Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 6.–9. júní 201426 Fólk Viðtal 31. október 2012 Ég fann mömmu 29. júní 2012. Hún kyrkti sig við rúmið. Ég fann hana með ömmu. Var farið að gruna eitthvað eftir að hafa ekki heyrt í henni í hálfan sól- arhring. Er að endurupplifa atburðinn. Endurupplifa hvernig hún leit út, svartur munnur, tungan. Er á þunglyndislyfjum, seroxat. Hef þyngst jafnt og þétt. Hef tekið þetta lyf í ca 6 mánuði. Slær á kvíðann. Hausinn minn snýst í hringi. Finnst ég ekki ná fótfestu. 7. nóvember 2012 Kl. 15.15: Var að hugsa, ætla að vera mjög hreinskilin. Í dag byrjaði ég að taka inn nýjar töflur. Hef verið á seroxat síðan í maí og hef hægt og bítandi fitnað. Kl. 21.20: Úff! Farin að gráta! Skrýtið – helvítis. Reið út í mömmu! Róast við að gera línur. 8. nóvember Kl. 11.30: Þessar nýju töflur virðast koma mér í smá action gír. Á að vera með kynningu á morgun um list mína. Kl. 13.30: Path = leið. Rauður = blóð. Stóll = helvítis barsmíðarnar í Skógarhlíð! 12. nóvember 2012 Er sjúklega þreytt og ekki alveg að skilja þessi nýju lyf. 15. nóvember 2012 Þá virðast þessar töflur vera farnar að virka ... eða þessi skipting. Var veik, þreytt, dottandi og með svima ... komst ekki í skólann í gær. Barnaverndarnefnd kom í gær til þess að taka mig og Ragga út. 18. nóvember Er búin að vera stopp. Erfiðara en mig grunar að gera þetta. 20. nóvember Kl. 17.00: Komið myrkur úti. Er ekki að tengja við allt. 22. nóvember Það var talað um sjálfsvíg í tímanum og ég gat ekki meir. Þurfti að fara inn í rýmið mitt og fékk einhvers konar taugaáfall. Titraði og grét og grét. Úff hvað þetta skellur á alltaf. Er orðin sjúklega þreytt. Lítil orka og ég held bara áfram að fitna. 24. nóvember 2012 Man alltaf eftir bananakippunni sem X kastaði á mig en átti að fara á mömmu. Var 2 ára. Hef aldrei getað teiknað beina línu. Bananarifrildið er ein af mínum fyrstu minningum. 27. nóvember 2012 Erfiðir dagar. Veit ekki með þessar töflur. 28. nóvember 2012 Skrýtið. Get ekki teiknað lappir. Er að sjá fyrir mér fæturna á mömmu núna. Svolítið aftur og aftur. Úff! Grátur! Sjúklega erfitt. 2. desember 2012 Mamma! Í alvöru – af hverju? Elsku mamma mín. Hvað gerðist? Af hverju var ekki hægt að hjálpa þér? Hvað hefði verið hægt að gera? Hvað? Við vorum svo þreytt. Öll. Ég var orðin svo þreytt og búin á því, er enn þá búin á því. Er að reyna að átta mig á lífinu og í hvaða stöðu ég er í. Er með ungling ... Skil ekki! Skil ekki sjálfa mig! Veit ekki hver ég er! Hvar ertu núna!!? Hvar ertu? Hvernig er þarna? Þar sem þú ert? 4. desember 2012 Ertu ekki ánægð? 5. desember 2012 Kl. 18.00: Get ekki hlustað á tónlist, of sorglegt. Kl. 20.00: Mamma var í bláa sloppnum sínum. Málningarsloppnum. Hún var 21 árs þegar hún átti mig. Mamma var í strætó á leiðinni upp í Breiðholtið, heyrði þetta svo oft. Heyrði einhvern tala um sig, hversu eitthvað – P væri einn með mig ... æi, Hún fór þegar ég var eins árs. Hún vildi X – ekki pabba. X fannst ég erfið. Jább. 1 árs eða 2 ára. Veit ekki hvað ég gerði þessu helvítis fólki? Djöfuls krakkar og hassreykjandi hippar. Sorrý með mig, fæ stundum alveg nóg. .. Æi mamma mín! Er liggur við erfiðara núna en fyrst. Þá svo óraun- verulegt. Þekki mig ekki lengur! en Katla Rós ákvað að verða eftir á Ís- landi, enda hafði hún ekki búið hjá móður sinni síðan þær fluttu heim árið 1994. Það var svo árið 2010 sem mæðgin- in fluttu aftur til Íslands. Bróðir Kötlu Rósar var þá ellefu ára og þar sem þau systkinin höfðu aldrei búið saman vann hún að því í heilt ár að styrkja tengslin á milli þeirra og byggja upp traust. Hún fékk hann heim að læra stærðfræði og sagði honum sögur af sjálfri sér og sambandi þeirra mæðgna. „Hann var hér einn með henni hér í nýju landi. Á sama tíma og hann var að læra íslensku og kynn- ast krökkunum í skólanum var hann að glíma við sveiflurnar í mömmu. Ég held að það hafi verið erfitt fyrir hann að vera einn með henni. Hún var alltaf að hóta honum sjálfsvígi. Þegar þetta er svona geðveiki,“ segir Katla Rós og hikar, „greinilega, en veikindin eru ekki svo alvarleg að hún sé allsber á götum úti eða tekin af lögreglunni þá er þetta allt á svo gráu svæði. Ég var farin að velta því fyrir mér hver ábyrgð mín væri gagnvart litla bróður mínum. Hvenær ég ætti að grípa inn í samskipti þeirra. Af því að ég var líka skíthrædd við hana.