Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 6.–9. júní 201454 Fólk Hrygna á Frances Bjarna Benediktssyni fjármála- ráðherra og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra tókst ekki að landa fyrsta laxi sumarsins í Norðurá á fimmtu- dagsmorgun. Þeim var boðið að opna ána ásamt öðrum veiði- mönnum en fyrsta laxinn fékk Sigurður Sigfússon. Bjarni veiddi þó lax skömmu síðar þegar hann landaði 78 sentimetra hrygnu á Brotinu. Laxinn tók rauða Frances-keilutúbu skömmu fyrir hálf átta á fimmtudagsmorgun. Athygli vakti að Sigmundur Davíð klæddist ekki vöðlum við veiðarn- ar líkt og venja er og kastaði því aðeins af bakkanum. Hann setti ekki í fisk að þessu sinni. Fékk golfsett frá kærastanum Stjörnu- og Idolparið Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir eru ástfangnar turtildúfur. Tón- listarfólkið er iðið við að tjá hvort öðru ást sína á Facebook en þar kom fram að Snorri hefði komið kærustunni heldur betur á óvart á dögunum þegar hann gaf henni golfsett – að sjálfsögðu með bleikum kylfum. Parið verður því líklega syngjandi saman á golf- völlum landsins í sumar. Leikkonur selja fötin sín Nú þegar sólin fer að verða sem hæst á lofti taka margir til í skáp- unum hjá sér og halda fata- markað. Leikkonurnar Elma Lísa, Tinna Hrafnsdóttir og María Heba eru þar á meðal en þær ætla að halda fatamarkað á laugardaginn. Markaðurinn fer fram í FÍL-húsinu, Lindargötu 6 og stendur frá 12–18. Þar verða eflaust margir gullmolar í boði enda þær þekktar fyrir smekkleg- heit. Vinir Elmu Lísu kalla hana til að mynda FataLísu vegna mik- ils fataáhuga hennar. Á miðvikudaginn var eitt ár síð- an fjölmiðlamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmað- urinn í knattspyrnu, Her- mann Gunnarsson, féll frá. Til að heiðra minningu Hemma lét Tólfan, stuðningsmannafélag íslenska knattspyrnulandsliðsins reisa sér- stakan minningarvegg á Ölveri. „Hemmi var okkar helsta tólfa,“ segir Friðgeir Bergsteinsson einn af stjórnarmönnum Tólfunnar. „Við vildum reisa vegginn á dánar- degi Hemma til að heiðra minn- ingu hans.“ Friðgeir segir Ölver hafa orðið fyrir valinu þar sem staður- inn sé „heimavöllur“ Tólfunnar. „Við hittumst þar fyrir alla landsleiki,“ segir Friðgeir og undirstrikar að allir séu velkomnir í Tólfuna. „Hvort sem það eru karlar eða konur. Bara mæta á Över fyrir leiki og skemmta sér vel.“ Tólfan var stofnuð árið 2007 en Friðgeir segir hlutina hafa gerst hratt í fyrra. „Þá fór þetta fyrst á al- mennilegt flug,“ en áhuginn á ís- lenska landsliðinu jókst mikið með frábæru gengi í undankeppni HM sem fer fram í Brasilíu eftir fáeina daga. „Þetta rífur upp stemninguna á leikjum og er bara jákvætt.“ Frið- geir segir meðlimi Tólfunnar leggja mikið upp úr skemmtilegum söngv- um og því liggi menn við skriftir fyrir leik. „Það er von á tilkynningu frá okkur á næstu dögum sem á eftir að vekja töluverða athygli. Þannig að það borgar sig að fylgjast með,“ segir Friðgeir að lokum og bendir á Face- book-síðu Tólfunnar. n Heiðra minningu Hemma Tólfan reisti minningarvegg til heiðurs Hemma Gunn Kátir Tólfumenn Óskar Freyr, Friðgeir, Styrmir og Kristinn Hallur. Pabbi var eins og fermingarstelpa n Hitti George Best á Akureyrarvelli n Er grjótharður Þórsari É g er uppalinn Þórsari og ég