Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 6.–9. júní 201436 Lífsstíll R obert Rhinehart, 24 ára for­ ritari, átti við vandamál að stríða. Árið 2012 bjó hann ásamt félögum sín­ um saman í lítilli íbúð í San Francisco og unnu þeir sem frum­ kvöðlar og forritarar. Á þessu sama ári höfðu Rhinehart og viðskipta­ félagar hans nýlega tapað miklum peningum í viðskiptaævintýri sem fór á hausinn og hafði ekki mikið á milli handanna. Matseld allt of tímafrek Það var svo einn daginn þegar hann sat á veitingastað ásamt félögunum að það rann upp fyrir honum hvað hann eyddi miklum peningum og tíma í mat og athöfnina sjálfa að borða. Það að setjast niður og borða var eintómt vesen fyrir Rhinehart og honum fannst það bara trufla hann við vinnu. Það var þá sem Rhinehart fór að prófa sig áfram og hóf að þróa eitt­ hvað sem gæti komið í staðinn fyrir máltíð og þarfnaðist ekki eldunar. Hann vildi búa til eitthvað sem mætti kalla næringarhristing sem væri meira en fæðubót og kostaði ekki mikið. Rhinehart vann ötullega að þessu verkefni og það virtist eiga hug hans allan í nokkra mánuði. Rhinehart taldi sig vera búinn að fullkomna formúluna og ákvað að borða ekkert annað í heilan mánuð. Þegar mánuðurinn var liðinn stóð Rhinehart enn í fæt­ urna, hraustur að eigin sögn og var búinn að losa sig við fitu í þokka­ bót. Þessi tilraun virðist hafa borg­ að sig á endanum, því þetta uppá­ tæki Rhineharts fór að vekja athygli á veraldarvefnum. Tugþúsundir pöntuðu strax Svo fór að Rhinehart hóf söfnun á netinu þar sem fólk gat lagt verk­ efninu lið og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Á örskömmum tíma höfðu 20.000 manns gefið peninga til verk efnisins og hið nýstofnaða fyrir tæki fékk meira en tvær millj­ ónir Bandaríkjadala. Í staðinn fær fólk poka af dufti sem samanstend­ ur af kolvetnum, próteini og öðrum næringarefnum ásamt blöndu af olíum og vítamínum, sem er bland­ að saman við vatn. Hver máltíð kostar um fjóra Bandaríkjadali, eða rúmar 400 krónur. Snýst ekki um bragðið Þeir sem hafa smakkað blönduna hafa mismunandi skoðanir á henni, sumum finnst hún ógeðfelld en aðrir líkja henni við bragðlítinn vanilluhristing. Rhinehart segir þó að hann sé ekki að reyna að búa til eitthvað sem sé bragðgott. „Það er til nóg af bragðgóðum hlutum, þetta snýst um hagkvæmni, kostn­ að og þægindi,“ segir Rhinehart. Hann bendir einnig á að Soylent sé ekki ætlað að leysa aðra fæðu al­ gjörlega af hólmi, bara flesta. Rhinehart nefndi fyrirtækið Soy­ lent. Nafnið er kaldhæðin tilvísun í kvikmyndina Soylent Green, sem fjallar um ógnvænlega og dökka framtíð þar sem almenningur lifir eingöngu á samnefndu mauki, sem kemur svo á daginn að búið er til úr mannakjöti. Skiptast á uppskriftum á netinu Svo virðist sem margir taki þessari þróun fagnandi og Soylent á greini­ lega hljómgrunn hjá mörgum. Í gegnum áratugina hefur vinnuálag á fólk aukist og dagurinn er al­ mennt annasamari en hann var fyrir einhverjum áratugum og það er spurning hvort þessi bylting sé svar við því. Einnig breytti krepp­ an lífsgæðum margra, svo ekki sé minnst á stúdenta, sem hafa oftar en ekki lítið á milli handanna. Soy­ lent er kannski ekki fyrsta varan af þessari tegund, en þetta er í fyrsta skipti sem slík vara verður svona gríðarlega vinsæl. Í kjölfar vinsælda Soylent hafa margir netverjar byrjað að þróa sínar eigin uppskriftir og skiptast á skoðunum um hvaða blöndur virka best, þannig að það er spurning hvort þessi tegund fæðu fari að ná fótfestu hjá almenningi. n Í uppreisn gegn máltíðinni Soylent Hér má sjá pakkn- ingar Soylent. Í hverjum poka eru um það bil þrjár máltíðir. Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Rob Rheinhart þróaði drykk sem kemur í stað venjulegrar fæðu„Það er til nóg af bragðgóðum hlutum, þetta snýst um hagkvæmni, kostnað og þægindi. Rob Rheinhart Rheinhart stofnaði Soylent og hlaupa tekjur þess nú þegar á milljónum dala. Svefnleysi jafn skaðlegt og vímuefni? Þótt að það sé oft freistandi að halda sér vakandi fram eftir öllu ættu þeir sem vilja ná góð­ um árangri í námi að hugsa sig tvisvar um. Niðurstöður nýrrar rann­ sóknar sem framkvæmd var á háskóla í Bandaríkjunum bentu til þess að þeir sem sofa illa og lítið væru mun líklegri til að fá verri einkunnir og hætta í námi. Áhrifin eru nánast jafn mikil og þau sem neysla áfengis og mari­ júana hafa á námsárangur. Niðurstöðurnar fengu rann­ sakendur eftir að hafa tekið aðra þætti inn í dæmið, til dæmis þunglyndi, félagslega einangrun og önnur heilsufarsvandamál. Tvítyngi hægir á öldrun heilans Ný rannsókn sýnir tengsl á milli tungumálakunnáttu og öldrunar heilans A ð læra og geta talað annað tungumál en móðurmálið get­ ur haft jákvæð áhrif á heila­ starfsemi, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Edin­ borgarháskóla. Ekki virðist skipta máli hvort einstaklingur læri annað tungu­ mál sem barn eða á fullorðinsaldri, það hefur alltaf jákvæð áhrif á heilann. Rannsóknir sem gerðar hafa ver­ ið áður hafa sýnt fram á þessi tengsl, en þá var ekki hægt að svara því hvort aukin greind væri orsök eða afleiðing tungumálakunnáttunnar. Þessi nýja rannsókn gæti þó hugsanlega verið með svarið. Rannsakendurnir komust að því að talhæfni og greind jókst hjá þeim sem töluðu að minnsta kosti eitt tungumál umfram móðurmál­ ið, auk þess sem elliglöpum seinkaði hjá þeim hópi. Rannsóknin var fram­ kvæmd þannig að haft var upp á þátt­ takendum í greindarprófi sem tekið var árið 1947, þegar þeir voru ellefu ára. Þátttakendurnir, sem eru í dag á sjötugsaldri, voru rannsakaðir aftur á árunum 2008 til 2010. Allir þeir þátttakendur sem töluðu fleiri en eitt tungumál höfðu vitræna getu yfir meðaltali og sást mestur munur á almennri greind og lesskiln­ ingi. Ekki fannst marktækur munur á því hvort þátttakendur lærðu tungu­ málið ungir að aldri eða á efri árum. Rannsakendur sögðu þó að frek­ ari rannsókna væri þörf og að þeirra niðurstöður vektu upp enn fleiri spurningar, til dæmis hvort það væri munur á því að kunna annað tungu­ mál og nota það sjaldan eða kunna það og nýta að staðaldri. n Hægir á öldrun Að tala fleiri en eitt tungumál virðist hægja á öldrun heilans, samkvæmt rannsókninni. Mynd Al JAzeeRA AMeRicA Karlar finna meira til eftir stórar aðgerðir Karlmenn finna meira til en konur eftir stórar aðgerðir. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem yfir 10 þúsund sjúkling­ um var fylgt eftir á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Vísindamenn telja að hormón geti útskýrt mismun­ inn, karlkyns hormón dragi úr sársauka auk þess sem sársauka­ þröskuldur kvenna sé breytileg­ ur eftir tíðahring, en einnig séu menningar­ og sálfræðilegar skýringar. Í ljós kom að karl­ menn fundu fyrir meiri sársauka eftir stórar aðgerðir, en konur voru líklegri til að finna til eftir litlar aðgerðir. Einhverfa tengd karl- hormónum Karlkynsfóstur sem verða fyrir miklu magni af karlhórmónum í móðurkviði eru líklegri til að þróa með sér einhverfu. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við háskólann í Cambridge og fjallað var um í læknaritinu Mole cular Psychiatry. Einhverfa leggst á bæði kyn en er algengari á meðal drengja. Vísindamenn segja að þrátt fyrir niðurstöðurn­ ar sé einhverfugreining á fóstur­ stigi ekki sjáanleg í nánustu fram­ tíð. Þeir ítreka einnig að málið sé flóknara en svo að aðeins þurfi að blokkera hormónin til að koma í veg fyrir einhverfu enda séu karl­ hormón, líkt og testósterón, mjög mikilvæg fyrir þroska fóstra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.