Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Blaðsíða 34
34 Skrýtið Sakamál Helgarblað 6.–9. júní 2014 T ilvera Nevin Yildirim var hversdagsleg, en ágætlega hamingjurík. Hún bjó ásamt manni sínum og tveimur börnum í hvítu múrsteins- húsi við þorpstorgið í Yalvak í suð- vesturhluta Tyrklands og lífið gekk sinn vanagang – en í janúar 2012 varð þar breyting á. Í janúar fór eiginmaður Nevin, líkt og margir vina hans, til Istanbúl, þar sem hægt var að komast í upp- grip. En þar sem borgin var fjarri Yalvak gat hann ekki þvælst fram og til baka og því þurftu hjónakornin að sætta sig við að þau myndu ekki sjást fyrr en í sumarbyrjun. Vargur í fjölskyldunni Þetta fyrirkomulag fór ekki fram hjá Nurettin Gider, 35 ára manni sem var kvæntur frænku eiginmanns Nevin. Nurettin hafði lengi litið hina 26 ára Nevin ágirndaraugum og sá sér nú leik á borði. Nokkrum dögum eftir brottför manns Nevin gerði Nurettin sér lítið fyrir og kleif veggi hvíta múrsteins- hússins og komst inn um svefn- herbergisgluggann. Vopnaður riffli hótaði hann Nevin: „Farðu úr fötun- um og leggstu á rúmið. Ef þú veitir mótspyrnu mun ég skera börn þín á háls.“ Nevin var skelfingu lostin og sá þann kost vænstan að hlýða Nurettin, sem beið ekki boðanna og nauðgaði henni. Engir góðir kostir í stöðunni Niðurbrotin velti Nevin fyrir sér möguleikum sínum í kjölfar nauð- gunarinnar. Hún sá í hendi sér að þeir væru fáir góðu kostirnir í stöð- unni. Ef hún færi til lögreglunnar myndi hún verða forsmáð af íbúum þorpsins og talin léttúðardrós. Eig- inmaður hennar yrði smánaður og börn hennar höfð að háði og spotti. Nurettin var þessi slæma aðstaða Nevin vel ljós; hún var föst í göml- um gildum og hefðum og hendur hennar bundnar. Næstu nótt endurtók hann leik- inn og vopnaður riffli kom hann fram vilja sínum. Nevin verður barnshafandi Við tók ömurlegur tími hjá Nevin. Hún gekk sem draugur væri um götur þorpsins dagana langa og Nurettin hélt uppteknum hætti þegar nátta fór. Eftir nokkra mánuði komst Nevin að því að hún var barnshaf- andi og þegar Nurettin komst að þessu neyddi hann hana til að sitja nakin meðan hann tók af henni ljós- myndir. „Þú getur ekki streist á móti núna, ef þú gerir það þá sendi ég manni þínum þessar myndir, sem og öðrum ættingjum þínum,“ sagði Nurettin og nauðgaði Nevin. Næstu nótt lá Nevin í rúmi sínu, nötrandi og skjálfandi; henni var vel ljóst að kvalari hennar kæmi venju samkvæmt. Nevin er nóg boðið Mikið rétt, þegar næturhúmið lagð- ist yfir sá Nevin hvar Nurettin kleif upp húsvegginn. Hugur Nevin var á fleygiferð, en hún fann hagla- byssu eiginmanns síns og skaut að Nurettin, sem féll öskrandi og bölvandi til jarðar. En þegar þarna var komið sögu var Nevin nóg boðið og hún fór út um framdyrnar; torgið blasti við henni og fjöldi manna sem sat þar við borð. Nurettin var við hús- vegginn og reyndi að komast á fæt- ur, en Nevin lyfti upp haglabyssunni og skaut hann öðru sinni. Nurettin heyktist saman og blóðið lagaði úr öðru læri hans. Mannsöfnuðurinn við torgið virtist frosinn, en Nurettin neytti síðustu krafta til að skríða að Nevin og reyna að ná af henni byssunni. Síðasta skotið í kynfærin Nurettin var orðinn magnvana sök- um blóðmissis en gat lítið annað gert en að biðjast griða þegar Nevin lyfti byssunni enn og aftur. „Ekki gera þetta,“ veinaði hann aumk- unarlega þegar hann sá að Nevin miðaði á kynfæri hans. En Nevin tók í gikkinn og þar sem áður höfðu verið kynfæri Nurettins var orðið að blóðugum tætlum – og Nurettin var allur. Af torginu fylgdust menn hálf- lamaðir með þegar Nevin mund- aði hníf og hóf að afhöfða líkama Nurettins. Þegar hún var búin að því stóð hún upp, hélt á höfðinu og hrópaði: „Ekki baktala mig – ekki hafa heiður minn að leiksoppi.