Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 6.–9. júní 20144 HM 2014 K róatar komust sem kunnugt er í lokakeppn- ina með því að leggja Íslendinga að velli í um- spili, 2-0 samanlagt. Það er óhætt að segja að þeir hafi ekki boðið upp á neina flugelda- sýningu gegn Íslendingum og má í raun segja að um svonefndan iðnaðarsigur hafi verið að ræða. Króatar eru ekki bara með vel spilandi leikmenn innan sinna raða heldur eru þeir einnig feikilega vinnusamir og skipulagðir eins og íslenska liðið fékk að reyna. Þó að þeir hafi aðeins skorað tvö mörk gegn Íslandi voru þeir með undirtökin í báðum leikjunum. Króatar fá það erfiða verkefni að mæta heimamönnum í Brasilíu í opnunarleik mótsins. Króatar verða án reynsluboltans Josips Simunic sem dæmdur var í 10 leikja bann fyrir að fagna að hætti fasista eftir sigurinn á Íslandi úti í Króatíu. Skarð fyrir skildi þar en maður kemur í manns stað. Króatar búa yfir ágætis breidd og spila allir lykilmenn liðsins með sterkum félagsliðum. Reynsluboltinn Darijo Srna verður á sínum stað í hægri bakverðinum og Luka Modric hjá Real Madrid mun væntanlega stjórna miðjuspilinu eins og herforingi. Gera má ráð fyrir því að Brasilíu- menn vinni alla sína leiki í riðlinum og Króatar verði í baráttunni um 2. sætið. B rasilíumenn eru gestgjafar mótsins og þurftu af þeim sökum ekki að fara í gegnum undankeppnina. Hvað sem því líður hefðu Brassar líklega alltaf tryggt sér þátttökurétt enda hafa þeir ávallt verið meðal þátttökuþjóða frá árinu 1930. Veðbankar eru bjartsýnir á gott gengi enda hefur liðinu gengið vel í undirbúningsleikjum undanfarin misseri. Þannig hafa Brassar unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum. Liðið er vel mannað en aldrei þessu vant hafa þó verið sett spurningarmerki við fremstu víglínu Brasilíumanna, en hana skipa Fred, Jó og Hulk ásamt Neymar sem líklega mun spila fyrir aftan framherjann eða á vængnum. Brasilíumenn eru sigursælasta þjóð HM frá upphafi en í fimm skipti frá því að keppnin var fyrst haldin árið 1930 hafa Brasilíumenn staðið uppi sem sigurvegarar. Pressan á liðið er mikil enda er beinlínis ætlast til þess að Brasilíumenn vinni titilinn á heimavelli. Ljóst er að mikið mun mæða á Neymar sem þrátt fyrir ungan aldur hefur spilað 47 landsleiki þar sem hann hefur skorað 30 mörk. Hann færði sig um set frá Santos í Brasilíu til Barcelona síðasta sumar og gekk tímabilið upp og ofan hjá Brassanum unga. Þó að mikið muni mæða á Neymar eru fleiri í brasilíska hópnum sem geta gert út um leiki. Má þar nefna Hulk, Oscar og Willian sem allir eru frábærir knattspyrnumenn. K amerún komst á HM með því að leggja Túnis að velli, 4-1 samanlagt, í umspili. Liðið olli vonbrigðum í riðlakeppninni þar sem ár- angurinn á útivelli þótti ekki sæmandi. Þýski reynsluboltinn Volker Finke er stjóri liðsins en hann stýrði Freiburg meðal annars um sextán ára skeið, árin 1991 til 2007. Fáir búast við því að Kamerún verði í baráttu um að komast upp úr riðlinum. Í liðinu eru þó reynsluboltar eins og Samuel Eto'o, Alex Song og Jean Makoun í bland við unga og efnilega leikmenn eins og miðvörðinn Joel Matip hjá Schalke. Ekkert Afríkulið hefur tekið oftar þátt í loka- keppninni en Kamerún, en fáir búast við flugelda- sýningu frá Afríkuríkinu í sumar. Eldar hafa logað í kringum liðið; forseti knattspyrnusambandsins situr í fangelsi vegna spillingarmála, Samuel Eto'o hefur skotið föstum skotum að samherjum sínum og hefur tími Finke að undanförnu að stóru leyti farið í slökkvistarf. Liðið tapaði vinuáttuleik gegn Portúgal, 5-1, í mars síðastliðnum og útlitið er ekki sérstaklega bjart. Raunar má geta þess að Kamerún hefur aðeins unnið einn leik í lokakeppni HM frá árinu 1990, en þá varð Kamerún fyrst Afríkuríkja til að komast í 8 liða úrslit HM. Það er morgunljóst að Kamerún býr yfir mannskap til að ná góðum úrslitum og með smá heppni gæti liðið blandað sér í baráttuna um 2. sætið í riðlinum. M exíkóar hafa ávallt háleit markmið fyrir HM. Undanfarin tuttugu ár hafa Mexíkóar staðið sig vel í riðlakeppni lokakeppninnar, en þegar komið hefur verið í 16 liða úrslit hefur liðið ekki höndlað pressuna og farið heim að fyrstu hindrun lokinni. Sannast sagna hafa Mexíkóar oft litið betur út en fyrir keppnina í Brasilíu. Liðið átti tiltölulega slaka undankeppni og var liðið í talsverðu basli með að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Eftir umspilsleiki gegn Nýja-Sjálandi varð þó ljóst að Mexíkóar yrðu meðal þátttökuþjóða í keppninni. Stjórinn