Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 12
Helgarblað 6.–9. júní 201412 Fréttir S almann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, segist hafa fund- ið fyrir auknum fordómum gagnvart múslimum eftir að Framsóknarflokkurinn blandaði trúarbrögðum þeirra inn í umræðu um úthlutun lóða og húsnæðiseklu í Reykjavík. Þetta byggir hann bæði á samtölum við aðra múslima og á þeim morðhótunum sem honum bárust í byrjun vikunnar. „Það hefur gríðarleg áhrif þegar rasistar og ofstækismenn á Íslandi fá beinan stuðning frá elsta stjórn- málaflokki landsins, flokki sem fer með forsætisráðuneytið í ríkisstjórn Íslands,“ segir Salmann. Hann tel- ur að með málflutningi sínum um múslima og moskur hafi Framsókn og flugvallarvinir gefið fordómum og hatursorðræðu sem áður blundaði undir yfirborðinu ákveðið lögmæti. Á samfélagsmiðlunum gengur nú mynd af Salmann ofan í ruslafötu sem á stendur „förgun“, en myndin birtist fyrst á Facebook-síðunni Mótmæl- um mosku á Íslandi. Þegar DV spurði Guðfinnu Jóhönnu Guðmunds- dóttur, nýkjörinn borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, á dögunum hvað henni þætti um stuðning rasista og forsvarsmanna fyrrnefndrar Face- book-síðu við Framsóknarflokkinn svaraði hún: „Þurfum við ekki að taka þessa umræðu upp í þjóðfélaginu, eins og aðra umræðu? Ég tel að virkja þurfi íbúalýðræði af meiri krafti en áður hefur tíðkast.“ „Loksins fengið lóð“ Salmann bendir á að fylgi Fram- sóknar og flugvallarvina hafi tekið stökk eftir að Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, oddviti flokksins, hvatti til þess í viðtali og á Facebook að út- hlutun lóðar til byggingar mosku yrði afturkölluð. Ummælum sínum fylgdi Sveinbjörg eftir með því að deila og „læka“ efni á Facebook þar sem alhæft var um múslima og „her- menn Íslam“, fullyrt að innflytjend- ur væru ófúsir að aðlagast og fjölgun múslima í Noregi gerð tortryggileg. Skömmu síðar sagðist Guðfinna Jó- hanna ekki hafa áhyggjur af því hvort jafnræðisreglan væri brotin gagn- vart múslimum með því að aftur- kalla úthlutun lóðarinnar, enda væri mikilvægara að fólk hefði húsnæði í Reykjavík. Með málflutningi Fram- sóknar var markvisst gefið í skyn að lóðaúthlutun til múslima væri bein- línis hluti af húsnæðisvandanum í Reykjavík. Þannig var fjárhagslegum hagsmunum Reykvíkinga stillt upp andspænis múslimum og þeir fram- andgerðir. Salmann segir eðlilegt að rætt sé um innflytjendamál og ólíka menn- ingarheima með yfirveguðum hætti. Hins vegar hafi það alvarlegar af- leiðingar þegar stjórnmálamenn hvetja til þess að jafnræðissjónar- miðum og forsendum raunveru- legs trúfrelsis sé kastað fyrir róða. „Múslimar hafa loksins fengið lóð eftir 14 ára bið og það hafa ekki kom- ið upp vandamál í kringum múslima á Íslandi. Það er lágkúrulegt að Fram- sókn hafi kosið að nota andúð gegn minnihlutahópi sem vopn í kosn- ingabaráttunni sinni,“ segir hann. Borgin yrði skaðabótaskyld Umsókn Félags múslima á Íslandi um mosku í Reykjavík hefur velkst um í borgarkerfinu síðan árið 2000 þegar félagið sótti fyrst um leyfi, en sú tillaga gerði ráð fyrir lóð við Stekkjarbakka í Elliðaárdal. Í fyrra samþykkti borg- arráð loksins deiliskipulag sem ger- ir ráð fyrir mosku í Sogamýri á milli Suðurlandsbrautar og Miklubraut- ar. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli og með níu metra háan bænaturn. Í stjórnsýslulögum er ekki að finna lagastoð fyrir því að afturkalla lóðina. Samkvæmt 25. grein laganna get- ur stjórnvald „afturkallað ákvörðun sína að eigin frumkvæði, sem til- kynnt hefur verið aðila máls, þegar: 1. það er ekki til tjóns fyrir aðila, eða 2. ákvörðun er ógildanleg.“ Hvorugt á við í tilviki lóðaúthlutunarinnar til Félags múslima. Bæði Sveinbjörg og Guðfinna eru lögfræðimenntaðar og vita að ef lóðin verður afturköll- uð verður Reykjavíkurborg skaða- bótaskyld. „Hún getur ekki einu sinni breytt ákvörðuninni lögum sam- kvæmt. Hún er bara að plata og segir þetta bara til að næla sér í fylgi hálf- vita,“ segir Salmann. Ljón í veginum Framsókn og flugvallarvinir eru ekki að finna upp hjólið, því ýmsir aðr- ir hafa streist gegn því í gegnum tíð- ina að múslimar fái að byggja mosku í Reykjavík. Sem áður segir hefur gætt ákveðinnar tregðu í kerfinu líkt og löng bið eftir bænahúsi ber vitni um. Þá hefur