ameríkumönnunum í mars. Landslið Chile leggur allt kapp á sóknarleikinn og fyrir vikið stórskemmtilegt lið á að horfa. Þeir leika á háu tempói og pressa út um allan völl. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts eftir gott gengi undanfarin miss- eri. Liðið, sem lofaði góðu á HM 2010 er núna orðið gott. Arturo Vidal, miðvallarleikmaður Juventus, kæmist líklega í hvaða lið sem er og Alex Sanchez hjá Barcelona er brögðóttur framherji. Sumir vilja meina að Chile verði það lið á HM í Brasilíu sem mun koma mest á óvart. Vörnin gæti aftur á móti reynst Akkilesarhællinn. Þar hafa orðið brestir, sérstaklega þegar kemur að föstum leikatriðum og háum fyrir- gjöfum. Ekki bætir úr skák að varnarmaðurinn stæði- legi, Marcos Gonzalez, er án liðs og hefur ekki spilað að undanförnu. Það er reyndar líka óljóst hver mun leiða sóknarleikinn. Humberto Suazo verður líklega ekki að fullu leikfær og þá er spurning hver hleypur í það skarð. Alexis Sanchez hjá Barcelona og Eduardo Vargas hjá Napoli eru báðir hæfleikaríkir en hvorki stórir né sterkir. Sá veikleiki birtist einmitt gegn Þjóðverjum, þar sem Chile-menn hefðu getað skorað sex mörk. Ljóst er að Chile verður að vinna Ástralíu í fyrsta leik, til að eiga séns á 16 liða úrslitum. HollandSpánn ÁstralíaChile Þjálfari: Luis Van Gaal Aldur: 62 Þjálfari: Ange Postecoglou Aldur: 48 Þjálfari: Vicente Del Bosque Aldur: 63 Þjálfari: Jorge Sampaoli Aldur: 54 Riðill B Endurtekning á úrslitaleiknum 2010 > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með> Fylgstu með > Lykilmaður Andrés Iniesta > Lykilmaður Arjen Robben > Lykilmaður Tim Cahill> Lykilmaður Arturo Vidal 6 Prímusmótor Iniesta var valinn besti leikmaðurinn á HM 2010. Spánn þarf á því að halda að hann haldi dampi. Aldur: 30 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 94 Mörk: 11 Félagslið: Barcelona 11 Magnaður á góðum degi Hann getur hins vegar verið sinn versti óvinur og með hugann við allt annað. Ef Robben verður í stuði vegnar Hollendingum vel. Aldur: 30 Staða: Vængmaður Landsleikir: 73 Mörk: 22 Félagslið: Bayern München 4 Þekktastur Langöflugasti leikmaður Ástrala. Reynslumikill og hættulegur í föstum leikatriðum enda eitraður í loftinu, þrátt fyrir að vera ekki hávaxinn. Aldur: 34 Staða: Sóknarmaður Landsleikir: 68 Mörk: 32 Félagslið: New York Red Bulls 8 Marksækinn Frábær alhliða leikmaður sem mun bera leik sinna manna uppi. Ógnarsterkur og afar marksækinn, af miðjumanni að vera. Aldur: 27 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 53 Mörk: 8 Félagslið: Juventus Diego Costa Hefur verið frábær með Atletico í vetur og er líklegur til að verða í byrjunarliðinu, á kostnað eldri og reyndari manna. Spurningin er hvort hann verði orðinn leikhæfur. Bruno Martins Þykir einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Örvfættur miðvörður frá Feyenoord sem getur einnig leyst stöðu bakvarðar. Tomas Rogic Efnilegasti leikmaðurinn sem fram hefur komið í Ástralíu í mörg ár. Hann hefur átt í meiðslum og er enn svolítið óslípaður, en gæti orðið frábær á miðjunni. Alexis Sanchez Þessi leikmaður Barcelona er frábær sóknarmaður með af- burða knatttækni. Hann býr yfir miklum hraða. Byrjunarlið 4-4-1-1 Á bekknum Markmenn: Pepe Reina, David de Gea Varnarmenn: Raúl Albiol, Javi Martinez, Juanfran Miðjumenn: Xabi Alonso, Juan Mata, Koke, Santi Cazorla, David Silva Sóknar- menn: Diego Costa, David Villa 1 6 2 15 3 Jordi Alba 8 Xavi 22 Cesar Azpilicueta 16 Sergio Busquets Iker Casillas Gerard Pique 11 Pedro Rodriguez 10 Cesc Fabregas Andres Iniesta 9 Fernando Torres Sergio Ramos Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Michel Vorm, Tim Krul Varnarmenn: Ron Vlaar, Paul Verhaegh, Joel Veltman, Terence Kongolo Miðjumenn: Jordy Clasie, Leroy Fer, Georginio Wijnaldum Sóknar- menn: Dirk Kuyt, Jeremain Lens, Klaas-Jan Huntelaar 1 21 5 4 3 Daley Blind 6 Nigel de Jong 7 Daryl Janmaat 8 Jonathan de Guzman Jasper Cillesen Stefan de Vrij 11 Arjen Robben 10 Wesley SneijderMemphis Depay 9 Robin van Persie B. Martins indi Byrjunarlið 5-3-2 Á bekknum Markmenn: Christopher Toselli, Johnny Herrera Varnarmenn: Eugenio Mena, Jose Rojas Miðjumenn: Francisco Silva, Carlos Carmona, Jorge Valdívia, José Fuenzalida, Marcelo Diaz Sóknarmenn: Mauricio Pinilla, Fábian Orellana 1 11 15 26 18 Jean Beausejour 8 Arturo Vidal 17 Gary Medel 4 Mauricio Isla Claudio Bravo Gonzalo Jara 7 Alexis Sanchez 16 Felipe Gutierrez Eduardo Vargas 20 Charles Aránguiz Miliko Albornoz Byrjunarlið 4-3-2-1 Á bekknum Markmenn:Mitchell Langerak, Eugene Galekovic Varnarmenn: Matthew Spiranovic, Bailey Wright Miðjumenn: Oliver Bozanic, Ben Halloran, James Holland, Matt McKay, Dario Vidosic, Massimo Luongo, Mark Breschiano Sóknarmenn: Methew Leckie, Adam Taggart 1 11 3 19 22 Jason Davidson 14 James Troisi 2 Ivan Franjic 15 Mile Jedinak Matthew Ryan Alex Wilkinson 5 Mark Milligan 7 Metthew Leckie Tommy Oar 4 Tim Cahill Ryan McGowan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.