Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Selja hlut í Framtakssjóði Landsbankinn hefur selt 9,9 pró­ senta hlut í Framtakssjóði Íslands (FSÍ) og allan eignarhlut sinn, 27,6 prósent, í fjárfestingarsjóðn­ um IEI eða Icelandic Enterprise Invest, fyrir alls um sjö milljarða króna. Icelandic Enterprise In­ vest var stofnaður fyrr á þessu ári af eigendum Framtakssjóðs Íslands til að halda utan um er­ lendar eignir sjóðsins. Fyrir söluna var bankinn stærsti hlut­ hafi í báðum sjóðum en er nú annar stærsti hluthafinn með 17,7 prósenta eignarhlut í Fram­ takssjóðnum. Núverandi hluthaf­ ar keyptu hlut bankans. Grætur daglega „Guð minn góður hvað ég er búin að gráta mikið,“ segir Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, móðir tveggja barna sem barnaverndaryfirvöld á Akureyri úrskurðuðu í 12 mánaða fóstur 9. maí síðastliðinn. Akureyri Vikublað greinir frá málinu. Ragn­ heiður vill að börnin komi aftur til hennar eða verði send til ættingja. „Ég sem átti alltaf erfitt með að gráta áður en börnin voru tekin af mér vissi ekki að það væri hægt að gráta svona mikið. Ég er búin að gráta á hverjum degi síðan 9. maí síðastliðinn þegar úrskurður féll,“ segir Ragnheiður Arna. Börnin voru vistuð fjarri for­ eldrum sínum gegn vilja yfir­ geðlæknis Sjúkrahússins á Akur­ eyri. Ragnheiður hefur verið til meðferðar hjá geðlækninum en hann telur hana vera hæfan upp­ alanda svo lengi sem hún fái stuðning. Barnsfaðir hennar hefur boðist til að hafa börnin sem vilja vera saman á heimili móðurinnar. Í Akureyri Vikublaði kemur fram að barnaverndaryfirvöld hafi í kröfum sínum lagt áherslu á að bregðast við dræmri mætingu barnanna í skólann. „Eitt dæmi um að þau geri sér ekki grein fyrir eigin valdmörkum er að þau hafa nefnt við mig að dóttir mín hafi fengið kókópöffs og jógúrt og það sé ekki gott,“ segir Ragnheiður sem segist úrvinda. „Það er teiknuð einhver óhugguleg mynd af mér því að ég er með geðsjúkdóm.“ Túlkun tölvupósta ótækt sönnunargagn n Fjórir sýknaðir í Aurum-málinu n Áfrýjun hlýtur að teljast líkleg Þ ótt sönnunarmatið sé frjálst er sú leið ótæk að mati dómsins að byggja sönnun í málinu á túlkun á tölvu­ póstunum sem eru, a.m.k. að hluta, andstæðir framburði ákærðu og/eða vitna fyrir dómi. Önnur niðurstaða væri að mati dómsins andstæð grundvallarregl­ um um sönnun í sakamálum,“ segir í niðurstöðu meirihlutans í þriggja manna dómi Héraðsdóms Reykja­ víkur í Aurum­málinu. Meirihluti dómsins, Guðjón St. Marteinsson og Sverrir Ólafsson sýknuðu þá fjóra sakborninga af ákæru um meint umboðssvik og hlutdeild í meintum umboðs­ svikum. Arngrímur Ísberg skilaði hins vegar séráliti og vildi sakfella þrjá af sakborningunum, þá Lárus Welding, Magnús Arnar Arngríms­ son og Jón Ásgeir fyrir ákæruefnið. Ívitnuð orð hér að ofan eiga við um ákæruefnin sem beinast að Lárusi Welding og Magnúsi Arnari og er meðal annars grundvöllur fyrir sýknunni. Aurum­málið snýst um sex millj­ arða lánveitingu sem Glitnir banki veitti eignarhaldsfélaginu FS38 ehf. til að kaupa ríflega fjórðungshlut fjárfestingarfélagsins Fons í skart­ gripakeðjunni Aurum í júlí árið 2008. 2,8 milljarðar af láninu voru notaðir til að greiða upp lán sem Fons átti útistandandi hjá Glitni; 2 milljarðar voru greiddir inn á reikn­ ing Fons félaginu til frjálsrar ráð­ stöfunar og rúmlega 1.200 milljón­ ir króna voru lagðar inn á reikning Fons til að bæta tryggingastöðu fé­ lagsins gagnvart Glitni banka en af þeirri upphæð var einn milljarður króna millifærður sama dag inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann­ essonar. Lykilatriði í sönnunarfærslunni Málatilbúnaður ákæruvaldsins í Aurum­málinu byggir að stóru leyti á tölvupóstum sem orðið hafa þekkt­ ir í umræðunni á síðustu árum. Í tölvupóstunum ræða starfsmenn Glitnis um viðskiptin með Aurum­ bréfin, meðal annars við Jón Ásgeir sem var einn af eigendum bankans í gegnum FL Group. Einn tölvu­ pósturinn kom til dæmis frá Einari Erni Ólafssyni, framkvæmdastjóra hjá Glitni, og var hann til Lárusar Welding bankastjóra. Í þeim tölvu­ pósti frá Einari mátti skilja orð hans sem verðleggja ætti hlutabréfin í viðskiptunum of hátt. „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4,0 o.s.frv. En ég geri allt sem þú seg­ ir mér að gera.