Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 6.–9. júní 201424 Fólk Viðtal Kom að móður sinni látinni Þ egar mamma var ólétt af mér þá lagðist hún á götuna fyrir framan strætó og ætl- aði að enda líf sitt þannig,“ segir Katla Rós Völu- og Gunnarsdóttir. Rúmum þrjá- tíu árum síðar kom Katla Rós að móður sinni, Sigríði Völu Haralds- dóttur, látinni. Hún hafði svipt sig lífi. Móðir hennar hafði lengi glímt við veikindi en Katla Rós veit enn ekki hvað var að eða hvenær móðir hennar veiktist. Það var ekki fyrr en núna nýlega, tæpum tveimur árum eftir fráfall móður hennar, sem Katla Rós heyrði af meintri sjálfsvígstil- raun hennar á meðgöngunni. „Það var mjög vont. En þetta hefur allt verið vont,“ útskýrir hún.  Vissi aldrei hvað var að Við hittum Kötlu Rós á vinnustof- unni í Listaháskólanum þar sem hún var að ljúka meistaranámi í mynd- list. Hún hefur raðað í kringum sig verkum af útskriftarsýningunni sem fjalla öll um móður hennar, samskipti þeirra tveggja og sjálfsvígið. Meira að segja BA-verkefnið sem hún gerði árið 2010, fjallaði um minningarnar, sem hún deilir nú með okkur í von um að opna umræðuna svo hugsan- lega verði hægt að hjálpa börnum í sambærilegum aðstæðum. „Ef ég get hjálpað einhverjum með því að segja mína sögu þá er takmarkinu náð.“ Það er margt sem hefði mátt fara betur. Þegar Katla Rós hugsar til baka þá verður henni ljóst að í öllum erfið- leikunum hefði hjálpað ef hún hefði einhvern tímann fengið að vita hvað væri að móður hennar. „Ef einhver hefði sagt okkur hvað væri að og hvernig best væri að bregðast við því. Það var erfitt að átta sig á veikindun- um því mamma var bæði klár og skemmtileg. Það var gaman að vera í kringum hana þegar vel lá á henni.“ Bestu stundirnar voru þegar þær hækkuðu tónlistina í botn og döns- uðu saman. Eða spjölluðu saman um heima og geima. „Ég sagði mömmu allt. Stundum notaði hún það gegn mér en ég gerði það samt. Eins og hún væri stóra systir mín frekar en mamma.“ Þær fóru líka saman til Moskvu þar sem móðir hennar setti upp sýn- ingu. Það var allt í senn erfið, gefandi og skemmtileg ferð. Þannig var það oft, eiginlega alltaf. „Á sama tíma og mér fannst mjög gaman að vera með henni þá var það líka erfitt. Ég var alltaf stressuð vegna þess að ég vissi aldrei í hvernig skapi hún yrði eða hvað tæki á móti mér þegar ég kæmi heim. Það eru svo margar tilfinningar að gerjast innra með mér og þær eru einhvern veginn allar í flækju.“  Reiðiköstin ollu kvíða „Mamma varð stundum svo rosalega reið og árásirnar urðu svo persónu- legar. Sem barn og unglingur tók ég það afar nærri mér. Það voru öskurifr- ildi á heimilinu þegar ég var of ung til þess að skilja hvað væri að gerast. Þessu ástandi fylgdi stöðugur kvíði og mér var alltaf illt í maganum, án þess að vita hvers vegna.  Ég er enn svo viðkvæm að það má Katla Rós Völu- og Gunnarsdóttir tók litla bróður sinn í fóstur eftir að móðir þeirra framdi sjálfsvíg fyrir rétt tæpum tveimur árum síðan. Móðir þeirra hafði lengi glímt við veikindi og líf þeirra allra mótaðist af því. Sjálfsvígshótanir höfðu verið hluti af lífinu svo lengi sem Katla Rós man eftir sér. Hún tekst á við erfiðar minningar og gerir upp við æskuna og móðurmissinn. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Ég er búin að gráta í tvö ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.