Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 78
Helgarblað 6.–9. júní 201422 HM 2014 A lsír verður eini fulltrúi Norður-Afríku í loka- keppni HM að þessu sinni. Þrátt fyrir dapra Afríkukeppni á síðasta ári, þar sem Alsíringar komust ekki einu sinni upp úr riðlakeppn- inni, fékk Bosníumaðurinn Vahid Halilhodzic að halda starfi sínu. Það reyndist góð ákvörðun enda kom hann Alsír í lokakeppni HM. Liðið átti fína undankeppni og vann sinn riðil þar sem Malí var meðal andstæðinga. Sigur á Búrkina Fasó í umspili tryggði Alsíringum sæti í lokakeppninni. Þrátt fyrir ágætan stöðugleika í undankeppninni hefur óstöðugleiki einkennt landslið Alsír á undan- förnum árum. Liðið hefur átt fína spretti inn á milli en síðan gert rækilega í brækurnar þess á milli, til dæmis í Afríkukeppninni í fyrra. Þá hefur liðið skort skapandi leikmenn en þess í stað haft úrval varnar- sinnaðra leikmanna. Þetta virðist vera að breytast enda er fjöldi ungra og efnilegra sókndjarfra leik- manna að koma upp í landsliði Alsír. Má þar nefna sóknarbakvörðinn Faouzi Ghoulam, Saphir Taider, Nabil Bentaleb og Yacine Brahimi. Enginn þessara leikmanna hefur þó leikið fleiri en 15 landsleiki og því er alls óvíst hvort þeir geti breytt gangi mála. Halilhodzic er reynslumikill stjóri sem spilaði með Júgóslövum á HM 1982. Eftir að hann lagði skóna á hilluna stýrði hann félagsliðum, þar á meðal Paris St. Germain sem hann gerði að frönskum bikarmeistur- um árið 2004. Þá var hann stjóri Fílabeinsstrandar- innar á HM í Suður-Afríku árið 2010. Ó trúlegur uppgangur hefur verið í belgískri knattspyrnu á undanförnum árum og er svo komið að landslið Belga er eitt það efnilegasta í heimi. Skyndilega eru heimsklassaleikmenn í öllum stöðum og eru Belgar allt í einu líklegir til afreka í lokakeppni HM. Belgar tryggðu sér sæti í lokakeppninni með fumlausri frammistöðu í A-riðli undankeppninnar. Liðið vann átta leiki og gerði tvö jafntefli og endaði á toppi riðilsins með 26 stig – á undan bæði Króötum og Serbum. Í raun átti belgíska liðið varla slakan leik í undankeppninni og æfingaleikir undanfarnar vikur gefa góð fyrirheit, til dæmis 2-0 sigurinn á Svíum á dögunum. Það má í raun segja að Belgar hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í riðla. Rússar munu væntanlega veita þeim harða keppni um efsta sæti riðilsins og verður væntanlega við ramman reip að draga fyrir Alsír og Suður-Kóreu. Þjálfarinn Marc Wilmots hefur gert frábæra hluti með landsliðið frá því að hann var ráðinn árið 2012. Wilmots var sjálfur einn af betri leikmönnum Belga á tíunda áratug liðinnar aldar og þykir vinsæll meðal leikmanna sinna. Miðað við undankeppnina og gæðin í leikmannahópi Belga ættu þeir að komast nokkuð örugglega í sextán liða úrslit keppninnar. Langt er liðið síðan Belgar tóku síðast þátt í stór- móti og gæti reynsluleysi orðið liðinu að bráð þegar líða tekur á keppnina. Þá eru margir af lykilmönnum liðsins enn tiltölulega ungir að árum. S uður-Kóreumenn hafa verið ein besta knattspyrnuþjóð Asíu um langt skeið. Gengi liðsins hefur verið upp og niður að undan- förnu; liðið vann fyrr á þessu ári góða sigra gegn Grikkjum og Svisslendingum en tapaði svo 1-0 á heimavelli gegn Túnis á dögunum. Liðinu gekk afleit- lega að skapa sér