“ Með hinum „góða eiganda“ átti Einar Örn við Jón Ás­ geir Jóhannesson. Annar tölvu­ póstur frá Einari Erni var á þá leið að hann skildi ekki af hverju Pálma væru ekki bara lánaðir tveir millj­ arðar í staðinn fyrir að fara út í við­ skiptin með Aurum­keðjuna. „Verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við lanum ekki bara palma 2.ma.kr. til að koma fyrir á cayman, aður en hann fer a hausinn, I stað thess að fara I alla thess goldsmith aefingu“. Sama á við um Jón Ásgeir Rétt eins og meirihluti dómsins taldi tölvupóstana í málinu ekki gefa tilefni til sakfellingar gagn­ vart þeim Lárusi og Magnúsi Arnari taldi dómurinn sömu ástæður liggja til grundvallar sýknudóms yfir Jóni Ásgeiri. Orðrétt segir í dómnum: „Ákærði Jón Ásgeir neit­ ar sök. Ákæruvaldið sýnist einkum byggja sakargiftir á hendur ákærða Jóni Ásgeir á tölvupóstum og túlk­ un þeirra um að hann hafi í krafti áhrifa sinna í Glitni banka hf. haft þau áhrif á ákærða Lárus og Bjarna sem þar er lýst. Fjöldi vitna var spurður um þetta fyrir dómi. Ekk­ ert þeirra styður þá fullyrðingu í ákærunni. Samkvæmt þessu, og gegn neitun ákærða, er ósannað að ákærði Jón Ásgeir hafi haft þau áhrif á lánveitinguna í krafti áhrifa sinna innan Glitnis banka hf. sem lýst er í ákærunni. Á sama hátt og rakið var að ofan er sönnun með tölvu­ póstum eins og ákæruvaldið byggir hér á, ótæk leið og andstæð grund­ vallarreglum um sönnun í sakamál­ um.“ Dómurinn telur því að vitnis­ burðir fyrir dómnum vegi þyngra en þau orð sem fram koma í tölvu­ póstunum um of hátt verðmat á hlutabréfunum og þrýsting hins „góða eiganda“, Jóns Ásgeirs, í mál­ inu. Annar tölvupóstur frá Jóni Ás­ geiri sem vitnað hefur verið í fór til Lárusar Welding í aðdraganda Aur­ um­málsins: „Þetta eru mál in nenni ekki að bögga ykk ur á hverj um degi með þessu enda ætl ast ég til að CEO þess ara fé laga vinni sín mál. Ef við kom um þess um mál um frá þá er borðið mitt hreint. Ann ars er kanski best að ég verði starf andi stjórn ar­ formaður Glitn is banka.“ Sérálit Arngríms Ísberg Arngrímur Ísberg var hins vegar á þeirri skoðun í séráliti sínu að sak­ fella ætti bæði Lárus og Magnús Arnar. Hann sagði: „Það er mitt mat að með því að lána FS38 ehf. nefnda fjárhæð með veði í bréfunum í Aur­ um hafi ákærðu valdið verulegri fjártjónshættu fyrir bankann. Þeir hafi því misnotað aðstöðu sína hjá bankanum og stefnt fjármunum hans í verulega hættu. Lánið var al­ gerlega án fullnægjandi trygginga og þar af leiðandi var það veitt andstætt reglum bankans.“ Að sama skapi taldi hann að sakfella bæri Jón Ásgeir en um þátt hans sagði hann meðal annars : „Ákærða Jóni Ásgeiri er gefin að sök hlutdeild í umboðs­ svikunum fyrir að hafa með fortöl­ um og þrýstingi hvatt til þess að lán­ ið væri veitt. Þá er og komið fram að hluti af láninu rann til ákærða eins og lýst er í ákærunni. Í gögn­ um málsins kemur fram að ákærði hafði veruleg afskipti af þessari lán­ veitingu og hvatti til hennar. Afskipti hans voru langt um fram það sem eðlilegt getur talist af manni sem engri stöðu gegndi hjá bankanum en fór með stóran eignarhlut í hon­ um. Ekki er hægt að líta á afskipti hans í öðru ljósi en því að honum var ætlaður hluti af láninu eins og rakið hefur verið. Ákærða hlaut þó að vera ljóst að veðið, sem stóð til tryggingar láninu, var á engan hátt fullnægjandi.“ Áfrýjun líkleg DV hefur ekki fengið upplýsingar um það hvort embætti sérstaks sak­ sóknara ætli að áfrýja dómnum í Aurum­málinu. Þó verður að telja það líklegt í ljósi niðurstöðunn­ ar. Hingað til hafa flest, ef ekki öll, af stóru hrunsmálum sérstaks sak­ sóknara farið fyrir Hæstarétt Íslands eftir að dómur í héraði hefur fall­ ið. Þá mun væntanlega koma í ljós hvort Hæstiréttur tekur undir sjón­ armið meirihluta héraðsdóms eða Arngríms Ísbergs. n „Samkvæmt þessu, og gegn neitun ákærða, er ósannað að ákærði Jón Ásgeir hafi haft þau áhrif á lán- veitinguna í krafti áhrifa sinna innan Glitnis banka hf. sem lýst er í ákærunni. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Sýknað í Aurum-málinu Héraðs- dómur Reykjavíkur sýknaði á fimmtudag fjóra menn af ákæru um meint umboðs- svik og hlutdeild í umboðssvikum. Þrír þeirra, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sjást hér við aðalmeðferð málsins í maí. Mynd SIgtryggur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.