Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 2
Helgarblað 6.–9. júní 20142 Fréttir Sverrir tattú sakaður um hótunarbrot vegna skiltis á landareign hans É g fékk í afmælisgjöf gefins svona heimagert skilti sem stóð á „No trespassing“. Það er búið að vera mikið um innbrot og þjófnað í sveitinni hjá mér. Þetta var grínskilti sem stóð á „No trespassing. Violators will be shot. Survivors will be shot again“. Það er nú ekkert sem bendir til að skot­ ið verði með byssu. Þetta gæti alveg eins verið til að taka mynd eða skjóta baun,“ segir Sverrir Þór Einarsson, húðflúrari og bóndi á Höfn í Hval­ fjarðarsveit, í samtali við DV. Hefur hann verið ákærður fyrir að koma fyrir skiltinu inni á landi sínu og hófust réttarhöld í málinu á fimmtu­ dag. Bæði Sverrir og lögmaður hans segja málið með ólíkindum. Ákærður fyrir morðhótun Sverrir segir að skiltið örlagaríka hafi verið fimmtíu og einn metra inni á landi hans og lögheimili. „Það var ekki við sýsluveg eða þjóðveg heldur á einkalóð sem ég bjó til inni á minni lóð. Ég hélt að manni væri frjálst að hafa hvað lesningu sem er inni á sínu lögheimili. Ég er ákærður fyrir að hóta að drepa landsmenn, að myrða almenning. Þetta er alveg með ólík­ indum. Ritfrelsi er farið og friðhelgi einkalífsins. Þetta er alveg víðáttur­ uglað,“ segir Sverrir. Að hans sögn hefur skiltið ekki verið nágrönnum hans til ama. „Þau hafa ekkert út á þetta að setja, finnst þetta bara fyndið. Þetta er bara brandari.“ „Heimskulegasta sem ég hef séð“ Fyrirtaka í réttarhöldunum gegn Sverri vegna skiltisins hófst á fimmtu­ daginn. Í samtali við DV er Hólmgeir Flosason, lögmaður Sverris, á sama máli og hann um fáránleika málsins. „Það er verið að ákæra fyrir eitthvað sem er sett fram í gríni inn á hans eignarlandi og hefur ekki nokkra ein­ ustu merkingu. Ég held að þetta sé það heimskulegasta sem ég hef séð, að gefa út ákæru í svona máli. Þegar ég fór í skýrslutökuna með honum á sínum tíma og sá hvað lág fyrir, þá hugsaði ég með mér að lögreglan í Borgarnesi þyrfti að fara að finna sér einhver verkefni,“ segir Hólmgeir. Gæti valdið ótta um velferð Sverrir segir að sú túlkun að hann hafi ætlað að skjóta með riffli óvelkomna gesti algjöra firru. „Þegar ég fór í yfir­ heyrslu var ég spurður hvað þetta ætti að þýða, að ætla að skjóta fólk, þá sagði ég að ég væri nú ekki ensku sérfræðingur en hafi þó flett upp á að taka ljósmynd á Google Translate og þar stóð „shot a picture“. Það færi bara eftir því hvað sá sem sæi þetta væri rotinn í hausnum hvernig hann túlkaði þetta. Svona skilti eru seld í Tiger, eins og til dæmis: „Don´t mind the dog. Beware of owner.“ Þetta eru bara grínskilti,“ segir Sverrir. DV hefur undir höndum ákæruna sem lögreglustjórinn í Borgarnesi gef­ ur út á Sverri. Þar kemur fram að með því setja umrætt skilti á hlið á vegi sem liggur um Höfn í Hvalfjarðarsveit hafi hann haft í frammi hótanir. Orð skilt­ isins eru íslenskuð og sagt að „þessi orð eru til þess fallin að valda þeim sem þau sjá ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína.“ Sverrir er sakaður um brot á 233. grein almennra hegn­ ingarlaga og getur slíkt brot varðað allt að tveggja ára fangelsisvist. „Ég vil ekki svara þér,“ svaraði Stefán Skarp­ héðinsson, sýslumaður í Borgarnesi og sá sem undirritar ákæruna, spurð­ ur um málið.n Varúð Skiltið sem Sverrir fékk í afmælis­ gjöf reyndist örlagaríkt. Leið ekki á löngu frá því að hann kom því fyrir þar til hann var kærður fyrir hótunarbrot. Ákærður fyrir grín „Lögreglan í Borgarnesi þyrfti að fara að finna sér einhver verkefni Ákærður Réttar höld yfir Sverri, sem gjarn­ an er kenndur við tattú, vegna skiltis sem hann sett