Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 67

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 67
Helgarblað 6.–9. júní 2014 11HM 2014 n Flestir spá Brasilíu og Spánverjum velgengni n En hvað mun koma mest á óvart og hver verður markakóngur? n Hver veldur vonbrigðum? Spekingar spá í spilin Brassar heimsmeistarar eða vonbrigði Edda Sif Pálsdóttir sjónvarpskona n Með hverjum heldur þú? „Ég hef alltaf haldið með Spánverjum en verið með blæti fyrir Hollendingum líka. Til að krydda þetta aðeins meira er ég lúmskt heit fyrir Belgum líka í ár.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Brasilía.“ n Hver verður markakóngur? „Óskabarn þjóðarinnar, Neymar.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Þetta verður annað- hvort eða hjá Brössum. Ef þeir verða ekki heimsmeistarar verða þeir von- brigði mótsins. Annars Frakkar, þeir eru meistarar í að valda vonbrigðum og verða pirraðir og fúlir.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Belgía.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Diego Costa.“ Dyggur aðdáandi Þýskalands Katrín Júlíusdóttir þingkona n Með hverjum heldur þú? „Þýskalandi, eins og alltaf.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Nú er komið að Þjóðverjum. Þeir eru alltaf næstbestir eða alveg við það að ná þessu. Mér finnst þeir eiga skilið að vinna núna.“ n Hver verður markakóngur? „Ronaldo. Þetta er orðinn ótrúlega flottur og þroskaður leikmaður sem hefur taugar í svona keppni. Hann er náttúrlega algjör markavél.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „England. Eins og svo oft áður.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Portúgal gæti komið á óvart.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ég held það verði Ronaldo. Ég ætla líka að segja að Neuer, markmaðurinn hjá Þýskalandi, eigi eftir að vera skemmtilegur.“ Hefur mikla trú á Messi Baldvin Z leikstjóri Vonarstrætis n Með hverjum heldur þú? „Ég er mikill Argentínumaður frá fornu fari.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Ég held að Argentína verði meistari í ár. Lionel Messi verður að vinna ef hann ætlar að komast á sama stall og Maradona.“ n Hver verður markakóngur? „Ég held að þetta verði árið hans Messi.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Það verður Brasilía.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Englendingar koma mest á óvart, þeir eru með ágætis lið.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ekki erfitt val, hver annar kemur til greina en Messi.“ Belgar flengdir Björg Magnúsdóttir rithöfundur n Með hverjum heldur þú? „Hjartað slær með argentínska landsliðinu.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Brassarnir taka þetta heima hjá sér og það verður stórkostlegt að fylgjast með því.“ n Hver verður markakóngur? „Fyrst Luis Suarez er dálítið heilsuveill þá má vonast til þess að Lionel Messi blómstri loksins með landsliðinu og verði kóngurinn.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Ég skýt á að spútniklið Belga valdi mestum vonbrigðum. Það er búið að tala um þetta lið stans- laust en ég held að þeir verði flengdir í 16 liða úrslitum. Væntingastjórnun, gott fólk. Hún er mikilvæg.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Ég ætla að tippa á Bosníumenn og hreinlega gerast svo djörf að spá þeim í átta liða úrslit í þeirra fyrstu heimsmeistarakeppni.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Fyrirliði Brasilíu, varnarmaðurinn Thiago Silva. Hann breytist í baneitraðan múr og Brassarnir fá ekki meira en eitt mark á sig í keppninni.“ Bandaríkin munu koma mest á óvart Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir laganemi n Með hverjum heldur þú? „Englandi.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Frakkland.“ Hver verður marka- kóngur? „Lionel Messi.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Króatía stendur ekki undir væntingum.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Ég held það verði Bandaríkin.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Englendingurinn Paul Lambert.“ Belgar koma mest á óvart Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari: n Með hverjum heldur þú? „Spánverjum.“ n Hvaða þjóð verður heimsmeistari? „Ég vona að það verði Spánverjar.“ n Hver verður markakóngur? „Diego Costa og Neymar munu deila þessu með sér.“ n Hvaða þjóð mun valda mestum vonbrigðum? „Ég held það verði Englendingar eins og svo oft áður.“ n Hvaða þjóð mun koma mest á óvart? „Belgía. Þeir eru með marga snillinga innan sinna raða.“ n Hver verður besti maður mótsins? „Ætli það verði ekki bara einhver Belgi? Eden Hazard mögulega.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.