Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 68
Helgarblað 6.–9. júní 201412 HM 2014
K
ostaríkumenn hefðu vart getað dregist í
erfiðari riðil á HM og það verður að segjast
eins og er að möguleikar þeirra á að komast
í 16 liða úrslit séu svo gott sem engir. Ljóst
er að þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að afsanna hrakspár. Kostaríka komst á HM eftir
að hafa endað í 2. sæti Mið- og Norður-Ameríkuriðils
undankeppninnar en liðið varð þremur stigum á eftir
Bandaríkjamönnum. Liðið var sterkt á heimavelli
en náði í aðeins þrjú stig á útivöllum, gegn Panama,
Jamaíka og Mexíkó. Þrátt fyrir hrakspár hefur lands-
lið Kostaríka sjaldan eða aldrei verið betur mannað.
Margir muna eflaust eftir Joel Campbell sem gerði
Manchester United lífið leitt með Olympiacos í
Meistaradeildinni í vetur. Bryan Ruiz, fyrrverandi
leikmaður Fulham, er jafnan sterkur með lands-
liðinu og þá er markmaður liðsins, Keylor Navas, af
mörgum talinn einn sá besti í spænsku deildinni en
hann spilar með Levante. Aðrir í liðinu eru kannski í
sama gæðaflokki og þessir þrír en ljóst er að landslið
Kostaríka er sýnd veiði en ekki gefin. Þeir verða verð-
ugir andstæðingar og landslið Englands, Ítalíu og Úr-
úgvæ þurfa að eiga góðan dag til að vinna sigur. „Við
förum til Brasilíu til að keppa, ekki til að vera bara
með,“ sagði Bryan Ruiz við World Soccer á dögunum.
Spennandi verður að sjá hvort Kostaríkumenn geti
veitt stórliðunum í riðlinum verðuga keppni.
Ú
rúgvæar státa af tveimur heimsmeistara-
titlum en samt sem áður eru liðin 64 ár í
sumar frá því að þjóðin lyfti síðast þessum
eftirsótta titli. Talsverður uppgangur
hefur verið í knattspyrnunni í Úrúgvæ undanfarin
ár og árangurinn verið góður eftir því. Liðið komst
í undanúrslit HM 2010 en tapaði naumlega fyrir
Hollandi, 3-2. Liðið tapaði svo leiknum um 3. sætið
gegn Þjóðverjum með sömu markatölu, 3-2. Árið 2011
var öllu happadrýgra en þá vann liðið Suður-Ame-
ríkukeppnina. Leiðin á HM var hins vegar enginn dans
á rósum. Liðið byrjaði undankeppnina vel en eftir
Ólympíuleikana 2012 komu sex leikir í röð þar sem
ekki vannst sigur. Fínn endasprettur tryggði liðinu
þó sæti í umspili þar sem Jórdaníumenn voru lagðir
auðveldlega að velli. Það er reynsluboltinn Óscar
Tabárez sem stýrir liðinu en það gerði hann einnig á
HM 1990 og 2010. Tabárez ætti að þekkja liðið vel en
hann hefur stýrt því frá árinu 2006. Tabárez er mjög
skipulagður stjóri en úrúgvæska liðið hefur þó verið
þekkt fyrir skemmtilegan fótbolta þar sem sóknar-
leikur er oftar en ekki í fyrirrúmi. D-riðillinn er með
þeim áhugaverðari í keppninni og í raun ómögulegt
að spá fyrir um gengi Úrúgvæ í keppninni. Liðið er þó
með mannskap til að gera góða hluti en ljóst er að
það er langt því frá öruggt að Úrúgvæar komist í 16
liða úrslit. Það eitt og sér er í raun ótrúlegt og segir
mikið um gæði D-riðilsins.
Þ
ó svo að hnignun ítalska boltans hafi verið
talsvert í umræðunni upp á síðkastið virðast
Ítalir alltaf hafa sterkt landslið og eru ávallt
líklegir til afreka. Liðið komst nokkuð óvænt
í úrslitaleik Evrópumótsins árið 2012 þar sem það
beið lægri hlut fyrir Spánverjum. Ítalir virðast vera
hættulegastir þegar enginn býst við neinu af þeim.
