Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Erlent Helgarblað 6.–9. júní 2014 n Kjósa um sjálfstæði 18. september n Margar hliðar á málinu n Vilja vera í ESB og NATO V iskí. Það dettur mörgum fyrst í hug þegar Skotland ber á góma. Og nær­ buxnalausir menn í pils­ um, Skotabrandarar og Braveheart, kvikmyndin þar sem Mel Gibson leikur helstu sjálfstæðishetju Skota, William Wallace. Myndin var valin besta kvikmyndin á Óskars­ verðlaunahátíðinni árið 1995 og fékk alls fimm styttur það árið. William Wallace sigraði her Breta við Stirlingbrú árið 1297 og var í kjöl­ farið útnefndur „verndari Skotlands“, en aðeins sjö árum síðar náðu Bret­ ar honum og hengdu fyrir landráð. Þann 18. september í haust fá íbúar Skotlands hins vegar að svara eftir­ farandi spurningu í þjóðaratkvæða­ greiðslu: „Telur þú að Skotland eigi að vera frjálst ríki?“ Allir sem þá búa í Skotlandi, sama af hvaða þjóðerni þeir eru, fá þá að kjósa. Skiptir ekki máli hvort þú ert til dæmis náms­ maður frá Íslandi eða innflytjandi frá Suður­Afríku. Allir Englendingar, bú­ settir í Skotlandi eru líka með. Alls eru íbúar Skotlands um 5,2 milljónir, eða álíka margir og íbúar Danmerkur. Að vera eða vera ekki? „Milljón punda spurningin“ er því: Munu Skotar kljúfa sig frá breska heimsveldinu eða því sem líka er stundum kallað Stóra­Bretland? Því hafa Skotar tilheyrt frá árinu 1707. Þá komst á það stjórnmálasamband sem Stóra­Bretland (Great Britain) byggir á, þó svo að um öld fyrr, árið 1603, hafi Bretar og Skotar eignast sameiginlegan konung í fyrsta sinn, James sjöunda. Í því sem þá kallað­ ist „Krúnusambandið“ fylgdi einnig Írland með. Með hoppi inn í nútímann komumst við að því að í þessari viku hófst formlega barátta Já­ og Nei­ hreyfinganna. Leiðtogar fylking­ anna eru Íslendingum kunnir, hjá Já­hreyfingunni er það Skotlands­ málaráðherrann, Alex Salmond, sem er í forsvari og hjá Nei­hreyfingunni er fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, í forsvari. Darling er sá sem setti hryðjuverka­ lög á Ísland þegar hrunið reið yfir landann á haustdögum 2008 og get­ ur því varla talist með vinsælli mönn­ um hér á landi. Þá var hann fjár­ málaráðherra í ráðuneyti Gordons Brown, þáverandi formanns breska Verkamannaflokksins. Um hvað er kosið? En um hvað er kosið í þessum kosn­ ingum og hver eru helstu málefn­ in? Fyrir utan spurninguna um sjálft sjálfstæðið snýst þessi kosning um peninga og afkomu Skota í framtíð­ inni. Budduna. Þetta kemur meðal annars inn á orkumál og gjaldmiðils­ mál. Skotar eru umsvifamiklir í olíu­ vinnslu á Norðursjó og er atvinnu­ líf í borgum á borð við Aberdeen að stórum hluta byggt í kringum olíuvinnslu, enda borgin sögð vera „olíuhöfuðborg Evrópu.