Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 59
Helgarblað 6.–9. júní 2014 HM 2014 3 Þetta þarftu að vita n Forvitnilegar staðreyndir um HM í Brasilíu n Furðurlegar kröfur og vegleg verðlaun 8 sigurvegarar taka þátt Átta þjóðir sem unnið hafa heimsmeistaratitilinn taka þátt í keppninni í sumar. Þetta eru, auk heimamanna, Spánverjar, Ítalir, Þjóðverjar, Úrúgvæar, Argentínumenn, Englendingar og Frakkar. Við erum eitt Fyrir allar heimsmeistara- keppnir frá árinu 1962 hefur verið gert sérstakt HM-lag. Að þessu sinni kom það í hlut Jennifer Lopez, Pitbull og Claudiu Leitte að gera HM-lagið. Nafnið á laginu er We Are One, eða Við erum eitt. Þess má geta að árið 2010 var opinbera HM-lag- ið DAre (La La La) sungið af Shakiru, en hún er í dag kærasta Gerards Pique, varnarmanns heimsmeistara Spánar. Nuddpottur í öll herbergi Sum liðin á HM gera miklar kröfur til aðbúnaðar á hótelum meðan á keppni stendur. Úr- úgvæar krefjast þess að hljóðlát loft- ræsting sé í hverju herbergi, Portúgalir að tölvur séu í öllum herbergjum og Alsíringar að eintak af kóraninum verði í öllum herbergjum. Þá vilja Japanir nuddpott og Ekvadorar að bananar – frá Ekvador að sjálfsögðu – verði í herbergjum leikmanna sinna. Alvöru tuðra! Boltinn sem verður notaður í lokakeppni HM heitir Brazuca og er hannaður af Adidas. Brazuca er fyrsti boltinn í sögu lokakeppni HM sem nefndur er af almenn- ingi. Blásið var til atkvæðagreiðslu á veraldarvefnum og voru þrír valmöguleikar í boði: Brazuca, Bossa Nova og Carnavalesca. Orðið er notað í Brasilíu til að lýsa þjóðarstolti Brasilíumanna. Boltinn er vandlega hannaður og á hann að ná meiri hraða þegar spyrnt er í hann en dæmigerðir fótboltar – frábært fyrir Cristiano Ronaldo. Vegleg verðlaun Sigurliðið á HM mun ekki bara fá glæsilegan bikar í verðlaun. Sú þjóð sem stendur uppi sem sigurvegari á mótinu fær 35 milljónir dala, fjóra milljarða króna, í verðlaun en 2. sætið fær 25 milljónir dala, 2,8 milljarða. Allar þátttökuþjóðir fá auk þess greitt sérstaklega fyrir þátttöku sína. Eini nýliðinn Bosnía-Hersegóvína er eina þjóðin sem verður með á HM í sumar sem aldrei hefur tekið þátt áður. Þó að þeir séu nýliðar bíða margir óþreyjufullir eftir því að berja liðið augum og telja margir að það geti náð langt í keppninni í sumar. Drónar tryggja öryggi Mikið verð- ur lagt upp úr öryggisgæslu meðan á keppni stendur í sumar. Nútímatækni verður nýtt til hins ítrasta og munu mannlausar flugvélar, eða svokallaðir drónar, fylgjast með því að allt fari friðsamlega fram meðan á leikjum keppninnar stendur. Margir vildu miða Rúmlega sex millj- ónir beiðna um miða á HM voru lagðar fram en aðeins þrjár milljónir miða verða í boði fyrir aðdáendur sem vilja berja liðin augum í leikjum keppninnar. Miðaverð er mjög mismunandi og fer raunar eftir því hvort þú ert frá Brasilíu eða utan Brasilíu. Ódýrustu miðarnir fyrir heimamenn í riðlakeppninni kostuðu 11 evrur, 1.700 krónur, en 69 evrur fyrir aðra, 10.600 krónur. Það er ekki fyrir hvern sem er að sjá úrslitaleikinn; ódýrustu miðarnir þar voru á 335 evrur, 51 þúsund krónur en dýrustu miðarnir á 755 evrur, 117 þúsund krónur. Það þarf vart að taka fram að það er fyrir löngu orðið uppselt á keppnina. Lukkudýrið er beltisdýr Lukkudýrið á HM að þessu sinni er beltisdýrið Fuleco. Dýrið dregur nafn sitt af Futebol (fótbolti) og Ecologia (vistfræði). Fuleco er af ákveðinni tegund beltisdýra sem er í útrým- ingarhættu. Blái liturinn á höfði þess táknar frjósemi, himininn og hafið. Dýrasta HM sögunnar Það er ljóst að engu verður til sparað að gera keppnina í Brasilíu sem glæsilegasta. Keppnin í ár verður sú dýrasta í sögunni – jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Nýir vellir voru smíðaðir og þá var heilu hverfunum breytt til að aðgengi að völlum yrði gott. Þá skar lögregla upp herör gegn glæpum. Talið er að kostnaðurinn við keppnina nemi 14–16 milljörðum Bandaríkjala, eða 1.600 til 1.800 milljörðum króna. Úrslitaleikur á alvöruvelli Úrslitaleikur keppninnar fer fram hinn 13. júlí á hinum sögufræga Maracana-leikvangi í Ríó. Úrslitaleikurinn á HM 1950 fór fram á vellinum þar sem voru samankomnir 200 þús- und áhorfendur. Öllu færri munu sjá úrslitaleikinn á Maracana í ár, enda hefur völlurinn gengið í gegnum talsverðar breytingar á undanförnum árum. Hann tekur núna 79 þúsund áhorfendur í sæti. Auk úrslitaleiksins fara sex leikir fram á vellinum, þar á meðal einn leikur í 8 liða úrslitum keppninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.