færi og þá voru glufur í varnarleik liðsins. Miðað við þetta er erfitt að sjá hver staðan á suður-kóreska liðinu er og hjá þeim virðist geta brugðið til beggja vona. Þó að Suður-Kóreumenn hafi komist beint í lokakeppni HM og ekki þurft á umspili að halda var stjóranum, Choi Kang-hee, sparkað að keppni lokinni. Kröfurnar í Suður-Kóreu eru miklar, þótt sigrar hafi unnist spilaði liðið einfaldlega ekki nógu góðan fótbolta. Frammistaða liðsins undir stjórn Myung-Bo hefur batnað, en þó vilja margir stuðningsmenn meina að liðið geti gert mun betur eins og tapið gegn Túnis bar með sér. Landsliðið er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem spila í mörgum af stærstu deildum Evrópu. Suður-Kóreumenn gera sér væntanlega ekki væntingar um að komast lengra en í 16 liða úrslit. Ef það gengi eftir yrði það í þriðja skipti í fjórum síðustu keppnum sem það tækist. Drátturinn varð Suður-Kóreumönnum nokkuð hliðhollur og þeir hafa alla burði til að komast áfram í útsláttarkeppnina. Hong Myung-Bo þarf þó að finna leiðir til að skerpa á sóknarleiknum sem hefur verið of hægur í síðustu leikjum. Í sumar verða liðin tólf ár síðan Rússar tóku síðast þátt í lokakeppni HM. Þeir voru síðast með í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 þar sem þeir féllu úr leik eftir riðlakeppnina. Rússar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna á stórmótum á undanförnum árum, ef EM 2008 er undanskilið þar sem þeir komust í undanúrslit. Þeir féllu úr leik eftir riðlakeppnina á EM 2012 og þarsíðast þegar þeir tóku þátt á HM, árið 1994, komust þeir ekki upp úr sínum riðli. Rússar hafa verið á hægri uppleið síðan Fabio Capello tók við liðinu árið 2012. Þeir unnu sinn riðil í undankeppninni og hafa verið mjög agaðir í leik sínum. Margir af lykilmönnum liðsins eru komnir yfir þrítugt; Sergei Ignashevich, Vasili Berezutski, Yuri Zhirko og Roman Shirokov þar á meðal. Fyrir utan þessa fjóra leikmenn eru Alexander Kokorin og Alan Dzagoev líklega þeir einu sem eru undir 25 ára og teljast til lykilmanna hjá Rússum. Hópurinn er því býsna reynslumikill og það gæti fleytt liðinu langt í sumar. Langflestir úr leik- mannahópnum spila í Rússlandi enda eru talsverðir peningar í boltanum þar í landi. Þó að Rússar séu vel mannaðir í flestum stöðum hafa sparkspekingar lýst yfir áhyggjum af varnarleik liðsins. Miðverðirnir Sergei Ignashevich og Vasili Berezutski eru ekki sérstaklega fljótir og gætu átt í erfiðleikum við fljóta sóknarmenn andstæðinga. Ef allt er eðlilegt ættu Rússar þó að komast í 16 liða úrslit enda er hópurinn stútfullur af reynslumiklum leikmönnum sem kunna einnig sitthvað fyrir sér í boltanum. AlsírBelgía Suður-KóreaRússland Þjálfari: Vahid Halilhodzic Aldur: 61 Þjálfari: Hong Myung-Bo Aldur: 45 Þjálfari: Marc Wilmots Aldur: 45 Þjálfari: Fabio Capello Aldur: 67 Riðill H Belgar og Rússar líklegastir > Fylgstu með > Fylgstu með > Fylgstu með> Fylgstu með > Lykilmaður Eden Hazard > Lykilmaður Sofiane Feghouli > Lykilmaður Ki Sung-Yeung> Lykilmaður Alan Dzagoev 10 Frábær Hazard verður í lykilhlutverki í sóknarleik Belga í sumar. Frábær leikmaður sem átti mjög flott tímabil með Chelsea í vetur. Aldur: 23 Staða: Vængmaður Landsleikir: 45 Mörk: 6 Félagslið: Chelsea 10 Þrælgóður