“ Hún fleygði höfðinu inn á torgið: „Hér er höfuð manns sem lék sér að heiðri mínum.“ „Ég bjargaði heiðri mínum“ Þá fyrst datt einhverjum í hug að hr- ingja í lögregluna sem kom, færði Nevin á lögreglustöðina og kærði hana fyrir morð. Við bráðabirgðayfirheyrsluna sagði Nevin: „Nurettin sagði sí og æ að hann myndi segja öllum frá nauðgununum. Dóttir mín byrjar í skóla á þessu ári. Allir hefðu svívirt börnin mín. Núna getur það enginn. Ég bjargaði heiðri mínum. Sagt verður um börnin mín að þau séu börn konunnar sem bjargaði heiðri sínum.“ Í ljós kom að Nevin hafði reynt að fá fóstureyðingu áður en hún banaði Nurettin, en verið hafnað vegna þess að hún var gengin 14 vikur, en 10 vikna meðganga er há- mark, nema til komi „sérstakar að- stæður“. Stoltur eiginmaður Málið kveikti miklar umræður um fóstureyðingar í Tyrklandi og sýndist sitt hverjum, en forsætis- ráðherra landsins, Recep Erdogan, er svarinn andstæðingur fóstur- eyðinga. Slíkt hið sama er að segja varð- andi borgarstjóra höfuðborgarinnar Ankara, en eftir honum hefur verið haft að mæður sem íhuga fóstur- eyðingu ættu „að svipta sig lífi þess í stað og ekki láta barnið gjalda fyrir mistökin“. En það voru viðbrögð eigin- manns Nevin sem vöktu nánast hvað mesta athygli og fengu íhalds- sama Tyrki til að klóra sér í höfðinu, en hann sagði í sjónvarpsviðtali: „Ég elska konuna mína og ég er stoltur af henni fyrir að hafa gert það sem hún gerði.“ Nevin segir að það skipti hana litlu hvort hún deyr eða eyðir því sem eftir er ævinnar í fangelsi, þar sem hún bíður réttarhalda. En hún krefst þess enn að fá að fara í fóstur- eyðingu. n n Nurettin hafði heiður Nevin að leiksoppi n Nevin tók til sinna ráða smáð kona tók til sinna ráða Nurettin og Nevin Nurettin hefndist fyrir ofbeldið sem hann beitti Nevin. „Farðu úr fötunum og leggstu á rúm- ið. Ef þú veitir mótspyrnu mun ég skera börn þín á háls. Nevin Yildirim Fékk nóg af kvalara sínum og sagði stopp. Myrtu afa og ömmu Lögreglan í Denver rannsakar nú hvort það fáist staðist að ungur maður hafi í slagtogi við kærustu sína, myrt ömmu sína og afa. Lögregla segir að Brendan Lee Johnson og kærasta hans, Cassandra Ann Rieb, hafi brotið sér leið inn á heimili gömlu hjónanna í síð- asta mánuði og myrt þau. Þau brenndu lík gömlu konunnar og dreifðu á tveimur mismunandi stöðum fjarri heimili hennar en hringdu á lögreglu og sögðust hafa komið að gamla mannin- um látnum. Síðar játuðu þau á sig alla glæpi og sagði Brendan við lögreglumennina: „Við fór- um saman og við gerðum þetta saman.“ Tilgangurinn var að komast yfir arf eftir gömlu hjón- in. Lögreglan hefur látið hafa eftir sér að um sé að ræða „unga og heimska“ morðingja. Gróf foreldrana í garðinum Það var í október á liðnu ári sem eldri hjón voru að dytta að garðinum við heimili sitt í Notthingham á Bretlandi þegar þau rákust á það sem virtist vera lík grafið á milli trjáa. Málið hefur vakið mikla athygli á Bretlandi en þegar lögregla hóf vettvangsrannsókn í garðinum fundust tvö lík kirfi- lega grafin og vafin í sængur- fatnað. Um var að ræða fyrri eigendur hússins, þau William og Patriciu Wycherley, og leiddi krufning í ljós að hjónin höfðu bæði verið myrt með skotvopni nokkru fyrr. Dóttir þeirra, Susan Edwards, hefur játað að hafa orðið móður sinni að bana árið 1998. Hún segir móður sína hafa banað föður hennar og því segist Susan hafa tekið til sinna ráða. Eftir morðið sannfærði Susan aðra fjölskyldumeðlimi, stofnanir og félagsmálayfirvöld um að foreldrar hennar væru enn sprelllifandi. Á því hagnaðist hún umtalsvert. Seldi hún meðal annars heimili þeirra sjö árum eftir morðið og gabb- aði lögmenn og fasteignasala. Susan og eiginmaður hennar Christopher hafa verið ákærð fyrir morðið og bíða dóms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.