“ Við sjálf­ stæði myndu Skotar fá um 90% tekna af olíunni í eigin ríkiskassa að mati sjálfstæðissinna. Í grein eftir hag­ fræðinginn Gavvin McCrone, í The Guardian, sem hefur skrifað mikið um skosk efnahagsmál, bendir hann á að í raun hafi olíuvinnslan verið há­ mörkuð og það hafi gerst í kringum árið 2000. Árið 2008 voru tekjurnar af olíunni um 12,5 milljarðar punda, en höfðu minnkað niður í 6,5 milljarða punda árið 2013. Gavin telur að þessi þróun muni halda áfram og bendir einnig á að nú þurfi að sækja olíuna lengra út í Norðursjóinn og það sé dýrara. Því vaknar sú spurning hvort olían verði í framtíðinni sú tekjulind sem skoska hagkerfið þarf á að halda og hvort tekjurnar af henni dugi til? Já­sinnar segja að Skotar hafi á síð­ ustu 30 árum skilað inn gríðarlegum tekjum í ríkissjóð Bretlands og verði af sjálfstæði hyggjast Skotar koma upp álíka olíusjóði og Norðmenn eru með. Í honum eru tæplega 860 millj­ arðar dollara um þessar mundir. Hvað með pundið? Spurningin um gjaldmiðilsmálin er einnig erfið. Skotar nota breska pundið í dag og talsmenn sjálfstæðis vilja halda því. „Pundið tilheyrir Skotum alveg jafnmikið og öðrum og við viljum njóta þess með nágrönn­ um okkar sunnan við landamærin,“ sagði Kenneth Gibson, þingmaður Skoska þjóðarflokksins í viðtali við The Guardian fyrir skömmu. Tals­ menn Nei­hreyfingarinnar hafa þvertekið fyrir að Skotar fái að nota pundið, en á móti segja þá Já­sinn­ ar að þá verði mögulega að afskrifa allar skuldir Skota í pundum. Hér er því um verulegt þrætuepli að ræða. Fái Skotar ekki að nota pundið þurfa þeir líklega að stofna nýjan gjaldmið­ il, eða taka upp annan einhliða og þá gæti evran komið til greina. Verði af sjálfstæði og stofni Skotar eigin gjaldmiðil þýðir það væntanlega að þeir þurfi að setja á fót sjálfstæðan seðlabanka. Vilja vera í ESB og NATO Öryggis­ og utanríkismál eru líka hluti af þessari baráttu. Sjálfstæðis­ sinnar í Skotlandi vilja að Skotland verði áfram í Evrópusambandinu og NATO. Aðild að ESB er talin vera trygging fyrir erlendri fjárfestingu og árið 2011 voru lönd í ESB sjö af tíu mikilvægustu viðskiptalöndum Skota. Um 40–50% af útflutningi Skota fara til ESB, mest til Hollands, Frakklands og Þýskalands. Helsta viðskiptaland Skota er hins vegar Bandaríkin. Skotar vilja vera áfram í NATO og við sjálfstæði fengju þeir ótakmark­ að vald til þess að móta eigin ut­ anríkisstefnu, sem hingað til hefur verið stjórnað frá London. Þeir vilja vera kjarnorkuvopnalaus þjóð og þar sem þeir eru taldi frekar félags­ hyggjusinnaðir, en ekki eins miklir einstaklingshyggjumenn og Bretar, þá hafa Skotar horft með velþóknun til Norður landanna. „Það er kominn tími til þess að við endurhugsum hagsmuni okkar, málefnin sem tengjast þeim og áskoranir fram­ tíðarinnar,“ sagði Angus Robertson, talsmaður Skoska þjóðarflokksins, í maí síðastliðnum og sagði þá opin­ berlega að Skotland ætti að sækja um aðild að Norðurlandaráðinu. Skotar hafa tekið Norðurlöndin til fyrirmyndar að mörgu leyti er varð­ ar málefni eins og heilsugæslu og menntun sem hvort tveggja er gjald­ frjálst í Skotlandi, en ekki Bretlandi. Til dæmis eru engin skólagjöld í há­ skólum í Skotlandi. Fleiri mál mætti tína til sem skipta máli fyrir Skota og hafa til dæmis lífeyrismál, umönnun barna, varnarmál (tengist að sjálfsögðu NATO), fjölmiðlar og orkumál al­ mennt (ekki bara olían, líka vind­ kraftur) verið nefnd. Þá ber þess að geta að á árum áður voru Skotar stór­ veldi í skipasmíði og þótt það hafi breyst, skiptir sá iðnaður enn máli í landinu. Skotlandsmálaráðherrann, Alex Salmond, hefur til dæmis sagt að „hægt verði að gera byltingu í um­ önnun barna, verði Skotland frjálst.