Miguel Herrera þykir nokkuð sérstakur karakter og í um- fjöllun World Soccer um mexíkóska liðið kemur fram að hann kjósi frekar að nota leikmenn sem spila í Mexíkó frekar en stjörnur liðsins sem spila í Evrópu. Þannig gæti vel komið til greina að leikmenn eins og Javier Hernandez og Giovani Dos Santos verði í auka- hlutverkum, á bekknum, í keppninni. Þá er vert að geta þess að Carlos Vela, einn allra besti sóknarmað- ur Mexíkóa, gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskiptaörðugleika við mexíkóska knattspyrnu- sambandið. Ljóst er að pressan á liðið er talsverð enda hefur Mexíkó alltaf tekist að komast upp úr riðlakeppni HM frá árinu 1978. Enginn skyldi útiloka mexíkóska liðið sem mætir til leiks sem nokkuð óskrifað blað. Liðið mun þó væntanlega berjast um 2. sæti riðilsins ásamt Króötum. KróatíaBrasilía KamerúnMexíkó Þjálfari: Niko Kovac Aldur: 42 Þjálfari: Volker Finke Aldur: 66 Þjálfari: Luiz Felipe Scolari Aldur: 65 Þjálfari: Miguel Herrera Aldur: 46 Riðill A Brasilíumenn sigurstranglegir > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með> Fylgstu með > Lykilmaður Neymar > Lykilmaður Luka Modric > Lykilmaður Samuel Eto'o> Lykilmaður Oribe Peralta 10 Gríðarleg pressa Neymar þarf að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru og vinna HM á heimavelli. Aldur: 22 Staða: Framherji/vængmaður Landsleikir: 47 Mörk: 30 Félagslið: Barcelona 10 Leikstjórnandi Luka Modric var einn af betri leik-mönnum Real Madrid í vetur. Hann og Ivan Rakitic eru frábærir leikmenn sem væntanlega verða á miðjunni í sumar. Aldur: 28 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 73 Mörk: 8 Félagslið: Real Madrid 9 Fremsti maður Samuel Eto'o þarf að eiga stórleiki á HM ætli Kamerúnar sér upp úr riðlakeppninni. Eto'o er langmarkahæsti maður liðsins. Aldur: 33 Staða: Framherji Landsleikir: 112 Mörk: 55 Félagslið: Chelsea 19 Markaskorari Oribe Peralta er aðalframherji Mexíkóa og framar í goggunarröðinni en Javier Hernandez hjá Manchester United. Aldur: 30 Staða: Framherji Landsleikir: 30 Mörk: 16 Félagslið: Club América Bernard Yngstur í hópnum hjá Brasilíu, 21 árs. Eldfljótur vængmaður sem spilar með Shakthar Donetsk í Úkraínu. Gæti fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Mateo Kovacic Tvítugur miðjumaður sem spilar með Inter. Gríðar- lega hæfileikaríkur og með mikinn sprengikraft. Strákur sem hefur alla burði til að verða einn besti miðjumaður heims. Joel Matip Varnarmaður sem spilar með Schalke í Þýska- landi. Mjög öflugur í loftinu og les leikinn vel. Nái hann sér á strik gæti Kamerúnum verið allir vegir færir. Carlos Pena Öflugur miðjumaður sem getur líka spilað á vængjunum. Fljótur og útsjónarsamur leikmað- ur sem gefur yfirleitt mjög góðar fyrirgjafir. Leikmaður sem gæti farið til Evrópu eftir HM. Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Jefferson, Victor Varnarmenn: Dante, Maxwell, Henrique, Maicon Miðjumenn: Fernandinho, Paulinho, Hernanes, Willian, Bernard Sóknarmenn: Jô 1 10 6 3 4 Marcelo 16 Ramires 2 Daniel Alves 17 Luis Gustavo Julio Cesar David Luiz 7 Hulk 11 Oscar Neymar 9 Fred Thiago Silva Byrjunarlið 4-4-1-1 Á bekknum Markmenn: Daniel Subasic, Oliver Zelenika Varnarmenn: Danijel Pranjic, Dejan Lovren, Sime Vrsaljko Miðjumenn: Ognjen Vukojevic, Marcelona Brozovic, Ivan Mocinic, Sammir, Sóknarmenn: Eduardo, Nikica Jelavic, Ante Rabic 1 4 21 5 13 Domagoj Vida 7 Ivan Rakitic 11 Darijo Srna 5 Luka Modric Stipe Pletikosa Gordon Schildenfeld 16 Ivica Olic 20 Mateo Kovacic Ivan Perisic 9 Mario Mandzukic Vedran Corluka Byrjunarlið 5-3-2 Á bekknum Markmenn: José Corona, Guillhermo Ochoa Varnarmenn: Francisco Rodriguez, Rafael Marquez, Andrés Guardado, Paul Guilar Miðjumenn: Marco Fabían, Isaác Brizuela, Javier AquinoSóknarmenn: Artur Sobiech, Pawel Brozek 1 21 16 5 15 Miquel Ponce 3 Carlos Salcido 7 > Miquel Layún 23 Jose Vazquez Alfredo Talavera Hector Moreno 14 Javier Hernandez 6 Hector Herrera Carlos Pena 19 Oribe Peralta Diego Reyes Byrjunarlið 4-3-3 Á bekknum Markmenn: Sammy N'Djock, Loic Feudjou Varnarmenn: Aurélien Chedjou, Benoit Assou-Ekotto, Dany Nounkeu, Allan Nyom Miðjumenn: Jean Makoun, Landry N'Guémo, Edgar Salli Sóknarmenn: Pierre Webó, Vincent Aboubakar, Fabrice Olinga 1 13 12 21 3 Henri Bedimo 18 Eyong Enoh 24 Cedric Djeugoue 6 Alex Song Charles Itandje Nicolas N'Koulou 17 Stephan M'bia 9 Samuel Eto'o Maxim Choupo- Moting 8 Benjamin Moukandjo Joel Matip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.