Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Síða 16
16 Fréttir Helgarblað 5.–8. september 2014 Sendiherra Kína á íSlandi horfinn n Ma Jisheng fór af landi brott í janúar n Ekkert heyrst frá honum síðan n Engin svör frá sendiráði Kína M a Jisheng, sendiherra Kína á Íslandi, er horfinn. Ekk- ert hefur heyrst né spurst til hans í rúma sjö mánuði. Þetta herma heimildir DV innan úr kínverska sendiráðinu, sam- félagi Kínverja hér á landi sem og úr íslensku utanríkisþjónustunni. Ma fór af landi brott hinn 23. janúar síð- astliðinn en hugðist snúa aftur í mars. Ekkert varð af heimkomu og engin svör fást frá kínverska sendiráðinu um afdrif hans. Fjölskylduveikindi eða spillingarmál eru nefnd til sögunnar sem mögulegar ástæður en engar op- inberar skýringar hafa verið gefnar út vegna starfsloka sendiherrans. Þeim sem þekkja til er nokkuð brugðið. Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV að kínverska utanríkisráðuneytið hafi til- kynnt því íslenska í maí að Ma myndi ekki snúa aftur til starfa á Íslandi. „Við búum ekki yfir frekari upplýs- ingum, öðrum en þeim að staðgeng- ill sendiherra sé Chen Laiping,“ seg- ir enn fremur í svarinu. Chen hefur starfað sem sendiráðsritari kínverska sendiráðsins í rúmt ár en á heima- síðu sendiráðsins er Ma enn þá titlað- ur sendiherra. „Eitthvert vandræðamál“ Eins og fyrr segir fór Ma af landi brott hinn 23. janúar síðastliðinn. Haft hefur verið eftir formanni Kínversk- íslenska menningarfélagsins, að hann hefði átt ágætis samtal við Ma skömmu áður. Þar hafi verið ákveðið að sendiherrann myndi funda með fulltrúum Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins þegar hann kæmi aftur til landsins í mars. Að sögn heimildarmanns fengust í fyrstu þær upplýsingar að fjölskyldu- veikindi væru sennilega ástæðan fyr- ir seinkun heimkomunnar, móðir sendiherrans lægi fyrir dauðanum. Þessi skýring þykir þó ekki halda vatni enda hermir annar heimildarmaður blaðsins að haft sé eftir kínverskum sendiráðsstarfsmönnum að ekki hafi náðst í sendiherrann, hvorki í síma né eftir öðrum leiðum, og að þeir viti í rauninni ekkert hvað hafi gerst. „Það fær engin frí frá skyldum sínum enda- laust,“ segir annar sem furðar sig á málinu. Frá því í apríl hafa verið háværar sögusagnir á kreiki í kínverska sam- félaginu á Íslandi þess efnis að hvarf Ma megi rekja til spillingarmála sem hann hafi flækst inn í. „Eitt er víst að hér er um eitthvert vandræðamál að ræða sem virðist vera erfitt að fá botn í,“ segir einn heimildamaður blaðsins. Tekin til yfirheyrslu? DV hafði samband við kínverska sendiráðið á miðvikudag og spurði um afdrif sendiherrans. Ritari sendi- ráðsins bað blaðamann um að senda skriflega fyrirspurn. Sú fyrirspurn hljóðar svo: „Ma Jisheng, sendiherra Kína á Íslandi, fór frá Íslandi þann 23. janúar síðastliðinn. Hann hugð- ist koma heim í mars en gerði ekki, og það er engin leið að ná í hann. Hvar er sendiherrann?“ Engin svör höfðu borist seinni part fimmtudags þrátt fyrir að fyrirspurnin hafi verið ítrekuð margsinnis í síma og í tölvupóstum. Þegar blaðamaður náði aftur sam- bandi við ritara sendiráðsins fékkst eftirfarandi svar: „Ég er búinn að tala við fólkið sem stýrir svona löguðu og svarið er að þessu verður ekki svarað á þessum tímapunkti.