man að mér fannst þetta ekk- ert sérstaklega spennandi,“ segir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, en hún hitti knattspyrnugoðsögnina George Best á Akureyrarvelli í ágúst 1982. Rakel var ellefu ára en Best lék þá sýningarleik með KA á móti stjörn- um prýddu liði Manchester United. „Ég man hins vegar að pabba fannst þetta einstaklega merkilegt. Það skríkti nánast í honum og hann var eins og flissandi skólastelpa,“ segir Rakel og hlær en hún segir föður sinn, Þorberg Ólafsson heitinn, hafa verið einn dyggasta stuðningsmann Manchester United á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Best vinalegur og kurteis „Fyrir pabba var þetta eitthvað alveg magnað en ég kveikti eiginlega ekki á því fyrr en mörgum árum seinna í raun hversu merkilegt augnablik þetta var. Þá dró pabbi fram myndina af okkur og lýsti þessu sem einu merkilegasta atviki lífs síns.“ Skyldi engan undra enda er Best jafnan talinn í hópi bestu knattspyrnu- manna sögunnar og eflaust draum- ur allra stuðningsmanna United að hitta hann í eigin persónu. Hann var þó einnig þekktur fyrir villt líferni utan vallar en Best lést langt fyrir ald- ur fram árið 2005. Þá aðeins 59 ára. Rakel segir að George Best hafi ver- ið einstaklega vinalegur og kurteis. „Hann var bara virkilega almenni- legur náungi og eftir á að hyggja þá þykir mér auðvitað mjög vænt um þetta augnablik. Ég hef nú ekki hitt margar stjörnur á lífsleiðinni, eigin- lega bara sárafáar. En Best er án ef sá allra flottasti,“ segir Rakel. Fylgist vel með boltanum Rakel er eins og áður kom fram Þórsari en hún segir lífið hafa snúist um fótbolta á sínu heimili. „Maður var nánast ekki viðræðuhæfur inn- an fjölskyldunni ef maður var ekki í fótbolta. Það var fótbolti á sumrin og fylgst með enska á veturna. Það æfðu nánast allir og héldu annaðhvort með Liverpool eða Manchester United.“ Rakel fylgist vel með ís- lenska boltanum og sérstaklega eftir að hennar lið komst aftur í efstu deild. „Ég fylgist nokkuð vel með en ég get ekki sagt að ég finni fyrir sama áhuga hjá öðrum konum hérna á fréttadeildinni. Ég er svolítið ein í þessu.“ Rakel segist enn sprikla í fót- bolta af og til. „Já, maður hlunkast einu sinni í viku í einhverjum kerl- ingabolta,“ segir fréttastjórinn í létt- um tón. Spánn og England á HM HM í knattspyrnu er að bresta á í næstu viku og ætlar Rakel að fylgj- ast vel með keppninni. „Eins og svo margir aðrir Íslendingar sem hafa fylgst lengi með enska boltan- um þá hefur maður alltaf ákveðn- ar taugar til enska landsliðsins. En gengi þeirra hefur verið fremur slappt svo að ósjálfrátt fer mað- ur að fylgjast með öðrum liðum.“ Rakel segir það spænska heilla sig hvað mest. „Ég fylgist töluvert með spænska boltanum líka og síðan hef- ur spænska liðinu gengið frábærlega undanfarið. Auk þess að spila einn skemmtilegasta boltann.“ n Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Rakel og Best Rakel segir Best hafa verið einstaklega almennilegan og lausan við alla stjörnustæla. Mynd RaKEl ÞoRBERGSdóTTiR Rakel Þorbergsdóttir Er gjótharður Þórsari og fannst ekkert merkilegt að hitta karl sem hafði nýlokið leik með KA. „Það skríkti nánast í honum og hann var eins og flissandi skólastelpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.