Ítölum gekk vel í undankeppni HM og höfðu raunar
tryggt sæti sitt í lokakeppni þegar tveir leikir voru
eftir. Þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta
leik í riðlakeppninni átti liðið í talsverðu basli með
að skora mörk en var venju samkvæmt þétt fyrir
í vörninni og fékk fá mörk á sig. Rétt eins og með
Englendinga og Úrúgvæa er ómögulegt að spá fyrir
um gengi Ítala í D-riðli. Þessi þrjú lið virðast vera
nokkuð jöfn að styrkleika en það sem Ítalir hafa fram
yfir bæði liðin er hefðin fyrir því að komast langt á
stórmótum. Eina undantekningin frá þessari reglu
er HM 2010 þar sem ríkjandi heimsmeistarar komust
ekki einu sinni upp úr riðlakeppninni, enduðu á botni
F-riðils á eftir Nýja-Sjálandi, Slóvakíu og Paragvæ.
Ítalir munu væntanlega vilja bæta upp fyrir þau
vonbrigði en til þess þurfa þeir að eiga frábæra riðla-
keppni gegn mjög sterkum andstæðingum.
Þ
að hefur verið regla fremur en undantekning
á undanförnum stórmótum að Englendingar
geri í brækurnar. Væntingarnar eru jafnan
miklar; enskum félagsliðum hefur gengið vel
í Evrópu og enskum landsliðsmönnum hefur gengið
vel með félagsliðum sínum. Liðið kemst jafnan nokk-
uð auðveldlega á stórmót en á sjálfum stórmót-
unum er sagan samt alltaf sú sama, Englendingar
valda alltaf vonbrigðum. Liðið var slegið út í 16 liða
úrslitum HM 2010 og 8 liða úrslitum 2006. Liðið
komst ekki einu sinni á EM 2008 og var slegið út í
vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslitum EM 2012. Af þess-
um sökum eru væntingarnar til enska liðsins kannski
minni en oft áður. Sé horft á leikmannahópinn hefur
enska liðið oft verið sterkara; lykilmenn eins og Rio
Ferdinand og John Terry eru hættir með landsliðinu
og Frank Lampard og Steven Gerrard eru komnir
á seinni hluta ferils síns. Þó eru nokkrir ungir og
spennandi leikmenn sem vert er að fylgjast með og
ber þar helst að nefna Ross Barkley, Raheem Sterl-
ing, Luke Shaw, Jack Wilshire og Daniel Sturridge.
Roy Hodgson þykir hafa gert fína hluti með enska
liðið á undanförnum árum. Fyrirfram ætti enska liðið
að verða í baráttunni um að komast í 16 liða úrslit en
ljóst er að Ítalir og Úrúgvæar munu veita þeim mjög
harða keppni. Til að komast áfram er ljóst að enska
liðið þarf sigur gegn öðru hvoru liðinu að lágmarki.
KostaríkaÚrúgvæ
ÍtalíaEngland
Þjálfari:
Jorge Luis Pinto
Aldur: 61
Þjálfari:
Cesare Prandelli
Aldur: 56
Þjálfari:
Óscar Tabárez
Aldur: 67
Þjálfari:
Roy Hodgson
Aldur: 66
Riðill D Suarez gegn Englendingum
> Fylgstu með > Fylgstu með
> Fylgstu með> Fylgstu með
> Lykilmaður Luis Suarez > Lykilmaður Bryan Ruiz
> Lykilmaður Andrea Pirlo> Lykilmaður Wayne Rooney
9 Magnaður Einn besti framherji heims um þessar mundir. Hann gekkst undir aðgerð á dögunum en verð-
ur vonandi klár í slaginn fyrir mótið. Þessi magnaði leikmaður
Liverpool hefur skorað 38 mörk í 77 landsleikjum.
Aldur: 27
Staða: Framherji
Landsleikir: 77
Mörk: 38
Félagslið: Liverpool
10 Góður Á góðum degi er Bryan Ruiz frábær leik-maður, það hefur hann sýnt á Englandi. Hann er
lykilmaður í landsliði Kostaríka og ljóst að mikið mun mæða
á honum í sumar.
Aldur: 28
Staða: Framherji/sókndjarfur miðjumaður
Landsleikir: 62
Mörk: 12
Félagslið: PSV (á láni frá Fulham)
21 Leiðtoginn Þó að Andrea Pirlo sé orðinn 35 ára eru enn töfrar í skóm hans. Hann mun stýra spili
liðsins eins og herforingi í sumar.