“ Málið þykir hið furðulegasta enda ekki á hverjum degi sem sendiherr- ar hverfa sporlaust og án allra útskýr- inga. DV hefur heimildir fyrir því að þeir sem þekki best til málsins telji mögulegt að Ma hafi verið tekinn til yfirheyrslu vegna spillingarmála sem hann hafi flækst í. Þar eru eink- um nefnd til tvö mál: Hugsanleg af- skipti hans af vegabréfsáritunum Jap- ana til Kína á meðan hann starfaði við sendiráðið í Japan en gríðarlega mikl- ir fjármunir fara þar í gegn vegna þess fjölda Japana sem heimsækir Kína á hverju ári. Hin ástæðan er talin vera sú að hann hafi ekki gætt sín á meðan hann var upplýsingastjóri kínverska utan- ríkisráðuneytisins áður en hann fór til Íslands. Þannig hafi hann jafnvel og hugsanlega í ógáti gefið einhverjum einhverjar upplýsingar sem ekki stóð- ust skoðun kínverskra stjórnvalda. Ekki á lista Mikil herferð hefur verið í gangi gagn- vart spilltum embættismönnum í Kína síðan Xi Jinping tók við forseta- stóli í mars á síðasta ári. Sumir halda því fram að forsetinn sé með þessum hætti að tryggja völd sín á meðan aðr- ir vilja meina að með þessu sé verið að ráðast að rótum ýmiss konar spill- ingarvanda í kínverska kerfinu. Ljóst er að almenningur bindur miklar von- ir við þessar aðgerðir og því er það mat margra að forsetanum megi ekki mis- takast þetta ætlunarverk sitt. Hvort hvarf sendiherrans tengist þessum aðgerðum er þó alls óljóst en víst er að málið vekur ýmsar spurn- ingar. Þeir sem DV hefur rætt við benda á að hann finnist ekki á lista yfir embættismenn sem hafa verið leyst- ir úr embætti vegna spillingarmála. „Þannig að það getur vel verið að það sé af einhverjum ástæðum ákveðið að þagga þetta mál niður en þó með þeim hætti að hann virðist missa þá stöðu sem hann hefur.“ Víðtæk reynsla Ma Jisheng fæddist árið 1957 í Kína og er því 57 ára gamall. Hann er með meistaragráðu í sagnfræði og hef- ur starfað í kínversku utanríkisþjón- ustunni frá árinu 1988, meðal annars sem sendiráðsfulltrúi í sendiráðum Kína í Indónesíu og Japan. Hann tók við sem sendiherra Kína á Íslandi haustið 2012 og virkaði að sögn heim- ildarmanna blaðsins almennt vel á fólk. Hinn 22. janúar, eða daginn áður en sendiherrann yfirgaf landið, sagði hann í samtali við fréttastofu Stöðv- ar 2 að innkoma kínversks ríkisolíu- félags á Drekasvæðið væri nýr áfangi og nýtt upphaf í samskiptum ríkj- anna. Þá birtist aðsend grein und- ir hans nafni í Fréttablaðinu hinn 13. febrúar síðastliðinn. Þar svaraði hann sendifulltrúa japanska sendiráðsins á Íslandi en þeir höfðu staðið í ritdeil- um mánuðinn á undan. DV fjallaði um málið hinn 16. janúar með þeim orðum að áróðursstríð Kínverja gegn Japönum hefði náð til Íslands. Líklegt þykir að einhver annar hjá sendiráð- inu hafi skrifað umræddar greinar þó hann hafi verið merktur fyrir þeim. Eftir þetta hefur ekkert birst í hans nafni hér á landi en á heimasíðu kín- verska sendiráðsins er ekki að finna upplýsingar um starfslok hans. Vin- ir og kunningjar sendiherrans eru að vonum áhyggjufullir vegna málsins enda hefur fólk honum nákomið ekk- ert heyrt frá honum síðan hann yfirgaf landið. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Vel liðinn Ma Jisheng tók við sem sendiherra Kína á Íslandi haustið 2012 og var almennt vel liðinn. Á myndunum má meðal annars sjá hann með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Engin svör DV hefur ítrekað leitað viðbragða hjá kínverska sendiráð- inu en án árangurs. Á heimasíðu sendiráðsins er Ma Jisheng enn titlaður sendiherra Kína á Íslandi. Mynd SigTryggur Ari „Ég er búinn að tala við fólkið sem stýrir svona löguðu og svarið er að þessu verð- ur ekki svarað á þessum tímapunkti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.