Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 6
Helgarblað 5.–8. september 20146 Fréttir „Skólabókar- dæmi um einelti“ n Einelti og útskúfun Snorra í Betel n Uppsögn sögð byggð á misskilningi E inar Gautur Steingrímsson, lögmaður Snorra Óskarsson- ar, sem kenndur er við Betel, segir að uppsögn Snorra sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri hafi verið endastöð einelt- is og útskúfunar sem skjólstæðingur hans hafi orðið fyrir af hálfu skóla- stjórnenda. Hinn 26. júlí síðastliðinn var mál Akureyrarbæjar gegn Snorra þing- fest í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Snorra var, eins og frægt er orðið, sagt upp sem kennara við Brekkuskóla árið 2012 vegna skrifa um samkynhneigð á bloggi sínu. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í apríl síðastliðnum að uppsögn sem og áminning sem hann fékk hafi verið ólögmæt. Akureyrarbær unir ekki þeirri niðurstöðu og fer fram á ógildingu úrskurðar. Í greinargerð Einars Gauta eru færð rök fyrir því að brott- rekstur Snorra hafi verið byggð- ur á misskilningi á orðum Snorra. Þar er því enn fremur haldið fram að Snorri sé fórnarlamb fordóma. Í samtali við DV segist Snorri vonast til að málið verði leitt til lykta fyr- ir jól. Kunnáttuleysi í kenningum kirkjunnar Lögmaður Snorra telur áminningu sem hann fékk í starfi vera verulega gallaða þar sem ekki sé sannað að skoðanir Snorra hafi haft áhrif á vel- ferð barnanna. Auk þess eru færð rök fyrir því að áminningin hafi ver- ið grundvölluð á fordómum í garð Snorra. Sú áminning var fyrst og fremst byggð á bloggfærslu Snorra um hatursmorð gegn samkyn- hneigðum í Úganda. „Kunnáttu- leysi eða fótaskortur stefnanda í grundvallarkenningum evangel- ískra kirkna (þ.m.t. lútersku) olli því að hann las textann svo skelfilega vitlaust að hann taldi stefnda vera að draga í dilka með þeim hætti að yfir samkynhneigðum vofði einhver sérstök refsing frá Guði, á sama tíma og stefndi raunverulega var að fjalla um afleiðingar synda almennt,“ seg- ir í greinargerð Einars Gauta. Fer fjarri að guð refsi samkyn- hneigðum sérstaklega Enn fremur er skilningsleysi skóla- yfirvalda á játningaritum lútersku kirkjunnar harðlega gagnrýnt. Snorri hafi gert ráð fyrir því að þar sem þau rit eru á námskrá grunn- skóla gætu orð hans ekki misskilist. „Stefnanda [Akureyrarkaupstað, innsk. blm.] virðist hafa vantað þennan grunn þegar hann afbak- aði blogg stefnda og taldi að Guð myndi draga syndir í dilka og refsa samkynhneigðum sérstaklega. Slík- ur skilningur er víðs fjarri því sem stefndi var að reyna að segja og víðs- fjarri kenningum hvítasunnumanna sem og evangelískra manna. Í þeirra guðfræði eru allir menn undir sömu sök seldir, háir sem lágir,“ segir í greinargerð. Valdníðsla og einelti Lögmaður Snorra dregur þá álykt- un að ekki sé hægt að líta á uppsögn hans sem annað en lokaþátt í einelti og útskúfun. „Valdníðslu hefur ver- ið beitt til að losa skólayfirvöld við eitthvað sem þeim þótti óþægilegt,“ segir í greinargerð. Einar Gautur telur að skólastjórnendur hafi brotið vinnuverndarlög með ein- elti sínu í garð Snorra. Það að hafa flutt Snorra úr kennslu, sem starf- að hefur sem kennari um áratuga- skeið og var skólastjóri einn vetur, yfir í bókasafnið þar sem hann hafi átt að lesa fyrir börnin „yndislestur“ hafi verið niðurlægjandi og „skóla- bókardæmi um einelti á vinnustað“. Því næst hafi ákveðnum árgöngum verið haldið fjarri Snorra og hann settur í launað leyfi frá störfum. Snorri var því næst boðaður á fund í ráðhúsi Akureyrar þar sem hon- um var tjáð að ekki