“ Hún gerði það einu sinni. Þá var hún um tvítugt. „Mamma hélt bróð- ur mínum niðri á bak við lokaðar dyr í einhverju kasti. Ég fylgdist með henni í gegnum skráargatið og var mjög hrædd. Þegar hún var farin að berja hausnum í vegginn og öskra ruddist ég inn og sagði, jæja. Þá réðst hún á mig. Þetta hefur alltaf verið svona, en núna þegar hún er farin þá er þessi sena svo absúrd. Þetta var bara andlegt og líkamlegt ofbeldi og ofsalega mikil veikindi. Og við vissum ekkert hvað við ættum að gera. Ég var alveg ráðalaus.“ Aldrei eins ánægð Lífið var samt orðið betra en áður. Móðir Kötlu Rósar hafði aldrei verið eins ánægð og eftir heimkomuna. Hún var komin með fína íbúð og var farið að ganga betur í lífinu. Um leið gekk henni betur að takast á við veik- indin. „Allt var farið að ganga svo rosalega vel. Hún var mjög ánægð með ráðgjafann sinn hjá Féló og með kerfið hér á landi þar sem hún gat rætt opinskátt um vanda sinn án þess að mæta fordómum. Hún fór viku- lega á göngudeildina og sagðist vera með æðislegan sálfræðing sem skildi hana. Hún var að berjast fyrir því að geta tekist á við vandann lyfjalaus. Að vissu leyti get ég skilið það, nú þegar ég er sjálf búin að vera á lyfjum í tvö ár því ég hef reynt það á eigin skinni að það er bæði langt og erfitt ferli að finna réttu lyfin. „Áður en mamma dó var hún á leið í hópastarf með fólki sem átti að takast saman á við vandann án lyfja, sem hún var mjög ánægð með. Þetta prógramm átti að byrja þremur vikum eftir að hún svipti sig lífi. Það var eins og þetta væri allt að smella. Þess vegna held ég að hún hafi bara gert þetta í algjöru brjálæði.“ Undarleg tilfinning sótti að Systkinin höfðu varið heilum degi saman þegar bróðir hennar fór heim um kvöldið. Skömmu síðar kom hann aftur eftir alvarleg átök við móður þeirra. „Í kjölfarið hringdi mamma og öskraði á mig, hvort ég væri ekki ánægð með þetta, hvort það hafi ekki verið þetta sem ég hefði ætlað mér allan tímann og hvort það væri ekki næsta skref að leggja hana inn á deild. Síðan gerði hún þetta,“ segir Katla Rós. Hún segir að sér hafi verið nóg boðið. „Ég var ótrúlega reið út í hana, þannig að ég hringdi ekki til baka og aðhafðist ekkert. Bróðir minn var orðinn þrettán ára og ég var orðin svo gömul að mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Mér fannst við ekki geta haldið svona áfram. Ég held að það hafi líka verið það sem hún hef- ur fundið. Þrátt fyrir að allt væri orðið fínt brást eitthvað innra með henni og hún hefur ekki séð fram úr því.“ Þegar leið á kvöldið fór undarleg tilfinning að sækja að Kötlu Rós og hún ágerðist því lengra sem leið á næsta dag. Katla Rós furðaði sig á því af hverju móðir hennar hefði ekki látið aftur í sér heyra. „Mér fannst það skrýtið. Vanalega hefði hún verið búin að hringja margoft og skella á. Ég vissi að það væri eitthvað að.“ Þorði ekki að fara ein Það reyndist henni um megn að hringja sjálf í móður sína og heyra í henni. Katla Rós var henni enn reið og vissi ekki hvað hún ætti að segja þegar móðir hennar svaraði. Þess vegna hringdi hún frekar í móður- systur sína og bað hana um að taka símtalið. Síminn hringdi en enginn svaraði. Þá þurfti hún að mana sig upp í að fara á vettvang en treysti sér ekki til að fara ein. Hún hringdi því í ömmu sína, sagði að það væri eitthvað að og bað hana um að koma með sér. Kærast- inn, Ragnar Már Nikulásson, sat úti í bíl og beið. „Ég þorði ekki að fara ein. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að bregð- ast við ef mamma væri enn í brjáluðu skapi þegar við kæmum. En mamma var greinilega miklu veikari en við gerðum okkur grein fyrir. Ég hringdi og mamma svaraði ekki í símann. Ég hringdi dyrabjöllunni og hún kom ekki til dyra. Ég setti lykilinn í skráargatið og það lá í loftinu hvað var búið að gerast.“ Hún kom svo að móður sinni látinni inni í svefnherbergi. Katla Rós rak upp öskur og amma hennar hringdi á lög- regluna. Ragnar Már kom inn og var þeim innan handar. „Hann hefur verið algjör hetja í gegnum allt þetta ferli og veitt mér mikinn stuðning.“ Óraunveruleg upplifun Tæp tvö ár eru síðan þetta gerð- ist, hinn 28. júní 2012, en myndin af móður hennar er greypt í huga henn- ar og á gólfinu liggur verk eftir Kötlu Rós þar sem hún hefur teiknað at- burðinn. Móðir hennar er með svart- ar varir. „Ég vissi ekki að ég mætti ekki hreyfa við neinu svo ég losaði takið um háls hennar. Hún hafði hengt sig í rúminu og lá á gólfinu. Ég skildi ekki hvernig hún gat gert þetta svona.“ Næstu klukkutímana þurfti hún að vera áfram í íbúðinni á meðan bróðir hennar beið heima, grunlaus um að hann væri orðinn móðurlaus. Þegar lögreglan kom voru myndir teknar af vettvangi og skýrslur af Kötlu Rós og ömmu hennar. „Fyrsta spurning var hvort mamma hefði verið veik. Þegar ég svaraði játandi var eins og dauð- dagi hennar væri ekki eins mikilvæg- ur dauðdagi og annarra, því hún var geðveik.“ Á meðan Katla Rós beið veitti hún því eftirtekt að svaladyrnar voru opn- ar og tvö rauðvínsglös á borðinu. „Þá hvarflaði að mér að kannski hefði hún ekki svipt sig lífi. En mér fannst ekki hlustað á það.“ Annað er í hálfgerðri móðu. Presturinn kom og veitti áfallahjálp og fylgdi Kötlu Rós heim þar sem hún sagði bróður sínum frá andlátinu. Daginn eftir fylgdi hún honum aftur í íbúðina. „Af því að þetta var heim- ilið hans.“ Fékk bróður sinn í fóstur Fyrstu skref voru að tilkynna fjöl- skyldunni andlátið og kalla hana saman, en systur Kötlu Rósar voru báðar erlendis, og svo þurfti að skipu- leggja jarðarför og erfidrykkju. Í stað þess að halda hefðbundna erfi- drykkju settu systkinin upp sýningu í Kling og Bang í minningu móður sinnar þar sem verkin voru seld fyrir systkinaferð til Mexíkó. Að öðru leyti eru minningarnar um það sem á eftir kom þokukennd- ar. Katla Rós gat ekki borðað og hún gat ekki sofið. Í huga hennar komst fátt annað að en að litli bróðir henn- ar fengi að vera hjá henni. Úr varð að barnaverndarnefnd fékk forsjána með honum en Katla Rós og Ragnar hafa hann í fóstri til átján ára aldurs. „Ég var svo hrædd um hvaða áhrif þetta myndi hafa á hann. Hann var á svo viðkvæmum aldri. Það er vont að missa mömmu sína og hvað þá svona. Það fyrsta sem hann sagði var „Ég hef ekki eignast börn af því að ég hef ekki þorað því Dagbók Kötlu Rósar Hugrenningar, minningar og tilfinningar eftir sjálfsvígið Katla Rós hóf meistaranám í myndlist skömmu eftir að móðir hennar dó. Þar tókst hún á við fráfallið í gegnum listina, meðal annars með þessu verkefni, sem fólst í því að teikna myndir í fjóra tíma á dag þar sem hún tókst á við dauðann, atburðinn, uppvöxtinn og samband þeirra mæðgna. Samhliða því hélt hún dagbók, sem var hrátt óritskoð- að safn hugrenninga, minninga, tilfinninga og annarra þankaganga sem tengdust verkunum með einum eða öðrum hætti. Dagbókina skrifaði Katla árið sem móðir hennar lést og birti með verkunum þegar þau voru sýnd. Hér á eftir fara brot úr henni: m y n d s ig tr y g g U r A r i Að ná áttum Eftir mikla vinnu er Katla að ná fótfestu á ný. Hér er hún þar sem hún hitti móður sína síðast, daginn áður en hún dó, við Sólfarið á Sæbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.