“ Umönnun barna er dýr í Skotlandi og hafa talsmenn sjálfstæðis lofað að auka til muna aðkomu „sjálfstæðs Skotlands“ að þeim málum. Litlir en góðir Á ráðstefnu um þjóðernishyggju, sjálfsmyndir og Evrópusambandið í Norræna húsinu fyrir skömmu fjall­ aði Alyson Bailes, aðjunkt við Há­ skóla Íslands, um stöðu Skotlands og þjóðaratkvæðisgreiðsluna. Þar setti hún fram þá skoðun sína að skosk þjóðernishyggja væri það sem hún kallaði „þroskuð“ og átti þar vænt­ anlega við að hún væri laus við öfgar. Alyson sagði að Skotar kysu frekar til vinstri en hægri og væru félags­ hyggjufólk að upplagi. Þeir væru virtir á alþjóðavettvangi og störfuðu að sínum sínum málum með mottó­ ið „við erum litlir en góðir“ að leiðar­ ljósi. Að hennar mati vilja Skotar láta gott af sér leiða í samskiptum við aðrar þjóðir. Hallar á Já Fjölmiðlar leika stórt hlutverk í þessari kosningabaráttu, rétt eins og öðrum. Skoðanakannanir skipta hér miklu máli og eru gerðar reglulega. Að undanförnu hafa birst kannanir þar sem munurinn á fylkingunum hefur verið frá þremur og upp í fimmtán prósent. Í nýjustu könnun BBC, sem er frá miðjum maí eru 34% fylgjandi sjálfstæði og 46% á móti og munar því 12% á fylkingunum. Í þessari könnun voru 20% óákveðin. Í öllum könnunum sem hingað til hafa birst hefur „Nei­ið“ verið með yfirhöndina. Á þeim þremur mánuð­ um sem eru til atkvæðagreiðslunnar getur þó í raun allt gerst og frasinn „vika er langur tími í pólitík“ á alger­ lega við hér og hér eru margar vikur þangað til Skotar gera það upp við sig hvort þeir vilji vera sjálfstæð þjóð eða tilheyra Stóra­Bretlandi áfram. Að öllum líkindum ræðst þetta á síð­ ustu dögum baráttunnar og svo að sjálfsögðu í kjörklefanum. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Skotum. n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson „Pundið tilheyrir Skotum alveg jafnmikið og öðrum og við viljum njóta þess með nágrönnum okkar sunnan við landamærin. Ákveðinn minjagripasali „Orðið nei ætti ekki að vera til í orðaforða Skota í ár,“ segir minjagripasalinn Steve Wright, sem hér stendur fyrir utan búð sína í Edinborg, höfuðborg Skotlands. Hann er búinn að ákveða sig og mun greiða sjálfstæði sitt atkvæði. MyNd REUTERS Spennan magnaSt fyrir koSningar í Skotlandi Já eða nei? Alex Salmond, Skotlandsmálaráðherra, sposkur á svipinn er hér viðstaddur upphaf laxveiðitímabils- ins í Skotlandi fyrr á þessu ári. Hann er talinn hafa mikla persónutöfra, nokkuð sem talið er að leiðtogi Nei-hreyf- ingarinnar, hinn hvíthærði Alistair Darling, hafi minna af. Það getur skipt miklu máli í baráttu sem þessari. Alex Salmond er olíuhagfræðingur og vann lengi fyrir Royal Bank of Scotland á því sviði. Alistair Darling er fæddur í London en lærði lögfræði í háskólanum í Aberdeen. Hann situr á breska þinginu sem fulltrúi Edinborgar. MyNd REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.