væri óskað eftir hans starfskröftum og honum boðin starfslokasamningur. Að lokum var Snorri rekinn. Gleymdist að huga að einelti kennara Snorri segir í samtali við DV að hann hafi ekki kveikt á strax á per- unni að um væri að ræða einelti í hans garð. „Eins og einelti og að- ferðirnar við það eru skilgreindar; setja í einangrun, menn fá ekkert að vita, og það er lokað á upplýsingar, þú hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi. Þá er þetta einelti. Þetta átti skólinn að vita því við erum búin að starfa samkvæmt Olweusaráætlun- inni. Allir kennarar eru menntaðir í einmitt þessum aðferðum, að sjá þetta hjá nemendum. Það kannski gleymdist að beina sjónum að okk- ur sjálfum,“ segir Snorri. Trúaðir verða fyrir fordómum Snorri segir marga í samfélaginu verða fyrir fordómum og trúaðir einstaklingar séu engin undantekn- ing frá því. „Það eru fleiri sem verða fyrir fordómum en það sem er kall- að gjarnan fordómar gegn samkyn- hneigðum. Við trúaðir höfum orðið fyrir þessu mjög lengi,“ segir Snorri. Hann segir enn fremur mikilvægt að fá niðurstöðu um hvort upp- sögn hans hafi verið lögmæt, burt séð frá því hvort hún verði hon- um í hag. „Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að öll svona mál séu til lykta leidd á opinberum vettvangi. Það er allt í lagi að samfélagið fái að tjá sig um hvernig við högum okk- ur. Það hefur verið svo undanfarið að kristnum gildum hefur verið ýtt, leynt og ljóst, út úr samfélaginu.“ n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Ósáttur Snorri segist ekki hafa áttað sig á því strax að um einelti í hans garð væri að ræða. „Það hefur verið svo undan- farið að kristnum gildum hefur verið ýtt, leynt og ljóst, út úr samfélaginu. Lokuninni aflétt Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarna- deild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun næst gosstöðvunum í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjöl- miðlar á svæðinu geta farið aftur að þeim. Þetta er gert með þeim fyrirvara að það gæti komið til þess að rýma aftur ef aðstæð- ur breytast. Sem fyrr á þessi að- gangsheimild einungis við um vísindamenn og fjölmiðlafólk. Svæðinu var lokað vegna mik- ils óróa, sem kom fram á mælum og ekki var hægt að staðsetja eða útskýra með vissu. Óróinn gekk niður á miðvikudagskvöld og hafði ekki orðið vart í sama mæli aftur þegar þetta var skrifað. Svarar fullum hálsi Oddviti Pírata ósáttur við Moggann Halldór Auðar Svansson, borg- arfulltrúi Pírata, er harðorður í garð Morgunblaðsins á Face- book-síðu sinni í dag. Í Stakstein- um blaðsins, nafnlausum dálki ritstjórnar, er fullyrt að Halldór fái „greitt með vel launuðu gælu- verkefni“ fyrir að þaga um það að fulltrúar hinna flokkanna vilji ekki „veita almenningi upplýs- ingar um starfsemi borgarinnar og fyrirtækja hennar“. Halldór kveðst þegar hafa svarað þeim „rógburði“ sem fram kemur í Staksteinum í dag. „Það gerði ég til dæmis úr ræðu- stóli á borgarstjórnarfundi síð- astliðinn þriðjudag. Þar áréttaði ég að minn eigin fjárhagslegur ávinningur af formennsku minni í stjórnkerfis- og lýðræðisráði er enginn,“ segir Halldór. „Í stað fréttamennsku þar sem því er sýndur raunverulegur áhugi að komast að því hver nýt- ur hvaða launa vegna umrædds 'gæluverkefnis' fer Morgunblað- ið þá leið að henda fram algjör- lega rakalausum ósannindum í ritstjórnarpistli, hannaðar til að skaða orðspor og heiður fólks að ósekju,“ segir Halldór enn fremur og spyr: „Fyrirfinnst einhver sem hugnast svona vinnubrögð?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.