inn á landar­ eign sinni hófust á fimmtudag. mynd Þormar ViGnir GunnarSSon Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Vikunni stefnt fyrir myndbirtingu n dæmdur ofbeldismaður vill rúmlega milljón n ritstjóri áhyggjulaus B aldur Freyr Einarsson og Ólafur Már Jóhannsson hafa stefnt fyrir hönd barna sinna El­ ínu Arnardóttur, þáverandi ritstjóra Vikunnar og núverandi rit­ stjóra MAN, sem og blaðamanni Vik­ unnar, Ragnhildi Aðalsteinsdóttur, til greiðslu miskabóta vegna forsíðuvið­ tals Vikunnar í mars á síðastliðnu ári. Í því viðtali segir barnsmóðir þeirra tveggja, Berglind Rós Þorkelsdóttir, meðal annars frá því að hún hafi misst forræði yfir sonum sínum tveimur. Elínu og Ragnhildi er stefnt sérstak­ lega vegna tilvitnunar úr dómi í for­ sjármáli annars drengsins sem og fyrir að hafa birt mynd af drengjunum og þeir nafngreindir án leyfis forráða­ manna. Baldur Freyr og Ólafur Már eru forráðamenn drengjanna í dag. Í viðtalinu við Berglindi Rós kom fram að hún hafi kynnst Baldri Frey í trúfélagi sem nefnist Kærleikurinn. Hefur hann verið sérlega virkur í ýmsu trúarstarfi eftir að hann var árið 2003 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða fórn­ arlambsins. Hefur hann flutt mess­ ur á Omega og var meðal skipuleggj­ enda hinnar umdeildu Bænagöngu árið 2007. Ekki náðist í Baldur Frey við vinnslu fréttar og Ólafur Már neitaði að tjá sig um málið. Þess er krafist að Elín og Ragn­ hildur greiði samtals tvær milljónir króna, auk málskostnaðar, vegna brota á friðhelgi einkalífsins. Í sam­ tali við DV segist Elín ekki sérstaklega áhyggjufull vegna málsins. „Ég er nátt­ úrlega hætt hjá Birtíngi og ég er eigin­ lega ekkert búinn að kynna mér þetta eftir á að hyggja. Það hefur enginn hringt í mig. Blaðamanna félagið seg­ ir að það séu komin ný lög sem gera það að verkum að útgefanda er skylt að bera ábyrgð þannig að ætli þetta liggi ekki bara hjá Birtíngi, svo ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að enginn sé búinn að tala við mig,“ segir hún. n ritstjóri Elínu er stefnt fyrir myndbirt­ inguna þar sem hún var ritstjóri Vikunnar er myndin af börnunum var birt. Hún er nú í fæðingarorlofi sem ritstjóri tímaritsins MAN. mynd SiGtryGGur ari Lærdóms- samfélag í niðurníðslu DV fjallaði á dögunum um leik­ skólann Efri­Björtuhlíð, sem er í mikilli niðurníðslu. Þekkt vanda­ mál var í leikskólanum að börn borðuðu flagnaða málningu. Í tilkynningu frá leikskólastjórum til foreldra vegna þeirra fréttar er nauðsyn lagfæringa viður­ kennd og sagt að sumarfrí verði nýtt í framkvæmdir. „Enda þótt að málning hafi flagnað af veggj­ um í vetur þá finnst okkur mest um vert að lærdómssamfélagið í leikskólanum sé gott og að öryggi barnanna sé tryggt. Við munum gera allt til þess að svo verði áfram,“ segir í tilkynningunni. Mótmælir í mastrinu Hvalverndunarsinninn sem hefur komið sér fyrir í körfu í mastri hvalveiðiskipsins Hvals 8 í Reykjavíkurhöfn fær að vera þar óáreittur, segir umsjónar­ maður hvalabátanna í samtali við RÚV. Um er að ræða rúmlega þrítugan Þjóðverja sem segist vera að mótmæla fyrirhuguðum langreyðarveiðum. Hann ætlar að vera í skipinu í tvo sólarhringa til að vekja athygli ferðamanna á hvalveiðum Íslendinga. Hann hefur þeytt flautur og kveikt á blysum til að vekja athygli á mál­ stað sínum. Maðurinn var kom­ inn upp í mastrið klukkan sjö á fimmtudagsmorgun. Hann birtir myndir af gjörningi sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Hvalveiðibátarnir fara ekki til veiða fyrr en í næsta mánuði, en starfsmenn þeirra sinna nú viðhaldi um borð og leyfa mót­ mælandanum að sitja þar áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.