Aldur: 35
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 108
Mörk: 13
Félagslið: Juventus
10 Mikil pressa Rooney mun leiða sóknarlínu Englendinga. Hann er einn af reynslumestu leikmönn-
um hópsins og öll spjót munu beinast að honum ef illa fer.
Aldur: 28
Staða: Framherji
Landsleikir: 90
Mörk: 38
Félagslið: Manchester United
Gáston Ramirez
Ramirez hefur átt erfitt
uppdráttar hjá Sout-
hampton en er jafnan
góður með landsliðinu.
Leikmaður sem gæti lagt
vonbrigðin að baki sér og
blómstrað í sumar.
Keylor Navas
Frábær markvörður sem
hefur spilað á Spáni
undanfarin fjögur ár.
Lykilmaður í liði Levante
og ein af ástæðum þess
að liðið átti gott tímabil
í vetur.
Ciro Immobile
Ungur framherji sem varð
markakóngur A-deildar-
innar í vetur með Torino.
Gekk í raðir Dortmund í
sumar og fær það stóra
hlutverk að leysa Robert
Lewandowski af hólmi.
Raheem Sterling
Átti frábært tímabil
með Liverpool í vetur.
Ungur, teknískur og
fljótur leikmaður sem
getur sprengt upp varnir
andstæðinganna.
Byrjunarlið 5-4-1
Á bekknum Markmenn: Patrick
Pemberton Sandomierski, Daniel Cambronero
Varnarmenn: Johnny Acosta, Óscar Duarte, Heiner
Mora Miðjumenn: Michael Barrantes, Esteban
Granados, Diego Calvo, José Miguel Cubero
Sóknarmenn: Randall Brenes, Marco Ureña
1
7
15
4 19Junior
Diaz
17
Yeltsin
Tejeda
16
Cristian
Gamboa
5
Ceslo
Borges
Keilor
Navas
Roy
Miller
10
Bryan
Ruiz
7
Geancarlo
González
Cristian
Bolanos
9
Joel
Campbell
Michael
Umana
Byrjunarlið 4-5-1
Á bekknum Markmenn: Ben Foster,
Fraser Forster Varnarmenn: Chris Smalling, Phil
Jones, Luke Shaw Miðjumenn: Frank Lampard, Alex
Oxlade-Chamberlain, Raheem Sterling, Adam
Lallana, Ross Barkley Sóknarmenn: Daniel
Sturridge, Rickie Lambert
1
11
3 6 5
Leighton
Baines
7
Jack
Wilshere
2
Glen
Johnson
4
Steven
Gerrard
Joe
Hart
Gary
Cahill
17
James
Milner14
Jordan
Henderson
Danny
Welbeck
10
Wayne
Rooney
Phil
Jagielka
Byrjunarlið 4-3-1-2
Á bekknum Markmenn: Salvatore
Sirigu, Mattia Perin Varnarmenn: Matteo Darmian,
Gabriel Paletta, Leonardo Bonucci Miðjumenn:
Thiago Motta, Alberto Aquilani, Marco Parolo, Marco
Verratti Sóknarmenn: Alessio Cerci, Ciro Immobile,
Lorenzo Insigne
1
10
14 13 15
Mattia
De Sciglio
18
Daniele
De Rossi
20
Ignazio
Abate
5
Andrea
Pirlo
Gianluigi
Buffon
Andrea
Barzagli
16
Claudio
Marchisio
7
Mario
Balotelli
Riccardo
Montolivo
9
Antonio
Cassano
Giorgio
Chiellini
Byrjunarlið 4-4-1-1
Á bekknum Markmenn: Rodrigo Muñoz,
Martín Silva, Varnarmenn: Sebastián Coates, Jorge
Fucile, José María Giménez Miðjumenn: Álvaro
Pereira, Nicolás Lodeiro, Egidio Arévalo Ríos, Álvaro
González Sóknarmenn: Abel Hernández, Christian
Stuani, Edinson Cavani
1
10
14 13 2
Jose
Cáceres
18
Egidio
Arvalo
20
Maxi
Pereira
5
Walter
Gargano
Fernando
Muslera
Diego
Lugano
16
Gaston
Ramírez
7
Diego
Forlán
Cristian
Rodríguez
9
Luis
Suarez
Diego
Godin