Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 25
Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fólk Viðtal 25
helst ekki koma við magann á mér. Ef
það dettur glas einhvers staðar nærri
mér þá gríp ég það alltaf. Mér fannst
það sjúklega töff eiginleiki þar til ég
komst að því að þetta er merki um
áfallastreituröskun, sem veldur því
að ómeðvitað fylgist þú með öllu um-
hverfinu. Ég ólst upp við það að lesa í
aðstæðurnar og meta þær út frá and-
rúmsloftinu.
Samt var ástandið aldrei nógu
hræðilegt til þess að þetta yrði barna-
verndarmál og við tekin af henni.
Mamma fór aldrei í brjálaða maníu
þar sem við gátum hringt og sagt að
núna væri hún alveg farin. En hún
varð rosalega reið, sló mig utan und-
ir eða réðst á mig þannig að ég þurfti
kannski að ýta henni niður. Þá hafði
ég kannski sagt eitthvað vitlaust. Hún
sagði mér alltaf að tala, ég ætti að
segja eitthvað. Og þegar ég talaði þá
sagði ég eitthvað vitlaust og það varð
allt vitlaust. Þegar ég varð unglingur
fór ég að svara fyrir mig og þá fór
allt úr böndunum. En ég hefði aldrei
hringt á lögregluna því þetta var
mamma mín.
Seinna fattaði ég að það var ekk-
ert sem ég sagði eða gerði sem olli
reiðiköstum mömmu heldur eitthvað
allt annað. En það tók mjög langan
tíma að fatta það. Ég sé það líka betur
þegar hún er farin og ég er ekki lengur
inni í þessari spennu sem einkenndi
okkar samband.“
Neyðarlínan aðhafðist ekkert
Katla Rós er elst fjögurra systkina
og telur að móðir sín hafi alltaf haft
samviskubit gagnvart henni, meðal
annars vegna atvika sem Katla Rós
man ekki einu sinni eftir. „Hún var
alltaf að reyna að standa sig en þetta
varð einhver vítahringur. Mamma
var alltaf með gígantískt samvisku-
bit gagnvart okkur og hún var alltaf
að reyna að leita sér hjálpar. Hún fór
í viðtöl hjá bæði sálfræðingum og
geðlæknum, bæði hér heima og í Sví-
þjóð.
Einu sinni hringdi hún í neyðar-
línu í Svíþjóð og sagði að hún væri
að lemja börnin sín og yrði að fá
hjálp. Svörin voru hins vegar þau að
fyrst hún væri að hringja þá væri hún
greinilega meðvituð og þar af leiðandi
gæti þetta ekki verið mjög hættulegt.
Og ekkert gert. Og hún hélt áfram að
lemja börnin sín og leið mjög illa yfir
því.“
Hún minnist þess þegar móðir
hennar hljóp að henni og sló hana
utan undir eða lét ljót orð falla.
Daginn eftir létu þær sem ekkert væri.
„Samt var alltaf eitt-
hvað undirliggjandi.
Það leið kannski heil
vika sem var rosalega
fín og allt í einu rann
upp dagur þar sem
eitthvað var að og
þá vorum við þarna,
einangruð, ein í Sví-
þjóð.“
Katla Rós er þög-
ul á meðan hún fer
í gegnum hugsan-
irnar. „Það er erfitt
að tala allt í einu
um ofbeldi, því
þetta var mamma
mín. En ég get
ekki að því gert að
það situr í mér.“
Breyting á fjölskyldunni
Til að reyna að skilja hvað gerð-
ist hefur Katla Rós reynt að
skoða lífshlaup móður sinn-
ar. Það gekk mikið á. „Mamma
lenti sjálf í ofbeldissambandi.
Þegar hún var átján ára var
henni nauðgað í Danmörku
þannig að hníf var haldið að
hálsi hennar á meðan annar
mannanna lauk sér af. Henni
tókst að flýja nakin af vettvangi
áður en hinn náði að koma
vilja sínum fram. Ég held að
hún hafi ekki verið búin að
vinna úr áfallinu þegar hún
varð ólétt að mér 21 árs. Hún
eignaðist fjögur börn með
þremur mönnum. Svo komu
tímabil þar sem hún átti fullt
af kærustum. Þegar ég skoða
stóra samhengið þá var hún
alltaf að reyna.“
Foreldrar Kötlu Rósar
skildu þegar hún var eins
árs. „Þá fór hún burt í heilt ár
með öðrum manni. Við flutt-
um svo þrjú saman til Sví-
þjóðar þegar ég var fimm ára, þar sem
systur mínar fæddust.