múslimum verið ógnað og reynt að ala á tortryggni gagnvart þeim á meðal íbúa Sogamýrar. Árið 2012 fengu nokkrir þeirra bréf þar sem varað var við byggingu mosku með myndum af hauskúpu og blóði og texta sem hafði að geyma alhæf- ingar og sleggjudóma um múslima og moskur. Í fyrra var svo svínshausum dreift á lóð múslima í Sogamýri. Um dæmi- gerðan hatursglæp var að ræða en starfsmenn Reykjavíkurborgar hentu sönnunargögnunum í ruslið að lög- reglu viðstaddri og gerði lítið úr mál- inu í fjölmiðlum. Félag múslima á Ís- landi kærði verknaðinn til lögreglu og eftir að maður viðurkenndi sök í viðtali á Útvarpi Sögu var hann yfir- heyrður. Þegar DV ræddi við Helgu Völu Helgadóttur, lögmann múslima, fyrr í vikunni sagðist hún ekki hafa fengið nein svör frá lögreglunni. Á fimmtudaginn kom svo fram í Frétta- blaðinu að ekki yrði ákært í málinu. „Er þetta réttarríki?“ Líkt og Salmann bendir á hefur auk- in harka færst í hatursáróður gegn múslimum í netheimum eftir að framsóknarmenn gerðu mosku að viðfangsefni kosningabaráttunn- ar í Reykjavík. Hefur lögreglan verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki við. „Af hverju er lögreglan ekkert búin að aðhafast þegar fyrir liggja morðhótanir frá nafngreindum einstaklingum gegn nafngreindum einstaklingum? Eru morðhótanir sem sagt í lagi?“ spyr Svavar Gests- son, fyrrverandi ráðherra, í fyrir- spurn til lögreglu á Facebook og bætir því við að ástandið sé í senn fyrirlitlegt og hættulegt. „Og hvað með þá sem komu fyrir svínshaus- um á lóðinni fyrir moskuna, er rann- sókn þess máls lokið? Er þetta réttar- ríki?“ Í svari lögreglunnar er 233. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um hótanir, túlkuð á þá leið að kæra þurfi að liggja fyrir til að lögregla geti brugðist við í slíkum málum. Múslimar orðnir að boxpúða Salmann Tamimi kallar eftir því að stjórnmálamenn átti sig á því að orðum fylgir ábyrgð. „Hugmyndir um að múslimar eigi ekki að njóta jafnræðis á við aðra og ekki að fá að iðka sína trú í friði hafa bein áhrif á aðra og veita hatri á minnihlutahóp- um lögmæti,“ segir hann. Þá bendir hann á að orðið sé mun algengara og viðurkenndara að alhæfa um múslima en um aðra hópa. Fólk seg- ir og skrifar hluti um múslima og of- beldi sem það myndi aldrei láta hafa eftir sér um til dæmis kristna menn. „Múslimar eru orðnir eins konar boxpúði fyrir rasista sem dreifa um þá lygum og óhróðri.“ Hann segir að múslimar mæti fordómum á flestum sviðum daglegs lífs. „Ef einhver heitir Muhammed er erfitt fyrir hann að fá vinnu. Hver ætti að ráða menn í vinnu sem eru stimplaðir sem hryðjuverkamenn eða kvennakúgarar?“ spyr Salmann. Þá bendir hann á að með því að jaðarsetja og ala á fordómum gagn- vart múslimum fái þeir á tilfinn- inguna að þeir tilheyri ekki íslensku samfélagi. Þannig myndist gjá sem sé slæm fyrir alla. Salmann segir Framsóknarflokk- inn vera á hættulegri vegferð en tek- ur jafnframt fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem flokkurinn elur á útlendingahatri. „Framsókn er að stökkva á vagn þjóðernishyggj- unnar. Við verðum að horfast í augu við það hvernig þessi flokkur er og fyrir hvað hann stendur. Þeir stjórn- málaflokkar sem aðhyllast í raun og veru jafnræði, frjálslyndi og trúfrelsi hljóta að lýsa því yfir að þeir vilji ekki vinna með svona flokki.“ n Framsókn kynti undir fordómum n 14 ára bið eftir lóð á enda n Aðgerðarlaus lögregla, svínshöfuð og hatur Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is 14 ára bið Múslimar eru einn þeirra minni- hlutahópa á Íslandi sem verða fyrir hvað mestum fordómum. Þeir hafa beðið eftir lóð undir mosku í 14 ár. Mynd Kristinn Magnússon Kærði morðhótanir Salmann Tamimi segir að hatursáróður gegn múslimum hafi rokið upp úr öllu valdi eftir að Framsóknarflokkurinn blandaði trúarbrögðum þeirra inn í umræðu um lóðaúthlutanir. Mynd dV Ehf / sigtryggur ari Ljótari hatursáróður Múslimar hafa þurft að þola ljótari hatursáróðri og aukna fordóma eftir að Framsóknarflokkurinn blandaði trúarbrögðum þeirra inn í umræðu um úthlutun lóða og húsnæðiseklu í Reykjavík. Mynd ÞorMar V gunnarsson „Eru morð- hótanir sem sagt í lagi? „Múslimar eru orðnir eins konar boxpúði fyrir rasista sem dreifa um þá lygum og óhróðri. MIKLABRAUT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.