Feghouli er besti leikmaður Alsíringa. Þessi fljóti og tekníski vængmaður spilar með Valencia á Spáni þar sem hann er fastamaður. Aldur: 24 Staða: Vængmaður Landsleikir: 17 Mörk: 15 Félagslið: Valencia 16 Leikstjórnandi Ki spilaði með Sunderland í úrvalsdeildinni í vetur og stóð sig vel. Strákur sem getur haldið boltanum og fundið glufur í vörnum andstæðinganna. Aldur: 25 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 57 Mörk: 5 Félagslið: Swansea 17 Útsjónarsamur Dzagoev er leikstjórnandi Rússa og hefur verið einn besti sóknarmaður liðsins undanfarin ár. Leikmaður sem gæti gert gæfumuninn hjá Rússum í sumar. Aldur: 23 Staða: Miðjumaður Landsleikir: 32 Mörk: 8 Félagslið: CSKA Moskva Romelu Lukaku Átti frábært tímabil hjá Everton í vetur og hefur staðið sig vel í undir- búningsleikjum fyrir HM. Það verður spennandi að fylgjast með honum í sumar. Faouzi Ghoulam 23 ára vinstri bakvörður sem spilar með Napolí. Gekk í raðir félagsins í janúar og varð strax fastamaður í liðinu. Lík- lega besti bakvörður frá Afríku um þessar mundir. Son Heung-Min Ótrúlega hæfileika- ríkur leikmaður sem spilar með Leverkusen. Strákur sem vert er að fylgjast með, ekki bara í sumar heldur áfram næstu ár. Alexander Kokorin 23 ára framherji sem skoraði fjögur mörk í sjö byrjunarliðsleikjum í undankeppninni. Kraft- mikill leikmaður sem kann að klára færin. Byrjunarlið 4-3-2-1 Á bekknum Markmenn: Simon Mignolet, Sammy Bossut Varnarmenn: Jan Verthongen, Nicolas Lombaerts, Anthony Vanden Borre, Laurent Ciman Miðjumenn: Marouane Fellaini, Steven Defour, Nacer Chadli Sóknarmenn: Kevin Mirallas, Divock Origi, Adnan Januzaj 1 10 3 4 15 Thomas Vermaelen 19 Moussa Dembele 20 Toby Alderweireld 6 Axel Witsel Thibaut Courtois Daniel v. Buyten 14 Dries Mertens 7 Kevin de Bruyne Eden Hazard 9 Romelu Lukaku Vincent Komany Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Cedric Si Mohamed. Rais M'Bolhi Varnarmenn: Essaid Belkalem, Rafik Halliche, Djemal Mesbah, Carl Medjani, Aissa Mandi Miðjumenn: Hassan Yebda, Medhi LAcen, Yassine Brahimi Sóknarmenn: Nabil Ghilas, Riyad Mahrez 1 10 3 13 27 Faouzi Ghoulam 25 Nabil Bentaleb 26 Aissa Mandi 22 Mehdi Mostefa Mohamed Zemmamouche Liassine Cadamuro 18 Abdel Djabou 10 Sofiane FeghouliIslam Slimani 15 El Arbi Soudani Madjid Bougherra Byrjunarlið 4-2-3-1 Á bekknum Markmenn: Yuri Lodygin, Sergey Ryzhikov Varnarmenn: Dmitri Kombarov, Aleksei Kozlov, Vladimir Granat, Georgi Schennikov, Andrey Semyonov Miðjumenn: Igor Denisov, Denis Glushakov, A. Samedov, Oleg Shatov, A. Ionov Sóknarmenn: A. Kokorin, Maksim Kanunnikov 1 19 23 14 15 Dmitri Kombarov 20 Victor Fayzulin 20 Andrei Yeshchenko 11 Roman Shirokov Igor Akinfeev Sergei Ignashevich 6 Yuri Zhrikov 10 Alan DzagoevOleg Shatov 11 Alexander Kerzhakov Vasili Berezutski Byrjunarlið 4-4-2 Á bekknum Markmenn: KIm Seung-Gyu, Lee Bum-Young Varnarmenn: Kim Chang-Soo, Yun Suk-Yong, Kwak Tae-Hwi, Park Joo-Ho Miðjumenn: Kim Bo-Kyung, Ha Dae-Sung, Koo Ja-Cheol, Sóknarmenn: Lee Keun-Ho, Kim Shin-Wook, Ji Dong-Won 1 16 2 5 3 Yong Lee 15 Chung-Yong Lee 4 Suk Yoon 8 Kook-Young Han Jung Sung Ryong Young-Gwon Kim 6 Ki Sung Young 7 Chu Park Ja-Cheol Koo 9 Son Heung-min Jeong-Ho Hong
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.