Þá voru þau fjölskylda með
tvö börn og ég passaði ekki inn í
myndina. Þau voru gift þar til ég varð
tólf ára en þegar ég fór að gráta vegna
þess spurði mamma af hverju ég væri
að því, hann hefði alltaf hatað mig.“
Eftir skilnaðinn fóru systur henn-
ar aðra hverja helgi til föður síns og
dvöldu þar vikulangt. „Stundum var
mamma ein með þrjú börn og und-
ir miklu álagi og stundum var hún
bara með mig eina. Þar sem mamma
var í vaktavinnu á þessum tíma tók ég
mikla ábyrgð á heimilinu. Það kom
í minn hlut að vakna með systrum
mínum og fylgja þeim á barnaheim-
ilið og í lok dags sótti ég þær.
Þegar systur mínar voru ekki
heima vildi mamma helst ekki að ég
væri heima því hún var með einhverja
kærasta þar. Á tímabili voru þeir þrír
– en hún útskýrði það með því að
karlar væru betri sem elskhugar en
eiginmenn.“ Katla Rós segir að skiln-
aðurinn hafi augsýnilega verið móður
hennar mikið áfall.
Misstu allt
Fleiri áföll dundu á. Árið 1992 varð
kreppa í Svíþjóð sem hafði víðtæk
áhrif á sænskt samfélag og á líf þeirra
mæðgna. Móðir Kötlu Rósar vann á
geðspítala og stóð sig vel, en í niður-
skurðaraðgerðum vegna kreppunnar
var öllum sem höfðu unnið þar skem-
ur en í ár sagt upp. „Það hafði mik-
il áhrif á mömmu sem hafði fram til
þessa verið mjög dugleg og alltaf stað-
ið skil á sínu. Hún var mjög vinnusöm.“
Sigríður Vala var myndlistarmaður
og ljósmyndari og vann að mörgum
verkefnum því tengdu, auk þess sem
hún sótti námskeið í Danmörku. „Svo
var eins og hún hefði bugast þegar
áföllin dundu á,“ útskýrir Katla Rós.
„Ég held að hún hafi verið tæp fyrir en
þetta hafi ýtt henni yfir brúnina.“
Í kreppunni missti hún ekki aðeins
atvinnuna heldur hækkuðu lánin líka
upp úr öllu valdi þar til hún réð ekki
lengur við afborganir af íbúð sem hún
hafði keypt. Íbúðin var seld á uppboði
og hún sat eftir með himinháa skuld.
Óttaðist um mömmu
Mæðgurnar fluttu í annað og ódýrara
hverfi. Katla Rós sýnir mér ljósmynd
af fjölbýlishúsi sem þær bjuggu í. Hún
bendir á glugga á efstu hæðinni og
segir að þar hafi móðir sín staðið og
hótað að fleygja sér niður. Þegar Katla
Rós var orðin ein með móður sinni
fékk hún að kynnast annarri hlið á
henni en áður og sjálfsvígshótanir
urðu hluti af lífinu. „Ég var alltaf að
taka myndir af henni, eins ég vissi að
hún myndi hverfa frá mér.“ Og mynd-
irnar eru hér á víð og dreif í kring-
um okkur. Myndir af móður henn-
ar í hversdagslegum athöfnum með
Kötlu Rós og systkinum hennar.
„Ég var alltaf hrædd um að koma
að henni látinni og velti því fyrir mér
hvernig það færi ef hún léti verða af
þessu. Ég man eftir því að hafa hugsað
með mér að núna væri ég fimmtán ára
og systur mínar sjö og átta ára þannig
að ef það gerðist eitthvað núna þá yrð-
um við öll send hvert á sitt heimilið
og systkinahópurinn myndi splundr-
ast. Ég fór í gegnum sömu hugsanir
sautján og átján ára og þakkaði fyrir
að það væri ekki komið að þessu. Svo
gerðist þetta ekki fyrr en ég var orðin
32 ára og við vorum öll orðin fullorðin
nema litli bróðir minn. Eins og hún
hafi kannski beðið með þetta.“
Hefði þurft hvíld
Hún segist samt skilja af hverju
mamma hennar brotnaði saman á
þessum tíma. „Þarna var hún 33 ára
gömul, jafngömul og ég er í dag, frá-
skilin, þriggja barna móðir og búin
að missa allt, að reyna að
berjast áfram í landi þar
sem hún gat ekki notað
sitt eigið tungumál. Hún
brotnaði alveg niður og
gafst bara upp. Hún hefði
þurft að fá hjálp.“
Enda var það á þessum
tíma sem móðir hennar tók þung-
lyndislyf, í fyrsta og eina skiptið á æv-
inni. Henni stóð einnig til boða að
fara í einhvers konar hvíldarinnlögn
með fjölskyldunni á sænskri stofnun
sem mætti helst líkja við Klepp hér á
landi. „Þarna hefur kannski verið úr-
ræði í boði þar sem hún hefði fengið
að hvílast aðeins.“
Það varð þó ekkert úr því þar sem
móðir hennar tók óvænta og skyndi-
lega ákvörðun um að flytja aftur til Ís-
lands og alla leið til Grindavíkur, þar
sem hún hóf sambúð með manni.
Katla Rós var þá orðin fjórtán ára
gömul og neitaði að fara með móður
sinni. Þess í stað varð hún eftir hjá
föður sínum í Reykjavík. Tengslin á
milli þeirra hafa alltaf verið sterk og
Katla Rós var hjá honum á hverju
sumri. „Það bjargaði mér.“
Harkið á Íslandi
Fjölskyldan sundraðist og systkinin
bjuggu hér og þar. Katla Rós var í
Reykjavík, önnur systir hennar varð
eftir hjá föður sínum í Svíþjóð og hin
fór til Grindavíkur þar sem hún bjó
með móður þeirra og þessum manni.
„Þau reyktu hass og drukku mikið.
Hún hætti á lyfjunum og vildi aldrei
aftur taka þunglyndis- eða kvíðastill-
andi lyf og reykti gras í staðinn.“ Þetta
situr í Kötlu Rós: „Ef þú ert með börn
á heimilinu, getur þú ekki slakað að-
eins á í smástund á meðan þú ert að
stilla þig af? Eða ætlar þú að fórna
mörgum árum af lífi barna þinna því
þú vilt ekki lyf?“
Eins og móður hennar hafði
dreymt lengi um að komast aftur til
Íslands beið hennar enginn dans á
rósum hér á landi. Þvert á móti, lífið
var hark fyrir konu sem var búið að
úrskurða gjaldþrota og setja á svartan
lista. Móðir Kötlu Rósar var bláfátæk
á leigumarkaði að reyna að ala önn
fyrir dóttur sinni.
Eftir fimm ár á Íslandi gafst hún
upp og flutti aftur út. „Markmiðið var
meðal annars að losa sig við skuldina
en það var ekki fyrr en núna árið 2013
sem það átti loks að takast. Þá var
mamma búin að vera að vinna stans-
laust að því öll þessi ár og alltaf mjög
fátæk eftir að hún var úrskurðuð gjald-
þrota. Það var allt tekið af henni og hún
mátti ekki eiga neitt. Akkúrat á sama
tíma og hún var að ala upp börnin sín.
Það hlýtur að hafa verið slítandi.“
Ráðalaus gagnvart veikindunum
Áður en Sigríður Vala fór aftur út
eignaðist hún son fæddan 1999.
Litli bróðir Kötlu Rósar var nýfædd-
ur þegar móðir hennar hélt utan
„Ég fékk
það á
heilann að
einhver hefði
drepið hana
Fjölskyldan Katla Rós tók þessa mynd af móður sinni og systrum þegar þær bjuggu allar úti í
Svíþjóð. Hún var alltaf að taka myndir, eins og hún vissi að móðir hennar myndi hverfa frá henni.
Mæðgurnar Hér að ofan
er ein síðasta myndin
sem var tekin af þeim
saman. Til hliðar er kort
frá móður Kötlu sem var á
sýningunni um daginn.
Systkinin Katla Rós með bróður sínum sem hún
tók í fóstur eftir sjálfsvígið. Hann var þá þret
tán ára.
M
y
N
d
S
ig
tR
y
g
g
u
R
a
R
i